Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 B 43HeimiliFasteignir Eiðistorg Glæsil. 3 herb 106 fm íbúð á þessum rómaða stað á seltjarnarnesinu, náttúruflísar á forstofu, eldhúsi og sól- stofu, merbu-parket á stofu, holi, stiga og gangi uppi, baðherb. flísal. baðkar og sturta, þakgluggi .svsvalir, halogen-lýsing, granít borðplötur, keramik helluborð, reyk- háfur og þakgluggi í eldh. og rúmgóð svherb. V. 15,7 millj. áhv ca 7,7 millj. 4645 Stíflusel - 3ja herb. Mjög góð 82,6 fm 3ja herb íbúð á 3. hæð. Nýleg eldhúsinnrétting 2 góð svherbergi. gólfefni eru dúkur, parket og flísar á eldhúsi þar er tengi fyrir uppþvottavél. Verð 10,4 millj. Vindás Falleg 3ja herbergja íbúð í Vindásnum. Íbúðin er vel skipulögð með parketi á gólfum, suðursvalir, geymsla innaf forstofu, sérstæði í bílskýli fylgir Verð 12,4 millj. (4441) Barmahlíð Þrælsjarmerandi og rúm- g. 3ja herb. 62 fm risíbúð í 3ja hæða húsi. Stór stofa, 2 svherb. rúmg. eldhús, mikið geymsluloft. Verð 10,4 millj. (2700) Grettisgata Hörkuskemmtileg og björt 47 fm risíbúð í 4ra hæða húsi, mjög gott útsýni. Eignin er standsett að hluta. Tengt f þvvél í íbúð. V. 8,3 millj. (3037) Hrísrimi - bílskýli Falleg 3ja-4ra herb. 88,7 fm íb. á jarðh. með sérinng. 2x sérstæði í lokaðri bílageymslu. Aflokaður garður og sólverönd. V. 13,5 millj. (3227) Iðufell Góð 87 fm, 3ja herb. endaíbúð á 4. hæð í nýklæddu fjölbýlishúsi. Parket og dúkar á gólfum. búið að endurnýja gler Verð 8,9 millj. ( 3969 ) Skólatún Glæsileg 109 fm íbúð á jarðhæð í fallegu fjölbýli á Álftanesinu. Íb. skiptist í 2 stór svefnherbergi + stofu. Her- b. eru bæði með góðum dúkum á gólfi og er mjög góður skápur í hjónaherb. Barðastaðir- 4 herb. Gullfalleg og vönduð 4 herbergja 136,5 fm íbúð á annarri hæð. með bílskúr. Gott útsýni. Glæsileg eign. Verð 16,7 millj. (4837) Ástún Mjög skemmtilega vel skipu- lögð 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Eldhús með stórum gluggum. Stór stofa með eikarp- arketi og suðursvölum. Svefnherbergi með útgang út á svalir. Milkil sameign fylgir eigninni. Verð: 12,6 millj. (4921) Lautasmári, Kópavogi Vel staðsett 5 herbergja .107,9 fm endaíbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða blokk. Þvotta- herbergi í íbúð. Stórar svalir. Stutt í alla þjónustu, skóla, heilsugæslu, verslun. Verð 14,7 millj. .(4908) Furugerði - 4-5 herb. Glæsi- leg 94.9 fm+5 fm geymsla, 4-5 herb.end- aíbúð á 2. hæð með ótrúlegu útsýni í þessu eftirsótta hverfi. Parket á stofu borðstofu og holi. Stórt baðherb. m. bað- kari og sturtu og þvottavélatengi. Bjart eldhús m. borðkrók við glugga. Húsið allt ný viðgert og málað. V. 15,3 millj. (4790) Hraunteigur - 5 herb. Falleg, rúmgóð 5 herb. búð á jarðhæð í þrí- býlishúsi. 