Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.2003, Blaðsíða 11
ÞÓTT saltfiskurinn okkar sé vissulega gómsætur soðinn með kartöflum og hamsatólg, er hann ekki síðri þegar hann er matreiddur líkt og gert er sunnar í álfunni, eink- um á Spáni og í Portúgal. Íslenskir sælkerar tileinka sér slíka matseld í vaxandi mæli, enda auðvelt að nálg- ast fyrsta flokks útvatnaðan saltfisk nú á dögum. Trillukarlar eru rómaðir sælkerar og sýna það í verki á dagatali Landssambands smábátaeig- enda en þar er að finna uppskriftir sem trillukarlar hafa galdrað upp úr afla sínum. Það er Gunnar Pálmason, trillukarl á Jóa litla HF, sem býður upp á soðningu dagsins, tilbrigði við suðurevrópskan saltfiskrétt. Rétt- urinn er fyrir 5–6 manns. Verði ykkur að góðu! ½ kg útvatnaður saltfiskur hveiti olía til steikingar 1 stk. meðalstór laukur, skor- inn í sneiðar ½ dós tómatar (ásamt saf- anum úr dósinni) eða 3 stórir tómatar ½ kg grænar baunir (laus- frystar) 1–2 saxaðir hvítlauksgeirar 1 rauð paprika, kjörnuð og skorin í bita 2 harðsoðin egg UPPSKRIFTIN Veltið fiskinum upp úr hveitinu og steikið í vel heitri olíu á pönnu. Takið fiskinn af pönnunni og steikið í sömu olíu laukinn þar til hann er glær. Bætið þá á pönnuna papriku, baunum, hvítlauk og tómötum og látið malla við meðalhita í nokkrar mínútur. Leggið fiskinn í stórt eldfast leir- fat eða víða pönnu og hellið sósunni yfir. Sjóðið réttinn við hægan hita í 5 mínútur. Takið af hellunni, skreytið með eggjabátum og berið fram með soðnum kartöflum og brauði. Gott er að setja örlítinn pipar á fisk- inn. Steiktur saltfiskur S O Ð N I N G I N AÐFERÐIN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 B 11 NFRÉTTIR   Ingimar Jóns- son er forstjóri Kaupáss. Ingimar er viðskiptafræðingur, útskrifaður frá Há- skóla Íslands árið 1988. Ingimar gegndi stöðu fjár- málastjóra Fiskiðj- unnar Skagfirðings á árunum 1988– 1996. Þá tók hann við stöðu forstöðumanns smásölusviðs Pennans og varð framkvæmdastjóri fyr- irtækisins árið 2000. Frá nóvember 2001 hefur hann stýrt Kaupási. Ingimar er í sambúð með Ingibjörgu Rósu Friðbjörns- dóttur, hjúkrunarfræðingi, og á þrjú börn.  Bjarki Júlíusson er framkvæmda- stjóri fjárreiðusviðs Kaupáss. Hann út- skrifaðist af endur- skoðunarsviði Há- skóla Íslands árið 1984 og varð löggilt- ur endurskoðandi árið 1992. Bjarki nam endurskoðun frá árinu 1980 hjá endurskoðunarskrifstofunni Stoð hf. sem nú er hluti af Deloitte & Touche. Frá árinu 1987 gegndi hann stöðu fjármálastjóra Þróunar hf. og stýrði fjármálasviði Hótels Sögu hf. frá 1990 og jafnframt Hótels Ís- lands hf. frá árinu 1995. Þá tók hann við stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs KÁ á Selfossi árið 1997. Árið 1999 verður hann framkvæmdastjóri fjármálasviðs Kaupáss hf. Bjarki er kvæntur Elfu Björk Björgvinsdóttur, nema í viðskiptafræði við HÍ, og á þrjú börn.  Sigurður Hinrik Teitsson er fram- kvæmdastjóri matvörusviðs Kaupáss. