Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STYRKTARFÉLAG vangefinna hef- ur opnað nýja deild í Bjarkarási í Reykjavík, Selið, en þar verður ein- staklingum með þroskahömlun veitt dagþjónusta. Gerð verður árstilraun með reksturinn sem kostar 12 millj- ónir á ári og leggja félagsmálaráðu- neytið og Svæðisskrifstofa Reykja- víkur fram fjármagn með Styrktarfélaginu. Friðrik Alexandersson, formaður Styrktarfélags vangefinna, segir að samið hafi verið í desember milli þessara þriggja aðila um þennan til- raunarekstur. Verður starfið endur- skoðað að þeim tíma liðnum. Deildin er til húsa í hæfingarstöðinni Bjark- arási þar sem áður var íbúð húsvarð- ar. Á deildinni verður sex einstakling- um með þroskahömlun og atferlis- frávik veitt hálfsdagsþjónusta. Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmda- stjóri félagsins, segir þessa sex ein- staklinga lengi hafa verið án mögu- leika á dagþjónustu. Í Selinu muni þeir fá einstaklingsmiðaða þroska- þjálfun sem hafi það markmið að gera þeim betur kleift að takast á við dag- legt líf og verkefni við hæfi hvers og eins. Verða unnin verkefni, skapandi starf, boðskipti þeirra örvuð og annað það sem tengist þjálfun hvers og eins. Kristrún Sigurjónsdóttir er yfir- þroskaþjálfi Selsins. Ný deild opnuð í Bjarkarási Morgunblaðið/Jim Smart Kristrún Sigurðardóttir (t.v.) og Sigurborg Anna Hjálmarsdóttir. NEFND sem fjármálaráðherra skipaði haustið 2001 til að kanna kosti og galla þess að taka upp fjöl- þrepaskatt hjá einstaklingum tekur í nýútkomnu áliti sínu ekki afstöðu til þess hvort sé heppilegra, núgild- andi tekjuskattskerfi eða nýtt fjöl- þrepakerfi. Í áliti nefndarinnar er fjallað um kosti og galla fjölþrepa skattkerfis og þeir bornir saman við kosti og galla núgildandi stað- greiðslukerfis. Ýmsir kostir og gallar Í niðurstöðunum segir: „Meðal helstu kosta fjölþrepakerfis eru að það gefur færi á ódýrari útfærslu til tekjujöfnunar en núgildandi kerfi og auðveldar breytingar á jaðar- áhrifum einstakra tekjuhópa. Jafn- framt gefur það möguleika á að draga úr tekjutengingu bóta og færa þá tekjujöfnun inn í skattkerf- ið.“ „Helstu gallar fjölþrepatekju- skatts eru hins vegar flóknari skatt- framkvæmd, meðal annars með tilliti til breytilegs fjölda vinnuveit- enda, minni sveigjanleiki til að mæta tekjusveiflum, meiri breyt- ingar í eftiráuppgjöri og erfiðara skatteftirlit. Uppbygging núgild- andi tekjuskattskerfis, einkum há skattleysismörk, torveldar hins vegar upptöku fjölþrepatekjuskatts nema til komi veruleg röskun á skattbyrði einstakra tekjuhópa og/ eða verulegt tekjutap hjá ríkissjóði og sveitarfélögum. Þetta sést vel með samanburði við önnur lönd þar sem saman fara fleiri skattþrep og mun lægri skattleysismörk en hér á landi,“ segir í nefndarálitinu. Skattlagning á tekjur er undir meðaltali OECD Nefndin var skipuð í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar eft- ir viðræður við fulltrúa ASÍ og Samtaka atvinnulífsins vorið 2001. Var henni einnig falið að kanna for- sendur þess að vinna upplýsingar um viðmiðunarreglur fyrir mismun- andi fjölskyldur sem nota má meðal annars við útreikning á greiðslu- byrði, félagslegum bótum og mat á breytingum á skatt- og bótakerfi. Í álitinu er m.a. gerður saman- burður á íslenska skattkerfinu og skattkerfum annarra landa. „Skatt- lagning á tekjur einstaklinga hér á landi er undir meðaltali OECD- ríkjanna. Það má annars vegar rekja til mun hærri skattleysis- marka hér á landi en í flestum öðr- um OECD-ríkjum. Eins stafar það af því að launafólk greiðir ekki tryggingarrgjald hér á landi líkt og víðast hvar annars staðar,“ segir í álitsgerðinni. Breytingar á kerfinu hafa raskað meginsjónarmiðum