Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 1
AP Bandarískir hermenn í höll Saddams Husseins í miðborg Bagdad í gær. Sky-sjónvarpið sagði að þar hefðu aðeins sjö menn verið til varnar. BANDARÍSKIR bryndrekar héldu enn til í miðborg Bagdad seint í gærkvöldi og hermdu óstað- festar fregnir að ekki væru uppi áform um að kalla liðsaflann þaðan. Var það í ósamræmi við fyrri yf- irlýsingar herstjórnar banda- manna þess efnis að leiftursókn bandarískrar bryndeildar inn í miðborg Bagdad í gærmorgun hefði einkum verið hugsuð til að sýna Írökum fram á að Banda- ríkjamenn gætu farið allra sinna ferða um höfuðborgina. Var þessi aðgerð talin mikill sálfræðilegur sigur fyrir Bandaríkjamenn og áróðursgildi hennar ótvírætt. Fréttamenn í Bagdad sögðu í gærkvöldi að svo virtist sem Bandaríkjamenn hefðu náð um þriggja ferkílómetra svæði á sitt vald í miðborginni en bryndeildin hélt inn í borgina um klukkan 4.30 að íslenskum tíma í gærmorgun. Bandaríkjamenn hefðu tekið Lýð- veldishöllina, eina af helstu höllum Saddams Husseins forseta, án telj- andi mótspyrnu. Sjónvarpsmyndir úr glæsilegri höllu Íraksforseta voru sýndar um heim allan en aðrir hlutar borgarinnar voru sagðir á valdi Íraka. Herstjórn banda- manna sagði að „lokaorrustan um Bagdad“ væri ekki nauðsynlega hafin. Fréttamenn breska ríkisút- varpsins, BBC, sögðu ógerlegt með öllu að nálgast staðinn þar sem bandaríska bryndeildin héldi sig. Liðsmenn úr svonefndum „Píslarvottasveitum Saddams“ lokuðu öllum aðkomuleiðum. Mohammad Saeed Sahhaf, upp- lýsingaráðherra Íraks, lýsti yfir því að fregnir af leiftursókn Bandaríkjamanna inn í sjálfa mið- borg Bagdad væru lygar og upp- spuni. Árásinni hefði verið hrundið og engar bandarískar sveitir væru í borginni. Fréttamenn sem hlýddu á yfirlýsingar ráðherrans sáu bandarískan bryndreka í um 500 metra fjarlægð á bakka Tígris- fljóts þegar hann lét þessi orð falla. Óljósar fregnir af bardögum og mannfalli bárust frá úthverfum í norðvesturhluta Bagdad. Frétta- menn BBC sögðu þó ljóst að óbreyttir borgarar hefðu fallið þar. Sjónarvottar sögðu AFP-frétta- stofunni að 14 óbreyttir borgarar hefðu fallið er flugskeyti hafnaði á íbúðarhverfi í miðborginni. Bandaríkjamenn kveðast hafa misst 89 menn í stríðinu til þessa, Bretar 30. Fregnir af mannfalli í röðum Íraka eru óljósar mjög, bandamenn kveðast hafa fellt um 2.600 hermenn þeirra frá því á föstudag og Írakar segja um 600 óbreytta borgara hafa fallið. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Saddam forseti réði ekki lengur stórum hluta Íraks. Bar- dagar brutust út í borginni Nas- iriya suður af Bagdad í gærkvöldi. Virtist sem þar berðust sveitir hlið- hollar Saddam forseta og aðrir vopnum búnir Írakar. George Bush Bandaríkjaforseti kom í gær til fundar við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Bel- fast á Norður-Írlandi. Bandarísk brynsveit í miðborg Bagdad BANDARÍSKUR herforingi sagði í gær að fyrstu rannsóknir á efnum, sem fundist hefðu nálægt írösku borginni Karbala, bentu til þess að um væri að ræða blöndu bannaðra efna, svo sem banvænt taugagas og eiturefni sem notuð hafa verið í efnavopn. Bandaríski majórinn Michael Hamlet sagði að fyrstu rannsóknir bentu til þess að taugagas, sarín og tabun, og fleiri ólögleg efni væru í tunnum sem fundust í þjálfunar- búðum fyrir íraska hermenn í Albu Mahaw- ish, milli Karbala og bæjarins Hilla. Hann bætti þó við að þetta væri ekki endanleg nið- urstaða og rannsókninni yrði haldið áfram. „Þetta gæti sannað að Írakar eigi vopnin sem við höfum alltaf sagt að þeir ráði yfir,“ sagði Hamlet. „En við vitum það ekki núna.“ Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaðst hafa frétt af rann- sókninni en sagði að fyrstu fregnir af slíkum málum væru oft rangar. Flugskeyti með eiturefnaoddum? Bandaríska útvarpsstöðin National Publ- ic Radio skýrði frá því í gær að bandarísk hersveit nálægt Bagdad hefði fundið 20 flugskeyti með sprengihleðslum sem talin væru innihalda sarín og sinnepsgas. Flug- skeytin hefðu verið tilbúin til notkunar. Bandaríska herstjórnin staðfesti þetta ekki í gær. Fregnir hermdu að bandarískir hermenn hefðu talið sig hafa fundið sarín nálægt bænum Hindiyah, um 100 km sunnan við Bagdad, en rannsókn leiddi í ljós að um meindýraeitur var að ræða. Bönnuð eiturefni fundin? Reuters Tunnur sem fundust nálægt Karbala í Írak og kunna að innihalda taugagas. VERULEGA miðaði í samkomu- lagsátt á samningafundi EFTA- ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel í gærkvöldi um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra segist „bærilega bjart- sýnn“ á að samkomulag náist á samningafundi, sem boðaður er kl. 11 í dag. Halldór mun fyrir hádegi gera ríkisstjórninni og utanríkis- málanefnd Alþingis grein fyrir stöðu viðræðnanna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa EFTA-ríkin komið enn frekar til móts við kröfur ESB um fjárframlög til fátækari ríkja sambandsins. Rætt er um að Ís- land hækki framlag sitt úr um 100 milljónum í allt að 500 milljónum króna árlega. Norðmenn bjóða hlutfallslega mun meiri hækkun á sínum greiðslum. Upphafleg krafa ESB var að Ísland greiddi allt að þremur milljörðum króna. Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Ísland hefði lagt á það megináherzlu í við- ræðunum að undanförnu að fá fellda niður tolla á síldarsamflök- um (samföstum flökum, sk. fiðrild- um), sem nú eru flutt tollfrjálst út til landa A-Evrópu en munu að óbreyttu bera 15% toll þegar ríkin ganga í ESB. „Þetta er langstærsti hlutinn af okkar útflutningi til þessara landa og á síðasta ári voru flutt út um 20.000 tonn,“ segir Halldór. „Það lítur nokkuð vel út með tollfrelsi á því.“ Samkvæmt heimildum blaðsins hefði þurft að greiða um 300 millj- ónir króna í toll af síldarsamflök- um, sem flutt voru til ríkja Austur- Evrópu á síðasta ári ef ESB-tollur hefði verið kominn á. Útflutning- urinn hefur farið hraðvaxandi á undanförnum árum og má því gera ráð fyrir að um enn meiri hags- muni verði að ræða á næstu árum. Hitaveituverkefni styrkhæf Halldór segir að samningamenn hafi jafnframt lagt áherzlu á að þróunarsjóðurinn, sem úthluti styrkjum EFTA-ríkjanna, geti fjármagnað verkefni á sviði jarð- varma og hitaveitna. „Íslenzkir að- ilar hafa verið að vinna verkefni á þessu sviði í sumum löndum A-Evrópu og ég er bjartsýnn á að slík samvinnuverkefni verði styrk- hæf,“ segir Halldór. Aðspurður hvort krafa ESB um heimild til fjárfestinga í íslenzkum og norskum sjávarútvegi sé enn uppi á borðinu, segir Halldór: „Við höfum aldrei léð máls á því.“ Utanríkisráðherra bjartsýnn á að ESB og EFTA nái samkomulagi í dag Vonast til að ná fram toll- frelsi á síldarflökum Tollar yrðu að óbreyttu a.m.k. 300 milljónir – Rætt um að Ísland greiði allt að 500 milljónum í þróunarsjóð Stríð í Írak: Bandaríkjamenn réðust inn í hallir Saddams  Fylgist bin Laden með úr helli sínum? 16/19 TALSMENN bresku herstjórnarinn- ar sögðu í gær að liðsafli þeirra hefði náð „stærstum hluta“ Basra á sitt vald en þar ræðir um næststærstu borg Íraks í suðurhluta landsins. Bretar sögðu að stjórn Baath-flokksins, flokks Saddams forseta, væri „liðin undir lok“ í borginni. Átökum væri „meira og minna lokið“. Samkvæmt fréttum BBC var nokk- uð um það að almenningur fagnaði komu hermannanna. Glæsileg höll Saddams forseta var tekin í borginni í gær en þar höfðu þjófar farið um áður og „hreinsað“ bygginguna. Rán og gripdeildir færast í vöxt í Basra og víð- ar í Írak. Basra á valdi Breta STOFNAÐ 1913 96. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.