Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrri umsóknarfrestur er til 15. apríl ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .I S H IR 2 05 75 03 /2 00 3 www.ru.is Lagadeild • Viðskiptadeild • Tölvunarfræðideild Þeir sem sækja um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir 15. apríl fá svar innan þriggja vikna VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur veitt forstjóra Löggildingarstofu, Gylfa Gauti Pét- urssyni, tímabundna lausn frá emb- ætti vegna „stórfelldrar óreiðu“, eins og það er orðað í fréttatilkynn- ingu, á bókhaldi og fjárreiðum stofnunarinnar. Í samtali við Morg- unblaðið segist Valgerður telja ástæðu til að veita forstjóranum fulla lausn frá störfum. Þá telur hún að fráfarandi stjórn hafi að nokkru leyti brugðist eftirlitsskyldu sinni og útilokar hún ekki möguleikann að stofnunin sameinist öðrum. Ný stjórn Löggildingarstofu hef- ur verið skipuð og hefur viðskipta- ráðherra ákveðið að láta gera heild- arúttekt á framtíðarfyrirkomulagi verkefna stofnunarinnar og fjár- mögnun þeirra. Þá hefur ráðherra sett Tryggva Axelsson, deildar- stjóra í viðskiptaráðuneytinu, í emb- ætti forstjóra Löggildingarstofu um stundarsakir. Í tilkynningu frá viðskiptaráðu- neytinu segir meðal annars: „Fyrir liggur að fjarskiptakostn- aður stofnunarinnar hefur verið óeðlilega hár, eignakaup hafa verið úr hófi og ekki í samræmi við þarfir stofnunarinnar, auk þess sem dæmi eru um ýmsan óeðlilegan kostnað. Þá hafa eignir týnst vegna ófull- nægjandi utanumhalds. Launamál og bókhald stofnunarinnar hafa ver- ið í ólestri og risna, ferða- og aug- lýsingakostnaður hefur verið óeðli- lega hár miðað við fjárhag og umfang reksturs stofnunarinnar.“ Viðskiptaráðherra hefur sam- kvæmt lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins vísað mál- inu til þriggja manna nefndar sem Björg Thorarensen lagaprófessor veitir almennt forstöðu. Kallað verður eftir tilnefningum um aðra nefndarmenn henni til aðstoðar, annars vegar frá viðskiptaráðuneyt- inu og hins vegar frá samtökum rík- isstarfsmanna. Er nefndinni ætlað að rannsaka hvort rétt sé að veita Gylfa Gauti lausn að fullu eða láta hann taka aftur við embættinu. Sem fyrr segir hefur ný stjórn Löggildingarstofu verið skipuð. Í henni sitja Guðrún Rögnvaldsdóttir, verkfræðingur og framkvæmda- stjóri Staðlaráðs, sem er formaður, Arnar Þór Másson, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, og Eyvindur Grétar Gunnarsson lögmaður. Frá- farandi stjórn var skipuð Hauki Ingibergssyni, sem var formaður, Drífu Sigfúsdóttur og Agli B. Hreinssyni. Heildarúttekt á framtíðarfyrir- komulagi stofnunarinnar á að vera lokið fyrir næstu áramót og hún verður unnin af ráðgjafarverkfræð- ingi í samráði við stjórn, settan for- stjóra, ráðuneytið og starfsmenn Löggildingarstofu. Fordæmisgefandi „Forstöðumenn ríkisstofnana bera mikla ábyrgð á fjármunum al- mennings. Miðað við að hann [Gylfi Gautur] hefur sýnt mikla vanrækslu í starfi, og óreiða hefur verið þarna á háu stigi, þá varð þetta niðurstað- an að mjög vel athuguðu máli í ráðuneytinu. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta mál er fordæm- isgefandi og því höfum við vandað til verka,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir við Morgunblaðið í gær. Hún sagði að samkvæmt lögum væri það verkefni sérstakrar nefnd- ar að kanna nú hvort veita ætti Gylfa lausn frá störfum að fullu eða að hann héldi embættinu. Hún sagði það sitt mat, miðað við fyrirliggj- andi gögn og niðurstöðu Ríkisend- urskoðunar í byrjun þessa árs, að ástæða væri til að veita honum al- farið lausn frá störfum. Um það al- varlegt brot væri að ræða. Aðspurð um ábyrgð fráfarandi stjórnar Löggildingarstofu sagðist Valgerður hafa átt fund með henni. Stjórnin hefði ekki gert rétt með því að hætta störfum um mitt síð- asta ár, þegar Ríkisendurskoðun hóf sína athugun. „Ég taldi ekki ástæðu til að skipa stjórnina á nýj- an leik. Vissulega ber forstjóri ábyrgð á daglegum rekstri ríkis- stofnunar en stjórnin hefur ákveðna eftirlitsskyldu. Hún hefði getað staðið sig betur í þeim efnum að hafa eftirlit með rekstrinum,“ sagði Valgerður. Hún vildi benda á að Löggilding- arstofa stæðist skoðun í dag, tekið hefði verið á málum og þau færð til betri vegar. Nú yrði úttekt sett af stað og m.a. kannað hvort stofnunin gæti sameinast öðrum í framtíðinni. Útilokaði hún ekki sameiningu að einhverju eða öllu leyti við t.d. Iðn- tæknistofnun, Orkustofnun eða Samkeppnisstofnun. Viðskiptaráðherra veitir forstjóra Löggildingarstofu tímabundna lausn frá störfum Telur ástæðu til að veita forstjóra fulla lausn FJÖLBÝLISHÚS eitt við Hvassa- leiti er um þessar mundir að fá nýj- an svip. Búið er að klæða húsið að utan með álklæðingu og var verið að taka plastfilmu af klæðningunni þegar ljósmyndari átti leið hjá. Morgunblaðið/Ómar Húsið fær nýjan lit UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úr- lausn félagsmálaráðuneytisins um hæfi tveggja hreppsnefndarmanna til að fjalla um breytta úthlutun byggðakvóta hafi ekki verið í sam- ræmi við lög og beinir því til ráðu- neytisins að taka málið fyrir að nýju. Ekki kemur fram í áliti umboðs- manns um hvaða hrepp er að ræða en samkvæmt vefsíðu félagsmála- ráðuneytisins er þetta Kaldrananes- hreppur á Ströndum en ráðuneytið felldi þann úrskurð í desember árið 2001 að ákveðnir hreppsnefndar- menn hefðu ekki verið vanhæfir til að fjalla um breytta úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu. Málavextir eru þeir helstir að út- gerðarmaður í hreppnum óskaði eft- ir því við hreppsnefnd að reglum um skiptingu byggðakvóta í sveitarfé- laginu yrði breytt. Umræddum kvóta hafði Byggðastofnun á sínum tíma úthlutað, að tillögu hrepps- nefndar, til tveggja fyrirtækja í Kaldrananeshreppi, annað var að hluta til í eigu hreppsins og hitt í eigu útgerðarmannsins. Erindi hans um breytta úthlutun var synjað í hreppsnefnd og kærði útgerðarmað- urinn málið til félagsmálaráðu- neytisins á þeim forsendum helstum að þrír nefndarmenn hefðu verið vanhæfir til að fjalla um það. Komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að svo hefði ekki verið og leitaði útgerð- armaðurinn þá til umboðsmanns Al- þingis. Í áliti sínu telur umboðsmaður m.a. að útgerðarfyrirtækið, sem að hluta var í eigu hreppsins, hafi haft verulegra hagsmuna að gæta við af- greiðslu hreppsnefndarinnar. Odd- viti hreppsnefndar og einn nefndar- maður sátu í stjórn fyrirtækisins og telur umboðsmaður að þeir hafi báð- ir verið vanhæfir til að fjalla um er- indi útgerðarmannsins. Kvörtun hans beindist einnig að fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, sem sat í hreppsnefnd, en þar sem hann vék af fundum nefndarinnar er málið kom til meðferðar segist umboðs- maður vera sammála félagsmála- ráðuneytinu um hæfi viðkomandi. Sætti hann sig ekki við niðurstöðu