Í niðurstöðum nefndarinnar kem- ur fram að töluverðar breytingar hafa verið gerðar á tekjuskattskerf- inu frá því það var tekið upp sem í sumum tilvikum hafi raskað ýmsum þeim meginsjónarmiðum sem voru höfð að leiðarljósi í upphafi enda hafi þau ekki alltaf farið vel saman. „Aukin tekjutenging bóta skilar vissulega aukinni tekjujöfnun en eykur jafnframt jaðaráhrifin í skatta- og bótakerfinu. Þá hefur oft reynst erfitt að samræma markmið- ið um nauðsyn efnahagslegrar sveiflujöfnunar markmiði um tekju- jöfnun eins og gerðist á uppgangs- árunum 1995–2001 þegar persónu- afsláttur dróst aftur úr launaþróun. Þessi þróun varð til þess að fleiri og fleiri einstaklingar fóru að greiða tekjuskatt og þeir sem lenda í því að greiða tekjuskatt í fyrsta sinn finna hvað mest fyrir því vegna lágra launa þótt skattgreiðslurnar séu hlutfallslega lágar,“ segir í nið- urstöðu nefndarinnar. Mikilvægt sveiflujöfnunartæki Bent er á að tekjuskattsálagning á einstaklinga gegni mikilvægu hlutverki til tekjujöfnunar milli ein- stakra tekjuhópa og einnig til al- mennrar sveiflujöfnunar. Tekju- jöfnunaráhrifin birtist einkum í samspili persónuafsláttar og skatt- hlutfalls eða skatthlutfalla og í tekjutengingum í bótakerfinu. Sveiflujöfnunin kemur t.d. fram í því að dragist tekjur heimila saman veldur uppbygging tekjuskatts- kerfisins því að skattgreiðslur minnka enn meira og ráðstöfunar- tekjur dragast því ekki eins mikið saman og atvinnutekjur. Þá hefur sveiflujöfnunin einnig mikilvæg áhrif í efnahagslífinu í heild. Eina landið þar sem launafólk greiðir ekki tryggingargjald Nefndin tekur fram að hafa þurfi fyrirvara á alþjóðlegum saman- burði skattkerfa, sem geti verið ólík að uppbyggingu. Bent er á að í flestum ríkjum OECD greiða ein- staklingar bæði tekjuskatt og tryggingargjald en hér á landi greiða einstaklingar eingöngu tekjuskatt, ef frá eru talin iðgjöld í lífeyrissjóði sem ekki fara í gegnum skattkerfið hér. Við samanburð þarf því að skoða samanlagða álagningu tekjuskatta og trygging- argjalda á einstaklinga til þess að fá rétta mynd af því hve mikið ein- staklingar greiða í skatt af sínum launum. Nefndin gerir slíkan sam- anburð á greiðslum einstaklinga á tekjusköttum og tryggingargjaldi sem hlutfall af tekjum í 19 Evrópu- löndum innan OECD miðað við meðallaun árið 2001. Í ljós kemur (sjá meðfylgjandi súlurit) að Ísland er talsvert fyrir neðan meðaltal samanburðarlandanna. „Það stafar annars vegar af því að Ísland er eina landið þar sem launafólk greið- ir ekki tryggingargjald. Hins vegar má rekja það til hlutfallslega hárra skattleysismarka hér á landi í sam- anburði við þessi ríki,“ segir í skýrslunni. Framteljendum undir skatt- leysismörkum hefur fækkað Sýnd er þróun skattleysismarka á og samanburð hennar við launa- vísitölu og verðlag frá 1988. „Þessi þróun hefur óhjákvæmilega leitt til þess að framteljendum undir skatt- leysismörkum hefur fækkað. Árið 1995 voru 34% framteljenda undir skattleysismörkum en 191⁄2% árið 2002. Meginskýringin á þessari þró- un er að vegna sveiflujöfnunarsjón- armiða fylgdu skattleysismörkin ekki almennri launaþróun á þessum árum heldur umsömdum, almenn- um kauphækkunum,“ segir í nefnd- arálitinu. (Sjá meðfylgjandi töflu.) „Það er ekki einfalt að meta áhrif þess hvernig staðan hefði verið ef skattleysismörkin hefðu að fullu fylgt tekjuþróuninni á þessu tíma- bili. Hins vegar er ljóst að upp- sveiflan í efnahagslífinu hefði orðið mun sterkari en ella. Þar með hefði sá óstöðugleiki sem gætti á árunum 1999 og 2000 og birtist meðal ann- ars í miklum viðskiptahalla, mikilli lækkun á gengi íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguskoti vænt- anlega orðið enn