Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STOKE tapaði tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um að halda sæti sínu í 1. deildinni en Íslend- ingaliðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli á móti Gill- ingham. Stoke er í þriðja neðsta sæti með 38 stig, Brighton hefur 40 en í tveimur neðstu sætunum eru Grimsby með 37 stig og Shef- field Wednesday 35. Þetta var sjötti leikur Stoke í röð án ósigurs en það sem verra er fyrir liðið, fjórir þessara leikja hafa endað 0:0, og sagði Tony Pulis, stjóri Stoke, eftir leikinn að ef hans menn fyndu ekki netmöskvana hjá andstæðingum sínum væri lítil von um að hanga í deildinni. Leikurinn var lítið augnakon- fekt fyrir þá 13.000 áhorfendur sem lögðu leið sína á Britannia leikvanginn í Stoke enda fátt um fína drætti og framherjar liðanna alls ekki á skotskónum. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Stoke og fékk ekki góða dóma fyrir frammistöðu sína en á heimasíðu stuðningsmanna Stoke fékk Brynjar Björn lægstu ein- kunn allra leikmanna Stoke eða 5. Bjarni Guðjónsson lék síðari hálf- leikinn og fékk 7 í einkunn en Pét- ur Marteinsson var ekki í leik- mannahópnum.  MIKE Riley hefur dæmt fjóra leiki á Old Trafford, heimavelli Manchest- er United á leiktíðinni, og hefur Unit- ed fengið dæmdar sex vítaspyrnur í leikjunum fjórum, þar á meðal víta- spyrnurnar tvær í leiknum við Liver- pool á laugardaginn.  RUUD van Nistelrooy framherji Manchester United hefur skorað úr öllum 17 vítaspyrnunum sem hann hefur framkvæmt fyrir liðið frá því hann gekk í raðir þess fyrir þremur árum.  CHARLTON beið sinn stærsta ósigur á heimavelli í deildarkeppni í 73 ár þegar liðið steinlá fyrir Leeds á The Valley, 6:1. Aldrei áður hefur Charlton fengið jafnmörg mörk á sig á heimavelli og Alan Curbishley, knattspyrnustjóri liðsins, ákvað að refsa sínum mönnum og boðaði þá á æfingu á sunnudagsmorguninn. Ástr- alarnir Mark Viduka og Harry Kew- ell léku við hvern sinn fingur, Viduka skoraði þrennu og Kewell tvö.  PATRICK Vieira fyrirliði Arsenal segist vilja enda feril sinn hjá félaginu en samningur hans við Englands- meistarana rennur út á næsta ári. Vieira segir í samtali við News of the World að hvergi sé betra en að vera en hjá Arsenal og hann sé reiðubúinn að gera langtímasamning við félagið.  VIEIRA, sem er 26 ára gamall, er hins vegar að velta alvarlega fyrir sér að að segja skilið við landsliðið og ein- beita sér alfarið að spila fyrir fé- lagslið. „Álagið á mönnum er gríðar- legt og eitthvað verður undan að láta. Því þykir mér líklegt að ferlinum með landsliðinu fari brátt að ljúka,“ segir Vieira.  ROBBIE Keane framherji Totten- ham tileinkaði föður sínum markið sem hann skoraði þegar Tottenham bar sigurorð af Birmingham, 2:1. Faðir Keane lést fyrir skömmu, varð að láta í minni pokann fyrir krabba- meini.  JAMES Beattie framherji South- ampton skoraði 21. mark sitt í úrvals- deildinni þegar hann kom South- ampton yfir á móti West Ham. Jarmain Dafoe tryggði „Hammers“ stig þegar honum tókst að jafna metin sjö mínútum fyrir leikslok.  SAMI Hyypia fyrirliði Liverpool missir að öllum líkindum af granna- slagnum á móti Everton sem fram fer á Goodison Park, heimavelli Everton, þann 19. þessa mánaðar. Hyypia þarf að taka út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk að líta í leiknum við Manchester United á laugardaginn.  HOLLENSKI landsliðsmiðherjinn Patrick Kluivert sem leikur með Barcelona er í ensku blöðunum í gær orðaður við Newcastle en Bobby Robson, stjóri Newcastle, er sagður leggja ofurkapp á að fá Kluivert á St. James Park. FÓLK ÁHORFENDUR sem lögðuleið sína á viðureign Burnleyog Waford í ensku 1. deildinnifengu heldur betur fyrir aura sína því áður en yfir lauk fengu þeir að sjá 11 mörk. Því miður fyrir stuðningsmenn Burnley, sem voru eðlilega fjölmennari enda leikurinn á heimavelli liðsins, Turf Moor, þá fóru gestirnir frá Watford með sigur af hólmi, 7:4, eftir að staðan í hálfleik var, 5:4, Watford í vil. Michael Chopra, lánsmaður frá Newcastle, stal senunni en hann skoraði fjögur mörk fyr- ir Watford, einu meira en Gar- eth Taylor hjá Burnley sem skoraði þrennu. Heiðar Helguson gat ekki leikið með Watford sökum meiðsla en hann vonast til að geta leikið um næstu helgi en þá mætir Watford liði South- ampton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. og við verðum klárir í þann slag,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal. Graham Taylor, stjóri