Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 B 27HeimiliFasteignir SUMARBÚSTAÐIR NORÐURNES - KJÓS - LAUS STRAX Fallegur ENDURBYGGÐUR fullbúin 55 fm BÚSTAÐUR á góðum stað í kjarrivöxnu 2.500 fm landi. Fallegt útsýni. Verð 5,5 millj. SKÓLASTÍGUR - STYKKISHÓLMI Gott 118 fm einbýlishús á tveimur hæðum með TVEIM ÍBÚÐUM og 25 fm bílskúr. Mikið endurnýjað góð staðsetning. Tilvalið sem sumarhús. Verð AÐEINS 7.2 millj. (2837) EYRARSKÓGUR - HVALFJARÐARHR. Fallegur og fullbúinn 35 fm bústaður ásamt svefnlofti, góð 23 fm verönd. Góður staður í Svínadal. Verð 3,9 millj. BLÓMVELLIR NR. 17-25 - FRÁ- BÆR STAÐSETNING Falleg 162 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, ásamt 25 fm BÍLSKÚR á góðum stað í HRAUNINU. Selj- ast fullbúin að utan, fokheld eða lengra kom- in að innan. Verð frá 13,3 millj. ERLUÁS NR. 1 - NÝJAR ÍBÚÐIR Fal- legar 2ja herbergja íbúðir á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ. Húsið skilast fullbúið að ut- an klætt. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólf- efna. SÉRINNGANGUR er í allar íbúðir. Verð frá 10,9 millj. SVÖLUÁS NR. 19 - „EITT EFTIR“ Fallegt 206 fm ENDARAÐHÚS á tveimur hæðum, falleg og góð hönnun. Góð stað- setning. Falleg útsýni. 5 svefnherb. Verð 13,8 millj. ERLUÁS NR. 44 - EINBÝLI Glæsilegt 193 fm EINBÝLI á tveimur hæðum ásamt 40 fm BÍLSKÚR og 35 fm aukarými. Húsið skilast fokhelt að innan sem utan. Teikning- ar á skrifstofu. Verð 17,5 millj. ÞRASTARÁS NR. 19 - FALLEGT M/ÚTSÝNI Nýtt í sölu. Falegt 226 fm EIN- BÝLI á tveimur hæðum, ásamt 43 fm TVÖ- FÖLDUM BÍSKÚR. Húsið skilast fulbúið að utan, rúmlega fokhelt að innan. Verð 20,0 millj. SVÖLUÁS NR. 1 - NÝTT - FRÁ- BÆRT ÚTSÝNI VORUM AÐ FÁ Í SÖLU VEL SKIPULAGÐAR 3JA OG 4RA HER- BERGJA ÍBÚÐIR Í FALLEGU 22 ÍBÚÐA FJÖLBÝLI Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ. Húsið skilast fullbúið að utan og KLÆTT. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna, nema bað og þvottahús verður flísalagt.AFHEND- ING Í APRÍL/MAÍ 2003. Verð frá 12,8 millj. Teikningar og lýsingar á skrifstofu og á net- inu. ERLUÁS NR. 2 - NÝTT LYFTUHÚS - FRÁBÆRT ÚTSÝNI VORUM AÐ FÁ Í EINKASÖLU FALLEGAR 2JA, 3JA OG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR Í NÝJU 21 ÍBÚÐA LYFTUHÚSI Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNIS- STAÐ. MÖGULEIKI Á BÍLSKÚR. Húsið skilast fullbúið að utan og lóð frágengin. Að inna skilast íbúðin fullbúin, án gólfefna nema baðherbergi verður flísalagt. SÉRINNGANG- UR er í hverja íbúð. AFHENDING ER 01. JÚLÍ 2003. Verð frá 11,2 millj. Teikningar og lýsing er á skrifstofu og á netinu. ÞRASTARÁS NR. 14 - „TVÆR EFT- IR” Fallegar 3ja herbergja íbúðir á þessum FRÁBÆRA STAÐ í ÁSLANDINU. Húsið skilast fullbúið að utan klætt. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. SÉRINNGANG- UR er í allar íbúðir. Verð 12,9 millj. AF- HENDING FLJÓTLEGA. BLÓMVELLIR NR. 27 - 35 - FAL- LEG RAÐHÚS Falleg 159 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, ásamt 33 fm BÍLSKÚR á góðum stað í HRAUNINU. Seljast fullbúin að utan, fokheld eða lengra komin að innan. Verð frá 13,1 millj. ÞRASTARÁS NR. 44 - NÝTT LYFTUHÚS - MEÐ EINSTÖKU ÚT- SÝNI VORUM VIÐ AÐ FÁ Í EINKASÖLU 2JA - 3ja OG 4RA HERBERGJA LÚXUS - ÍBÚÐIR, ÁSAMT STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU Í FALLEGU NÁNAST VIÐHALDSFRÍU „ LYFTUHÚSI „ Á BESTA ÚTSÝNISSTAÐ Í HAFNARFIRÐI. Húsið skilast fullbúið að ut- an, klætt með lituðu bárujárni. Lóð frágeng- in. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna, nema baðherbergi og þvottahús verða flís- alögð. Afhending í Mars 2003. Verð frá 10,9 millj. Teikningar og skilalýsing á skrifstofu og á netinu. SVÖLUÁS 13-17 - FALLEG RAÐHÚS Falleg 206 fm RAÐHÚS með innbyggðum bílskúr á góðum stað í ÁSLANDI. Skilast fullbúin að utan, fokheld eða lengra komin að innan. Verð frá 13,5 millj. ÞRASTARÁS NR. 73 - NÝTT - FRÁ- BÆRT ÚTSÝNI AÐEINS EFTIR TVÆR 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR MEÐ BÍLSKÚR Í NÝJU 12 ÍBÚÐA FJÖLBÝLI. FRÁBÆR ÚTSÝNISSTAÐUR. Húsið er klætt að utan. SÉRINNGANGUR er í íbúðir, tvennar svalir. Íbúðirnar skilast fullbúnar, án gólfefna, þó verða baðherbergi og þvottahús flísalögð. AFHENDING Í DES. 2002. Verð 16,9 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu og á netinu. SVÖLUÁS NR. 14 - FALLEGT PAR- HÚS Fallegt 164 fm RAÐHÚS, ásamt 31 fm innbyggðum BÍLSKÚR á góðum stað í ÁS- LANDI. Skilast fullbúið að utan, fokhelt eða lengra komið að innan. Verð frá 14,2 millj. GAUKSÁS NR. 15 OG 17 - TILBÚIN TIL AFHENDINGAR Falleg og vönduð 201 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, ásamt innbyggðum 30 fm BÍLSKÚR, samtals 231 fm Húsin skilast fullbúin að utan og fokeld að innan eða lengra komin. FALLEGT ÚT- SÝNI. Verð frá 14,4 millj. KLETTAÁS NR. 13 - 17 GARÐABÆ Falleg 184 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, ásamt 38 fm BÍLSKÚR á góðum stað í Ás- unum. Húsið skilast fullbúið að utan og fok- helt eða lengra komið að innan. LAUS STRAX. Verð 15,7 millj. GAUKSÁS NR. 35 - TVÆR ÍBÚÐIR Glæsilegt 274 fm EINBÝLI á tveimur hæðum ásamt 35 fm BÍLSKÚR. Húsið skilast fullbú- ið að utan og fokhelt að innan. Teikningar á skrifstofu. NÝBYGGINGAR EYRARSKÓGUR - HVALFJARÐAR- HREPPI Fallegur 55 fm bústaður ásamt 4 fm geymsluskúr á sérlega fallegum útsýn- isstað á hektara stórri lóð. Byggingarréttur fyrir öðrum bústað á lóð. Verð 7,5 millj. ÞÓRODDSSTAÐIR - GRÍMSNESI GLÆSILEGUR 55 fm bústaður á góðum stað í landi Þóroddsstaða í Grímsnesi. Rafmagn, vatn, „HITAVEITA“ væntanleg. Stór timburverönd. U PPBYGGING Salahverfis í Kópavogi hefur verið mjög ör. En þess hefur verið gætt að láta þjón- ustuna fylgja uppbyggingu íbúðar- byggðarinnar. Langt er síðan Sala- skóli var tekinn í notkun og við hliðina er í byggingu stór íþrótta- og útivistarmiðstöð, þar sem gert er ráð fyrir bæði inni- og útisund- laug, stórum íþróttasal og líkams- ræktarstöð. Þar fyrir vestan verða tveir stórir, opnir íþróttavellir fyrir knattspyrnu. Tveir leikskólar eru í Salahverfi. Annar þeirra stendur neðarlega í hverfinu en hinn við Rjúpnasali, of- arlega í hverfinu. Neðst við Salaveg er þegar risin myndarleg verzlun- ar- og þjónustumiðstöð og önnur er risin við Rjúpnasali. Einnig er stutt í margvísleg þjónustufyrirtæki í Lindahverfinu. Þá má ekki gleyma Smáralind, stærstu verzlunarmið- stöð landsins, vestan við Reykja- nesbraut. Mikil fjölbreytni í húsagerð ein- kennir Salahverfið, sem þegar er mjög vel á veg komið. Víða má sjá há fjölbýlishús, sem þegar hafa verið tekin í notkun og einnig er talsvert um minni fjölbýlishús, þar sem íbúarnir eru þegar fluttir inn. Að auki er töluvert um einbýlishús, sum með allsérstæðum arkitektúr. En þrátt fyrir þétta byggð, þá er mikið um opin svæði í Salahverfi, en því hallar í suðvestur í átt að að dalverpi, sem nefnist Leirdalur. Þar er golfvöllur og upp af honum gengur Rjúpnahæð, sem er allstór og gróin hæð. Þar er ræktunarsvæði Skógrækt- arfélags Kópavogs, sem hefur plantað þar tugþúsundum trjá- plantna á undanförnum árum. Með tímanum á eftir að vaxa upp stór og myndarlegur skógur á þessu svæði. Salahverfi býr því yfir mikl- um útivistarmöguleikum og það er stutt í fjölbreyttar göngu- og reið- leiðir. Aðkoma að Salahverfi frá Reykjanesbraut er fyrst um Fífu- hvammsveg, en síðan er beygt til vinstri inn á Salaveg. Alls er gert ráð fyrir um 1.000 íbúðum í Sala- hverfi og að