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti ár- ið 1988 og tók við stöðu versl- unarstjóra hjá Hag- kaupum. Árið 1994 til 1998 gegnir Sigurður framkvæmda- stjórastöðu verslunasviðs KÁ á Selfossi og samhliða stöðu stjórnarformanns 11- 11 á árunum 1996 til 1998. Árið 1998 tók hann við framkvæmdastjórnarstöðu 11-11 og við sameiningu fyrirtækisins, Nóatúns og KÁ tekur hann við fram- kvæmdastjórn verslana og við skipulags- breytingu innan Kaupáss á síðasta ári er yfirstjórn allra matvöruverslana felld undir matvörusvið og hefur Sigurður verið fram- kvæmdastjóri þess frá upphafi. Sigurður er kvæntur Önnu Björgu Jónsdóttur, hár- greiðslumeistara, og á þrjú börn.  Eysteinn Helgason er forstöðumaður þróunar- og innkaupasviðs Kaupáss. Ey- steinn er viðskipta- fræðingur, útskrif- aður frá Háskóla Íslands árið 1973. Hann gegndi stöðu sölustjóra og síðar framkvæmdastjóra Sölustofnunar lag- metis til ársins 1978. Þá tók hann við stöðu fram- kvæmdastjóra Samvinnuferða, síðar Sam- vinnuferða-Landssýnar, til ársins 1984. Frá árinu 1986 var Eysteinn fram- kvæmdastjóri hjá Icelandic Seafood corp. og hjá Plastprenti frá árinu 1988 til ársins 2000. Þá tók hann við stöðu fjárfesting- arráðgjafa hjá EFA, nú Framtak, fjárfest- ingarbanki. Eysteinn var ráðinn til starfa hjá Kaupási í upphafi árs 2003. Eysteinn er kvæntur Kristínu Rútsdóttur, hjúkr- unarritara, og á þrjú börn.  Friðbert Frið- bertsson er fram- kvæmdastjóri sérvö- rusviðs Kaupáss. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og prófi í vörustjórn- unarfræðum frá Uni- versity of Wales í Bretlandi. Samhliða starfi í Austurríki lagði Friðbert stund á MBA-nám hjá E.I.P.M. í Frakklandi. Frið- bert starfaði hjá Vífilfelli hf. á árunum 1991–1996, síðast sem fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs. Frá 1996 starfaði Friðbert á vegum Coca-Cola Company, fyrst í Noregi og síðan í Mið- og Austur-Evrópu með aðsetur í Vínarborg, að verkefnum tengdum vörustjórnun, inn- kaupum og framleiðslustýringu. Friðbert var ráðinn til Kaupáss í október 2002. Sambýliskona Friðberts er Soffía Huld Friðbjarnardóttir, músíkþerapisti. Framkvæmda- stjórn Kaupáss YFIRMENN skyndibitakeðjunn- ar McDonald’s hafa komist að þeirri niðurstöðu að gæði matarins á veitingastöðum keðjunnar séu ekki nógu mikil og að hann sé ekki nógu hollur. Í kjölfar taprekstrar á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, í fyrsta sinn í 55 ára sögu félagsins, ætlar McDonald’s að snúa við blaðinu og einbeita sér að gæðum fremur en magni. Í frétt BBC um stefnubreytingu McDonald’s segir að á þessu ári ætli fyrirtækið að fjárfesta fyrir 1,2 milljarða dollara, sem nemur um 90 milljörðum króna. Sú fjárhæð er þó um 800 milljónum dollara lægri en á síðasta ári en þá fjárfesti McDon- ald’s fyrir sem nemur um 120 millj- örðum íslenskra króna. Á síðasta ári opnaði McDonald’s yfir 1.000 nýja veitingastaði en á þessu ári er ætlunin að opna ein- ungis um 360 nýja staði. Í fréttinni er haft eftir forstjór- anum, Jim Cantalupo, að McDon- ald’s ætli að einbeita sér að fáum hlutum en gera þá vel. Hingað til hefur McDonald’s helst einbeitt sér að því að bjóða upp á ódýra hamborgara og að selja