Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ELLEFU dönsk vitni voru leidd fyrir dóm í hinu svokallaða stóra málverkafölsunarmáli í gær. Þeirra á meðal voru uppboðshaldarar svo og einstaklingar sem þekktu vel til fólks sem sakborningar málsins segjast hafa keypt hin umdeildu málverk af. Vitnin voru ættingjar hinna meintu seljenda og sögðust aldrei hafa séð umrædd verk heima hjá þeim og töldu óhugsandi að þeir hefðu átt slík verk, s.s. Kjarvals- málverk. Ýmsar ástæður voru til- greindar í þessu sambandi s.s. að þau hefðu þótt „of nýtískuleg“ fyrir sveitafólk og í einu tilviki bar vitni um að hafa þekkt mjög vel til inn- bús eins meints seljanda og taldi al- gjörlega óhugsandi að hann hefði átt málverk sem hann hefði síðar selt sakborningum. Klykkti vitnið út með því að segja að það hefði örugglega tekið eftir því ef mál- verk, sem sýnt var í réttarsalnum í gær, hefði komist í eigu ættingjans og farið upp á vegg á heimili þar sem aldrei var neinu breytt, ekki einu sinni hitanum á sumrin. Fast sótt að uppboðshöldurum Þegar danskir uppboðshaldarar, sem eiga sömuleiðis að hafa selt sakborningum málverk, komu fyrir dóminn, voru þeir mjög ákveðnir í framburði sínum þvert á framburð sakborninganna. Verjendur sak- borninganna sóttu hins vegar fast að vitnunum og spurðu m.a. hvernig þeir gætu munað eftir að hafa ekki selt einstök verk þegar fleiri þús- und verk eru seld hjá þeim árlega. Svöruðu vitnin á þá leið að ef sak- borningarnir hefðu rétt fyrir sér, væri til reikningur fyrir sölunni. Einnig kom fyrir dóminn vitni, sem ber að hafa verið blekkt til að kaupa tugi meintra falsverka af ákærða Pétri Þór Gunnarssyni. Í yfirheyrslum fékk verjandi Péturs vitnið til að viðurkenna misminni varðandi kaup á sumum verkanna. Íslenskir listfræðingar komu einnig fyrir dóminn og skýrðu frá rannsóknum sínum á meintum fals- málverkum, m.a. einni mynd sem eignuð er Jóni Stefánssyni. Hin kærða mynd var að mati vitnisins of viðvaningslega unnin til að geta verið eftir Jón, auk þess sem litirnir væru nýlegir og hrá notkun þeirra vekti líka grunsemdir. Annar listfræðingur bar saman mörg meint falsverk, m.a. eignuð Svavari Guðnasyni og Kjarval, við önnur óvefengd verk þeirra og sagði meintu falsverkin standa hin- um langt að baki út frá formrænu og efnislegu sjónarhorni auk þess sem litanotkunin í þeim kæmi upp um þau. Verjandi Péturs Þórs taldi rannsókn vitnisins gagnrýnisverða og spurði í því samhengi m.a. hvort innbyrðisrannsókn hefði farið fram á óvefengdum verkum Svavars. Fengust þau svör að svo mætti segja, enda þekktu þeir listfræð- ingar sem unnu rannsóknina verk hans vel. Úrskurði skotið til Hæstaréttar Við þinghaldið í gær úrskurðaði dómurinn saksóknara í hag í ágreiningsmáli sem reis á fimmtu- dag þegar verjandi Péturs Þórs mótmælti spurningum sóknara til dóttur Jóns Stefánssonar. Heimilaði