um 3.000 manns muni búa í hverfinu fullbyggðu. Sumum finnst sem byggðin í Salahverfi sé komin býsna hátt miðað við byggð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En Salahverfi er í svipaðri hæð og Seljahverfi, megnið af Breiðholtinu og hið nýja hverfi í Grafarholti. Þar að auki snýr Salahverfi að verulegu leyti í suður eða suðvestur og er því í skjóli fyrir norðanáttinni. Suðursvalir og sérinngangur Sú öra uppbygging, sem nú á sér stað í efri hluta Salahverfis, fer ekki framhjá neinum, sem ekur þar um. Víða má sjá krana við krana líkt og um skóg væri að ræða og heyra má stanzlaust vélarhljóð frá stórvirkum vinnutækjum svo að úr verður samfelldur niður. Á meðal þeirra fyrirtækja, sem haslað hafa sér völl í Salahverfi eru byggingarfyrirtækin Tréfag ehf. og Sérverk ehf., sem í sameiningu standa að byggingu 24 íbúða fjöl- býlishúss við Hlynsali 5-7. Húsið er fjórar hæðir og með lyftu, en sex íbúðir eru á hverri hæð. Auk þess er bílageymsla í kjallara. Hönnuðir eru Kristinn Ragnarsson arkitekt og samstarfsmenn hans, en þeir hafa áður hannað nokkur fjölbýlis- hús á þessu svæði og þekkja því að- stæður þar mjög vel. Allar íbúðirnar eru með suður- svölum nema neðstu íbúðirnar, sem í staðinn hafa sérreit á sameig- inlegri lóð. Íbúðirnar eru með sér- inngang af svalagangi auk þess sem stæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð. Húsið stendur ofarlega í Sala- hverfinu og er því á hæsta byggða svæðinu í Kópavogi. Mikið óhindr- að útsýni er úr flestum íbúðunum, en gluggar íbúðanna snúa í suður og norður nema á endaíbúðunum, þar sem gluggar eru einnig til vest- urs eða austurs. Íbúðirnar eru ýmist þriggja eða fjögurra herbergja og 92 til 119 ferm. að stærð og afhendast full- búnar fyrir utan forstofu, baðher- bergi og þvottahús, sem verða flísa- lögð. Verð á þriggja herb. íbúðunum er frá 14,2 millj. kr. með bílageymslu og frá 16,5 millj. kr. á fjögurra herb. íbúðunum með bíla- geymslu. Húsið er steinsteypt á hefðbund- inn máta og steinað að utan. Allir gluggar eru úr furu og fullmálaðir með fúavörn og glerjaðir með tvö- földu K-gleri. Að innan er húsið einangrað á hefðbundinn hátt og múrað, en innveggir eru gifsveggir úr formgrind með tvöföldu gifsi. Öll sameign verður fullfrágengin. Hitalögn verður í innkeyrslubraut- um, efra bílaplani og stétt að aðal- inngangi. Byggingaframkvæmdir hófust í marz í fyrra og hafa gengið vel. Íbúðirnar eru þegar mjög langt komnar. Þær fyrstu eru þegar til- búnar til afhendingar, en lokið verður við hinar eftir eins og einn mánuð. Það má því segja, að hér sé um fullkláraðar íbúðir að ræða. Góðar móttökur Markaðurinn hefur tekið þessum íbúðum mjög vel. Sunnudaginn 30. marz var haft opið hús til þess að kynna íbúðirnar og þá komu hátt í 300 manns til þess að skoða þær. „Þessi kynning er þegar farin að skila sér í sölu á mörgum íbúðum í húsinu,“ segir Magnús Geir Páls- Morgunblaðið/Jim Smart Fra vinstri: Magnús Geir Pálsson, sölumaður hjá Borgum, Rafael Cao R. Milka arkitekt, Hannes Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Tréfags ehf., Jorge Gonzalez Emriquez arkitekt, Kristinn Ragnarsson arkitekt og Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sérverks ehf. Góð eftirspurn eftir útsýnisíbúðum við Hlynsali í Kópavogi Salahverfi stendur hátt og þaðan er útsýni til allra átta, ekki hvað sízt í efsta hluta hverfisins. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúðir við Hlynsali 5—7. Vandaðar innréttingar eru í íbúðunum, sem eru þegar mjög langt komnar. Fyrstu íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar, en lokið verður við hinar eftir eins og einn mánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.