Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 41 EFTIR hinn fræga fund í Prag þar sem nokkurn veginn ljóst varð hvert þeir stefndu í utanríkismálum, Hall- dór og Davíð, skrifaði ég stutta grein í Morgunblaðið („Hvað er að gerast á Íslandi?“) , þar sem ég benti á hvert stefndi í utanríkismálum. Seinna áréttaði ég þetta svo í smá grein sem ég nefndi: „Við mótmælum öll.“ Mér finnst sem stjórnarandstaðan hafi sofið á verðinum því lítið lét hún þessi mál til sín taka fyrr en skaðinn var skeður. Nú eru þessir herrar að gera okkur aðila að árásarstríði sem getur orðið afdrifaríkt bæði fyrir okkur og alla heimsbyggðina. Þetta skref stíga ráðherrarnir í trássi við alþjóðasam- félagið og án þess að bera málið undir þing eða þjóð. Ekki einu sinni utan- ríkismálanefnd. Enda virðist formað- ur þeirrar nefndar ekki líta mjög há- tíðlega á hlutverk sitt. Aðfarir eins og þessar eiga ekkert skylt við lýðræði. Þetta er glórulaust einræði. Það er búið án nokkurra umræðna við þing og þjóð, að gera okkur taglhnýtinga við árásarstríð og herveldi sem fer sínu fram án alþjóðasamþykkta. Her- veldi sem mútar þjóðum og hefir í hótunum við aðrar. Sem lætur sér sæma að kenna samfélagi þjóðanna um að hafa brugðist hlutverki sínu. Svona var þetta ekki þegar Clinton var forseti. Hann lagði sig fram sem þjóðasættir. Núverandi forseti Bandaríkjanna er hins vegar á góðum vegi með að setja allt í bál og brand og þessum ævintýramanni eru íslenskir ráðherrar búnir að veita hollustu sína og ofurselja þjóð sína í árásarstríð. Nú lítur allur heimurinn í forundran þessa litlu þjóð, sem þykist þess um- komin að reiða sverð að annarri þjóð. Aldrei fyrr hafa íslenskir ráðamenn leitt þjóð sína í slíka niðurlægingu. Nú getum við búist við hryðjuverkum hér þegar við erum orðnir yfirlýstir stríðsmenn gegn þjóð sem þarf frem- ur á öðru að halda frá „vinum“ sínum en sprengjuregni og tortímingu. Ís- lenska þjóðin hefir aldrei viljað bera vopn á aðrar þjóðir. Það hefir verið hennar gæfa og dýrasti arfur. Við hljótum að vænta þess, að þjóðin segi svo áþreifanlegt nei við öllu stríðs- brölti núverandi valdhafa, að hún endurheimti sæmd sína og heiður í þessum málum og leggi í framtíðinni lóð sitt á vogarskálar friðar og mann- úðar, en láti aldrei hafa sig í að kveikja í tundrinu til tortímingar þeim sem þeir telja sig vera að frelsa úr ánauð. Það hljóta að vera til far- sælli leiðir. Hatur verður aldrei upp- rætt með hatri. Við megum ekki una því, að vera leidd eins og akneyti og vera ofurseld valdi þeirra sem ekki kunna að fara með fjöregg okkar og halda að þeir geti stjórnað í trássi við vilja þjóðarinnar. Við væntum þess, að íslenska þjóðin beri gæfu til að hrista af sér þessa óværu og að þetta verði til að kenna þjóðinni að halda vöku sinni. Til þess þurfa þessir herr- ar að fá skýra áminningu í kjörklef- anum. Við hljótum að vænta þess að þeir fái þau skilaboð sem duga til að svona gerist ekki aftur. „Og kannske mun eitt sinn æskunni fallast hendur og undrun lostin spyrja í fávisku sinni: Æ, getur það verið satt, sem í sögunni stendur? Hér segir að fólk hafi barist í veröld minni.“ Í þessum ljóðlínum eftir Tómas Guðmundsson birtist draumsýn hans, að styrjaldir verði svo fjarlægar að unga kynslóðin trúi því ekki að fólk hafi barist. Það mætti gjarnan vera hugsjón okkar að skapa slíkan veru- leika. Það er eflaust ósk okkar flestra eða allra, þótt villugjarnt virðist á þeim leiðum sem öðrum því miður. Ís- lenska þjóðin verður bæði sár og sorgmædd þar til hún endurheimtir friðarsáttmála sinn. GUNNÞÓR GUÐMUNDSSON, Spítalastíg 3, Hvammstanga. Til varnar vorri þjóð Frá Gunnþóri Guðmundssyni MEGRUN og megrunarkúrar eru eitt af því sem mest er talað um og auglýst í dag og ekki að ástæðu- lausu. Við Íslendingar eigum sjálf- sagt fljótlega heimsmet í því að fitna, eins og öllu öðru. Við erum ótrúleg öfgaþjóð í öllu sem við tök- um okkur fyrir hendur. En það sem er sárast við