Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ TOGARARALL Hafrannsóknastofnunarinnar gefur betri mynd af ástandi þorskstofnsins en aflabrögð fiskveiðiflotans á hverjum tíma, að mati Ólafs Karvels Pálssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnuninni. Hann segir eðlilegt að afli í rallinu sé minni en annarra skipa á sömu veiðislóð. Togararallið hefur verið gagnrýnt fyrir að endurspegla ekki þá auknu þorskgengd sem sjómenn segjast merkja á miðunum síðustu ár. Ólafur segir að framkvæmd togararallsins hafi verið ákveðin árið 1984, meðal annars að höfðu víðtæku samráði við fjölda reyndra skipstjóra. „Hugsunin við undirbúning rallsins var annars vegar að nýta reynslu og þekkingu skipstjórn- armanna á fiskigöngum og fiskveiðum og hins vegar að hafa sýnatöku svo umfangsmikla að við fyndum fiskinn hvar sem hann væri. Jafn- framt var okkur kappsmál að fá úr því skorið, í eitt skipti fyrir öll, hvort unnt væri að nota þessa aðferð til að mæla stærð fiskstofna. Þess vegna var ekkert til sparað í umfangi verkefn- isins.“ Hann segir að ein meginforsenda rallsins sé að nota alltaf sama veiðarfærið eða trollið í rall- inu en elta ekki tæknibreytingar við veiðarnar, enda mundi það valda skekkju í niðurstöðum. „Þróun í gerð veiðarfæra hefur verið ör og því fáum við skiljanlega minni afla í okkar gamla troll en önnur skip á sömu veiðislóð. En í tog- ararallinu er ekki sérstaklega leitast við að veiða fisk þar sem hann er þéttastur, líkt og fiskiskipin gera, heldur að fá „rétta“ mynd af stöðu stofnsins. Spurningin er því hvort mæli- kvarðinn sé réttur. Í rallinu notum við alltaf sama mælikvarðann, það er staðlaða stofnmæl- ingu. Sjómenn eru hins vegar sífellt að breyta sínum mælikvarða, það er veiðarfærinu, með ýmsum hætti, til þess að auka veiðihæfni þess. Auk þess stunda þeir einkum veiðar þar sem von er á mestum afla. Því má halda því fram að þeir fái „skekkta“ mynd af ástandi fiskstofn- anna ef þeir einblína á aflatölur. Á hinn bóginn geta þeir leiðrétt þessa skekkju, að einhverju leyti, í ljósi annarra upplýsinga og eigin reynslu. Slík leiðrétting er þó tæpast mjög ná- kvæm.“ Rallið gefur „réttari“ mynd af ástandi þorskstofnsins Ólafur segir að þó afli í togararallinu sé minni en afli annarra veiðiskipa, fáist því síður en svo röng gögn í rallinu. „En vissulega fáum við aðra mynd af ástandinu en fiskimenn. Við teljum að sú mynd sé „réttari.“ Þetta misræmi, og þar með misvísandi skoðanir á ástandi þorskstofns- ins, má að einhverju leyti túlka sem mælikvarða á tækniþróun veiðanna, en einnig er það til marks um vaxandi umframsóknargetu flotans. Þorskstofninn hefur stækkað talsvert síðan ár- ið 2000 en veiðiheimildir ekki aukist. Þess vegna er sífellt „auðveldara“ að veiða kvótann.“ Ólafur vísar því einnig á bug að fiskifræð- ingar Hafrannsóknastofnunarinnar séu of lengi að reikna úr gögnum sem þeir afli í stofnmæl- ingum sínum eða veiðiskýrslum. Hann bendir á að nú þegar liggi fyrir fyrstu niðurstöður úr togararallinu sem lauk hinn 20. mars og tekið verði mið af endanlegum niðurstöðum rallsins í ráðgjöf stofnunarinnar í júní. Hann bendir einnig á að þegar sé búið aldursgreina um 10 þúsund kvarnasýni úr þorski, ýsu og ufsa sem safnað var í rallinu. Ólafur segir það ekki standast að halda því fram að friðunaraðgerðir hafi ekki skilað nein- um árangri á allra síðustu árum. Þannig sé nú betra útlit með þorskstofninn en fyrir nokkrum árum. „Árið 2000 var veiðistofn þorsks um 550 þúsund tonn en samkvæmt síðasta stofnmati er hann um 750 þúsund tonn um þessar mundir. Samkvæmt stofnmatinu stækkar stofninn í um 900 þúsund tonn á næsta ári. Nýafstaðið tog- ararall gefur vísbendingar um að stofninn sé í vexti og því vaxandi líkur á því að þetta gangi eftir. Þetta er jákvæð þróun, þrátt fyrir of mikla sókn,“ segir Ólafur. Togararallið gefur betri gögn Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson SJÁVARÚTVEGURINN þarf að vera leiðandi í umhverfisumræð- unni í stað þess að vera í sífelldri vörn og bíða og búast við hinu versta, að mati Kristjáns Jóakimssonar, framkvæmda- stjóra vinnslu- og