Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARNAR Grétarsson skoraði sitt fimmtánda mark fyrir Lokeren í belgísku 1. deildinni um helgina þegar hann tryggði liði sínu sigur á Moeskroen, 3:2. Hann er nú kominn í fimmta sætið yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Wesley Sonck hjá Genk er markahæstur með 21 mark en hann var markakóngur deild- arinnar í fyrra með 30 mörk. Ole Martin Årst hefur gert 18 mörk fyrir Standard og síðan koma þeir Sambegou Bangoura hjá Lokeren og Paul Kpaka hjá Germinal Beerschot með 16 mörk hvor. Markaskor Arnars í vetur er athyglisvert því áður en þetta tímabil hófst hafði hann skorað 8 mörk í 131 deildaleik eftir að hann gerðist atvinnumaður erlendis. Rúnar Kristinsson skoraði einnig gegn Moeskroen og hefur gert 9 mörk í deildinni í vetur. Arnar fimmti markahæsti BLACKBURN skellti Fulham á útivelli, 4:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og komst þar með upp í 7. sæti deildarinnar með 49 stig. Tyrkinn Hakan Sukur skoraði tvö af mörkum Blackburn í leikn- um, eitt í hvorum hálfleik. David Dunn skoraði fyrsta markið úr víta- spyrnu á 37. mín, og Damien Duff skoraði þriðja markið á 53. mín. Fulham-liðið var úti á þekju í leiknum og er greinilegt að metnaður leikmanna hefur minnkað undanfarnar vikur. Mikil spenna hefur ver- ið innan félagsins og minnkaði hún síst á dögunum þegar endanlega var kveðið upp úr um að Jean Tigana stýrir ekki liðinu nema til vors- ins. Fulham er í 13. sæti deildarinnar með 38 stig og er hvergi nærri sloppið úr fallhættu. „Málið snérist um það hvort liðið skoraði fyrsta markið. Það féll í okkar hlut og eftir að annað markið var staðreynd var ég ekki í vafa um að sigurinn félli okkur í skaut,“ sagði Graeme Souness, knatt- spyrnustjóri Blackburn, í leikslok og var afar ánægður með frammi- stöðu Sukurs. „Sukur passar vel með Andy Cole í fremstu víglínu, það er alltaf að sannast betur eftir því sem hann nær sér á strik eftir að hafa verið í miklum erfiðleikum í upphafi ferilsins hjá okkur. Nú er Sukur kominn á beinu brautina og farinn að sýna hvað í honum býr.“ Sukur með tvö mörk gegn Fulham Reuters Hakan Sukur fagnar öðru marka sinna gegn Fulham í gærkvöldi. ÚRSLIT Grindvíkingar ætluðu ekki aðfalla í sömu gryfju og í fyrsta leik liðanna þar sem þeir fengu að- eins fimm villur dæmdar á sig í fyrri hálfleik. Þeir gul- klæddu börðu á leik- mönnum Keflvíkinga í stað þess að láta leikmenn liðsins skora auðveldar körfur. Nökkvi Jónsson var sendur inná með það eitt að markmiði að ergja Edmund Saunders og ná upp baráttuanda í vörn Grindvíkinga og skilaði Nökkvi því hlutverki með sóma – en það hrökk ekki til. Magnús Gunnarsson, Edmund Saunders og Damon Johnson létu mikið að sér kveða í stigaskorun Keflvíkinga í fyrsta leikhluta og gáfu tóninn hvað framhaldið varðar. Í liði Grindvíkur var Darrell Lewis í mikl- um ham í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði alls 28 stig. En það eru göm- ul sannindi að einn leikmaður getur ekki unnið titla og aðeins Páll Axel Vilbergsson náði að sýna sitt rétta andlit í sóknarleiknum í fyrri hálfleik á meðan lykilmenn komust ekki á blað. Staðan í hálfleik var 60:48 og áttu Grindvíkingar í mestu vandræð- um með að stöðva Edmund Saund- ers og Damon Johnson undir körf- unni. Þar sem skyttur heimaliðsins eru það öflugar er ekki annað hægt en að hafa góðar gætur á þeim og þá opnast möguleikar undir körfunni sem Keflvíkingar hafa nýtt sér afar vel til þessa. Sömu sögu er að segja af liði Grindvíkinga sem hefur yfir að ráða öflugum skyttum. Keflvíkingar hafa lagt gríðarlega áherslu á að stöðva þriggja stiga skot Grindvík- inga og hafa þess í stað boðið þá vel- komna í