Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 19
standa okkur vel það sem eftir er,“ bætir hann við. Söguleg tölfræði er hliðholl McLaren hvað varðar möguleika liðsins á að binda enda á fjögurra ára einræði Ferrari í keppninni um heimsmeistaratitil bílsmiða. Í sex af sjö tilvikum áður þar sem sama liðið hefur unnið þrjú fyrstu mót ársins hefur það einnig hampað bílsmiðatitlinum. Undantekningin var árið 1994 er Schumacher vann fyrstu fjögur mót ársins en Williams vann bílsmiðatitilinn þrátt fyrir að hafa misst Ayrton Senna sem beið bana í kappakstrinum í Imola. McLaren-stjórinn Ron Dennis segir að ekkert sé þó gefið í Formúlu-1 og vertíðin hafi þegar verið einkar tíðindasöm og ófyrirsjáanleg og óvæntir atburðir gerst. „Auðvitað er það frábært að vinna fyrstu þrjú mótin, en við gerum okkur engar grillur. Ferrari er afar verðugur keppinautur. Ég gef ekki mikið fyrir tölfræði, það má segja hvað sem er með hjálp hennar. Byrjunin er góð en það er langur vegur alla leið í mark. Titlatal er mjög ótímabært,“ segir Dennis. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 B 19 bílar  DAVID Coulthard hjá McLaren segir gagnrýndendur sína hljóta að hafa étið hatt sinn með frammi- stöðu sinni það sem af er keppn- istímabilinu þótt félagi hans Kimi Räikkönen hafi breikkað bilið milli þeirra í keppninni um heimsmeist- aratitil ökuþóra í Formúlu-1. Auðveldur sigur rann Skotanum Coulthard úr greipum á sunnudag er stöðva varð keppni fyrr en ella vegna tveggja hryllilegra óhappa þar sem bílar óku á öryggisvegg og tættust í sundur með þeim afleið- ingum að brakið dreifðist yfir braut- ir. Coulthard varð fjórði en þeir sem á undan voru áttu allir eftir að stoppa einu sinni og hann hefði því náð góðri forystu á þá á ný ef ekin hefði verið full vegalengd. Hann er engu að síður annar í keppninni um heimsmeistaratitilinn, 11 stigum á eftir McLaren-félaga sínum Räikkö- nen sem úrskurðaður var sigur á tæknilegum forsendum. „Ég gæti hafa verið í þeirri stöðu að vera sigurvegari í þremur fyrstu mótunum,“ staðhæfir Coulthard sem vann fyrsta kappakstur ársins, í Melbourne, en sá síðan afar líkleg- an sigur gufa upp í Malasíu er kerti biluðu í Mercedes-mótornum, en það hefur verið rakið til mistaka af hálfu eins af vélvirkjum hans, að sögn breska útvarpsins BBC. „Ég virðist ekki njóta verndar heilladísanna, eins og Michael Schu- macher á árum áður. Nú rann mér annað mót úr greipum, Kimi fékk sigurinn og ég er 11 stigum á eftir honum. Ég hef hvert keppnistímabil þannig að hópur fjölmiðla er á mínu bandi en annar hópur dregur stanslaust í efa að ég hafi það til að bera að vinna. Frammistaða mín, við erfiðar aðstæður, ætti að þagga niður í efasemdarmönn- unum. Án yfirlýsinga um eigið ágæti legg ég mig látlaust fram við að skila mínu hlutverki og get ekki séð að menn þurfi að efast miðað við frammistöðu mína í þremur síðustu mótum. Ég er kappakstursmaður, ef til vill með veikleika sem þið viljið greina, en þetta er kappaksturskeppni sem við erum þátttakendur í, þar sem allt snýst um það eitt að keppa, það mun aldrei breytast,“ segir Coulthard. Reuters David Coulthard hjá McLaren ók eins og herforingi í Sao Paulo, en hér fer hann á undan Mark Webber hjá Jagúar. Coulthard kveðst hafa svarað gagnrýnisröddum  RUBENS Barrichello horfði til himna og fór með örvæntingarþulu er hann sat í kyrrstæðum Ferrari-fák sín- um við jaðar Interlagos-brautarinnar í Sao Paulo. Hafði náð forystu í kapp- akstrinum nokkrum hringjum áður við trylltan fögnuð heimamanna sem í stað þess að fagna honum sem sig- urvegara máttu sætta sig við að hann félli úr leik á heimavelli níunda árið í röð. Enn einu sinn rættist ekki sá æðsti draumur Barrichellos, að vinna heima- kappakstur sinn á brautinni sem hann fæddist rétt hjá og ólst upp á. Ferrari- fákurinn brást honum – og þó – miklu fremur virðast mannleg mistök við bensínáfyllingu hafa stöðvað för hans. Liðsstjórinn Jean Todt sagði í fyrstu að bensíndælan hefði bilað í bílnum en játar nú að áfyllingarbúnaðurinn hafi bilað og því hafi Barrichello ekki fengið nema skvettu í tankinn í þjón- ustustoppi í stað nær tankfylli. Með öðrum orðum, skarlatsrauðan hugsanlegan sigurfák Barrichellos þraut örendi þar sem tankurinn var orðinn tómur! Þar með varð ekkert úr þeim draumi heimamanna að eignast fyrsta sigurvegara Brasilíukappakst- ursins í áratug, eða frá því Ayrton Senna vann 1993. Barrichello varð bensínlaus!  SPÆNSKI ökuþórinn Fernando Alonso marðist aðeins lítillega á hné en slapp að öðru leyti alveg ómeiddur er Renault-bifreið hans skall á um 300 km hraða á öryggisveggjum Interlagos-brautarinnar í Sao Paulo á sunnudag og gjöreyðilagðist. Í öryggisskyni var Alonso fluttur á spítala og hafður þar fram á mánudag en þá var hann útskrifaður og gefið grænt ljós á að keppa í næsta móti, í Imola á Ítalíu eftir 10 daga. Sjálfur segist Alonso vera undrandi og þakklátur fyrir að hafa ekki meiðst en hann gat ekki forðast brak úr Jagú- arbíl Marks Webbers sem rétt áður flaug út úr brautinni einnig og skall á vegg með þeim afleiðingum að brak úr bílnum dreifðist yfir brautina. Er Jagú- arbíllinn stöðvaðist var ekkert eftir af honum nema „baðkarið“ sem umlykur ökuþórinn í stjórnklefa bílsins. Keppni var stöðvuð strax og óhöpp Webbers og Alonso áttu sér stað en Spánverjinn, yngsti ökuþór Formúlu-1, var þá í þriðja sæti. Er það annað mótið í röð sem hann er meðal þriggja fremstu á mark og í öllum þremur mót- um ársins hefur hann unnið til stiga. Gat hann þó ekki tekið við verðlaunum vegna slyssins því hann var þá strax fluttur í spítala í öryggisskyni. Með frammistöðu sinni er Alonso í þriðja sæti í stigakeppninni um heimsmeist- aratitil ökuþóra, á eftir Kimi Räikkönen og David Coulthard hjá McLaren. Alonso má keppa í Imola

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.