Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 48
KVIKMYNDIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ verður ekki beint sagt um framleiðendur kvikmyndarinnar Fjórar fjaðrir að þeir séu með fing- urinn á púlsinum hvað samtímalegt umfjöllunarefni varðar. Hin nær ald- argamla skáldsaga A.E.W. Mason, sem kvikmyndin er byggð á, er tví- mælalaust barn síns tíma og ekki síst þeirrar menningar sem hún er sprott- in úr. Þessi sígilda epíska skáldsaga, sem kvikmynduð hefur verið a.m.k. sex sinnum, á sér stað á níunda áratug 19. aldar, lýsir ástum og stríði og er lituð rómantískri sýn á heimsvaldastefnu Breta. Sú staðreynd að yngsta kvikmyndaútgáfan af skáldsögunni (og reyndar sú frægasta) er frá árinu 1939, gefur e.t.v. vísbendingu um að viðfangsefnið eigi ekki beinlínis brýnt erindi við nútímakvikmynda- húsagesti, a.m.k. ekki eins og skáld- sagan framsetur umfjöllunarefnið. Fjórar fjaðrir segir af ungum yf- irstéttarpiltum í þjónustu hennar há- tignar Victoriu drottningar, sem sendir eru með úrvalshersveit sinni til að verja nýlendur Breta í Súdan gegn uppreisnarherjum múslíma. Vinslit verða milli aðalsöguhetjunnar Harrys (Heath Ledger) og góðvina hans, er Harry biðst undan herþjónustu áður en haldið er til Súdan. Vinirnir, sem trúa á þjónustu við heimsveldið öðru fremur, senda Harry hvítar fjaðrir, tákn ragmennsku og slíta vinskap við hann. Þó svo að Harry standi fyllilega við ákvörðun sína (sem óljósar skýr- ingar eru gefnar á í kvikmyndinni) knýr fordæming vinanna hann til þess að halda til Súdan á eigin vegum og hjálpa félögum sínum. Hugmyndin hefur eflaust verið sú að búa til vandaða og stórbrotna æv- intýramynd, og reyna hinn indversk- ættaði leikstjóri Shekhar Kapur og handritshöfundar myndarinnar eftir bestu getu að gæða söguna heimspóli- tískri vitund samtímans. Þannig er leitast við að lýsa ríkjandi hugarfari heimsveldisins frá nokkurri fjarlægð og innfæddir Súd- anar eru litnir ögn samúðarfyllri aug- um en ella. Þetta dugar þó skammt, þar sem krafan um hetjulund og holl- ustu við föðurlandið er eftir sem áður megindrifkraftur sögunnar, og lendir hún því á köflum í hálfgerðri mótsögn við sjálfa sig. En ef litið er framhjá hugmynda- fræðilegum vandamálum sögunnar, hefur Shekhar Kapur (sem á að baki kvikmyndir á borð við Elizabeth og hina indversku Phoolan Devi), tekist ágætlega til við að búa til vandaða æv- intýramynd. Framvindan er eftir sem áður ævintýraleg og spennandi, og umgjörðin vönduð. Ungir leikarar á borð við Heath Ledger, Wes Bentley og Kate Hudson gefa myndinni fersk- an blæ og Abou Fatma á eftirminni- legan leik í hlutverki dularfulls hjálp- armanns hetjunnar. Hér áður fyrr hefði maður sagt Fjórar fjaðrir vera „ágætis þrjúbíó“. Vinir í stríði og friði. Heath Ledger og Wes Bentley í Fjórum fjöðrum. Í þá gömlu góðu daga … KVIKMYNDIR Regnboginn The Four Feathers / Fjórar fjaðrir  Leikstjórn: Shekhar Kapur. Handrit: Michael Schiffer og Hossein Amini. Byggt á skáldsögu A.E.W. Mason. Kvik- myndataka: Robert Richardson. Aðal- hlutverk: Heath Ledger, Wes Bentley, Kate Hudson, Abou Fatma og Michael Sheen. Lengd: 127 mín. Bandaríkin. Paramount Pictures, 2002. Heiða Jóhannsdóttir KJARNINN tekur upp þráðinn þar sem hamfaramyndir á borð við Deep Impact og Armageddon skildu við, þar ógna stórkostlegar náttúru- hamfarir tilvist mannkyns og borgir tortímast með miklum hamagangi ásamt góðum slatta af jarðarbúum (aðstandendur myndarinnar treysta því greinilega að bíógestir hafi jafnað sig sæmilega eftir sjónarspil hryðju- verkanna 11. september og öðlast endurnýjað þol við að horfa á borgir og þekkt mannvirki tortímast). Í Kjarnanum eru það þó ekki loft- steinar sem ógna heimsbyggðinni, heldur niðurbrot á segulsviði jarðar, ferli sem byrjar smám saman að eiga sér stað eftir að möttull jarðar hættir skyndilega að snúast. Verndunar- stofnun mannkyns samkvæmt Hollywood, þ.e. bandaríski herinn, áttar sig á þessu óhappi og kallar til nokkra af snjöllustu eðlisfræðingum landsins, tvo afburðageimfara og eitt tölvunörd, og setur af stað verkefni sem felst í því að senda risavaxið far- artæki sem er nokkurs konar sam- blanda af logsuðutæki og geimfari niður að möttlinum, sleppa þar nokkrum kjarnorkusprengjum og endurræsa þannig hjarta jarðarinn- ar. Þetta kallar á flóknar úrlausnir sem kvikmyndin hefur á reiðum höndum. Einn vísindamannanna hef- ur t.d. heppilega nokk nýlega fundið upp efnið „unobtainium“ sem