Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 1
Þriðjudagur 8. apríl 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað B Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Hagstæð íbúðalán 8 Sameiginlegur kostnaður Ómissandi þægindi Greiðsluskylda eigenda 32 Vatnsveitur og salerni 43 ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar góð íbúðarhús í vesturbæ Reykjavíkur koma á markað. Hjá fasteignasöl- unni Höfða er nú til sölu fallegt íbúðarhús við Ásvallagötu 67. Húsið er í funkisstíl, á tveimur hæðum auk kjallara sem er með sér tveggja her- bergja íbúð. Sérinngangur er á 1. hæð. Þrjár stofur eru á hæðinni með fallegum listum í lofti og parketi á gólfi. Úr holi er parketlagður stigi upp á efri hæð en á þeirri hæð eru þrjú rúm- góð herbergi með parketi á gólfi. Útgangur er út á rúmgóðar svalir. Kjallaraíbúðin er snyrtileg og hún er með sérinngangi en búið er að hanna glæsilegan garð. Ásett verð er 27,9 millj. kr. Sögulegt gildi „Ásvallagata 67 er hús sem hefur menningarsögulegt gildi og góða sál,“ segir Ásmundur Skeggjason hjá Höfða. „Það er eitt af þeim hús- um sem Byggingasamvinnufélag Reykjavíkur hóf byggingu á 1934– 35. Byggingasamvinnufélagið reisti íbúðarbyggð á reit sem afmarkast af Hringbraut, Vesturvallagötu, Sól- vallagötu og Bræðraborgarstíg, en bæjaryfirvöld veittu undanþágur fyrir byggingu svo margra timbur- húsa. Þau voru öll hönnuð í anda funkisstefnunar. Sá hluti húsanna sem var úr timbri var ýmist múrhúðaður eða klæddur bárujárni, en einnig voru nokkur með timburklæðningu. Sam- vinnubústaðirnir voru eins konar millistéttarhverfi í Reykjavík þar sem húsin voru nokkuð dýr. Þarna voru byggðar 39 íbúðir, þar af 33 einbýlishús og er Ásvallagata 67 eitt af þessum húsum og það eina sem ekkert hefur verið breytt frá upp- hafi. Fyrsti eigandi að Ásvallagötu 67 var Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra, sem var einn af stofn- endum Byggingasamvinnufélags Reykjavíkur, sem var hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ey- steinn og fjölskylda bjuggu í húsinu til ársins 1984 en þá keyptu húsið þau Hafsteinn Þór Stefánsson, fyrr- verandi skólastjóri Fjölbrautaskól- ans í Ármúla, og Bryndís Guðjóns- dóttir bankastarfsmaður. Árið 1996 keyptu svo núverandi eigendur húsið en þau eru Stefán Hermannsson húsasmíðameistari og Arnfríður Einarsdóttir skrifstofu- maður.“ „Nú bíður húsið bara eftir því að nýir eigendur gefi sig fram,“ sagði Ásmundur Skeggjason að lokum. Hús með sál og sögu í funkisstíl við Ásvallagötu Morgunblaðið/Golli Húsið er í funkisstíl, á tveimur hæðum auk kjallara, sem er með sér tveggja herbergja íbúð. Ásett verð er 27,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Höfða. Stjórnbúnaður fyrir varmaskipta w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar                                                       "# $ % &' # ( )) & # (# && ) & # # " $ % ' " $ '& & # # % # (( ) *  ! !    + & !   +       ,-.   /   ,-.  /    0     !  "#$!  %$  "&&% 12+3+ $3 & 4  567  .38 94  -:! $  ;!+!< & ;!+!< )+2  ;!+!< & ;!+!<      !  '     .  / (  +   &+= / >>>!!     ?  3@ A B  !   !   !   ! ! ! ! !"0 #$      ()    *" 3@ A B   ,%- & . "& ". / , ,0/ "$-&" ,%10 ,/ ,2/1" ,,1& )7 B   3 !  4   ! $ %,$ .$  "&&% 9    + ,  (     " %" %      ! !                  ! !   ! !  $   $   Greiðslubyrði oghúsbréf „EINBÝLISHÚS fara fljótt og 2ja og 3ja herb. íbúðir seljast strax, enda eftirspurnin eftir þeim mikil,“ segir Magnús Geir Pálsson hjá fasteigna- sölunni Borgir í viðtali hér í blaðinu í dag, þar sem fjallað er um nýjar íbúðir við Hlynsali, sem nú eru til sölu. Íbúðirnar eru á miklum útsýnis- stað í Salahverfi í Kópavogi. Mark- aðurinn hefur tekið þessum íbúðum mjög vel. Sunnudaginn 30. marz var haft opið hús til þess að kynna íbúðirnar og þá komu hátt í 300 manns til þess að skoða þær. Magnús Geir telur mikla bjartsýni ríkjandi á markaðnum nú og meiri en var. „Það er búin að vera hörku- sala að undanförnu,“ segir hann. „Margir hafa trú á að hér verði gott atvinnuástand og uppsveifla í efna- hagslífinu, enda miklar stór- framkvæmdir framundan, bæði við virkjanir og álver. Þetta hefur sín áhrif á fasteignamarkaðinn.“ Hann segir einkum mikla þörf fyrir fleiri litlar íbúðir á höfuðborg- arsvæðinu og að gera þyrfti stór- átak til þess að koma til móts við eftirspurnina. / 27 Morgunblaðið/Jim Smart Bjartsýni á markaðnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.