allar þessar auglýs- ingar, um öll þessi undraefni sem eiga að gera fólk grannt á engum tíma, er hvað allir þessir megrun- arkúrar virðast vera óheyrilega dýrir. Hve miklu þeir sem ætla að léttast um einhver kíló þurfa að fórna fyrir kílóin, bæði peningalega og í öllu sínu hátterni. Svo að við tölum nú ekki um hvað margar af þessum aðgerðum geta farið illa með heilsu fólks, kannski ekki akk- úrat meðan á megrun stendur, heldur geta komið eftirköst síðar. Mig langar til að leggja orð í megr- unarbelginn. Megrun þarf alls ekki að vera dýr, heldur þvert á móti eitt það ódýrasta sem þú tekur þér fyrir hendur eða u.þ.b. 400 kr. á tveggja mánaða fresti. Megrun þarf ekki að kalla á nýjan lífsstíl hjá þér og ótal fórnir. Borðaðu eins og þú hefur gert til þessa, nema þú skalt forð- ast það sem þú og allir aðrir vita og reynslan hefur kennt þér að er fit- andi. Gott er auðvitað að hreyfa sig ögn með, t.d. léttar gönguferðir, svona upp á meltinguna, blóðrásina og skrokkinn. Þokkaleg hreyfing ætti að halda meltingunni í nokkuð góðu standi, en nauðsynlegt er að hún sé í lagi ætli maður að létta sig. Og nú kemur bomban: Eplaedik. Eplaedik er stórkostlegur kostur, ekki bara til megrunar, heldur sem allsherjar heilsukostur. Virkni epla- ediks er margþætt og öll af hinu góða og ætla ég ekki að telja hana upp hér, enda erum við að tala um megrun. En efnin í eplaediki sem gera það svo víðtækt í verkan eru: Kalíum, bundið fjölda annarra steinefna, svo sem fosfóri, klór, natríum, magníum, kalki, brenni- steini, járni, flúor og silisíum, ásamt mörgum snefilefnum. Það er svolítið misjafnt hvað fólk notar mikið af eplaediki. En sem þumalputtaregla er ágætt að fá sér einn til einn og hálfan sentimetra af eplaediki í vatnsglas með hverri máltíð. Þetta er nú allt og sumt sem þarf. En þú dettur ekki úr 100 kg og niður í 50 kg á einni viku, heldur leggur af hægt og örugglega og getur ekkert við því gert. Þú ein- faldlega leggur bara af. Eplaedik brennir nefnilega umframfitu úr líkamanum. Eplaedikið getur haft góð áhrif á háan blóðþrýsting sem oft er fylgifiskur þeirra sem eru of þungir. Ég tala nú ekki um ef þú færð þér eina til tvær teskeiðar af hunangi með máltíðum, en hunang- ið dregur til sín umframvatn úr blóðinu og lækkar þannig blóð- þrýstinginn. Auk þess hefur epla- edikið bakteríudrepandi áhrif og getur því varið þig gegn ýmsu. Ein- hvern tíma var mér sagt, að konur sem tækju inn eplaedik í vatni tvisvar á dag þyrftu ekki að hafa áhyggjur af kjallaramálum. Ein- faldleikinn er kannski bara árang- ursríkastur þegar upp er staðið. AÐALSTEINN BERGDAL, Hrísey. Ódýr megrun Frá Aðalsteini Bergdal FJÖRUTÍU sveita undanúrslit í Íslandsmótinu í sveitakeppni fóru fram í Borgarnesi um helgina. Nokkuð var um óvænt úrslit og spila 3 sveitir í úrslitunum sem ekki hafa spilað þar áður og margir af okkar sterkustu spilurum munu eiga náðuga daga nú um bænadag- ana en þá fara fram 10 sveita úrslit á Hótel Loftleiðum. Sveitirnar sem spila til úrslita eru: Skeljungur, Skaginn hf., Grant Thornton, Fé- lagsþjónustan, Tryggingamiðstöðin, Subaru-sveitin, Íslenskir aðalverk- takar, Landsbankinn, sveit Guð- mundar Sv. Hermannssonar og Siglósveitin. Skoðum nánar úrslitin í riðlunum: A-riðill: Í þessum riðli voru sveitir Skelj- ungs og Orkuveitu Reykjavíkur sig- urstranglegastar. Orkuveitan, sem er núverandi Íslandsmeistari, varð að bíta í það súra epli að enda í fjórða sæti en sveit Skagans hf. hreppti annað sætið sannfærandi. Lokastaða efstu sveita varð annars þessi: Skeljungur 146 Skaginn hf. 125 Tryggingastofan 118 Orkuveita Reykjavíkur 117 B-riðill: Í B-riðlinum urðu einnig óvænt úrslit. Þar lék á als oddi sveitin Grant Thorton og náði hæstu skor mótsins eða 167 stig af 175 mögu- legum. Keppnin um annað sætið var hörkuspennandi og endaði með því að sveit Félagsþjónustunnar tryggði sig inn í úrslitin með glæsi- brag en lokastaðan í riðlinum varð þessi: Grant Thornton 