dómurinn sóknara að leita eftir mati vitnisins á hinum meintu fals- verkum, en með því taldi verjand- inn sóknara vera kominn út fyrir sjálft sakarefnið. Verjandinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar og er niðurstöðu að vænta innan nokk- urra daga. Að mati dómsins hefur nokkuð skort upp á að sóknari sýni verj- andanum tilhlýðilega kurteisi í rétt- arsalnum og þurfti dómurinn að taka á slíku máli í gær. Danirnir neita tengslum við meint falsmálverk Ellefu vitni frá Danmörku voru yfirheyrð í héraðsdómi í málverkafölsunarmálinu í gær STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR, sem bjóða fram á landsvísu, hafa nú allir kynnt áform sín í skattamálum fyrir næsta kjörtímabil. Þar eru skattalækkanir af ýmsu tagi boðaðar sem talið er að geti kostað ríkissjóð á bilinu 16–27 milljarða króna, að mati flokkanna sjálfra. Eru þá hækkanir barnabóta meðtaldar. VG hefur ekki reiknað út hvað aðgerðir flokksins í skattamálum geti kostað ríkissjóð. Tillögurnar má sjá á meðfylgjandi töflu en þar sést vel að allir flokkarnir boða lækkun tekjuskatta með einum eða öðrum hætti, þrír flokkar boða lækkun virðisaukaskatts og allir nema Vinstri grænir ætla að hækka barnabætur. Leggja þeir áherslu á ýmsar aðgerðir sem komi barnafólki til góða, m.a. ókeypis leikskólagjöld. Sjálfstæðisflokkurinn Í skattaályktun nýliðins landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins er fagnað þeim skrefum sem stigin hafa verið til skattalækkana en hvatt til þess að skattar á einstaklinga verði lækkaðir frekar. Mikilvægt sé að áfram verði einföldun skattkerfisins höfð að leið- arljósi. „Gegnsætt skattkerfi þar sem öll skattheimta er sýnileg er sjálfsögð krafa á ríkisvaldið. Með afnámi und- anþága myndast breiðari skattstofn sem getur beint leitt til lægri skatt- hlutfalla og lægri skatthlutföll leiða til bættra skattskila,“ segir ennfremur í ályktuninni. Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að þessar skatta- lækkanir leiði til aukins svigrúms al- mennings og betri kjara heimilanna í landinu, einkum þeirra tekjulægstu. Beinn kostnaður fyrir ríkissjóð af til- lögum Sjálfstæðisflokksins í skatta- málum er áætlaður um 27 milljarðar króna, að meðtalinni hækkun barna- bóta um tvo milljarða. Samfylkingin Eins og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag áætlar Samfylkingin að tillögur flokksins í skattamálum kosti ríkissjóð 13 milljarða króna. Hækkun barnabóta um þrjá milljarða var ekki meðtalin þannig að heildarkostnaður er rúmir 16 milljarðar króna. Í kosn- ingastefnuskránni segir m.a. að flokk- urinn muni beita sér fyrir „sanngirni og réttlæti“ í skattkerfinu og vilji nota það svigrúm, sem mestu framkvæmd- ir Íslandssögunnar næstu árin gefi, til tvenns konar úrbóta. Annars vegar til að minnka skatt- byrði og draga úr jaðarskerðingum hjá