Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 B 5 bílar ÞAÐ er tímabært að fara að kíkja undir bílinn þegar blár reykur sést stíga undan honum eða hávaðinn ætlar mann að æra þegar bílnum er gefið inn. Líklegast er að pústkerfið sé að gefa sig og þá margborgar sig að bregðast strax við. Allir sæmilega handlagnir menn geta skipt um púst- kerfi án vandræða. Eina sem þarf er réttu verkfærin og góð aðstaða. Auk þess að valda hljóðmengun eykur óþétt pústkerfi magn mengandi lofttegunda frá bílnum og óþarfi er að geta þess að enginn bíll fær skoðun sem hleypir frá sér of miklu af mengandi lofttegundum. Það sem yfirleitt sést af púst- kerfinu er aðeins púströrið sem stendur undan bílnum. Pústkerfið sjálft er hins vegar mun stærra. Lögun þess er mismunandi eftir bíl- framleiðendum og bílmerkjum en öll hafa pústkerfin nokkra hluti sameig- inlega. Sjálft pústkerfið er fest á útblást- ursgreinina sem á hinn bóginn er fest við strokka bílsins, þar sem bruninn fer fram. Pústkerfið er fest við útblástursgreinina með röri sem yfirleitt er úr stáli. Rörið tengir sam- an útblástursgreinina og hvarfakút- inn, sem er hluti af pústkerfinu. Hlutverk hvarfakútsins er að minnka hlutfall kolvatnsefna og kol- sýrings sem berst frá vélinni áður en það fer út í andrúmsloftið. Hljóðbylgjum breytt í hitabylgjur Frá hvarfakútnum liggur rör til hljóðkútsins sem gegnir því hlut- verki að draga sem mest úr hávaða frá lofttegundunum frá vélinni. Þær streyma í gegnum pústkerfið undir gífurlegum þrýstingi. Þegar þetta loft fer inn í pústkerfið og blandast þar lofti sem ekki er undir þrýstingi myndast hljóðbylgjur sem hreyfast hraðar en sjálft loftið. Þar verður til hávaðinn sem hljóðkútnum er ætlað að dempa með því að breyta hljóð- bylgjunum í hitabylgjur. Eins og allir aðrir hlutar bílsins sem gerðir eru úr stáli myndast ryð í pústkefinu og það slitnar. Eðlilegur endingartími pústkerfis er 40–60 þúsund km, en það ræðst þó mikið af veðurfarslegum aðstæðum, vegum og akstursaðstæðum. Pústkerfi á bíl- um sem yfirleitt er ekið stuttar vega- lengdir endist skemur en bíla sem ekið er lengri vegalengdir. Einfaldast er að skipta um allt pústkerfið þótt aðeins hluti þess sé farinn að gefa sig. Það sem þarf að hafa í huga þegar skipt er um púst- kerfi er eftirfarandi:  Notið ávallt hlífðargleraugu þeg- ar skipt er um pústkerfi. Ryðagnir geta átt greiða leið í augun.  Notið ryðleysi á skrúfur sem eru fastar. Sprautið ryðleysinum á skrúfuna og bíðið í smástund meðan efnið er að virka. Notið ekki afl til að losa skrúfur sem hafa ryðgað fastar.  Þegar búið er að festa nýja púst- kerfið undir bílinn er gott að smyrja pústkítti á öll samskeyti með fingr- inum. Skiptið um allar gúmmífest- ingar því þótt þær líti út fyrir að vera í lagi geta þær verið orðnar morkn- ar. Viðgerðir og viðhald Skipt um pústkerfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Það borgar sig að skipta um allt pústkerfið þótt aðeins hluti kerfisins sé ónýtur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýja pústkerfið komið undir. Skiptið um gúmmífestingar, jafnvel þótt þær virðist vera í lagi. Nauðsynlegur búnaður: 1. Hlífðargleraugu 2. Nýtt pústkerfi 3. Lyfta eða gryfja, hjólaklossar 4. Skrúfjárn 5. Pústkítti og ryðleysir Svona er þetta gert 1. Akið bílnum upp á lyftu eða yfir gryfju. 2. Stöðvið bílinn og setjið handbremsuna á. 3. Setjið klossa fyrir hjólin. 4. Sprautið ryðleysi á skrúfur sem eru hugsanlega fastar. 5. Losið pústkerfið við útblástursgreinina. 6. Losið aðrar festingar sem halda pústkerfinu föstu við bílinn. 7. Látið pústkerfið síga varlega niður á gólf. 8. Festið nýja pústkerfið með skrúfum og teygjum. 9. Gætið að því að pústkerfið sé tryggilega fest við útblástursgreinina. 10. Keyrið bílinn niður af lyftunni/gryfjunni og nýja pústkerfið gerir bílinn sem nýjan. Svona á að bera sig að Kia Clarus 4d Glxi2,0 Nskr. 05,99. Ek. 54 þ. km. Ssk. Verð kr. 880 þús. LR Freelander xei 1,8 Nskr. 02,00. Ek. 66 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.850 þús. Kia Sportage Wagon 2,0 Nskr. 12,99. Ek. 44 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.500 þús. Opel Vectra Gl Sedan 1,6 Nskr. 04,99. Ek. 34 þ. km. Ssk. Verð kr. 1.090 þús. VW Caravelle 4x4 2,4 D Nskr. 07,97. Ek 88 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.290 þús. Nissan Terrano Sgx 2,4 Nskr. 06,96. Ek. 101 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.090 þús. Daewoo Lanos SE 1,3 Nskr. 12,00. Ek. 47 þ. km. Bsk. Verð kr. 690 þús. Hyundai Elantra Wag. 1,6 Nskr. 05,97. Ek. 124 þ. km. Bsk. Verð kr. 590 þús. Toyota Touring 4x4 1,8 Nskr. 10,97. Ek. 83 þ. km. Bsk. Verð kr. 960 þús. Tilboð 690 þús. Tilboð 490 þús. Tilboð 1600 þús. Tilboð 890 þús.Tilboð 1.390 þús. Tilboð 790 þús.Tilboð 390 þús. Tilboð 1.090 þús. Tilboð 390 þús.Tilboð 950þús. Kia Pride Glxi 1,3 Nskr. 03.00. Ek. 35 þ. km. Bsk. Verð kr. 590 þús. BMW X5 11/00. Ekinn 30.þús. km. Steptronic. Leðuráklæði. 19“ felgur. Topplúga. ABS. Spólvörn. Hiti í sætum. Fjarstýrðar samlæsingar. Rafmagn í öllu o.fl. Verð kr. 5.790.000 Tilboð 5.390.000 stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.