Aston Villa, var sáttur við stigið og varði leikað- ferðina sem hann lét sitt lið leika en Villa-menn voru fjölmennir í vörninni og með fimm menn á miðsvæðinu. „Miðað við stöðuna sem við vorum í var mikilvægt að vera þéttir fyrir enda að leika við frábært sóknarlið og eitt besta liðið í Evrópu,“ sagði Grah- am Taylor. Jóhannes Karl Guðjóns- son var í byrjunarliði Aston Villa en var skipt útaf um miðjan seinni hálf- leik. Vendipunktur á 4. mínútu Fyrirfram var reiknað með há- spennuleik á Old Trafford þar sem Liverpool gerði atlögðu að því að fagna þriðja sigri sínum í röð í „Leik- húsi draumanna“. En á 4. mínútu Arsenal varð að sætta sig við jafn-tefli á Villa Park, 1:1, en United tók erkifjendur sína í Liverpool í bak- aríið og sigruðu, 4:0. Frederik Ljungberg kom meistur- unum yfir á 56. mínútu en Villa jafn- aði fimmtán mínútum síðar þegar Kolo Toure varð fyrir því óláni að skora í eigið mark. „Þetta var virkilega erfiður leikur og að sjálfsögðu erum við ekki sáttir við uppskeruna. Aston Villa-liðið var í skotgröfunum nær allan leikinn og okkur reyndist erfitt að opna vörn þeirra. Eftir að hafa komist yfir var mikilvægt fyrir okkur að gera ekki mistök í öftustu vörn en því miður varð það raunin. Þrátt fyrir úrslitin erum við með örlögin í hendi okkar. Það eru sex umferðir eftir og það get- ur ýmislegt gerst ennþá. Næsta verk- efnið hjá okkur er undanúrslitin í bik- arkeppninni og svo kemur stórleikurinn við Manchester United leiksins má segja að úrslitin hafi ráð- ist. Sami Hyypia togaði þá Ruud Van Niselrooy niður. Vítaspyrna var óum- flýjanleg sem Nistelrooy skoraði úr en Hyypia fékk reisupassann hjá Mike Riley dómara. Einum manni færri var ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir Liverpool sem lék án Michael Owens. United gerði út um leikinn í síðari hálfleik, Nistelrooy skoraði aftur úr vítaspyrnu og þeir Ryan Giggs og Ole Gunnar Solskjær stráðu enn frekara salti í sár „Rauða hersins“ með tveimur mörkum á loka- mínútunum. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með úrslitin og þau er svo sannarlega gott veganesti fyrir okkur fyrir leik- inn á móti Real Madrid. Mér fannst menn full værukærir síðustu 10 mín- úturnar í fyrri hálfleik. Við slökuðum þá á en þannig gengur ekki að spila á móti Liverpool. Ég var alltaf að bíða eftir öðru marki enda vill maður í svona stöðu gera út um leikinn. Sem betur fer kom annað markið á góðum tíma og þar með voru úrslitin ráðin. Ég var ánægður með liðið í síðari hálf- leik. Boltinn gekk hraðar og það hent- ar okkur miklu betur. Við gátum samt sparað kraftana á stórum köflum í leiknum og vonandi kemur það okkur til góða í Madrid á þriðjudaginn,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. Strangur dómur Gerard Houllier, stjóra Liverpool, fannst dómur Mike Riley mjög strang- ur þegar hann vísaði Sami Hyypia, fyr- irliða Liverpool, af velli en franski knattspyrnustjórinn hafði ekkert út á vítaspyrnudómana að setja. „Það er alltaf sárt að tapa fyrir Manchester United. Ég verð að við- urkenna það. Þetta er sárt fyrir leik- menn, okkur þá sem stýra liðinu og stuðningsmönnum liðsins. En við verðum að lifa með þessu. Í síðasta mánuði vorum við hamingjusamir eft- ir sigur á United í úrslitaleik deild- arbikarsins en núna erum við niðri. Þannig er fótboltinn. Vendipunktur leiksins kom á 4. mínútu þegar við misstum fyrirliðann okkar af velli. Mér fannst brottreksturinn mjög strangur dómur og Sami var sjálfur varla viss hvort um víti hefði verið að ræða. Það er nógu erfitt að spila á Old Trafford ellefu á móti ellefu en að vera einum færri er gríðarlega erfitt. Það voru nokkrir af mínum mönnum að spila með landsliðum sínum í vik- unni og það gerði okkur enn verra fyrir.“ AP Jóhannes Karl Guðjónsson, miðvallarleikmaður Aston Villa, á hér í höggi við Patrick Vieira, fyrirliða Arsenal, á Villa Park á laugardaginn, þar sem liðin gerðu jafntefli, 1:1. Spennandi ein- vígi framundan ÞAÐ stefnir í rosalegt einvígi Arsenal og Manchester United um Englandsmeistaratitilinn en þegar sex umferðum er ólokið eru liðin jöfn að stigum og slagur liðanna á Highbury 16. þessa mánaðar kann að skera úr um hvort lið standi upp sem meistari í maí. Arsen- al heldur toppsætinu þar sem markatala liðsins er betri sem nemur fimm mörkum en líklega missti Newcastle af lestinni þegar liðið lá fyrir Everton. Enn markalaust hjá Stoke Markatryllir á Turf Moor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.