millitekjufólki, sér í lagi ungu barnafólki. Hins vegar til að bæta kjör hinna verst settu og „úthýsa hinni nýju fátækt sem sprottið hefur upp í ákveðnum hópum í tíð núver- andi ríkisstjórnar og á ekki að líðast í íslensku samfélagi“. Framsóknarflokkurinn Framsóknarmenn leggja m.a. áherslu á að við lækkun tekju- skattsprósentu hjá einstaklingum hækki skattleysismörkin um nærri sjö þúsund krónur, eða upp í rúmar 76 þúsund krónur. Hafa þeir reiknað út að tillögur þeirra þýði auknar ráðstöf- unartekjur fyrir hjón með meðal- tekjur upp á um 20 þúsund kr. á mán- uði. Tekjuskattsaðgerðir flokksins eru metnar á um 14 millljarða fyrir ríkissjóð en að meðtöldum hækkun- um á barnabótum fer kostnaðurinn í rúma 16 milljarða króna. Vinstri grænir VG hefur ekki reiknað út kostnað af skattatillögum flokksins. Leggur flokkurinn sérstaka áherslu á endur- skoðun skattkerfisins í þeim tilgangi að létta skattbyrði af láglauna- og millitekjufólki. Þingmaður Vinstri grænna orðaði það svo við Morgun- blaðið að aðrir flokkar stunduðu „lík- indareikning með gylliboðum“. Er frekar lögð áhersla á að styrkja stoðir velferðarþjónustunnar og kynna m.a. aðgerðir í húsnæðismálum og til að- stoðar barnafólki. Ekki eru uppi sér- stök áform um að lækka virðisauka- skatt eða að hækka barnabætur. Með ókeypis leikskólagjöldum er talið að það geti kostað sveitarfélögin um 1.800 milljónir og framlag komi frá ríkinu á móti. Frjálslyndi flokkurinn Frjálslyndi flokkurinn leggur meg- ináherslu á tvennt í skattamálum, annars vegar að hækka persónuaf- sláttinn, einkum fyrir þá lægst laun- uðu, og hins vegar að létta álögum á barnafólki, annaðhvort með afnámi tekjutengingar barnabóta eða með persónuafslætti fyrir hvert barn und- ir 16 ára aldri. Nái þessar tillögur um persónuafslátt fyrir börn og fullorðna fram að ganga þýðir það heildar- kostnað fyrir ríkissjóð upp á um 18 milljarða króna en með tilliti til auk- innar neyslu fólks þar sem fjármun- irnir fari aftur í umferð telja Frjáls- lyndir að nettókostnaður ríkissjóðs af þessum aðgerðum sé 12–14 milljarð- ar. Ekki eru uppi áform um að breyta virðisaukaskattinum. Tillögur stjórnmálaflokkanna í skattamálum fyrir kosningar Kostnaður ríkissjóðs 16–27 milljarðar króna     5   '   (  6   7! 5  !    ! 8       8!)    4!    '     4  )9   "-!  :! ,.!  :! ,.!  ; ,#!  C3$$ +D#%+!%E 1.+"! , $""%.7+$93$$# F*  %+ !F@$+% +@+ F@$+**!  $""%.7+$93$$!+@+ F@$+% F@$+* *!  .+"*1$0" 1+$#3< / G%$/!$%"$3$$@+  , ,"%!# %+ $/+$""%.H 7+$93$$@+"36F@$+ +@+F@$+**!  /*+"%$/!+!<+ F@$+ #%+ $""1+/*+0"#7F+%6%"" *  ,0 , *93$$< "%$/!+!1+F%""@%+ $""!+*+1/*+"%$/!+ I%+5!1*""!+93$$! F@$+1+*3"!*+5"! C3+F+%6 #%+ 3$$ ! 9% 1" 25$! 9@9"!0+10+$! % @+ , ?$1"#3!07 +! "#7+!3$$@+ ,, ?$1"5" 2+17"!0 2+#7+!3$$@+ ,, 42%+$0"F% 1% !+ #$12+17"! J J (3$$ +!/+ $+ +%#%+ #+ F+%!+ /7+ !93$$!25" K"%$/!"%<+23"!