4 góð svefnherbergi. Björt stofa með borðstofu. Fallegt baðherb. m. baðkari og sturtu. Stór sam. afgirtur garður. Þvotta- herbergi og geymsla í íbúð. Tveir sérinn- gangar. Verð 15,7 millj. (4928) Bergstaðastræti Sérlega glæsi- leg og sjarmerandi eign, íbúðin er með fal- legum flísum og parketi á gólfum. Eignin er 133 fm mjög rúmgóð 4ra herbergja á 2. hæð. Sjón er sögu ríkari. Topp eign á topp stað. Verð 17.7 millj.. ( 4337 ) Álakvísl - Bílskýli Falleg 114,5 fm 4-5 herb neðri sérhæð auk 30 fm stæðis í bílskýli. Lækkað verð 14,4 millj. ( 4088 ) Tungusel - 4ra herb. ÚTSÝNI !! Þrælgóð rúmlega 100 fm 4ra herb íbúð í góðu barnahverfi. Gólfefni eru teppi og dúkur. Í íbúðinni eru þrjú góð svefnher- bergi. Stutt er í skóla, sundlaug, lágvöru- verslun og útivistarsvæði Verð 11,9 Tunguvegur Þrælgóð 130 fm íbúð fm á þremur hæðum á þessum sívinsæla stað. Útgangur frá stofu út í sérgarð. Frá- bær eign fyrir laghenta. Nýlegt þak. Verð 14,5 millj. ( 4310 ) Grýtubakki Mjög góð 100 fm íbúð á 2. hæð. Ljóst viðarparket á gólfum. Stór skápur á baði, lagt fyrir þvottavél, vestur- svalir. Verð 11,5 millj. ( 4 ) Skerjabraut Skemmtileg 52,4 fm efri sérhæð í tveggja íbúða bakhúsi með stórum garði. Baðherbergi með sturtu í baðkari og tengi fyrir þvottavél. Eldri inn- rétting í eldhúsi. Svefnherbergi er með ný- legum skápum. Stór stofa með dökku parketi og býður upp á auka herbergi. Spennandi kostur fyrir aðila sem vilja búa smátt en svolítið sér. Verð: 8,9 millj. (4880) Mjóhlíð LÆKKAÐ VERÐ - Þrælgóð Rúmlega 100 fm íbúð í litlu fjölbýli á þess- um vinsæla stað, flísar og parket á gólf- um, baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og með fallegri innréttingu. Búið er að endurnýja lagnir stutt í alla þjónustu. LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Verð 13.8 m. ja herb.4-5 Kársnesbraut - Neðri hæð Hörku góð 96 fm neðri hæð í góðu húsi ásamt 30 fm bílskúr. Búið er að endurnýja eignina á afar smekklegan máta nýjar inn- réttingar, gólfefni, rafmagn, lagnir o.fl. verð aðeins 14,4 millj Melgerði Stórskemmtileg 4 herb. 102fm hæð á besta stað í Kópavogi.Frá- bær eign á góðum stað. Verð 14,6 millj. (4689) Njörvasund - efri sérhæð MIKIÐ ENDURNÝJUÐ tæplega 94 fm 4ra herb efri sérhæð í fallegu þríbýli á þessum vinsæla stað í sundunum. Fallegt heillagt parket er á íbúðinni. Baðherbergið er flísa- lagt í hólf og gólf og fallegri innréttingu. búið að endurnýja þak, ofna, skólp og raf- lagnir. Verð 15,3 millj. Hveragerði, Parhús Tvílyft par- hús við Heiðarbrún 168,5 fm auk 20,7 fm bílskúrs. Samtals 189,2 fm Stofa með parketi, sólstofa með flísum. Fjögur svefn- herbergi, þar af eitt inn af forstofu. Suður lóð, verönd með heitum potti. Mjög áhugaverð eign. Verð aðeins 15.5 millj. (4908) Álfhólsvegur,raðhús 125 fmraðhús með 18,5 fm bílskúr.Eldhús og stofa á fyrstu hæð með hurð út í garð með sólpalli. 3 svefnherb.á efri hæð og bað- herb.með stórri sturtu x2 og baðkari. Í kjallara er stór geymsla (mögul. á herb.)og þvottahús. Eldhús með viðarinnréttingu og borðkrók. Tveir bakarofnar og grillhella að auki. Stórar flísar eru á stofu og korkur á eldhúsgólfi. Verð: 17,5 millj. ( 4935) Krossalind - Parhús Til sölu er þetta glæsilega 186 fm parhús á frábærum útsýnisstað í Kópavogi. 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stofa, sjón- varpshol og þvottahús. Íbúðin er öll án gólfefna. Bílskúr er 26.5 fm Lóðin er grófjöfnuð. Áhv. ca 8,5. millj. Verð 22.2 millj. (4919) Laugavegur raðhús Glæsileg eign í hjarta bæjarins til sölu. 133 fm 4 herb. íbúð í raðhúsi við Laugaveg. 