Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.2003, Blaðsíða 8
FÓLK KÖRFUKNATTLEIKUR 8 B MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Arnór Stefánsson skoraði 19 stig fyrir lið sitt TBB Trier í þýsku 1. deildinni í körfuknattleik á sunnudag er liðið tapaði 110:94 fyrir Brand Hagen. Trier er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar og er allt útlit fyrir að liðið falli í 2. deild í vor. Jón Arnór lék í 30 mínútur í leiknum og stal knettinum 4 sinnum af mótherjum sínum. Hann hitti 6 af 12 tveggja stiga skotum sínum og setti niður tvö þriggja stiga skot úr sjö til- raunum. Logi Gunnarsson og lið hans Ulm lagði FC Kaiserslautern að velli í s-riðli 2. deildar, 94:76, að viðstöddum 1200 áhorf- endum á heimavelli Ulm. Logi skoraði 19 stig í leiknum en hann snéri sig á ökkla í fyrri hálfleik og lék lítið með eftir það. Ulm eygir enn von um að komast í efsta sæti deildarinnar og tryggja sér sæti í efstu deild en til þess þarf BG Karlsruhe að tapa flestum leikjum sín- um á lokakafla mótsins en fimm umferðir eru eftir af mótinu. Jón Arnar Stefánsson Jón og Logi með 19 stig hvor STJÓRN körfuknattleiksdeildar Tindastóls mun ræða við Kristinn Friðriksson á næstu dögum þess efnis að hann verði áfram leik- maður og þjálfari liðsins. Kristinn stýrði liðinu í vetur í fyrsta sinn og var það jafnframt frumraun hans sem þjálfara í efstu deild. Tindastóll lagði Hauka að velli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en féll síðan úr keppni í oddaleik í undanúrslitum gegn Grindvík- ingum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlar Svavar Birg- isson að leika með liðinu á næstu leiktíð en hann lék með Hamars- mönnum framan af vetri en hætti undir lok Íslandsmótsins. Svavar var þá stigahæsti íslenski leikmaður Intersport-deildarinnar, en hann mun jafnframt stunda nám í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni. Forráðamenn Tindastóls hafa rætt við Clifton Cook þess efnis að hann leiki með liðinu á ný á næstu leiktíð en Óli Barðdal Reynisson verður ekki með liðinu þar sem hann er á leið til Danmerkur í nám. Svavar á heimleið? Þetta eru frábær lið sem eigastvið og þeir sem sáu leikinn hljóta að hafa hrifist með. Tilþrifin voru mikil og mínir menn bjuggu yfir miklum krafti sem þeir komu til skila í leikinn sjálfan. Að auki notuðum við fleiri leikmenn í fyrri hálfleik og allir voru ferskir þegar á leið.“ Sigurður sagði að leikmenn liðs- ins ættu von á ýmsu þegar að liðs- uppstillingunni kæmi og að þessu sinni hefði hann ákveðið að setja Guðjón Skúlason inná í upphafi annars og fjórða leikhluta og það hefði heppnast vel. „Ég hef nú prófað ýmislegt í vetur og við bregðumst við á ýmsan hátt en markmiðið er að liðsheildin njóti góðs af því sem við erum að gera.“ Sigurður játti því að Grindvík- ingar ættu í erfiðleikum gegn Da- mon Johnson og Edmund Saund- ers í vítateignum. „Við munum nýta okkur það áfram og þeir verða að tvídekka þá til þess að eiga möguleika gegn þeim. Og ef þeir gera slíkt þá verður knött- urinn sendur á skytturnar sem hafa staðið sig vel í vetur.