+  F@$+ *+% !66  *+<+ +"%$/!7+$25"#%+ 93$$! D#%+!%E K"%$/!"%<+23"!+ $+ % 7!27+!  *+<+ %$+1.++27+!<+*+ <+ +"%$/!7+$25"93$$ L+"7!+%$0 #%+ " 5"# 2+15$% 5$%.6 %$$5/7<! G%$/!"%1!09!  @"13+!* F@!<$+5 6%+5!13""1.++9#%+"2+ .+% *+ 1!<+ J J $""%.7+$%$""#%+  93$$!  %<+ !+12@ +9@3  M$""F+%6%+1 1/*+$""#%+  3$$! !9% %"F+%6 #%+ , M$""1+%!$ #%# 25"+H 1+1%.+/5  M 1+!  %17<!0 3$$!#7+!/<0"0 MK2%+$""+%"$ #%+ 3$$ + M +*<+*""+ +"%$/!$"" #%+ %<!+$0  + M? +3 !+# "7$!15$ 0"#!101%.+/5 ! %<!+$0 !*$""H 25"H0 "+.$%+1! M++/+ +1$0!"+.! 1.++1%.+F% MNH0"6/7< 1%< !+#%2@ +$!6 M /5+ !!+1%<!++% ! **!<F%$"" *+%1"+*0$ M$""%1"+"#%+ 9%+" M$""7#%+ %<!+$0 ! 0%%+ +=""*"+ %1<+ 0%3++ ML<!++% *CO3$$! "+3# %<+*10$$ M!/<" F!$"" MC"0% "5+1.++"3$/5" $""%9+3 1.+"!+%$"++H *+ MG%$/!"01+#%"+1=#%+  2+%$$ + M?%+ "+.1!19@H 3 *! M$""$%+1 #%+ %1"0 %3""F+%$0 #%+  #%1.++D$""6!E2+H 1/7$.<0*"%$/!15$ TENGLAR ..................................................... www.xd.is www.samfylking.is www.xb.is / timinn.is www.vg.is www.xf.is VANTRAUSTSTILLAGA á Guð- mund Gunnarsson, formann Rafiðn- aðarsambandsins, var felld með 60% atkvæða er hún var lögð fram á aðalfundi Félags íslenskra raf- virkja á laugardaginn. Atkvæði greiddi 131 félagsmaður, 78 sögðu nei, 42 sögðu já eða 32% og 11 seðl- ar voru auðir. Tillagan var sett fram af Páli Valdimarssyni miðstjórnarmanni í RSÍ en í henni var skorað á for- mann RSÍ að láta af öllum trún- aðarstörfum fyrir FÍR og RSÍ. Til- lagan var borin fram í kjölfar umræðna um fjárhagsstöðu RSÍ en sambandið varð fyrir áföllum vegna fjármála menntunarkerfis rafiðnað- armanna. Á fundinum var kynnt kjör nýrr- ar stjórnar FÍR og tók Björn Ágúst Sigurjónsson við formennsku af Haraldi Jónssyni. Formaður RSÍ tók til máls á fundinum þar sem hann hvatti menn til að standa sam- an hvort sem þeir hefðu stutt van- traust eða ekki. Aðalfundur FÍR Tillaga um vantraust á formann RSÍ felld FÆREYSKA fyrirtækið Smyril Line fékk afhenta nýja Norrænu í Lübeck í Norður-Þýskalandi í gær en þar var skipið smíðað. Fær- eyski fáninn var dreginn að húni í gær við hátíðlega athöfn í Þýska- landi. Norræna var sjósett 24. ágúst á síðasta ári og þar til í febrúar sl. var unnið við innri frágang skips- ins. Norræna kemur til Íslands hinn 22. apríl og fer í prufusigl- ingar við höfn í Seyðisfirði. Fyrsta áætlunarferð skipsins er frá Ís- landi hinn 15. maí. Norræna siglir til Þórshafnar í Færeyjum á morgun þar sem fyrstu farþegarnir fara með ferj- unni til Danmerkur. Nýja Norræna kostaði um 7 milljarða íslenskra króna. Skipið er þrisvar sinnum stærra en það sem það leysir af hólmi, í tonnum talið. Um borð verður pláss fyrir 1.482 farþega og getur það tekið allt að 800 fólksbíla. Skipið er 36.000 brúttótonn, 164 metra langt og 30 metra breitt. Hámarkshraði Norrænu er um 21 sjómíla. Ný Nor- ræna af- hent í gær ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.