Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hannes Andrés-son Guðmunds- son var fæddur í Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði 27. júlí 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Jón Jónsson, f. 2.7. 1888, d. 19.1. 1945, og kona hans Sigríður Katrín Jónsdóttir, f. 27.11. 1899, d. 24.12 1995. Systkini Hann- esar eru: 1) Hjörleifur, f. 26.7. 1920, d. 24.3. 1999. 2) Skarphéð- inn, f. 31.7. 1922. 3) Kristjana Ágústa, f. 7.2. 1924. 4) Guðný, f. 10.5. 1928, d. 9.4. 1995. 5) Guðjón Árni, f. 20.4. 1930. 6) Guðmundur Stef- án, f. 8.7. 1933. Sambýliskona Hannesar var Ester Ásmundsdóttir, f. 26.11. 1909, d. 29.5. 1990. Dóttir hennar er Ásrún Sigur- bjartsdóttir, f. 25.5. 1938, gift Guðmundi A. Guðjónssyni, f. 15.10. 1937, og eiga þau fimm börn. Hannes stundaði sjómennsku lengst af en síðustu starfs- ár sín var hann á lóðsbátnum Þrótti í Hafnarfirði. Útför Hannesar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku langafi, ég trúi þessu ekki ennþá þó svo að ég hafi setið hjá þér síðustu stundirnar. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem við bjuggum síðast hjá þér á Strandgötunni, og mér leið nú aldeilis vel þarna enda þótt við vær- um fimm manna fjölskylda í einu herbergi. Ég man líka eftir því þegar ég fékk botnlangakastið hjá þér og það var búið að skera mig og þú passaðir nú aldeilis upp á að ég gerði ekki neitt sem ég ekki mátti gera. Svo man ég nú eftir því þegar ég kom oft til þín í hádeginu og við fengum okkur fisk saman og svo jarðarberjagraut með mjólk út á í eftirrétt. Mér fannst það alltaf svo gott. Svo er ég nú búin að eignast litla stelpu sem þú hittir nokkrum sinn- um og varst svo hrifinn af, henni Camillu. Ég vildi bara fá að skrifa nokkur orð í kveðjuskyni. Núna ert þú örugglega siglandi einhvers staðar þar sem þér líður best. Við munum sakna þín, elsku langafi minn. Hve sárt ég sakna þín, ég sit við legstein þinn og hugsa um horfna tíð, hjartans vinur minn. Sú sannreynd sturlar mig, að við sjáumst aldrei meir. Þú gafst mér nýja sál, sál sem eitt sinn deyr. Ó, hve sár er dauði þinn, þú varst eini vinur minn. Einn ég stari í sortann inn, með sorgardögg á kinn. Hve leið og laus við svör er lífsins gönguför. Við leyndardómsins dyr, deyja mennirnir. (Sverrir Stormsker.) Kveðja. Brynja Hjördís Pétursdóttir. Í dag kveð ég vin minn Hannes Guðmundsson vélstjóra. Það er ekki ætlun mín að rekja ævisögu hans, en mér finnst ég þurfa að þakka honum fyrir síðustu tuttugu ár sem ég hef þekkt hann. Það er margt að þakka en fyrst og fremst vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Það er margs að minnast, að vera með þér á grásleppunni var meiri- háttar upplifun, þú varst svo þrjósk- ur og ákveðinn í því að ná í hvert einasta gramm af hrognum að stundum hélt ég að þú værir að detta fyrir borð þegar þú varst að teygja þig eftir sleppunni því ekki skyldi hún sleppa. Það var ekki hægt annað en hafa gaman af þrjósku þinni því þú not- aðir hana oft þegar þú varst að gera mig að manni. Ég man t.d. alltaf eft- ir því þegar ég var að vaska upp heima hjá þér á Strandgötunni og var með þokkalega volgt vatn og þú settir höndina undir vatnið og sagð- ir: „Hvað, ertu með ískalt vatnið, drengur?“ Tókst síðan við uppvask- inu, hafðir bara heitt vatn og sagðir með samanbitinn góminn: „Svona á að gera, drengur.“ Annað sem mér er í fersku minni þegar ég og Daníel ætluðum að verða ríkir á grásleppunni, kunnum náttúrulega ekkert til verka, ekki að binda neina hnúta eða neitt, þá vild- ir þú endilega koma niður í bát og sýna okkur hvernig ætti að gera þetta þó þú gengir við göngugrind á Hrafnistu, en niður í bát fórstu þó við þyrftum að bera þig úr bílnum og um borð en þú kenndir okkur til verka þó þú værir alveg að þrotum kominn. En að þú viðurkenndir það: „Nei, það er ekkert að mér,“ sagðir þú. Þetta er nú bara brot af minn- ingum mínum um þig. Ég vil bara sem fyrr þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert, Hannes minn, og það máttu vita að fáa hefur mér fundist jafn vænt um og þig. Hvíl í friði, vinur. Pétur Þór Brynjarsson. Mig langar með örfáum orðum að minnast elsku afa míns, sem lést að morgni 