Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 9 LANDSÞING ungs fólks var haldið í Gerðubergi á laugardag og endaði á því að ungmennin lögðu fram þrjár heildartillögur fyrir Sólveigu Pétursdóttur, dóms- og kirkju- málaráðherra, og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra. Fundurinn var haldinn af Samfés, samtökum félagsmið- stöðva, og var tilgangurinn að fulltrúar íslenskra ungmenna af öllu landinu fengju tækifæri til að koma saman, ræða sín mál og setja fram tillögur til úrbóta með skipu- lögðum hætti. Fundargestir skiptu sér í vinnu- hópa þar sem fram fór hugarflæði, vinnuskipulag og mótun tillagna. Tillögurnar voru margar og mjög áhugaverðar. Til að mynda vildu unglingarnir samræmingu laga við 18 ára aldur. Þau vildu til að mynda lækka áfengiskaupaaldurinn niður í 18 ár og hækka bílprófsaldurinn í 18 ár á móti. Þau lögðu einnig fram tillögu um aukið aðgengi að getn- aðarvörnum og ræddu mjög op- inskátt um kynfræðslu í skólum. Á fundinn voru boðaðir tveir fulltrúar, yngri en 18 ára, frá hverri félagsmiðstöð á landinu og voru alls um 60 ungmenni á staðn- um. Landsþingið starfar í anda 12. greinar barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinns segir að að- ildaríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öll- um málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. Landsfundurinn var hliðstæða við þá vinnu sem nýlega fór fram í tengslum við sameiginlegan fund borgarfulltrúa í Reykjavík og ung- menna. Óskar Dýrmundur Ólafsson, for- maður Samfés og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Miðbergs, stóð fyrir fundinum. „Þetta gekk vonum framar. Þetta hefur ekki verið haldið svona áður með þess- um formerkjum. Það var mikill áhugi hjá unglingunum. Þarna var hugur í þeim að koma einhverju í verk og varpa fram tillögum,“ sagði Óskar. Hann sagði jafnframt að unglingarnir hefðu ákveðið að slíkur fundur yrði aftur haldinn að ári. Ráðherrar tóku við tillögum frá ungmennum Morgunblaðið/Golli Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra tóku vel í tillögurnar sem unglingarnir lögðu fram. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur auglýst eftir umsóknum um gerð gagnvirks námsefnis sem fyr- irhugað er að verði aðgengilegt á Netinu á slóðinni mentagatt.is. Á vefnum er að finna upplýsingar um námsefni sem tengist markmiðum aðalnámskrár og eru styrkveiting- arnar liður í að efla útgáfu á efni sem þar verður aðgengilegt, að því er segir í fréttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu. Umsóknareyðublöð má nálgast á vef menntamálaráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is og á veg Menntagáttar. Umsóknarfrestur er til 28. apríl nk. Auglýst eftir gagnvirku námsefni MATVÖRUVERSLUN hefur verið opnuð á Bakkafirði að nýju, en þar hefur ekki verið verslun síðan Sjafn- arkjöri var lokað hinn 1. desember á síðasta ári. Árni Róbertsson, sem rekur verslunina Kauptún á Vopna- firði, opnaði verslunina á föstudag ásamt því að taka að sér umboðssölu fyrir eldsneyti ESSO. „Þetta gekk alveg vonum framar og var bara mjög gaman,“ sagði Árni. Hann sagði að vel hafi til tekist með uppsetningu verslunarinnar og aðsóknin um helgina hafi verið góð. Bakkfirðingar hafa þurft að sækja alla þjónustu um 35 km leið til Vopnafjarðar í vetur og létti því mik- ið við opnunina. Árni er hvergi banginn og hefur trú á að verslunin eigi eftir að standa undir sér. Hann notar sama lager og í verslun sinni á Vopnafirði og segist reka verslunina meira og minna í gegnum síma. Vöruverð í búðunum er það sama. „Ég hefði aldrei farið af stað með þetta nema ég teldi að það væri grundvöllur fyrir þessu.“ Einn starfsmaður er í 75% stöðu í versluninni en hún er opin sex tíma á dag virka daga og tvo tíma á laug- ardögum. Árni leigir húsnæði undir verslunina þar sem Sjafnarkjör var. Góð aðsókn í versl- un á Bakkafirði RÚM 40% fyrirtækja kvarta undan opinberri reglubyrði og segja hana íþyngjandi í sínum rekstri, að því er fram kemur í könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu fyrir nokkru. Samkvæmt könnuninni eru það eink- um fyrirtæki í ferðaþjónustu, útgerð og fiskvinnslu sem kvarta sáran. Á vef samtakanna segir að í könn- uninni hafi forsvarsmenn fyrirtækja verið beðnir að nefna dæmi um það sem þeim finnist íþyngjandi reglu- byrði. Það sem flest fyrirtæki hafi kvartað undan sé það sem í daglegu tali kallist „eftirlitsiðnaðurinn“, þ.e. ýmiss konar opinbert eftirliti með rekstri. Einnig er kvartað yfir innheimtu- þjónustu fyrirtækja fyrir ríkisvaldið sem snýr m.a. að umsýslukostnaði við útreikning virðisaukaskatts og að ýmsum opinberum gjöldum sem þau innheimti. Þá segir að algengt sé að fyrirtæki kvarti undan flóknu ferli við að fá fólk til starfa frá löndum ut- an Evrópska efnahagssvæðisins og við endurnýjun starfsleyfa þess. 40% fyrirtækja segja opin- bera reglubyrði íþyngjandi Nýjar mussur kr. 4.200 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af bolum, vattjökkum og vestum Falleg ítölsk gjafavara til að gefa og eiga Klassískur fatnaður fyrir dömur og herra Grímsbæ, sími 588 8488 við Bústaðaveg Rykútsala Mikil lækkun vegna byggingaframkvæmda 20% afsláttur af öllum nýjum vörum Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán. - fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Úrval úrval Nýtt frá París sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 níu munstur og litir verð 5800 Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Síðir handlitaðir Batik kjólar Fataprýði Verið velkomnar Þri. 8/4: Afrískur réttur m. hvítlauks- snúðum og kúss m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mið. 9/4: Indónesískt góðgæti m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fim. 10/4: Moussaka = grískur ofnréttur m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fös 11/4: Chili sin carne og fylltar pönnukökur m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Helgin 12/4-13/4: Pakistanskar kræsingar. Mán. 14/4:Brokkolíbaka og girnilegt gulrótarsalat. Matseðill www.graennkostur.is Silfurhúðum gamla muni Veitum 20% afslátt Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. • www.silfurhudun.is Hör - hör - hör Buxur, pils, jakkar Fyrir flottustu fljóðin Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Opið: mán.-fim. frá kl. 10-18.30 fös. frá kl. 10-19.30 - lau. frá kl. 10-16.30fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Skoðið síðurnar okkar og hafið samband. Nýjung: Farið inn á síðuna Atvinnutækifæri. Það gæti borgað sig. fyrirtaeki.is Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.