markaðsmála hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. Þetta kom fram í máli hans á Fiskiþingi sem haldið var í 62. sinn á dögunum. Kristján sagði umhverfismál verða sífellt viðameiri í umræðu manna á meðal út um heim. Um- gengni um auðlindir hafsins væri þar engin undantekning og nýting fiskistofna við Ísland skipti áfram miklu máli um afkomu þjóðarbús- ins. „Þrátt fyrir okkar ábyrgu af- stöðu í stjórn fiskveiða hefur ís- lenskur sjávarútvegur orðið að líða fyrir lítt eða órökstuddan áróður umhverfissinna og ann- arra sem látið hafa undan þrýst- ingi þeirra,“ sagði Kristján og vís- aði m.a. til banns við hvalveiðum í því sambandi. Hann sagði það færast í vöxt að farið væri að líta á fiskveiðar víða um heim á mjög gagnrýninn hátt. Sjómenn væru sakaðir um mikið brottkast meðafla og að óarðbær- um veiðum væri haldið uppi með ríkisstyrkjum og að allir fisk- stofnar væru ofveiddir. Náttúru- verndarsamtök þrýstu á um að koma einstökum fisktegundum á lista yfir dýr í útrýmingarhættu og hvetji neytendur til þess að kaupa ekki fisk. Hann sagði að umhverfisverndarsamtök ynnu mikið í gegnum ýmsar alþjóðlegar stofnanir, -samtök og -samninga til að hafa áhrif á gang fiskveiða, jafnvel þó að viðkomandi samtök hafi ekkert með fiskveiðar eða veiðar sjávardýra að gera. „Þá hefur sú herfræði umhverfis- verndarsinna að hafa áhrif á stjórn veiða með því að vinna í gegnum markaðinn eða neytend- ur tekist með ágætum. Umhverf- issinnar hafa komist að því að neytendur hafa í flestum tilvikum mjög yfirborðskennda þekkingu á sjávarútvegi og fiskeldi og enn síður hugtökum eins og „sjálfbær- ar“ fiskveiðar. Þessi takmarkaða þekking neytenda á sjávarútvegi er þess valdandi að mjög auðvelt getur verið að hafa áhrif á skoð- anir fólks.“ Kristján sagði ekki einungis nauðsynlegt að hafa áhrif á þróun þeirrar umræðu sem er í gangi og reyna að koma réttum sjónarmið- um um eðlilega nýtingarstefnu auðlinda hafsins á framfæri, held- ur þurfi þjóðir sem byggja mikið á sjávarafurðaframleiðslu eins og Ísland gerir, að vera leiðandi í umræðunni um hvernig umhverf- iseftirlit auðlinda hafsins í fram- tíðinni muni líta út. „Ef við ætlum einungis að vera í vörn og bíða eft- ir því að hið versta gerist þá gæti það orðið erfiður og tímafrekur leikur að sannfæra síðan neytend- ur um hið gagnstæða sem nátt- úruverndarsinnar hafa leikið.“ Sum samtök æskilegir samstarfsaðilar Kristján tók hinsvegar fram að umhverfisverndarsamtök væru af margvíslegu tagi og sum þeirra ættu allt hið besta skilið og gætu jafnvel orðið æskilegir samstarfs- aðilar við að bæta umgengni við auðlindina. „Ef við erum sannfærð um ágæti umgengni okkar við auð- lindir hafsins tel ég að ákveðnir möguleikar gætu legið í um- ræðunni um umhverfismál og jafnvel ákveðið vopn í okkar hönd- um í sífellt harðnandi samkeppni. Ég er þeirrar skoðunar að til að taka af allan vafa um hvað er rétt og hvað er rangt gagnvart neyt- endum sem og öðrum þurfi að byggja upp kerfi sem líkist gæða- kerfum framleiðslufyrirtækja sem tekur fyrst og fremst mið af því að tryggja öryggi neytandans sem best, þar sem að koma við- urkenndir og vottaðir ábyrgir að- ilar sem setja raunhæf viðmiðun- armörk til að halda sér við. Þó að fiskveiðistjórnun, með skýru réttindakerfi, sé lykilatriði þá er gegnsæi gagnvart almenn- ingi og neytendum einnig afar mikilvægt. Sjávarútvegurinn þarf að setja sér skýr markmið og reglur, gera þær kunnar og fylgja þeim,“ sagði Kristján Jóakims- son. Umhverfisumræð- an gæti orðið vopn í samkeppninni „VIÐ viljum standa vörð um ótví- ræðan rétt okkar til að nýta auð- lindirnar í okkar lögsögu og til að veiða úr stofnum sem við deilum með öðrum ríkjum. Til að fram- fylgja því markmiði kann einhliða áhersla á fullveldisréttinn að duga okkur skammt eins og nú er háttað. Mengun virðir ekki landamæri. Úr- gangur sem losaður er í hafið víðs fjarri Íslandsströndum getur fyrr eða síðar borist til landsins með hafstraumum,“ sagði Gunnar Páls- son, sendiherra, meðal annars í ávarpi sem hann flutti á Fiskiþingi. Koma böndum á mengun „Vilji Íslendingar tryggja að ís- lenskar