stenst hvaða hitastig sem er og logsuðu- rafal sem getur borað sig í gegnum hvaða bergtegund sem er og eru þessi efni þegar í stað nýtt til að búa til jarðborunarfarið. Þá kemur tölvu- nördið að góðum notum þegar kemur að því að hanna ritskoðara fyrir al- netið til að varna því að fregnir af yf- irvofandi heimsendi breiðist um heimsbyggðina með tilheyrandi upp- lausnarástandi. Engin smámál á ferðinni hér enda sver Kjarninn sig öðrum þræði í ætt við gamaldags vísindatrylla, sem létu raunsæiskröfur lönd og leið, og buðu þess í stað upp á ævintýralega en um leið fyndna afþreyingu. Vel hefði mátt hafa gaman af Kjarnanum sem slíkri skemmtun, ef aðstandendur hefðu tekið ákveðnari afstöðu til þess hver ráðandi stíll myndarinnar ætti að vera. Kjarninn flöktir nefnilega milli þess að taka sig alltof alvarlega, m.a. með dramatískri persónusköp- un og of nákvæmnislegum útskýr- ingum, og þess að vera hálfgert grín sem birtist í kærusleysislegum auka- persónum og vísunum í kunnugleg minni vísindaskáldskaparhefðarinn- ar. Ágætt leikaralið keyrir herleg- heitin áfram, Hilary Swank lifir sig inn í hlutverk ofurgáfaðs og alvar- legs geimfara, á meðan Stanley Tucci spinnur sig í gegnum fárán- leika sögunnar í skondnu hlutverki drambsams vísindamanns. Aaron Eckhart, sem fer með hlutverk að- alkarlhetju myndarinnar, klemmist á milli gamans og alvöru í sinni túlk- un. Kjarninn er á heildina litið sæmi- leg afþreying vegna þess ævintýra- lega fáránleika sem einkennir söguþráðinn, en nær aldrei upp al- mennilegri spennu og verður jafnvel langdregin á köflum. Í Kjarnanum fara raunsæiskröfur lönd og leið í anda gömlu vísindatryllanna. Ekkert gamanmál KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin The Core / Kjarninn Leikstjórn: Jon Amiel. Handrit: Cooper Lane og John Rogers. Kvikmyndataka: John Lindley. Aðalhlutverk: Aaron Eck- hart, Hilary Swank, Delroy Lindo, Stanley Tucci, D.J. Qualls. Lengd: 135 mín. Bandaríkin. Paramount Pictures, 2003. Heiða Jóhannsdóttir Söngsveitin Fílharmónía og hljómsveit flytja Messías eftir G.F. Handel, í Langholtskirkju þri. 8. apríl kl. 20 Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Einsöngvarar: Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Ágúst Ólafsson Miðasala í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 og við innganginn. www.filharmonia.mi.is "Salurinn lá í hlátri allan tímann enda textinn stórsnjall og drepfyndinn. "Kolbrún Bergþórsdóttir DV föst 11/4 kl. 21, UPPSELT lau 12/4 kl. 21, Örfá sæti fim 17/4, SJALLINN AKUREYRI Iau 19/4, SJALLINN AKUREYRI föst 25/4, Nokkur sæti lau 26/4, Nokkur sæti mið 30/4, Sellófon 1. árs föst 2/5 laus sæti Forsala á miðum í Sjallann Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorgi. Stóra svið PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi 10/4 kl 20, Su 13/4 kl 20, Lau 26/4 kl 20, Su 4/5 kl 20 SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 11/4 kl 20,Lau 12/4 kl 20 Fö 25/4 kl 20,Lau 3/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í vor Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 11/4 kl 20, Fö 25/4 kl 20, Fi 1/5 kl 20 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 13/4 kl 21 ath breyttan sýn.tíma, Lau 3/5 kl. 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 9/4 kl 20, Lau 12/4 kl 16, Lau 12/4 kl 20, Fö 25/4 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 12/4 kl 14, Lau 26/4 kl 14 SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Frumsýning fi 10/4 kl 20 UPPSELT, Su 13/4 kl 13 - ATH: Breyttan sýn.tíma Mi 23/4 kl 20, Lau 26/4 kl 20, Su 27/4 kl 20 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Su 13/4 kl 20, Fi 24/4 kl 20 Lau 3/5 kl 20 ATH: Sýðustu sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - 12 Tónar Síðbúnir útgáfutónleikar, Lau 12/4 kl 15:15 Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 beyglur@simnet.is Ómissandi leikhúsupplifun Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Allra síðasta sýning Föstud. 11/4 kl 21 Miðasala í síma 555 2222 eftir Ólaf Hauk Símonarson laugard. 29. mars frumsýning kl.14 uppselt sunnud. 30. mars 2. sýning kl.14 örfá sæti laugard. 5. apríl kl. 14 sunnud. 6. apríl kl.14 laugard. 5. apríl kl. 14 sunnud. 6. apríl kl. 14 laugard. 11. apríl kl. 14 s nnud. 12 apríl kl. 14 2 3 Laugard. 12. apríl kl. 14 S . 13. apríl kl. 14 Laugard. 26. apríl kl. 14 Sunnud. 27. apríl kl. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.