1 apríl. Í kjölfar nokkurra heilablæðinga voru síðustu ár erfið hjá afa, en aldr- ei kvartaði hann. Ég mun sakna afa óskaplega, þar sem hann var mér alltaf svo óstjórnlega góður og hjálplegur, betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Ég hef ekki haft tök á að vera mikið hjá honum þessi erfiðu ár hans, þar sem ég er búsett úti á landi. Ég á erfitt með hugsa mér framtíðina án afa, en þetta er víst leið okkar allra og það er mér hugg- un að vita af honum í góðum hönd- um og að þjáningum hans sé lokið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning elsku afa míns. Guð geymi hann og styrki okkur aðstandendur í sorginni. Sofðu rótt, elsku afi minn. Þín Hanna Andrea. HANNES GUÐMUNDSSON Jakob var mikill dugnaðarmaður. Þetta leyndi sér ekki í störfum hans sem sjómaður og kennari. Ég minnist hans ekki síst sem hugsjónamanns er stóð jafnan á verði og fylgdi eftir þeim málum sem göfguðu og glæddu heilbrigt líf. Þetta fundu þeir glöggt sem umgengust hann.Við Jakob unnum mikið saman í stúkunni Helgafelli í Stykkishólmi einkum á síðari árum. Hann var heilsteyptur maður og taldi ekki eftir sér sporin sem leitt gætu til þess að kenna ung- JAKOB GUNNAR PÉTURSSON ✝ Jakob GunnarPétursson fædd- ist á Galtará í Gufu- dalssveit í Austur- Barðastrandarsýslu 18. janúar 1919. Hann lést á St. Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi 22. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stykkis- hólmskirkju 29. mars. mennum landsins að ganga holla vegi og rétta. Frá barnæsku barð- ist Jakob gegn neyslu tóbaks og áfengis. Eins og mörgum fleirum fannst honum ömurlegt hve margir ungir menn eyddu sínum bestu ár- um í neyslu þessara heilsuspillandi efna. Eins og algengt var á fyrri hluta síðustu ald- ar ólst Jakob upp við fátækt. Hann náði þó að nýta sér þau tæki- færi sem buðust bæði til menntunar og starfa. Það blikuðu ljósgeislar í augum Jakobs þegar hann sagði mér frá kennarastarfi sínu í Grímsey og Flatey. Hann minntist oft þeirra unglinga sem hann hafði kennt og komið flestum til nokkurs þroska. Margir höfðu síðar þakkað honum leiðsögnina og talið það gæfu sína að njóta uppfræðslu hans. Ég er þakklátur fyrir allar þær minningar sem tengjast vináttu minni við Jakob og tryggð hans. Því miður gat ég ekki verið viðstaddur útförina, en ferðbúinn var hann til sinnar hinstu ferðar. Ég sendi ætt- ingjum Jakobs samúðarkveðju og óska vini mínum blessunar á akri Guðs. Árni Helgason, Stykkishólmi. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR PÉTURSSON frá Vakursstöðum, Vopnafirði, lést í Sundabúð, Vopnafirði föstudaginn 4. apríl. Sigurður Þór Ólafsson, Stefanía Sigurjónsdóttir, Elísabet S. Ólafsdóttir, Eva Hrönn og Stefán Óli. Frænka mín og vinkona, MARGARET E. KENTTA, lést í Edinborg mánudaginn 31. mars. Fyrir hönd dætra hinnar látnu, Elisabeth og Alison Dodds, Ragnheiður Ólafsdóttir. Útför elskulegrar nöfnu minnar, ELÍNAR JÓNATANSDÓTTUR, áður til heimilis á Sólvallagötu 45, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 30. mars, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 10.30. Starfsfólk á 3. hæð hjúkrunarheimilins Sól- vangs í Hafnarfirði fær innilegar þakkir fyrir frá- bæra umönnun, hjúkrun og sérlega alúðlegt viðmót. Elín Albertsdóttir. Föðursystir okkar, ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis á Hrísateigi 6, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnu- daginn 6. apríl. Gyða Ólafsdóttir, Þórdís Ólafsdóttir. Bróðir okkar, KARL EINARSSON frá Siglufirði, Fannarfelli 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 26. mars. Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey. Alfreð Einarsson, Pollý Einarsson, Svanhvít Einarsson. Ástkær eiginmaður minn, DAVÍÐ BR. GUÐNASON fyrrverandi vatnamælingamaður, lést sunnudaginn 30. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á kristi- legu sjónvarpsstöðina Omega. Elsa Þorvaldsdóttir. Móðir okkar, KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Ysta-Felli, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík sunnudaginn 6. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Börnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.