slaginn undir körfunni þar sem þeir hafa yfir að ráða Edmund Saunders, Jóni Nordal Hafsteins- syni og Damon Johnson. Við þessari leikaðferð hafa Grindvíkingar ekki fundið svör og virtist sem leikmenn liðsins gæfu upp alla von í síðari hálf- leik. Keflvíkingar leika við hvern sinn fingur þessa dagana og hafa sett upp sýningaratriði hvað eftir annað í leikjum liðana til þessa. Edmund Saunders tróð með tilþrifum af og til í leiknum og Damon Johnson sýndi hvað í honum býr er hann braust framhjá Predrag Pramenko í síðari hálfleik og tróð þar á eftir yfir Guð- mund Bragason sem reyndi að verj- ast. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum ósáttur við niðurstöðuna eftir tvo fyrstu leik- ina um Íslandsmeistaratitilinn. „Við náum að skora yfir 100 stig og það er í lagi en að sama skapi fáum við of mörg stig á okkur og varnarleikurinn þarf að lagast. Kannski þurfum við að endurskoða aðeins hraðann í okkar leik og bremsa okkur aðeins af. Ná betri tökum á því sem við erum að gera og leika betur saman sem lið.“ Friðrik játti því að lið hans hefði ekki brugð- ist rétt við þegar á móti hefði blásið. „Það hefur verið okkar veikleiki í þessum leikjum að menn hafa skriðið inn í skel þegar illa gengur í stað þess að gefa meira af sér fyrir liðs- heildina. Þetta er hlutur sem við þurfum að laga og það er ósköp ein- falt að við verðum að þjappa okkur saman sem lið fyrir næsta leik. Við spáum ekkert í það að ekkert lið hef- ur náð að snúa við blaðinu í stöðunni 2:0 og næsti leikur er það eina sem skiptir máli þessa stundina,“ sagði Friðrik. Keflvíkingar eru illviðráðanlegir þessa dagana þar sem liðið hefur yfir að ráða afar öflugum skyttum í bland við mjög sterka hávaxna leikmenn. Styrkur liðsins er því margþættur og þar að auki hafa leikmenn liðsins fundið auðveldustu leiðina að körf- unni. Breiddin er meiri í liði Keflvík- inga og þeir hafa notfært sér það – og eru þessa stundina afar líklegir til þess að hampa titlinum á fimmtu- daginn í Grindavík. Deildarmeistararnir verða allir að leggja sitt af mörkum ef þeim á að takast að snúa við blaðinu. Darrell Lewis, Páll Axel Vilbergsson og Guðmundur Bragason létu mest að sér kveða í gær en Guðlaugur Eyj- ólfsson og Helgi Jónas Guðfinnsson áttu erfitt um vik gegn stífri vörn heimamanna. Nökkvi Jónsson skil- aði því sem af honum var óskað og má ætla að flest þurfi að ganga Grindvíkingum í hag ætli þeir sér ekki að fara í sumarfrí seint á fimmtudagskvöld á heimavelli. „Skríðum inn í skel þegar á móti blæs,“ segir Friðrik Ingi þjálfari Grindavíkur Keflvíkingar leika við hvern sinn fingur Víkurfréttir/Tobías Lok, lok og læs. Helgi Jónas Guðfinnsson komst lítt áleiðis gegn vörn Keflvíkinga. ÁÐUR en önnur rimma Keflvík- inga og Grindvíkinga um Ís- landsmeistaratitilinn í körfu- knattleik hófst í gær mátti greina að léttleikinn og gleðin voru ríkjandi í herbúðum Kefl- víkinga sem brostu af og til og tóku þátt í þeirri stemmningu sem hafði myndast hjá fjöl- mörgum áhorfendum sem mættu óvenju snemma að þessu sinni. Aðra sögu var að segja af leikmönnum Grindvík- inga sem voru afar einbeittir fyrir átökin en náðu ekki að svara fyrir sig eftir tapið á heimavelli. Keflvíkingar voru undir í skamma stund í fyrri hálfleik áður en þeir hristu af sér slenið og litu aldrei um öxl eftir það. Í hálfleik var staðan 60:48 og í leikslok var munurinn 11 stig, 113:102. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík – Grindavík 113:102 Íþróttahúsið í Keflavík, úrslit Íslandsmóts karla, annar leikur, mánudaginn 7. apríl 2003. Gangur leiksins: 4:0, 9:4, 11:9, 16:12, 18:14, 22:23, 26:25, 29:28, 35:31, 41:35, 47:40, 52:44, 60:48, 64:50, 71:52, 78:66, 84:70, 93:74, 96:79, 101:81, 109:91, 113:102. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 39, Ed- mund Saunders 35, Magnús Gunnarsson 17, Gunnar Einarsson 11, Jón Nordal Haf- steinsson 6, Sverrir Sverrisson 4, Fráköst: 24 í vörn – 8 í sókn. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 40, Páll Axel Vilbergsson 19, Guðmundur Bragason 12, Guðlaugur Eyjólfsson 12, Helgi Jónas Guðfinsson 12, Predrag Pramenko 4, Jó- hann Ólafsson 3. Fráköst: 21 í vörn – 19 í sókn. Villur: Keflavík 20 – Grindavík 22. Dómarar: Jón Bender og Sigmundur Már Herbertsson, fínir. Áhorfendur: Fullt hús, um 1.000.  Keflavík er yfir, 2:0, í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna á fimmtudags- kvöldið kl. 19.15 í Grindavík. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston – Washington ........................... 98:99  Eftir framlengingu. Philadelphia – Sacramento.................. 81:97 Indiana – Miami.................................... 90:69 Houston – Orlando ............................. 114:93 Seattle – Utah....................................... 82:80 Toronto – New Jersey ......................... 87:96 Detroit – San Antonio .......................... 83:89 Golden State – Denver....................... 106:99 Portland – Minnesota........................... 78:97 LA Lakers – Phoenix ....................... 115:113  Eftir framlengingu. KNATTSPYRNA Canela-bikarinn Æfingamót í Canela á Spáni A-riðill: KR – FH .....................................................2:1 Veigar Páll Gunnarsson 22., Einar Þór Daníelsson 36. – Allan Borgvardt 80. Grindavík – Úrvalslið ÚÚ........................3:1 Jóhann R. Benediktsson 1., Ólafur Örn Bjarnason, vítaspyrna, 42., Alfreð Jóhanns- son 47. – Sölvi Daníelsson 53.  KR og Grindavík leika um efsta sæti rið- ilsins á morgun og FH og Úrvalslið ÚÚ um 3. sætið.  Úrvalslið Úrvals-Útsýnar er áttunda lið- ið í mótinu, skipað varamönnum úr hinum sjö liðunum. B-riðill: Fylkir – ÍBV ............................................. 1:0 Ólafur Páll Snorrason 28. ÍA – Afturelding .......................................2:4 Brynjólfur Bjarnason, Sturla Guðlaugsson – Guðjón Sveinsson 2, Hjörtur Hjartarson, Garðar Gunnlaugsson.  Fylkir og ÍA leika um efsta sæti riðilsins á morgun og ÍBV og Afturelding um 3. sæt- ið. Deildabikar kvenna Efri deild: Valur 3 3 0 0 15:4 9 ÍBV 2 1 0 1 6:5 3 KR 2 1 0 1 6:9 3 Breiðablik 2 1 0 1 3:6 3 Stjarnan 3 1 0 2 4:8 3 Þór/KA/KS 2 0 0 2 2:4 0  Staðan var ekki rétt í blaðinu í gær og leiðréttist hér með. Reykjavíkurmót kvenna Neðri deild: Þróttur/Haukar-2 – ÍR ............................ 2:1 Lokastaðan: FH 4 3 1 0 13:6 10 Fjölnir 4 2 1 1 10:8 7 Þrótt./Hauk.–2 4 2 1 1 7:7 7 HK/Víkingur 4 1 1 2 10:9 4 ÍR 4 0 0 4 4:14 0  FH er meistari í neðri deild. England Úrvalsdeild: Fulham – Blackburn ................................0:4 - David Dunn vítaspyrna, 37., Hakan Sukur 42., 54., Damien Duff 53. – 14.017. Staða efstu liða: Portsmouth 40 25 11 4 84:38 86 Leicester 40 24 11 5 66:35 83 Sheff. Utd 40 20 10 10 63:44 70 Nottingham F. 39 19 11 9 73:40 68 Reading 40 21 4 15 50:40 67 1. deild: Wimbledon – Sheffield United.................1:0 Svíþjóð Malmö FF – Örebro..................................2:0 Halmstad – Sundsvall ...............................2:0 Hammarby – Elfsborg..............................3:0 HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, Essodeildin, 8 liða úrslit, fyrstu leikir. Ásvellir: Haukar – Fram ......................19.15 Hlíðarendi: Valur – FH.........................19.15 Austurberg: ÍR – Þór A. .......................19.15 KA-hús: KA – HK .................................19.15 Í KVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.