sjávarafurðir standist sam- keppni á erlendum mörkuðum, er því óhjákvæmilegt að þeir leggi sitt af mörkum til að koma böndum á hættulega mengun og spilliefni í hafinu með alþjóðlegum samning- um. Á sama hátt má færa rök fyrir því að ein árangursríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að fjarlægir að- ilar, hvort sem það eru ríki, fé- lagasamtök eða stofnanir, hlutist í auknum mæli til um að stjórnun okkar lifandi sjávarauðlinda, sé að liðsinna öðrum, ekki síst í þróun- arheiminum, til að efla sjálfbæran sjávarútveg,“ sagði Gunnar enn- fremur. Gunnar fjallaði um hagsmuni Ís- lands í alþjóðasamstarfi um nýtingu lifandi sjávarauðlinda. Hann rakti gang mála frá því hafréttarsamn- ingurinn var samþykktur og fjallaði sérstaklega um starfsemi tveggja stofnana, Umhverfisstofnunar Sam- einuðu þjóðanna og Matvæla- og landbúnaðarstofnar Sameimuðu þjóðanna. Fáein lykilsjónarmið Hann sagði svo: „Það er ekki síst vegna þess hve nýting sjávarafurða kemur víða við sögu í alþjóðasam- starfi að beina þarf athyglinni að fá- einum lykilsjónarmiðum sem við viljum hafa að leiðarljósi í samstarf- inu. Nefna mætti þrennt í því sam- hengi: Í fyrsta lagi, með því að stuðla að alþjóðlegu umhverfi, vin- samlegu sjálfbærri nýtingu, hjálp- um við okkur sjálfum til að hagnýta og markaðssetja íslenskar sjávar- auðlindir til lengri tíma litið. Það gerir Ísland m.a. með því að blanda sér í alþjóðlega stefnumótun á fyrstu stigum og reyna að hafa áhrif á farveg málatilbúnaðar frá upphafi. Vistfræðileg nálgun við fiskveiðistjórnun, ferli til að skrá og meta mengun sjávar á hnattræna vísu, umhverfismerkingar og ríkis- styrkir í sjávarútvegi eru allt dæmi um hvernig það hefur verið gert og stuðlar að því að Ísland, að minnsta kosti, afli sér viðurkenningar fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu. Þessu striki þurfum við að halda. Í öðru lagi, þarf að vinna að því að nokkrar höfuðreglur sjálfbærrar þróunar verði hafðar í öndvegi al- þjóðasamstarfs um auðlindanýt- ingu. Ein slík regla er að þjóðir eða þjóðfélagshópar sem byggja afkomu sína á auðlindinni stjórni eða hafi mest áhrif á stjórnun hennar. Önn- ur regla er að áætlanir um nýtingu stofna byggist ætíð á bestu vísinda- legu upplýsingum um ástand þeirra. Þriðja regla viðurkennd í hafrétt- arsamningnum, er að réttbærar svæðastofnanir skuli fjalla um nýt- ingu, hvar sem þær eru fyrir hendi. Slíkar reglur kynnu að koma ein- hverjum fyrir sjónir sem sjálfsagð- ur hlutur. Í raun krefjast þær þrot- lausrar vöktunar, eins og fram hefur komið á fundum CITES. Í þriðja lagi, þarf að afla braut- argengis því sjónarmiði sem fram kemur í Reykjavíkuryfirlýsingunni, að fiskveiðiþjóðir taki mið af vist- kerfinu í heild við fiskveiðistjórnun. Ákveðin þversögn Nytu slík meginsjónarmið óskipts stuðnings alþjóðasamfélagsins, er ekki að efa að það myndi auðvelda Íslendingum að útfæra auðlinda- stjórnun til lengri tíma litið sem væri þeim sjálfum að skapi. Erfitt yrði að rökstyðja hvers vegna sjálf- bær nýting t.a.m. sjávarspendýra, sem enginn getur neitað að er mik- ilvægur hluti af vistkerfinu, ætti að vera undanþeginn slíkum megin- sjónarmiðum. Á hinn bóginn er e.t.v. lítil von til þess að áhersla Ís- lands á sjálfbæra nýtingu sjávar- spendýra út af fyrir sig ryðji braut fyrir aukna fylgispekt ríkja heims við slík almenn menginsjónarmið. Þvert á móti, er nú svo komið að þegar Íslendingar kveðja sér hljóðs um sjálfbæra nýtingu sjávarauð- linda á erlendum vettvangi, telja margir sér trú um að í raun vaki ekki annað fyrir þeim en hvalveiðar. Þetta er ákveðin þversögn. Það sem okkur gengur til með hvalveiðum er að sjálfsögðu sjálfbær nýting. En meðan við tölum opinskátt um hval- veiðar er ólíklegt að stór hluti al- þjóðasamfélagsins sé tilbúinn veita málflutningi Íslands um sjálfbæra þróun áheyrn.“ Tekið verði mið af vistkerfinu í heild Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnar Pálsson sendiherra fjallaði um hagsmuni Íslands í alþjóða- samstarfi um nýtingu lifandi sjávarauðlinda á fundi Fiskifélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.