Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 1
OZ var í upphafi tölvuteiknifyrirtæki og hóf starfsemi árið 1990. Árið 1995 fer OZ að huga að útrás og leita erlendra fjárfesta. OZ.COM var stofnað í Bandaríkjunum þetta ár og skrifstofa opnuð í San Francisco. Samkvæmt því sem fram kom í fréttum tókst OZ að afla 8 milljóna dollara á árinu 1995 með sölu hlutafjár, en það samsvarar rúmum hálfum milljarði íslenskra króna á þáverandi gengi dollars. Árið eftir var íslenskum fjárfestum boðið að kaupa hlut í OZ, samtals að andvirði þá um 40 milljónir króna eða 600 þúsund dollara. Svaraði þetta til 2,3% hlutar í félaginu en forsvarsmenn OZ sögðu markaðsvirði OZ nema 25 milljónum dollara eða rösklega 1,6 millj- örðum króna miðað við gengi hlutabréfanna erlendis. Jafnframt var í hluta- fjárútboði til fagfjárfesta boðið út hlutafé að söluvirði 9,1 milljón dollara, eða um 646 milljónir króna. Verð hvers hlutar var 1,3 dollarar. Á árinu 1998 var gerður þriggja ára samstarfssamningur á milli OZ og Er- icsson sem metinn var á a.m.k. einn milljarð króna. Opnuð var skrifstofa í Svíþjóð í byrjun árs 1999. Gengi bréfa í OZ hækkaði ört um það leyti sem samningurinn var gerður, fór á skömmum tíma úr 1,3 dollurum í 3,2. Stuttu eftir að samningurinn var í höfn, í ársbyrjun 1999, keyptu FBA og Landsbréf nýtt hlutafé í OZ fyrir um 273 milljónir króna að söluvirði, á geng- inu 3,8. Verðmæti félagsins var á þessum tíma talið nema um 11 milljörðum króna. Þá gekk Ericsson skrefinu lengra vorið 1999 og keypti 19% hlut í OZ fyrir um milljarð króna eða 13,1 milljón dollara, en sölugengi hvers hlutar var 1,3 dollarar. Síðla sumars ákvað OZ og leggja í framtíðinni aðaláherslu á sam- skiptalausnir í stað þrívíddarlausna. Skrifstofunni í San Francisco var lokað og starfsemi hennar flutt til Boston. Í nóvember 2000 keypti OZ á 2,3 milljarða króna fyrirtæki í Montreal í Kanada sem stofnað var af Microcell Telecommunications og Ericsson Can- ada. Greiðslan fyrir fyrirtækið var í formi hlutafjár í OZ, alls 13% hlutur. Jafn- framt var gerður samstarfssamningur á milli OZ, Microcell og Ericsson Can- ada sem tryggði OZ Canada að lágmarki 1,5 milljarða króna til þróunar og rannsóknarvinnu á sviði þriðju kynslóðar farsímakerfa. Árið 2001 var skrif- stofu OZ í Svíþjóð lokað og árið 2002 skrifstofunni á Íslandi. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði þrátt fyrir mikla veltu. Alls hefur OZ aflað, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu, um 26 milljóna dollara í pen- ingum sem runnið hafa til fyrirtækisins, eða sem nemur rúmum 2 milljörðum króna, að núvirði með sölu hlutafjár. Í nóvember í fyrra tilkynnti OZ um 126 milljóna króna hagnað eftir fyrstu níu mánuði 2002, sem skýrðist fyrst og fremst af lokagreiðslu frá Ericsson. Eignir OZ í lok september 2002 námu tæpum 2,3 milljónum Bandaríkja- dala, eða 180 milljónum króna að núvirði. Þrettán ára saga á enda PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F TÓNLIST FERÐAMÁL FISKUR Stefán Hjörleifsson ætlar að setja ís- lenska tónlist á Net- ið. Slóðin er tonlist.is Ferðaþjónustan í heim- inum mun skaðast vegna stríðsins í Írak, a.m.k. í vor Young’s Bluecrest er stærsti framleiðandi sjávarafurða í Bretlandi. NÝ/12 VORAR/6 FERSKLEIKI/9 SKÚLI Mogensen, forstjóri OZ Comm- unications, fyrrverandi og núverandi, seg- ir að sem eigandi verulegs hluta almenn- ingsbréfa félagsins sé þessi niðurstaða að sjálfsögðu gríðarleg vonbrigði, eins og hann orðar það. „Ég er hinsvegar þannig gerður að ég lít ekki á þetta sem endi. Allar ytri aðstæður hafa verið mjög erf- iðar undanfarin ár sem hefur sett veru- legt strik í reikninginn og því fögnum við því að Landsbankinn skuli með þessum hætti tryggja áframhaldandi vöruþróun og hag starfsmanna sem skiptir mig mestu máli úr því sem komið er. Þetta er mjög öflugur hópur sem hefur staðið sam- an og er kominn með gríðarlega reynslu og við ætlum okkur að klára það verk sem við höfum tekið okkur fyrir hendur.