hreppsnefndar og kærði hana til fé- lagsmálaráðuneytisins á þeim for- sendum að þrír nefndarmenn hefðu verið vanhæfir til að fjalla um málið. Kemur þar fram önnur túlkun á hæf- isreglu sveitarstjórnarlaga en ráðu- neytið var með á sínum tíma. Umboðsmaður um hæfi hrepps- nefndarmanna á Ströndum Niðurstaða ráðu- neytis ekki í samræmi við lög SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýtur fylgis 41,7% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun sem Viðskipta- ráðgjöf IBM gerði fyrir Stöð 2 dag- ana 4–6. apríl. Er þetta svipað fylgi og mældist í könnun sem gerð var 20.–23. mars. Samfylkingin mældist með 30% fylgi og lækkar um 4,2 pró- sentustig. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð mældist með 10,5% fylgi í könn- uninni nú en var með 8,2% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 8,2% nú en 10,2% í mars. Fylgi Frjálslynda flokksins mældist 7% nú en 4,8% í mars. Aðrir flokkar fengu samtals 2,6% fylgi. Úrtakið í könnuninni var lagskipt slembiúrtak fólks á aldrinum 18–67 ára. Spurðir voru 800 einstaklingar. Sjálfstæðisflokkur með 41,7% atkvæða „ÞAÐ kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir hvernig haldið er á þessu máli í ráðuneytinu,“ segir Ragnar Hall, lög- maður Gylfa Gauts Péturssonar um ákvörðun iðnaðarráðherra að veita Gylfa tímabundna lausn frá embætti forstjóra Löggildingarstofunnar. „Í fyrsta lagi finnst mér ákaflega einkennilegt að ráðuneytið skuli telja núna að það sé nauðsynlegt að víkja honum frá störfum tímabundið með þeim hætti sem gert er, vegna þess að ráðuneytið hefur verið að leita samn- inga við hann um að hann gegndi starfinu til áramóta og hann myndi þá láta af störfum,“ segir Ragnar. „Af því að hann hlýðir ekki þeim vilja ráðherrans, þá er allt í einu nauð- synlegt að víkja honum frá störfum núna. Það er þó óumdeilt að það er enginn eldur laus í stofnuninni. Það er búið að koma góðu lagi á öll þau atriði sem talið var að hefðu farið úrskeið- is,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að í lausn- arbréfinu sé fjallað sérstaklega um að ráðuneytið fallist ekki á að Gylfi hafi ekki fengið að njóta andmælaréttar. Með bréfinu fylgi hins vegar ýmis gögn sem ráðuneytið hafi aflað eftir að það tilkynnti Gylfa að honum gæf- ist kostur á að tala máli sínu. „En hon- um var aldrei gefinn neinn kostur á að tjá sig um þau gögn. Þetta er alveg nýtt fyrir hann og fyrir mig, því ég hafði ekki séð þessi gögn áður.“ Ragnar segist einnig hafa gert rækilega grein fyrir því í greinargerð til ráðuneytisins að það sé meginregla skv. lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að ef um ávirð- ingar í starfi sé að ræða, þá beri að gefa starfsmanni áminningu og gefa honum kost á að bæta ráð sitt. Þessa sé hvergi getið í lausnarbréfinu. „Það er ekkert í málinu sem bendir til þess að Gylfi hafi sjálfur hagnast um eitt- hvað í tengslum við þá óreiðu sem sögð er hafa verið á málefnum stofn- unarinnar. Það heldur enginn því fram að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þess vegna eiga þessi áminningaratriði við í málinu. Þegar það er svo lesið saman við með- alhófsregluna í stjórnsýslulögunum, þá er mér það alveg óskiljanlegt að ráðuneytið skuli telja það núna nauð- synlegt að víkja honum frá störfum tímabundið. Ég átta mig ekki á af hverju það er,“ segir Ragnar. Undrast vinnubrögðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.