Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 B 3 bílar NÝR Avensis verður frumsýndur hjá Toyota við Nýbýlaveg um næstu helgi. Beð- ið hefur verið eftir nýrri útfærslu af Avensis með nokkurri eftirvæntingu, enda er bíllinn nýr frá grunni. Nýr Avensis er hannaður í Evrópu með þann markað í huga og fram- leiddur í Bretlandi. Nýjungar sem nú eru kynntar í fyrsta sinn í Avensis eru m.a.:  Háþróað öryggiskerfi með 9 loftpúðum. Þetta er í fyrsta sinn sem bíll er kynntur í Evrópu með 9 púða sem staðalbúnað.  Stiglaus hitastilling í framsætum.  Tölvustýrt loftræstikerfi með aðskildum stillingum fyrir hvort framsæti.  Sjálfvirkur regnskynjari í rúðuþurrkum.  Aksturstölva.  Sjálfskipting með handskiptimöguleika.  Ný, 2,0 lítra dísilvél. Um 1 milljón prófana var gerð á búnaði bílsins á hönnunartímanum og honum ekið vegalengd sem jafngildir ferðalagi 1,5 sinn- um kringum jörðina. Nýr Toyota Avensis verður sýndur hjá Toyota við Nýbýlaveg nk. laugardag, 12. apríl, frá kl 12–16, og á sunnudag 13. apríl frá kl. 13–16. Boðið verður upp á léttar veit- ingar. Helgina 26.– 27. apríl verður nýr Avensis frumsýndur hjá Toyota á Akureyri, Sel- fossi og í Reykjanesbæ. Nýr Avensis kynntur Toyota Avensis verður frumsýndur um helgina. Í SAMANBURÐARTÖFLU í um- fjöllun um Nissan Patrol í síðasta bílablaði kom fram rangt verð á Lux- ury-útgáfu bílsins. Rétt verð fyrir bíl- inn beinskiptan er 4.590.000 kr. og 4.790.000 kr. fyrir bílinn sjálfskiptan, eins og kom fram í sjálfum textanum. Leiðrétt BÍLHEIMAR hf. hafa hafið innflutn- ing á nýjum Opel Combo sem er eftirtektarverður kostur fyrir smærri verktaka og til sendiferða á vegum fyrirtækja. Bíllinn er til í fjölmörgum útfærslum, t.d. með breiðum rennihurðum á annarri eða báðum hliðum. Opel Combo er með öflugri 1,6 lítra vél, hleðslugetan er allt að 695 kg og hleðslurýmið allt að 3.200 lítrar, sem er það mesta sem þekkist í þessum stærð- arflokki. Hægt er að fá bílinn með eða án hliðarglugga. Hægt er að fella niður framsætisbak og nýta þar með gólflengdina að fullu frá afturhurð og fram í innréttingu bílsins. Þegar þetta er gert fellur öryggisgrind að ökumanni og um- lykur hann frá tveimur hliðum. Combo kemur með fjarstýrðum samlæsingum, útvarpi og geisla- spilara með fjarstýringu í stýri, svo og öflugum vinnuljósum og gúmmí- mottu í hleðslurými. Sveigjanlegur Opel Combo MJÖG hefur dregið úr slysum og dauðsföllum, sem rakin hafa verið til öryggispúða í bílum, eftir að bíla- framleiðendur byrjuðu fyrir fimm ár- um að setja aflminni púða í bíla sína. Þetta gerist án þess að dregið hafi úr því öryggi sem búnaðurinn á að veita. Þessar eru niðurstöðurnar í sameig- inlegri rannsókn samtaka bíla- framleiðenda í Bandaríkjunum og sér- fræðinga á sviði umferðaröryggis. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeim sem var mest hætta búin af eldri gerð öryggispúða voru lágvaxnar konur og börn. Áhættan núna á alvarlegum höfuð-, háls- eða brjóstmeiðslum er mun minni eftir að farið var að setja nýjar gerðir, aflminni púða í bíla upp úr 1998. Aflminni púðar og færri meiðsli ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.