Morgunblaðið - 07.04.2003, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.04.2003, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáralind - Glæsibæ VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Arnarfell hefur náð samkomulagi við ítalska verk- takafyrirtækið Impregilo um að annast undirbúningsframkvæmdir við göng og stíflu við Kárahnjúkavirkjun. Fyrirtækið hefur þegar hafið vinnu við verkið. Impregilo hefur að undanförnu átt í við- ræðum við íslensk verktakafyrirtæki um tilteknar undirbúningsframkvæmdir vegna stíflu- og gangagerðar sem byrja þarf á við Kárahnjúka og staðfestir Sig- urbergur Konráðsson, einn af eigendum Arnarfells, að samkomulag hafi náðst um að Arnarfell taki verkið að sér. Sigurberg- ur segir að þótt samkomulag hafi náðst sé heildarfjárhæð verksins ekki ljós því verið sé að mæla umfangið. Verkið snýst um að grafa fyrir hjágöng- um fyrir Jöklu. Það er einmitt þar sem sneiðingurinn niður hamra Hafrahvamma- gljúfurs endar en það verk vann Arnarfell einnig. Þá tekur Arnarfell að sér ýmis önn- ur verkefni, meðal annars að setja upp steypustöð og reka hana, annast efnis- vinnslu og setja upp vinnubúðir. „Það er fínt að fá þetta verk, það kemur í beinu framhaldi af vinnu okkar við sneið- inginn sem nú er lokið,“ segir Sigurbergur. Hann er nú við tólfta mann Arnarfells á svæðinu en telur að fimmfalda þurfi starfs- mannafjöldann til að vinna verkið sem standi að minnsta kosti fram á haust. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Arnarfell fær ný verkefni í framhaldi af vinnunni í Hafrahvammagljúfrum. Arnarfell undirbýr göng og stíflu DANSKI forsætisráðherrann, Anders Fogh Rasmussen, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í vikunni. Auk viðræðna við Davíð Oddsson forsætis- ráðherra mun hann afhenda Íslending- um fyrstu stjórnar- skrá Íslands frá árinu 1874. Danir samþykktu nýverið að stjórnarskráin yrði varðveitt hér á landi en Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra og Brian Mikkelsen, menningarmálaráðherra Danmerkur, ræddu málið á fundi sín- um í janúar. Danski forsætisráðherran kemur til landsins á miðvikudag og á síðdegis viðræður við Davíð Oddsson og situr síðan kvöldverðarboð hans í Perlunni. Daginn eftir er ráðgert að hann ferðist um Reykjanes og Suðurland og þiggi hádegisverðarboð hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Danski forsætisráðherrann heldur síðan af landi brott að morgni föstudagsins. Danski forsætisráð- herrann í opinbera heimsókn í vikunni Afhendir stjórnar- skrána frá 1874 Anders Fogh Rasmussen ÞRÍR unglingar slösuðust talsvert í gasspreng- ingu sem varð í bílskúr raðhúss við Draumahæð í Garðabæ á tólfta tímanum í gærkvöld. Bíl- skúrshurðin rifnaði út og hurðarkarmar með, rúður í húsinu sprungu og gluggakarmar þeytt- ust út í heilu lagi. Miklar skemmdir urðu í íbúð- inni sjálfri, m.a. hrundu loftplötur niður. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn ásamt lögreglu og fjórir sjúkrabílar voru til taks meðan hlúð var að hinum slösuðu. Allir þrír voru fluttir á Landspítala undir mið- nætti. Hlutu þeir brunasár, tveir voru talsvert brenndir og einn brenndist lítillega á höndum. Að sögn Guðmundar Karls Halldórssonar, stöðvarstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins, var sprengingin mjög öflug og fannst hún mjög greinilega í næstu húsum þar sem rúður nötruðu. Tveir kútar úr útigrilli voru í bílskúrnum og er talið að skrúfað hafi verið frá þeim báðum. Gífurleg sprenging olli því að útveggur sólstofu og bílskúrshurð fóru af í heilu lagi. Morgunblaðið/Júlíus Þrír slasaðir eftir gassprengingu ALLS mældust 30 beygjur á hringveginum yfir hættumörkum, þar af voru sex taldar stórhættu- legar, í mælingum sem gerðar voru með nýrri tækni. Í skýrslu um rannsóknina er einnig vakin athygli á að varhugaverðar og hættulegar beygjur séu oft illa merktar eða hreinlega alveg ómerktar. Fyrirtækið ND á Íslandi ehf. hefur þróað hugbúnað sem nefnd- ur er Saga. Með honum er meðal annars hægt að mæla hringhröðun og áætla út frá því miðflóttaaflið sem verkar á ökutæki í beygjum. Með stuðningi Rannsóknaráðs umferðaröryggismála var ákveðið að láta búnaðinn mæla og kort- leggja allar beygjur á hringveg- inum, þar sem hringhröðun fer yf- ir ákveðin hættumörk. Hringurinn var ekinn með þessi tæki á síðasta ári, bæði réttsælis og rangsælis, ræmis í merkingum. Þannig komi ekki fram hvort viðkomandi beygja sé aflíðandi eða stórhættu- leg 90 gráða beygja. Sums staðar sé skráður allt of hár hámarks- hraði fyrir viðkomandi beygju. Í skýrslunni segir að með því að merkja hættulegustu beygjurnar sérstaklega eða jafnvel setja þar viðeigandi hraðatakmarkanir sem taki mið af hringhröðun beygjunn- ar séu ökumenn varaðir við í tíma. Þá er vakin athygli á því að jafn- framt þurfi að athuga hvort ekki megi lagfæra sjálfar beygjurnar eða jafnvel færa þær til, til þess að draga úr slysahættu. Í þessu sambandi er bent á að samkvæmt skýrslu rannsóknar- nefndar umferðarslysa var of hraður akstur í beygjum fjórða al- gengasta orsök banaslysa í um- ferðinni hér á landi á árunum 1998 til 2001. og skrifuð var skýrsla um þessar niðurstöður. Alls mældust 30 beygjur á hringveginum yfir hættumörkum. Þar af voru 6 beygjur flokkaðar sem stórhættulegar, 18 sem hættulegar og 6 varasamar. Af þeim sex beygjum sem taldar eru stórhættulegar eru tvær í Norður- árdal í Skagafirði, ein í Hamars- firði, ein í Lónsfirði, ein í Mýrdal og ein í Hrútafirði. Þá vekur at- hygli að margar af þeim sem tald- ar eru hættulegar eða varasamar eru á suðurfjörðum Austfjarða og fjórar til viðbótar eru í Kömbun- um. Merkingum ábótavant Í skýrslu um niðurstöðurnar er vakin athygli á því að merkingum á þessum beygjum sé oft á tíðum verulega ábótavant eða þær jafn- vel alveg ómerktar. Þá gæti ósam- Hringvegurinn mældur og metinn með sérstökum hugbúnaði Sex beygjur tald- ar stórhættulegar BEYGJUMÆLINGARNAR eru til athugunar hjá Vegagerðinni, að sögn Jóns Rögnvaldssonar vega- málastjóra. Ekki hafa verið tekn- ar neinar ákvarðanir um úrbætur sérstaklega af þessu tilefni. Jón segir að mjög margar beygjur séu á Hringveginum og telur hann mestu furðu að ekki skuli fleiri vera taldar hættu- legar. Hann fullyrðir að lang- flestar séu merktar þótt ávallt megi bæta slíkt. Hins vegar sé ekki hægt að taka ákvarðanir um að breyta hámarkshraða á Hring- veginum eingöngu út frá ein- stökum beygjum. Þeirri stefnu hafi verið fylgt að hafa almennan hámarkshraða en færa hann ekki niður vegna einstakra hindrana heldur merkja þær með viðvör- unarmerkjum. Ákvörðun um nýja stefnu varðaði allt vegakerfið og þyrfti víðtækari umræðu. Hann segir stöðugt unnið að fækkun slysastaða. Ávallt má bæta merkingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.