“ Hvað fór úrskeiðis? „Þegar litið er yfir síðustu 13 ár er ljóst að OZ hefur komið víða við og unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum heims. Við getum verið mjög ánægðir með margt og það er ljóst að OZ hefur unnið braut- ryðjandi starf á mörgum sviðum bæði tæknilega og viðskiptalega séð. Samning- urinn sem við gerðum við Ericsson fyrir 5 árum var að mörgu leyti einstakur fyrir íslenskt fyrirtæki, bæði að umfangi og eins þar sem við seldum farsímarisanum Ericsson ákveðna sýn um framtíð sam- skipta. Þessi sýn er fyrst að verða að veruleika í ár með tilkomu farsíma frá öll- um helstu símaframleiðendum í heimi sem verða með innbyggðum stöðluðum skyndiskilaboðaþjónustum (Instant Mess- aging) fyrir farsímakerfi. Þessi staðall er að mörgu leyti byggður á þeirri vinnu sem við unnum með Ericsson á sínum tíma. Ef litið er um öxl má segja að helsti galli en jafnframt kostur OZ var hversu stórhuga við vorum, við ætluðum okkur alla tíð að búa til og markaðssetja tækni- vörur fyrir almenning á heimsvísu. Jafn- framt má segja að við höfum yfirleitt ver- ið á undan okkar samtíma í okkar vöruþróun. Þetta hefur verið gegnum- gangandi í flestu því sem OZ hefur verið að gera hvort sem það var með Microsoft, Intel eða Ericsson.“ Ertu sestur að í Kanada? „Ég bý í Montreal, höfuðstöðvar OZ verða þar áfram og ég geri ráð fyrir að vera hér ásamt fjölskyldunni næstu árin.“ V I Ð S K I P T I Enginn endir Stórhugur bæði helsti kostur og galli hjá OZ í gegnum tíðina Hugbúnaðarfyrirtækið OZ Communications Inc., OZ, hefur selt eignir fyrirtækisins til ný- stofnaðs dótturfyrirtækis Lands- banka Íslands hf. í Kanada, Landsbanki Holding Canada Inc., með það fyrir augum að vinna áfram að frekari þróun og sölu á þeim vörum sem OZ fram- leiðir. Þetta er gert til að vernda hag lánardrottna, hluthafa, viðskipta- vina og starfsmanna OZ, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá OZ. Landsbankinn hefur samhliða stofnun LHC inc., stofnað félagið OZ Communication Inc. sem er heitið á nýja félaginu sem tekur við starfseminni. Framkvæmda- stjóri hins nýja félags verður Skúli Mogensen. 35 starfsmenn starfa hjá félaginu þar af átta Ís- lendingar. Hafa ekki selt sína hluti Eftir að gengið hefur verið frá öllum skuldbindingum og kostn- aði gagnvart lánardrottnum fé- lagsins, sá stærsti þeirra Lands- bankinn, verður eigendum forgangshluta greiddur út sinn hlutur. Ólíklegt þykir að almennir hluthafar fái nokkuð fyrir bréf sín. Stærstu eigendur forgangs- hluta eru Ericsson annarsvegar með 90% forgangshluta, eða 10 milljón hluti, og hinsvegar hinir upprunalegu japönsku fjárfestar. Á meðal almennra hluthafa eru stofnendur fyrirtækisins Skúli Mogensen forstjóri og Guðjón Már Guðjónsson með samtals u.þ.b. 55 milljón bréf. Skúli tekur það sérstaklega fram í samtali við Morgunblaðið að þeir Guðjón hafi ekkert selt af sínum hlut í gegn- um árin. Öllu starfsfólki OZ-samstæð- unnar mun verða boðið starf hjá hinu nýja félagi og hið nýja félag mun yfirtaka samninga OZ-sam- stæðunnar við viðskiptavini fé- lagsins. Aðkoma Landsbanka Íslands hf er hugsuð sem umbreytingar- verkefni til skamms tíma en Landsbankinn telur að í hug- verkaréttindum og sölusamning- um OZ-samstæðunnar felist áhugaverð fjárfestingar- og um- breytingartækifæri til framtíðar. Í fréttatilkynningu frá OZ seg- ir að reksturinn hafi verið erfiður undanfarin ár eftir að samningum félagsins við Ericsson og Micro- cell var sagt upp. „Á sama tíma og það eru mikil vonbrigði að hafa ekki náð að tryggja viðunandi rekstrargrundvöll fyrir OZ er ánægjulegt að Landsbankinn skuli sjá sér hag í því að vinna að áframhaldandi þróun og sölu á vörum félagsins og tryggja hag starfsmanna, viðskiptavina og lánardrottna,“ segir Skúli Mog- ensen, forstjóri OZ í fréttatil- kynningunni. Kaupsamningurinn tryggir OZ nægt rekstrarfé til að halda rekstri þess áfram þar til skilyrð- um kaupsamningsins hefur verið fullnægt. Samningurinn tryggir OZ auk þess fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar og dótturfélaga til lánardrottna og til að standa straum af kostn- aði við slit félagsins. LÍ kaupir OZ Ólíklegt að almennir hluthafar, þ.á m. Skúli og Guðjón Már, fái eitthvað fyrir hlutabréf sín.  Miðopna: Vorar seint í ár?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.