Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKI sýningarskálinn frá EXPO heimssýningunni í Þýska- landi 2000 verður aðalaðdráttar- aflið í tækni- og ævintýragarði Dan- foss sem opnaður verður á eyjunni Als við Jótland árið 2005. Gert er ráð fyrir að 160.000 gestir heimsæki garðinn árlega en núverandi safn Danfoss verður hluti af garðinum. Skálinn er nú í geymslu í Dan- mörku en Sigurður Geirsson, fram- kvæmdastjóri Danfoss á Íslandi, segir að undirbúningur og hönnun garðsins sé nú í fullum gangi. Skál- inn hefur hlotið nafnið blái tening- urinn og er gert ráð fyrir að hann myndi inngang að garðinum sem verður níu hektarar að stærð. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að í garðinum muni gestir tak- ast á við líkamlegar áskoranir og með gagnvirkum tækjum fái þeir að kynnast grundvallarlögmálum vís- indanna. Tilgangurinn er m.a. sá að efla áhuga barna og ungmenna á tækni og vísindum. Sem fyrr mun vatn fossa um ytra byrði íslenska skálans og innandyra verður eftirlíking af goshver. Sig- urður segir að auk þess hafi verið settar fram hugmyndir um að líkja með einum eða öðrum hætti eftir jökli en Danfoss er einn stærsti kælivöruframleiðandi í heimi og því ætti fyrirtækinu ekki að verða skotaskuld úr jöklaframleiðslunni. „Með þessu á fólk að geta skynjað þessar aðstæður í náttúrunni sem eru hiti, kuldi og hreyfing,“ segir Sigurður. Danfoss A/S keypti sýningar- skálann af íslenska ríkinu árið 2000 á um 50 milljónir. Sigurður segir að Jörgen M. Clausen, aðalforstjóri Danfoss A/S, hafi heimsótt skálann á heimsýningunni og hrifist svo af hönnun hans að hann hafi boðið í hann, en þá þegar hafði fyrirtækið lagt drög að tæknigarðinum. Clau- sen er mikill náttúruunnandi og hef- ur m.a. heimsótt Ísland oft til að skoða náttúru landsins. Um 4,5 milljónir gesta heimsóttu íslenska skálann á heimssýning- unni. Árni Páll Jóhannsson var að- alhönnuður skálans en verkfræði- vinna var unnin af Línuhönnun. Gert er ráð fyrir að inngangurinn í ævintýragarðinn verði um gamla íslenska sýningarskálann frá EXPO 2000. Nýtt hlutverk fyrir íslenska sýningarskálann á EXPO Verður „blái teningurinn“ í ævintýragarði Danfoss DANSKIR menntaskólanemar frá bænum Svendborg á Fjóni voru á ferð um Haukadal í gær þar sem þessi mynd var tekin. Með í för eru bókmenntakennari og eðlisfræði- kennari nemendanna en tilgangur fararinnar er meðal annars að fræðast um eldvirkni á Íslandi og íslenskar nútíma- og fornbók- menntir. Að sögn Magnúsar Oddssonar leiðsögumanns sem var með þeim í för skoðuðu nemendurnir kirkjuna í Haukadal í gær en þar var fyr- irrennari Menntaskólans í Reykja- vík stofnaður á elleftu öld af Teiti Ísleifssyni, syni Ísleifs biskups. Skólinn var síðar fluttur til Skál- holts og þaðan til Reykjavíkur, þá til Bessastaða og loks aftur til Reykjavíkur. Síðar í vikunni munu nemend- urnir einmitt heimsækja Mennta- skólann í Reykjavík. Morgunblaðið/RAX Á slóðum Menntaskólans í Reykjavík FRAMSÓKNARFLOKKUR og Frjálslyndi flokkurinn mæl- ast álíka stórir í skoðanakönn- un sem Fréttablaðið birti í gær. Framsóknarflokkurinn mælist með 8,9% fylgi en Frjálslyndir með 8,7% fylgi. Sjálfstæðis- flokkur og Samfylking mælast jafnstór í könnuninni, báðir flokkar með 34,9% fylgi. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist með 10,5% fylgi og nýstofnaður flokkur, Nýtt afl, mælist með 1,5% fylgi. Könnunin var gerð í fyrra- dag. Í úrtakinu voru 600 manns og svarhlutfallið var 65,8%. Framsókn og Frjálslyndir mælast álíka stórir ÍSLANDSBANKI hefur lokað brandarasíðu á heimasíðu unglinga- klúbbs bankans, XY.is, eftir að þang- að rötuðu mjög klúrir brandarar frá notendum síðunnar. Að sögn Jóns Þórissonar, fram- kvæmdastjóra útibúasviðs hjá Ís- landsbanka, er búið að rannsaka hvað fór úrskeiðis og virðist sem for- rit sem sigtar út klámfengin og óæskileg orð hafi ekki virkað sem skyldi. Jón segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum í bankanum og að tryggt verði að það endurtaki sig ekki. Í gær var ákveðið að brand- arasíðan yrði ekki opnuð aftur en heimasíða klúbbsins mun að öðru leyti verða óbreytt eftir sem áður. XY.is er fjármálaklúbbur fyrir 12–17 ára viðskiptavini bankans en börnum á ellefta og tólfta aldursári, sem ekki eru meðlimir í klúbbnum, er boðinn aðgangur að honum. Hófstilltar aðferðir Jón segir að þessi herferð bankans sé mjög hófstillt samanborið við að- ferðir samkeppnisbankana þar sem allt niður í 10 ára börnum sé boðin slík þjónusta. Því fyrr sem bankinn nái að kynna nútímagreiðslumiðla fyrir ungu fólki því meiri líkur séu á að því takist að umgangast þessa miðla af ábyrgð. Eitt af því sé með- ferð hraðbankakorta. Móðir ellefu ára stúlku sem fékk boð um að ger- ast meðlimur í klúbbnum hefur sent kvörtun til umboðsmanns barna vegna tilboða af þessu tagi. Dóttur- inni var boðið páskaegg, hraðbanka- kort og aðgangur að XY-síðu bank- ans gegn 1000 kr. innleggi. Hún gekk að tilboðinu en þegar hún fór inn á heimasíðu klúbbsins og þaðan inn á brandarasíðuna blöstu við henni klúrir brandarar sem nú hafa verið fjarlægðir. Að sögn Jóns hafa fulltrúar Íslandsbanka rætt bæði við Barnaheill og umboðsmann barna og skýrt þeim frá málinu og til hvaða aðgerða hefur verið gripið. Brandarasíðu fjármála- klúbbs fyrir unglinga lokað RANNSÓKNARMENN á vegum alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) telja sterkar líkur á að veir- an sem veldur bráðri lungnabólgu (HABL) sé áður óþekkt tegund af kórónaveiru. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að 12 rannsóknarstofur vinni saman að rannsóknum á veirunni fyrir WHO. Ein af ástæðunum fyrir því að svo langan tíma taki að greina veiruna sé að líkaminn þurfi að vinna mótefni gegn þessari tilteknu veiru til að hægt sé að greina hana. „Það er líklega stutt í það að menn hafi þetta alveg á borðinu en það er ekki komið að því ennþá,“ segir Haraldur. Kór- ónaveiran er ein af hundruðum kvef- veira en það er ráðgáta hvers vegna hún er nú orðin svo illskeytt sem raun ber vitni. Aðspurður segir Har- aldur að takist að greina veiruna með vissu líði væntanlega vikur og mánuður áður en hugsanlega finnist bóluefni við sjúkdómnum. Kínverskir vísindamenn hafa lýst því að þeir hafi fundið klamydíubakt- eríu í sumum sjúklingum með HABL og að hugsanlega væri um að ræða að veiran hefði runnið saman við klamydíubakteríu. Hér er þó ekki um að ræða bakteríuna sem veldur kynsjúkdómi heldur minna þekkt afbrigði sem veldur lungna- bólgu. Haraldur telur að þessi kenn- ing sé röng. Engin hætta fyrir einkennalausa Haraldur segir talsvert um að Ís- lendingar ferðist um þau svæði í As- íu þar sem flestir hafi smitast af sjúkdómnum. „Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að það eru engar sérstakar ráðstafanir aðrar gerðar en það er upplýst um að hafa sam- band við lækna ef það fær einhver óþægindi eða einkenni. Ef fólk er ekki með neitt slíkt er engin hætta á ferðum og engin ástæða til að grípa til ráðstafana,“ segir hann. Um 20 tilkynningar hafa borist frá Evrópu- löndum um líkleg tilfelli af HABL en ekkert þeirra hefur verið staðfest. Í Kanada hafa níu verið greindir með HABL og í 90 eru líklega sýktir. Sterkar líkur á að kórónaveira valdi HABL JÓHANNA Sigurðardóttir alþing- ismaður sagði á vorþingi Samfylk- ingarinnar um helgina, að breyting- ar á félagslega húsnæðiskerfinu og að komið verði skipulagi á leigu- markaðinn yrði forgangsmál eftir kosningar ef Samfylkingin yrði þátttakandi í ríkisstjórn. „Við mun- um gera það með því að annaðhvort koma á stofnstyrkjum fyrir ákveðna tekjuhópa og félagasam- tök, sem vilja byggja slíkar íbúðir, eða með hækkun húsaleigubóta, eða sambland af þessu. Þetta verð- ur eitt af okkar forgangsmálum,“ sagði hún. Jóhanna Sigurðardóttir Stofnstyrkir eða hækkun húsaleigubóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.