Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 B 7 ÓLAFUR Stefánsson og Sigfús Sig- urðsson, fóstbræðurnir í íslenska landsliðinu, fóru hamförum með liði Magdeburg þegar liðið sigraði meistara Kiel, 32:29, í Osteehalle höllinni í Kiel að viðstöddum 10.000 áhorfendum. Ólafur gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 mörk, þar af að- eins eitt úr vítakasti, og var gjör- samlega óstöðvandi og sömu sögu er að segja um Sigfús. Honum héldu engin bönd á línunni og skoraði „Rússajeppinn“ 7 mörk. Mikil spenna var á lokamínútunum og eft- ir að Magdeburg hafði yfir í hálfleik, 18:13, sóttu heimamenn í sig veðrið í síðari hálfleik. Þeim tókst að komast yfir, 29:28, en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar áttu frábæran endasprett og skoruðu fjögur síðustu mörk leik- ins þar sem Ólafur og Sigfús skor- uðu sitt markið hvor. Wetzlar stóð í ströngu um helgina. Á föstudagskvöldið tapaði liðið á heimavelli fyrir Gummersbach, 27:26, þar sem Róbert Julian Duran- ona skoraði 6 mörk fyrir Wetzlar en Róbert Sighvatsson komst ekki á blað. Í gær sótti Wetzlar svo Essen heim og þar fór Essen með sigur af hólmi, 24:22. Patrekur Jóhannesson skoraði 3 mörk fyrir Essen en Guð- jón Valur Sigurðsson náði ekki að skora. Duranona skoraði 5 af mörk- um Wetzlar og Róbert Sighvatsson 1. Einar Örn Jónsson skoraði 1 mark fyrir Wallau Massenheim sem tapaði fyrir Minden á útivelli, 32:26. Sveinn var sáttur þegar Morgun-blaðið náði tali af honum eftir leikinn. „Þetta var bara öruggt, svei mér þá. Það kom mér mjög mikið á óvart hvernig þetta æxlaðist allt saman. Ég spilaði ótrúlega öruggan leik, gerði lítið af mistökum og þetta gekk bara allt saman upp, sama hvað ég gerði. Þetta er líka góð sárabót fyrir að hafa tapað í úrslitum í fyrra fyrir Brodda þegar ég var með nánast unninn leik í höndunum. Það var mjög sárt.“ Sveinn hefur æft í Danmörku í vetur meðfram námi. Hann leikur þar með liði í efstu deild í deildakeppninni þar og því hefur hann verið við strangar æfingar og keppni í vetur. Hann segist æfa u.þ.b. 4-5 sinnum í viku. „Ég hef spil- að minna í vetur en undanfarin ár en fyrir vikið finnst mér það skemmti- legra að spila í hvert skipti, ég nýt þess mun betur og er afslappaðri. Það hefur skilað sér,“ segir Sveinn og er ánægður með þann árangur sem æfingarnar hafa gefið af sér. Ólafur og Sigfús afgreiddu Kiel Morgunblaðið/Golli ðaleik kvenna. Sveinn Sölvason fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í einliðaleik í fyrsta sinn. dóttir, Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna, fagnaði langþráðum titli vel og innilega. „Góð sárabót eftir tapið fyrir Brodda“ SVEINN Sölvason, sem tapaði naumlega fyrir Brodda Kristjánssyni í úrslitaleik í einliðaleik á Íslandsmótinu í badminton í fyrra, var greinilega ákveðinn í að láta ekki slíkt endurtaka sig í gær í TBR- húsinu. Sveinn spilaði af miklu öryggi og afslöppun í úrslitaleiknum gegn Tómasi Viborg og vann sannfærandi sigur, 15/7 og 15/9. Sveinn Sölvason Íslandsmeistari í ein- liðaleik karla í badminton í fyrsta sinn Eftir Hallgrím Indriðason UEFA vísar ummælum Fergusons á bug UEFA, Knattspyrnu- samband Evrópu, vísar ummælum Alex Fergusons, knattspyrnustjóra Man- chester United, algjörlega á bug en Ferguson heldur því fram að drættinum í 8- liða úrslitum Meist- aradeildarinnar í knatt- spyrnu hafi verið hagrætt á þann veg að ítölsku og spænsku liðin mættust ekki. Mike Lee stjórnarmaður í UEFA segir ummæli Fergusons afar óheppileg og kjánaleg og líkjast sál- fræðistríði skoska knatt- spyrnustjórans. 8-liða úrslitin í Meist- aradeildinni hefjast annað kvöld með tveimur leikj- um. Þá mætast í Madrid Evrópumeistarar Real Ma- drid og Manchester United annars vegar og hins veg- ar Ajax og AC Milan í Amsterdam. Á mið- vikudagskvöldið eigast Int- er og Valencia við í Mílanó og Juventus og Barcelona eigast við í Torinó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.