Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 B 17 bílar UNGT par, Vilhelmína Eva Vil- hjálmsdóttir og Steven Páll Rogers stofnuðu bílaklúbbinn Live2Cruize 8. febrúar 2001. Stofnfundurinn var vart annað en bara hugdetta, en þeim þótti vel af stað farið. Í dag, rúmlega tveimur árum síðar, eru fé- lagar í Live2Cruize um 300 talsins og fer fjölgandi. „Það sem vakti fyrir okkur var að koma fólki með lík áhugamál saman. Við sáum fólk hvert í sínu horni, en allt með sama brennandi áhugamál- ið og við sjálf. Svona klúbbar eru vel þekktir erlendis og því þótti okkur það tilraunarinnar virði að athuga hvort þetta virkaði líka á Íslandi. Fyrst átti þetta að vera klúbbur fyr- ir eigendur Subaru Impreza, en fljótlega dugði það engan veginn og við vorum að fá óskir um inngöngu frá fólki með alls konar bíla á sínum snærum. Það var sjálfsagt að út- víkka klúbbinn á þann hátt,“ sögðu þau Vilhelmína og Steven Páll í sam- tali við Morgunblaðið. Fyrst 5 svo 20 Til marks um uppgang klúbbsins má nefna að á fyrstu samkomuna komu aðeins þrír bílar og árið 2001 fóru 5 bílar klúbbmeðlima á bílahelgi á Akureyri. Í fyrra voru þeir hins vegar 20 og þá slóst Skjár einn í lið með þeim og gerði stuttan þátt um uppákomuna. „Við höfum reynt að fylgjast með því sem er að gerast og höfum verið á ýmsum bílatengdum viðburðum, bílakvöldum hjá Bílabúð Benna, Fast and Furious-sýningu hjá Háskólabíói og eftirpartíinu, við- burðum hjá Kvartmílunni, bílahelg- inni á Akureyri og fleira. Þá höfum við verið með vídeókvöld, bjórkvöld og haldið árshátíðir tvö síðustu árin. Við eigum mörgum að þakka hversu vel hefur gengið, margir klúbbfélag- ar hafa lagt í mikla vinnu fyrir klúbbinn og fyrirtæki hafa reynst okkur vel, t.a.m. Kringlan sem skot- ið hefur skjólshúsi yfir okkur, Víf- ilfell, Kólus, Skífan, Egill Skalla- grímsson og KT Tölvur og fleiri. Þá höfum við opnað vefsíðu og er slóðin www.live2cruize.com.,“ segir Steven Páll. Honda Integra Type-R; eigandi Guðjón Geir Guðmundsson. Subaru Impreza GT; eigandi Steven Páll Roger. Morgunblaðið/RAX Steven Páll og Vilhelmína. Live2Cruize færir út kvíarnar Toyote Celica GT4; eigandi Eva Arnet Sigurðardóttir. EINN FLOTTASTI HÚSBÍLL LANDSINS til sölu, VW LT 35, árg. '00. Hlaðinn aukabúnaði. Upplýsingar í síma 896 6599, e. kl. 15.   ALVÖRU HJÓL SUZUKI TL 1000R „Suberbike V-Twin“ árg. '99. Ekið aðeins 2.990 km. Kostar nýtt 1.400 þús. Staðgr. 870 þús. Visa/Euro. Til sýnis á Toyota notaðir bílar, s. 570 5200. POLARIS INDI 800 XCR Sleði í toppstandi. Allur nýyfirfarinn. Ekinn 2.000 km. Verð 790 þús. Tilb. 550 þús. Ath. skipti. Lán 450 þús. Uppl. í s 897 2656. ÓTRÚLEGT TILBOÐ VEGNA BROTTFLUTNINGS Sleði og kerra. Polaris XCR árg. '95 í toppstandi, lítur vel út, einnig tveggja sleða kerra árg. ´02. Selst saman á að- eins 320 þús. Uppl. í síma 863 0287. NÝ TOYOTA Á GJAFVERÐI Fermingargjöf, útskriftargjöf, brúðargjöf eða afmælisgjöf saumavelar.is — sími 892 3567. TIL SÖLU SPORT FISKIBÁTUR Fjörd 8,90, vél Yamaha 240 ha. Lítið notuð (0120 tímar). Nýtt drif, radar, GPS, dýptar- mælir, eldhús, klósett, svefnpláss fyrir 2-3 o.fl. Ásett verð 3,5 millj. Tilboð. Einnig til sölu Volvo 170 ha bensín með drifi. Uppl. í síma 866 1546. RC-VERSLUN Fjarstýrðir bílar, flugvélar og bátar, bæði bensín og rafmagns. Frábær torfærutröll og götubílar í miklu úrvali, bæði fyrir byrj- endur og lengra komna. Tilvalið til fermingargjafa o.fl o.fl Kíktu á www.simnet.is/rcverslun . Til sölu Bayliner 28 Glæsilegur skemmtibátur, árgerð 1996. 7,4 lítra Mercruiser bensín vél. Innfluttur nýr! Lítið notaður. Svefnpláss fyrir 6 manns. Bógskrúfa, eldavél, ísskápur, klósett, sturta, o.fl o.fl. Vagn fyrir bátinn fylgir. Ganghraði um og yfir 30 mílur. Bátur- inn er sem nýr. Verð 8,9 millj. Meiri upplýsingar á www.holl.is/skipasala eða í símum 595 9090/869 0839, Þorsteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.