meiri. Samtímis því sem þeim einstak- lingum sem eru yfir skattleysis- mörkum hefur fjölgað hefur greið- endum tekjuskatts fjölgað. Áhrif þessara breytinga hafa meðal ann- ars orðið þau að greiðslur beinna skatta hafa aukist og þeir sem hvað mest finna fyrir breytingunni eru þeir sem lenda í því að greiða tekju- skatt í fyrsta sinn vegna lágra tekna enda þótt skattgreiðslurnar séu hlutfallslega lágar,“ segir m.a. í álitinu. Í nefndinni sátu Hólmgeir Jóns- son, framkvæmdastjóri Sjómanna- sambands Íslands, Sigurður Bessa- son, formaður Eflingar – stéttar- félags, Sigurður Á. Snævarr borgarhagfræðingur, Erla Þ. Pét- ursdóttir, lögfræðingur í fjármála- ráðuneytinu, og Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis, sem var for- maður nefndarinnar. Nefnd skilar áliti um kosti og galla fjölþrepatekjuskatts einstaklinga Gefur færi á tekjujöfnun en framkvæmdin yrði flókin A A A AA A A A (!"1:,;1 9%<+1/7< &'  $  ( )  ) * ' + (     ,  :G%$/!$""!+P@"#+P 9*"%$/!$""!+J#Q"H 23"!+J2+23"!+; * '  -.+   5        ,002;"&&" <       )    9     ! !  "&&,       7+$ '% N$< (0< < #F/5 0+%!+ !"!++$ O" +$$< C@Q%20+ '+%"< OC  # 5#% 6* 8+$$< O+< I0+"@ %9!"1 1"%$/! G%$/!$""!+G+.+/7< Skattleysismörk eru mun hærri hér en í flestum öðrum OECD-löndum HJÓN og ungt barn þeirra sluppu ómeidd þegar jeppi þeirra valt í Norðdal á Steingrímsfjarðarheiði á laugardag. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík missti ökumaður stjórn á jeppanum í krapa, hann snerist á veginum og endastakkst eftir að hann skall á snjóruðningi. Engan sakaði en allir í bílnum voru spennt- ir, ýmist í bílbelti eða barnabílstól. Jeppanum var komið á réttan kjöl og síðan ekið áfram suður á land. Sluppu ómeidd úr bílveltu Morgunblaðið/Kristín Sigurrós ÞING Alþjóðaþingmannasambands- ins, IPU, var sett í Santiago í Chile í fyrrakvöld en það sækja um 130 sendinefndir frá jafnmörgum ríkj- um. Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttir þingmanns sem stödd er á þinginu hefur stríðið í Írak sett nokkurn svip á upphafsdaga þess en við setn- inguna voru mótmæli fyrir utan þingstaðinn sem beindust einkum gegn stríðinu. Auk hennar sækir þingið fyrir Íslands hönd, Karl V. Matthíasson þingmaður. Í ræðu sem Sigríður hélt á þinginu fjallaði hún um Íraksstríðið og af- stöðu íslenskra stjórnvalda til þess. Hún segir viðtökur við ræðunni hafa verið mjög góðar ef frá eru talin við- brögð nánustu sessunauta íslensku þingmannanna sem voru frá Íran. Á þingi sambandsins sem lýkur á laugardag er fyrirhugað að ræða ým- is réttindamál og sameiginleg hags- munamál á borð við peningaþvætti, eiturlyfjaviðskipti, mansal og fleira. Þing Alþjóðaþing- mannasambandsins Stríðið í Írak setur svip á þingið ♦ ♦ ♦ NEFND sem fjallaði um kosti og galla fjölþrepaskatts leggur til í skýrslu að ráðist verði í gerð viðmið- unarneyslustaðals fyrir Ísland. Nefndin telur að víða í samfélag- inu sé þörf á viðmiðunarreglum um hvað teljast beri viðunandi neysla eða lífskjör. Í ákvörðunum um bætur eða lán til framfærslu setji margar stofnanir viðmið um greiðslur til þeirra sem ekki fái tekjur annars staðar frá. Þessir aðilar hafi notað einhver viðmið en um þau hafi ekki ríkt sátt. Nefndin segir að leitað hafi verið eftir skýrari aðferðum enda séu þessar viðmiðanir ekki grundvallað- ar á rannsóknum á framfærsluþörf. Eðlilegt að nýta reynslu Norðmanna og Svía í þessum efnum en jafnframt verði horft til Manneldisráðs. Lagt er til að verkið verði falið rannsókn- arstofnun, til dæmis á vegum há- skóla, en Hagstofunni verði falið að færa upp gagnagrunninn með reglu- legum hætti. Gerður verði við- miðunar- neyslustað- all fyrir Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.