Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 53 SÍMAKLEFINN (Phone Booth), spennutryllir með Colin Farrell, fór beint í fyrsta sæti bandaríska bíó- listans, þegar talið hafði verið upp úr peningakössum bíó- anna á sunnudagskvöldið. Myndin, sem fjallar um náunga sem haldið er föngn- um í símaklefa af leyniskyttu sem fylgist með honum, hefur verið í salti í heila fimm mán- uðu eða allt síðan í nóvember. Þá var skyndilega hætt við að frumsýna hana vegna þess hve söguþráðurinn þótti óþægilega líkur fjöldamorð- um leyniskyttu sem lék laus- um hala Washington-borg og nágrenni. Aðrir leikarar í þessari mynd Joels Schumachers eru Forest Whitaker, Katie Holmes og Kiefer Suther- land, en Farrell hefur áður leikið fyrir Schumacher í myndinni Tigerland, sem segja má að hafi komið þess- um unga og efnilega Íra á kvikmyndakortið. Gagnrýnendur tala um myndina sem kröftuga litla stúdíu, enda er hún ekki lengri en 81 mínúta að lengd, sem verður að teljast óvenjustutt nú á tímum þegar þeir í Hollywood virðast búnir að bíta í sig að lengra þýði alltaf betra. Col- in Farrell er líka sagður enn festa sig í sessi sem einn öflugasti kvik- myndaleikarinn í dag. Símaklefinn átti ekki erfitt með að næla í toppsætið því bíóaðsókn var almennt heldur dræm um helgina. Þannig snaraði önnur ný mynd sér beint í annað sætið, gamanmyndin Allt sem ég vil (What a Girl Wants) sem fjallar um 19 ára frísklega stelpu frá Bandaríkjunum (sem fer til Eng- lands til þess að reyna að kynnast föður sínum betur en hann er íhaldssamur og stífur pólitíkus, leikinn af Colin Firth. Gert er ráð fyrir að báðar myndirnar, Síma- klefinn og Allt sem ég vil, verði frumsýndar hérlendis 13. júní. Á öðru plani (A Man Apart), nýjustu mynd Vin Diesel, lýsir gagnrýnandinn Dave Kehr hjá New York Times sem hasarlausri hasarmynd og virðist sem kollegar hans séu honum sammála um það. Þó náði myndin þriðja sætinu, einkum vegna aðdráttarafls Dies- els.                                                                                                       !              "#$% "&$% ""$" '$' '$# ($) #$* #$) )$+ )$% "#$% "&$% ""$" &#$) """$) &%$, &%$% "#&$& *%$% "+$% Colin Farrell í aðalhlutverki toppmyndarinnar Síðbúið símtal skarpi@mbl.is Colin Farrell fær lífshættulegt símtal í Símaklefanum. LEIKARINN Viggo Mortensen, sem hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í Hringadróttinssögu, var staddur á landinu í liðinni viku. Líkt og Aragorn er kappinn mikill knapi og fór Viggo ásamt syni sín- um, Henry Mortensen, tvisvar sinnum á hestbak hjá Hestaleig- unni í Laxnesi. Þeir héldu í tvo tveggja klukkustunda útreiðartúra um nágrenni Laxness, að sögn Hauks Þórarinssonar hjá hesta- leigunni, sem fór með feðgunum í seinni túrinn. Vaskaði upp sjálfur „Hann er vanur knapi og hafði gaman af. Þeir lentu í úrhellis- slyddu í fyrra skiptið en skemmtu sér vel. Þeir fengu sér kjötsúpu á eftir og hann vaskaði meira að segja sjálfur upp,“ segir Haukur um alþýðlegheit Viggos. Feðgunum líkuðu íslensku hest- arnir vel. „Mér skilst að hann hafi ekki prófað íslenska klára áður en hann var vel sáttur,“ segir Hauk- ur. Sem dæmi um ást Viggos á hestum þá óskaði hann þess að Aragorn fengi að vera meira á hestbaki í Hringadróttinssögu en í fyrstu var ætlunin. Hann hafði ennfremur hest sinn í myndinni ávallt nærri og fór á hestbak þeg- ar ekki var verið að mynda til að styrkja samband manns og hests. Mortensen-feðgarnir fóru af landi brott í gær en þess má geta að hinn 15 ára Henry hefur leikið í kvikmyndum eins og pabbinn. Hann lék m.a. son Viggos á hvíta tjaldinu í myndinni Blóðrauð sjáv- arföll (Crimson Tide) frá árinu 1995. Haukur er mikill aðdáandi Hringadróttinssögu, bæði bókanna og myndanna, og var því ánægður með heimsóknina. „Þetta er mikill heiður.“ Viggo Mortensen skellti sér á hestbak Viggo Mortensen með Kristján Ara, son Írisar og Hauks, í fanginu. Fékk sér kjötsúpu Henry Mortensen, hestamaðurinn og leikarinn Viggo Mortensen, Íris Kristjánsdóttir, Haukur Þórarinsson og sonur þeirra, Júlíus Hauksson. Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 6. Áður en þú deyrð, færðu að sjá Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 4. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS” INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT Sýnd kl. 6.  SG DV  HL MBL Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 4. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Með hinum rauðhærða Rupert Grint sem leikur Ron Weasley í HARRY POTTER myndunum ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i.16. / Sýnd kl. 10. Kvikmyndir.is EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10 B.I. 16. KEFLAVÍKÁLFABAKKI / AKUREYRIÁLFABAKKI / KRINGLAN ÁLFABAKKIÁLFABAKKI Sjóðheit og mögnuð stórmynd með frábærum tæknibrellum. Frá leikstjóranum Jon Amiel. HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI Íslenskt tal Tilboð 500 kr. sv mbl Kvikmyndir.isi i i Sýnd kl. 6 og 8. / Sýnd kl. 8. AKUREYRI / KEFLAVÍK SV MBL RADIO X KVIKMYNDIR.IS ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8, og10. B.i. 12. / Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI 05.04. 2003 2 5 5 5 7 4 3 2 6 0 2 4 10 12 15 39 02.04. 2003 7 8 22 27 31 45 18 45 Tvöfaldur 1. vinningur í næstu viku 1. vinningur var seldur í Noregi VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Iðnó Tónleikar gegn stríði. Fram koma Vígspá, Dys, I Adapt, Kimono, Elín Helena, Lunch- box, Innvortis og Hrafnaþing. Að- gangseyrir 500 kr. Tónleikarnir hefjast klukkan 18 og standa til 22. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Kimono kynnir nýtt efni í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.