Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 7. APRÍL BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÞRÓTTUR MEISTARI Í BLAKI FJÓRÐA ÁRIÐ Í RÖÐ / B12 Morgunblaðið/Golli Broddi Kristjánsson bætti enn einum Íslandsmeistaratitli í safn sitt í gær og eru titlarnir nú alls 41 á 25 ára ferli hans í íþróttinni. BRODDI Kristjánsson landaði enn einum Íslandsmeistaratitli sínum í badminton er hann sigraði í tvíliða- leik ásamt Helga Jóhannessyni. Þeir félagar eru í TBR og lögðu þeir Svein Sölvason og Tryggva Nielsen 15/7, 10/15, 15/3. Sveinn og Tryggvi áttu titil að verja en sáu á eftir honum í hendur Brodda og Helga. Broddi sem jafnframt er lands- liðsþjálfari sagði að mótið hefði verið jafnt og spennandi. „Ég er löngu hættur að telja hve oft ég hef fagnað Íslandsmeistaratitli en því var hvíslað að mér að þessi titill væri númer 41 og að ég hefði unnið tvíliðaleikinn í 18 skipti,“ sagði Broddi og var ekki viss um hvort hann myndi mæta til leiks á næsta ári. „Maður veit aldrei og ég hef verið spurður svo oft að þessu und- anfarin ár að það er best að segja sem minnst,“ sagði Broddi sem verður 43 ára gamall seint á þessu ári. Þess má geta að Broddi ákvað að verja ekki titil sinn í einliða- leiknum sem hann landaði fyrir ári. „Ég fer kannski út að borða í tilefni dagsins,“ sagði Broddi sem tók þátt í fyrsta Íslandsmóti sínu árið 1978. „Ég man vel eftir þeim leik þar sem ég tapaði gegn Herði Ragn- arssyni frá Akranesi og líkast til hefur það hert mig í framhaldinu,“ bætti Broddi við en þess má geta að dóttir Harðar er Drífa sem lét mik- ið að sér kveða á Íslandsmótinu. „Er hættur að telja“ Árni var nýkominnheim frá Stavanger en þar þreyttu norsku meistararnir lokapróf sitt fyrir deildakeppnina sem hefst um næstu helgi og sigruðu Viking, 5:0. Árni Gautur sat sem fastast á bekknum og sá Espen Johnsen standa sig ágæt- lega á milli stanganna hjá Rosenborg sem á í höggi við Vålerenga í fyrstu umferðinni næstkomandi laugardag. „Það er lítið sem ég gert gert nema að reyna að vinna mig inn í liðið sem allra fyrst,“ sagði Árni Gautur en eins og fram hefur kom- ið er líklegt að hann yfirgefi Rosen- borg á þessu ári en Árni hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við liðið. „Það er verið að vinna í því að ég rói á önnur mið og vonandi kemur eitthvað spenn- andi upp á borðið í sum- ar. Mig langar að reyna fyrir mér annars staðar og umboðsmaður minn er með allar klær úti og er að þreifa fyrir sér um hvaða félög eru að leita að mark- vörðum.“ Árni Gautur hefur orðið meistari með Rosenborg síðustu fimm árin og undanfarin þrjú tímabil hefur hann verið einn albesti leikmaður liðsins. Árni Gautur úti í kuldanum „ÞAÐ lítur allt út fyrir það að ég sitji á tréverkinu og það verði mitt nýja hlutskipti hjá liðinu í upphafi mótsins,“ sagði landsliðs- markvörðurinn Árni Gautur Arason hjá Rosenborg í samtali við Morgunblaðið í gær. BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS MARGRÉT Ólafsdóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks, hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Kol- botn á dögunum en eins og Morg- unblaðið greindi frá í síðustu viku þá gerði KR-ingurinn Ásthildur Helgadóttir slíkt hið sama. Margrét var reyndar með fleiri tilboð uppi á borðinu því kínverska liðið Bejing sóttist eftir kröftum hennar en Margrét svaraði tilboð- inu neitandi en hún ákvað í vetur að leggja knattspyrnuskóna á hill- una. Margrét hafnaði boði frá Kína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.