Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 B 9 bílar Á EGILSSTÖÐUM má finna Mitsub- ishi Lancer GL skutbíl, árgerð 1993 og ekinn 430 þúsund km, sem þykir með ólíkindum. Það er Laufey Ei- ríksdóttir, starfsmaður Skólaskrif- stofu Austurlands og kennari við Grunnskólann á Egilsstöðum og Eið- um, sem á þennan endingargóða bíl. „Ég ætlaði að fara að henda bíln- um um daginn, því ég hélt að hann hlyti að fara verða búinn og lét bif- vélavirkjann minn hafa hann í yf- irhalningu fyrir skoðun í mars sl. Ætlaði að losa mig við hann ef hann stæðist ekki skoðun, enda er mig farið að dauðlanga í nýjan bíl. En hann flaug auðvitað í gegn og það er nákvæmlega ekkert að honum.“ Laufey segir Lancerinn aldrei hafa þurft á neinum stórviðgerðum að halda. Hún nefnir hjöruliði og eitthvert smotterí, en vél hafi t.d. aldrei verið tekin upp. „Þjónustan hér er líka þannig, að bíllinn er í stöðugri gjörgæslu. Þeir hjá Sóln- ingu gæta þess að hann fái alltaf réttu tegundirnar af olíum og Jónas Jónasson bifvélavirki sér um að allt sé í hundrað prósent lagi. En auðvit- að fer hann að gefa sig.“ Lancerinn er vinnubíll Laufeyjar, sem ekur honum oft í viku á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. „Hann var þjónustubíll hjá Símanum áður en ég keypti hann árið 1997 og þá var búið að keyra hann á milli Reykjavíkur og Keflavíkur í mörg ár. Hann er yfirleitt alltaf í lang- keyrslum og líklega þess vegna sem bíllinn hefur dugað svona vel. Auk þess hef ég ekið honum um það bil fimm hringi í kringum landið á ári í mörg ár og upp á fjöll og um fjall- vegi. Bíllinn minn hefur fengið að puða og hvergi verið hlíft. Þetta er ekki sparibíll.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hér er Laufey Eiríksdóttir á Egilsstöðum hjá tíu ára gamla Lancernum, sem ekinn er 430 þúsund km og dugir enn vel. Lancerinn hefur puðað 430 þúsund km DILBERT mbl.is FERRARI er virtasta ítalska fyr- irtækið um víða veröld, samkvæmt niðurstöðum könnunar meðal á annað þúsund forstjóra stórfyrirtækja í 20 löndum. Hana gerði ráðgjafarfyr- irtækið PriceWaterhouseCoopers og viðskiptablaðsins Financial Times. Sérstök viðurkenning af þessu til- efni hefur verið afhent forstjóra Ferr- ari-Maserati Group, Luca Di Monteze- molo. Hann sagði verðlaunin viðurkenningu á þeim tilraunum starfsfólks Ferrari til að eðalvagnar fyrirtækisins megi keppa við risana á sviði bílaframleiðslu. „Við höfum fund- ið upp og þróað hvern einn og einasta hlut í bílunum og framleiðsluferlið líka, einnig mannauðsstjórnun fyrirtæk- isins og samskipti við birgja okkar og viðskiptavini,“ sagði Montezemolo. Ferrari virtasta fyrirtæki Ítalíu á heimsvísu Verð kr. 2.490.000 Tilboð 1.990.000 stgr. Skipti möguleg á ódýrari. Toyota 4Runner 350 TPI, árg. 1991-1997, vél Corvette, 700 skipting, LandCruser hásingar, loftpúðar, sjálfvirkur hæðarstillir, X low milligír, læstur að framan og aftan, bensíntankur 2x120 lítra og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. fiú velur flá fjármögnunarlei› sem flér hentar best Vi› bjó›um hagkvæm kjör fiú ræ›ur hvar flú tryggir Ábyrg›armenn alla jafna óflarfir Einfalt, fljótlegt og flægilegt Númer eitt, ertu kraftmikill? Bílalán - Bílasamningur - Einkaleiga - Rekstrarleiga – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.