Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 31 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 5.30. B.i. 12. HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 6 ÓSKARSVERÐLAUNM.A. BESTA MYNDIN SV MBL HJ MBL HK DV Kvikmyndir.com NICOLE KIDMAN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 2 ÓSKARS-VERÐLAUN  ÓHT Rás 2  kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i 14. Epísk stórmynd í anda The English Patient. Frá leikstjóra Elizabeth. Með stórstjörnunum Kate Hudson og Heath Ledger. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 www.laugarasbio.is  RADIO X  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 5.30. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! SV MBL Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10. 15. Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. ÞÓTT menn kunni að deila um hvort hægt er að keppa í fegurð, þá dylst engum að Inga Gerða Pétursdóttir er, eins og reyndar ak- ureyrskar konur upp til hópa, sérlega snotur stúlka. Dómendur hafa eflaust átt úr vöndu að ráða, en úr varð að Inga hlaut titilinn Ungfrú Norðurland 2003, og keppir hún ásamt öðrum þokkadísum um titilinn Ungfrú Ísland en að- alkeppnin verður haldin á Broadway 23. maí. Inga Gerða er nemi á málabraut við Menntaskólann á Akureyri, og segist ekki hafa verið neinn sérstakur aðdáandi fegurð- arsamkeppna: „Auðvitað hefur mér þótt viss sjarmi yfir þessu frá því ég var lítil stelpa, en ég hugsaði mig lengi um áður en ég ákvað að taka þátt. Ég hef ekki verið neinn sérstakur talsmaður fegurðarsamkeppna, en heldur ekki haft neitt á móti keppnunum heldur, langaði að prufa og kynnast þessari upplifun. Ég átti alls ekki von á að vinna, – varð mjög hissa.“ Tólf stúlkur tóku þátt í keppninni sem fram fór á Sjallanum á föstudag. Fyrst komu stúlk- urnar fram í tískufötum, þá í sundfatnaði og loks í kvöldkjólum. Að keppninni lokinni voru þátttakendur leystir út með gjöfum. Inga Gerða sagðist ekki vita hvort þetta hefði einhverjar breytingar í för með sér fyrir hana. Hún hyggur ekki á að leggjast í stífar æfingar eða slíkt fyrir keppnina. Var ekki hægt að greina annað á henni en að hún tæki þessu með miklu jafnaðargeði, eins og sæmir sannri fegurðardrottningu. Menntaskóla- mær fegurð- ardrottning Morgunblaðið/Jón SvavarssonÞátttakendur í keppninni Ungfrú Norður- land 2003. Fyrir miðju er Inga Gerða Pét- ursdóttir sem varð hlutskörpust. Inga Gerða Pétursdóttir er Ungfrú Norðurland 2003 FJÖLDI fólks kom saman í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudag þegar borg- arstjórinn, Þórólfur Árnason, bauð til gleðskapar af því tilefni að Samtökin ’78, félag homma og lesbía á Íslandi, eru í ár 25 ára, og einnig – og ekki hvað síst – í tilefni af frumsýningu nýrrar heimild- armyndar um reynslu samkynhneigðra ungmenna í íslensku samfélagi. Mikið var um gleði í Ráðhúsinu, og skemmt með söng og dansi á milli þess sem fyrirmenni tóku til máls. Tilefni var til að fagna ærlega, enda hefur, á þeim aldarfjórðungi sem Sam- tökin hafa starfað, ómetanlegt starf ver- ið unnið í þágu landsmanna allra, með því að auka umburðarlyndi, fjölbreytni, víðsýni og náungakærleik, og hópi sam- félagsins sem áður var að ósekju útskúf- aður og litinn hornauga gert kleift að bera með réttu höfuðið hátt og vera hreykinn af sérstöðu sinni, í samfélagi jafningja. Á afmælisárinu verður mikið um dýrð- ir, meðal annars tónleikar og málfundir haldnir, en fljótlega er væntanleg í hillur verslana bók sem segir sögu samkyn- hneigðar á Íslandi. Nánari upplýsingar um viðburði á afmælisári má finna í sér- stökum afmælisbæklingi Samtakanna og á heimasíðu þeirra. Sýningar á heimildarmyndinni Hrein og Bein, sem segir á hreinan og beinan hátt frá reynslu samkynhneigðra ís- lenskra ungmenna, verða í Regnbog- anum fram til miðvikudags. Morgunblaðið/Ómar Gellurnar í Rokkslæð- unni héldu uppi fjörinu eins og þeim einum er lagið þegar afmæli Sam- takanna ’78 var fagnað. Félagarnir Otto Schnelzer frá Bæjaralandi, Jean Francois Tessier frá Québec og Heimir Már Pétursson. Heimir var á dögunum kjörinn varaforseti InterPride, samtaka hátíða sam- kynhneigðra um heim allan. Það var hýrt yfir Þórólfi Árnasyni borgarstjóra þegar hann ræddi við Felix Bergsson leikara og Þor- vald Kristinsson, formann Samtakanna ’78. 25 ár eru liðin frá stofnun Samtakanna ’78 Afmælismóttaka í Ráðhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.