2 bað- herb. Stór og rúmgóð stofa. Einstakt út- sýni. Verð 20 mill. (4734) Dalatangi - Mos. Hörkugott rað- hús mjög vel staðsett stað um 87 fm, 2 svefnh, stofa, geymsla, þvottaherb., eld- hús, suður verönd og garður. Verð 12,9 millj. (4277) Dalhús Fallegt og vel staðsett 126 fm raðhús, tvær hæðir og ris, 3-4 svefnh., lokuð stór skjólverönd /sólpallur. Skemmtilegt hús sem býður uppá ýmsa möguleika Verð 15,5 M. ( 4234 ) Hátröð lækkað verð Fallegt einbýli á grónum stað í kópavogi. Endur- nýjaðir ofnar, pípu og raflagnir. Góð ver- önd, garðskáli og heitur pottur. Góður skúr og aukaíbúð (leigutekjur) Verð 24,9M áhv húsbr 4,5M ( 4391 ) Barónstígur Fallegt einbýli sem tel- ur 2 hæðir og frágengið ris, auk viðbygg- ingar og bílskúrs og er húsið að sögn eig- anda samtals um 250 fm Húsið er að hluta til standsett. Möguleiki á 2-3 íbúð- um. Verð 26,5 millj. Lækjarás Glæsilegt 261 fm einb. á tveimur h. m. tvöf. bílskúr. Svefnh. og sjónvarpsh. á efri hæð. Glæsileg stofa með arinn og útg. út á verönd m. heitum potti. Verð 32 millj. (1384) Jónsgeisli - Grafarholt Vel hannað og skipulagt 175 fm einbýli í smíðum á 2 hæðum, auk 30 fm bílskúrs, samtals 205 fm, . Gert er ráð fyrir 4-5 svefnherb, mjög rúmgóðri stofu og borð- stofu. Frábær staðsetning. Góð 1000 fm lóð. Húsið skilast fullbúið að utan undir málningu, grófjöfnuð lóð og fokhelt að innan. Teikningar á skrifstofu Hóls. Verð 16,9 M. (4496) BÚMENN AUGLÝSA ÍBÚÐIR Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldribumenn@bumenn.is Berjavellir í Hafnarfirði Til sölu búseturéttur í 26 íbúðum við Berjavelli í Hafnarfirði. Íbúðirnar verða vel útbúnar með góðu aðgengi í 4—5 hæða lyftuhúsi. Tvær álmur verða í húsinu önnur 4 hæða og hin 5 hæða. Um er að ræða 18 tveggja og 8 þriggja herb. íbúðir. Birt flatarmál 2ja herb. íbúðanna verður um 60 fm og um 80 fm. í 3ja herb. íbúðunum. Áætluð afhending íbúðanna verður á vormánuðum 2004. Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 54 eða í síma 552 5644 milli kl. 9-15. SITJANDI í þægindum ogvarma frá orkuverum jarð-hitans og í stafabirtu frárafljósum frá orkuverum fallvatna, finnst okkur flestum að þetta sé svo sjálfsagður hlutur að við tökum ekki eftir honum fyrr en hann hverfur, heita vatnið hættir að renna og það slokknar á perunni. Við vorkennum áum okkar, sem fyrr á öldum mölluðu sinn mat í hlóðaeldhúsum og lásu við grútar- tírur. Við erum svo upptekin af sjálfum okkur og förum svo hratt yfir að við gerum okkur ekki lengur grein fyrir hvaðan heita vatnið eða rafmagnið kemur, eða hvað á að halda þegar virkjanir þessara auðlinda eru orðn- ar glæpur gegn náttúrunni? En í sjálfumgleði okkar látum við söguna lönd og leið, hvort sem það er saga síðustu ára, síðustu aldar eða árhundraða. Okkur væri svo sannarlega hollt að hyggja að þeirri merku sögu sem geymir svo miklar framfarir og göfug verk, en einnig mistök, þar á meðal brjálaðar styrj- aldir. Mannskepnan er nú einu sinni