167 Félagsþjónustan 130 Sparisjóðurinn í Keflavík 117 Strengur 111 C-riðill: Subaru-sveitin hafði nokkra yfir- burði í þessum riðli og tapaði aðeins síðasta leiknum með litlum mun. Sveit Tryggingamiðstöðvarinnar var nokkuð örugg með annað sætið en lokastaðan varð þessi: Subaru-sveitin 152 Tryggingamiðstöðin 141 Sveit Guðm. Baldurssonar 132 Sveit Gylfa Baldurssonar 117 D-riðill: Þessi riðill var hreint ótrúlegur. Fyrsta sætið var frátekið fyrir Ís- lenska aðalverktaka með Sævar Þorbjörnsson í fararbroddi en fyrir síðustu umferðina áttu fimm sveitir möguleika á öðru sætinu. Sveit Landsbankans hreppti hnossið en þeir eru skráðir austan heiða einn af forsprökkunum í þeirri sveit er Aðalsteinn Sveinsson en hann er eiginmaður Stefaníu Skarphéðins- dóttur, framkvæmdastjóra Brids- sambandsins. Lokastaðan í riðlin- um: Íslanskir aðalverktakar 145 Landsbankinn 117 Frímann Stefánsson 105 Þrír frakkar 105 Teymi 103 E-riðill: Í þessum riðli sigldu tvær sveitir lygnan sjó, þ.e. sveit Guðmundar Sv. Hermannssonar og Siglósveitin. Sveit Guðmundar hökti eitthvað í byrjun en síðan fór vélin í gang og malaði hljóðlega út mótið. Siglfirð- ingarnir spiluðu þétt og unnu rið- ilinn en lokastaðan varð þessi: Siglósveitin 140 Sveit Guðm. Sv. Hermannss. 134 Sparisjóður Norðlendinga 105 Esja 104 Í einstaklingsútreikningnum (Butler) var Jónas P. Erlingsson með hæstu skorina eða 2,05. Ragnar Magnússon var með 1.49, feðgarnir Eiríkur Hjaltason og Hjalti Elías- son voru með 1,21 og Jón Bald- ursson var fimmti með 1,18. Keppnisstjórarnir, Sveinn Rúnar Eiríksson og Björgvin Már Krist- insson, stýrðu hjörðinni. Stefanía Skarphéðinsdóttir var mótsstjóri. Þar fer fólk sem kann til verka. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Þeir voru fyrirfram ekki taldir til afreka í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni en í upphafi skyldi endirinn skoða. Þeir spila í úrslitunum um bænadagana. Talið frá vinstri: Sigurjón Karlsson, Sverrir Þórisson, Björn Friðriksson, Erlingur Sverrisson og Aðalsteinn Sveinsson. Stjörnuhrap í Borgarnesi BRIDS Hótel Borgarnes UNDANÚRSLIT ÍSLANDSMÓTS Í SVEITAKEPPNI 4.–6. apríl 2003 Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Helgarnir skelltu sér á toppinn eftir 4 kvöld af 5 í Aðaltvímenningi félagsins. Staða efstu para er: Helgi Jónsson – Helgi Sigurðsson +521 Hrólfur Hjaltason – Oddur Hjaltason +486 Björn Theodórss. – Sigurður B. Þorst. +453 Örn Arnþórss. – Guðlaugur R. Jóh. +369 Anton Haraldss. – Sigurbjörn Har. +270 Ísak Örn Sigurðss. – Ómar Olgeirss. +242 Hæsta skor kvöldsins 4. kvöldið af 5 náðu: Helgi Jónsson – Helgi Sigurðsson +215 Guðrún Jóh. – Kristjana Steingr. +188 Jóhann Ævarsson – Björn Friðrikss. +159 Björn Theodórss. – Sigurður B. Þorst. +145 Hrólfur Hjaltason – Oddur Hjaltason +133 Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðarson +130 Öll spil og úrslit úr mótinu er að finna á heimasíðu BR www.bridge- felag.is Föstudaginn 28. mars var spilað- ur Monrad Barómeter með þátttöku 30 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Vilhjálmur Sig. jr. – Heiðar Sigurjónss. +63 Jón Viðar Jónmundss. – Torfi Ásgeirss. +50 Hermann Friðriksson – Guðjón Bragas.+50 Sveinn Þorvaldsson – Gísli Steingr. +44 Að tvímenningnum loknum var spiluð miðnætursveitakeppni með þátttöku 6 sveita. Sveit undir nafni Ice-t varð sigurvegari með 56 stig úr 3 leikjum, einu stigi á undan sveit Baldurs Bjartmarssonar. Fyrir Ice-t spiluðu: Júlíus Sigurjónsson, Jóhann Ævarsson, Björn Friðriks- son og Erlingur Örn Arnarson. Keppnisstjórar eru Sigurbjörn Haraldsson og Björgvin Már Krist- insson og taka þeir á móti öllum með bros á vör. Engu skiptir hvort menn eru vanir eða óvanir, stakir eða í pörum, tekið er vel á móti öllum. Föstudagsbridge BR fellur niður föstudaginn 4. apríl vegna undanúr- slita Íslandsmótsins í sveitakeppni 2003 sem fram fara í Borgarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.