“ Sigurður var ánægður með svæðisvörnina sem hann greip til í fjórða leikhluta og virtist slá Grindvíkinga útaf laginu. „Við eigum helling af varnaraf- brigðum í handraðanum og ef ég man rétt þá höfum við ekki leikið þessa vörn áður í vetur – þ.e. með Edmund í hlutverki bakvarðar í vörninni,“ sagði Sigurður og lagði áherslu á gamla tuggu úr íþrótta- heiminum. „Við munum hvíla okk- ur fram að næsta leik og lengra höfum við ekki skipulagt hlutina. Næsti leikur er það sem skiptir máli.“ „Mitt hlutverk er að skjóta“ Guðjón Skúlason, leikmaður Keflvíkinga, sagði að hlutverka- skipting innan liðsins væri skýr og allir vissu hvert þeirra hlutverk sé. „Siggi (Sigurður Ingimundarson) lagði upp með varnarlið í upphafi leiks. Okkur varamönnum liðsins var ætlað að koma inná með kraft í sóknina þegar liði á leikinn og þeir væru orðnir þreyttir,“ sagði Guð- jón en hann setti niður fjögur þriggja stiga skot á mikilvægum augnablikum. „Þessi uppstilling hentar vel á móti Grindavík að okkar mati og það er því um að gera að nota það sem við höfum. Liðsheildin er afar sterk hjá okkur og við kunnum að nota okkar styrk hverju sinni. Það er ekkert leynd- armál að við reyndum að koma knettinum á Damon og Edmund undir körfunni og ef þeir fengu ekki auðveld skot var þeim ætlað að senda knöttinn á okkur sem voru fríir fyrir utan. Grindvíkingar eiga í erfiðleikum með að stöðva okkar leik og við munum halda áfram á þessum nótum.“ Guðjón vildi ekki taka undir það að Kefla- vík myndi vinna þrjá leiki í röð í einvíginu og hampa Íslandsmeist- aratitlinum í Grindavík. „Það er sálfræðilega sterkt að vinna fyrsta leikinn en við verðum bara að bíða og sjá til.“ Sigurður Ingimundarson, hinn sigursæli þjálfari Keflavíkur „Við bregðumst við með ýmsum hætti“ ÞAÐ hefur gengið upp og ofan að halda mönnum með hugann við efnið eftir að viðureign okk- ar gegn Njarðvík lauk. En ég get ekki verið annað en ánægður með hvernig liðið hóf þennnan leik eftir langa hvíld,“ sagði Sig- urður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga. Morgunblaðið/Árni Torfason Darrell Lewis í liði Grindavíkur var í strangri gæslu frá upphafi til enda og átti í erfiðleikum gegn Edmund Saunders og félögum hans í Keflavíkurliðinu í baráttunni í vítateignum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Keflvíkingarnir Falur Harð- arson (4), Damon Johnson og Guðjón Skúlason fögn- uðu vel sigri liðsins á útivelli gegn Grindavík.  ÞJÓÐSÖNGUR Íslands var leik- inn áður en fyrsti úrslitaleikur Grindavíkur og Keflavíkur hófst á laugardaginn. Eitthvað brást þó tæknin umsjónarmönnum leiksins því í miðju lagi hljómaði stef sem nota átti í leiknum. Stefið fékk ekki að hljóma nema í stutta stund og fékk þjóðsöngurinn „frið“ það sem eftir var.  Á meðan leiknum stóð var leikið stef sem körfuknattleiksáhugamenn ættu að þekkja frá leikjum úr NBA- deildinni. Var stefið notað í vörn sem sókn og hljómaði frá upphafi leiks og allt til loka.  KEFLVÍKINGAR ætla að bjóða uppá mikla skemmtun áður en annar úrslitaleikur liðanna fer fram í kvöld í íþróttahúsi Keflavíkur. Söngkonan Birgitta Haukdal mun skemmta áhorfendum með söng fyrir leikinn og mun Birgitta hefja upp raust sína kl. 18.30 en leikurinn sjálfur hefst kl. 19.15.  ÞAÐ verður ekki aðeins boðið uppá söng í Keflavík í kvöld því stúlkur úr fimleikadeild félagsins munu sýna atriði þegar færi gefast.  KEFLVÍKINGAR hafa notað við- urnefnið „Sláturhúsið“ yfir íþrótta- hús sitt og er það nafn notað í öllum auglýsingum frá félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.