þannig vaxin að hún vill helst ekki læra af fortíðinni, allra síst mistök- unum. Við skrúfum frá kalda vatninu og teygum svalandi vatnið, við sturtum niður úr klósettinu og höldum að rennandi vatn inn í hýbýli og frá- rennsli frá klósetti sé nútíma upp- finning, en er það svo? En við vilj- um þó kíkja inn í fortíðina; vissulega höfum við áhuga á því hvort við séum ekki örugglega af konungum komin. Kemur ekki öll tækni frá hinni gömlu Evrópu eða hinum miklu Bandríkjum Norður-Ameríku? Þetta teljum við svo sjálfsagt að ekki þurfi að ræða, varla hafa þeir hörundsdökku eða skáeygu verið frumkvöðlar nema kannski að finna upp púðrið og pappírinn. Lítum svolítið nánar á söguna. Fyrstu vatnsveiturnar voru hvorki gerðar í Evrópu né Ameríku, heldur í Asíu, í hinu stórmerka landi, Indlandi. Þar voru stórar borgir fyrir fimm þúsund árum og um þær borgir voru lagðar vatns- veitur og inn í flest hús. Í því hrjáða landi Írak, sem nú er að fá sína lexíu í vestrænu siðgæði og lýðveldisást, voru lagðar bæði vatnsveitur og frárennslislagnir fyr- ir þúsundum ára. Þar er vagga menningarinnar og þá var landið oftast nefnt Mesópótamía. Fyrir um 2.300 árum lögðu Róm- verjar miklar vatnsveitur, sem fluttu drykkjarvatn langar leiðir. Þessar miklu veitur voru ýmist lagðar ofan- eða neðanjarðar. Aqua Appia var neðanjarðarveita, 16 km löng og fallhæðin 60 cm á kílómetra. Þessi mikla veita flutti hvorki meira né minna en 73.000 rúmmetra af vatni á klukkustund. Enn er hægt að sjá minjar um þau miklu mannvirki sem ofanjarð- ar vatnsveitur Rómverja voru en þeir voru ekki síður mikilvirkir í lögn frárennslislagna. En færum okkur aðeins nær í tímanum. Ekki fundið upp í gær Vatnsalernið, sem nú er á hverju heimili, finnst öllum ómissandi. En það var ekki fyrr en á síðustu öld sem það varð algengt. Fram að þeim tíma var það kamarinn og koppurinn sem veittu mönnum þessa bráðnauðsynlegu þjónustu. Vatnssalernið er samt síður en svo ný uppfinning. Fyrsti ein- staklingurinn, sem skráður er sem uppfinningamaður vatnssalernis, var breska skáldið John Harrington og sú skráning er frá árinu 1595. Hvernig skáld Jónsi var fara hins vegar engar sögur af. Þessi upp- finning skáldsins sló þó síður en svo í gegn og enn um langan aldur voru menn tryggir við það gamla, kam- arinn og koppinn. Það er ekki fyrr en um 300 árum síðar sem þessi tækni náði útbreiðslu og auðvitað kemur það til af því að þá fara menn að leggja vatnsveitur, sem að sjálfsögðu er forsendan fyrir notk- un vatnssalerna. Árið 1775 hafði þó annar Eng- lendingur, Alexander Cunning, fengið einkaleyfi á vatnssalerni en hann lifði ekki þá tíð að notkun þeirra yrði almenn. Þrátt fyrir það gerði enn einn Englendingur, Joseph Brahama, bragarbót á vatnssalerni landa sinna og það svo um munaði. Það var hann sem fann upp sal- erniskassann með flotventli og þessi rúmlega 300 ára tæknilega lausn er enn í öllum salerniskössum. Það eru ekki allar tæknilegar lausnir sem endast svo lengi. Rómversk vatnsveita. Heimskt er heimaalið barn Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.