eins mikið og kostur er á sem flestum veitingastöðum. Alls eru veitingastaðir McDonald’s nú um 30 þúsund. „Heimurinn hefur breyst. Við- skiptavinir okkar hafa breyst. Við verðum að breytast líka,“ segir Cantalupo. Hollari hamborgarar Ný ímynd skyndibitakeðjunnar McDonald’s verður rækilega kynnt fyrir heiminum í auglýsingaherferð á alheimsvísu. Meðal breytinga er nýr fyrsta flokks hollustuhamborg- ari sem kynntur verður fljótlega. Þá á starfsfólk staðanna að verða betur þjálfað og brosa meira, að því er fram kemur í fréttinni. Plasti og stáli verður skipt út fyrir „hlýlegri“ efni á veitingastöðunum. Margir velta fyrir sér hvort nafn McDonald’s sé svo mikið tengt lágu verði og litlum gæðum að neyt- endur taki illa í breytingarnar. Fjárfestar virðast taka breytingun- um vel því verð á hlutabréfum McDonald’s hefur hækkað um 9% frá því tilkynnt var um nýja ímynd félagsins í upphafi vikunnar. Reuters McDonald’s ætlar að bjóða upp á meiri gæði og hollari hamborgara. McDonald’s breytir um ímynd BANDARÍSKA fjölmiðlafyrirtæk- ið AOL Time Warner gæti þurft að færa tekjur í bókhaldi sínu fyrir síð- ustu tvö ár niður um allt að 400 millj- ónir Bandaríkjadala, tæpan 31 millj- arð króna, að kröfu bandaríska fjármálaeftirlitsins sem haft hefur fjármál America Online undir smá- sjánni um nokkra hríð, en AOL er netdeild AOL Time Warner. Um er að ræða tekjur vegna tveggja auglýsingasamninga sem fyr- irtækið gerði við þýska fjölmiðlaris- ann Bertelsmann þegar kaup AOL á hlut Bertelsmann í AOL Europe stóðu yfir. Fjármálaeftirlitið álítur sem svo að hluti af tekjum vegna samninganna ætti að hafa verið færður í bækur sem minnkun á kaupverði AOL Europe, í stað þess að vera færður sem tekjur. Dick Parsons forstjóri félagsins reynir nú hvað hann getur að bjarga vörumerkjum hins sameinaða félags AOL Time Warner, sem vefmiðillinn FT.com kallar í frétt sinni um málið einn hörmulegasta fyrirtækjasam- runa í sögu Bandaríkjanna. AOL viðurkenndi sl. haust að það hefði ranglega fært til bókar 190 milljóna dala tekjur á árunum 2000– 2001 í framhaldi af vöruskiptasamn- ingum við önnur sprotafyrirtæki. Í frétt FT.com segir að þó að 400 milljóna viðbótarlagfæring yrði óveruleg þegar heildartekjur fyrir- tækisins á síðasta ári, alls 41 millj- arður dala, eru hafðar í huga, myndi málið grafa undan trúverðugleika fyr- irtækisins á sama tíma og það er að reyna að grynnka á skuldum sínum. AOL þarf hugsanlega að leiðrétta bókhald sitt  Gunnar Thoroddsen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hamla hf., fullnustu- félags í eigu Landsbanka Íslands hf. Gunn- ar mun jafnframt taka sæti sem formaður í fagráði bankans um útlánavandamál og stýra sérstakri starfseiningu sem mun ann- ast úrlausn vandasamari útlána. Starfs- svið Hamla hf. verður aukið og tryggt að að- koma bankans að úrlausn vandasamari útlána verði sem skilvirkust. Jónína Líndal, sem verið hefur framkvæmdastjóri Hamla hf., verður aðstoðarframkvæmdastjóri. Gunnar er lögfræðingur frá Háskóla Ís- lands með meistarapróf í lögfræði frá Duke University í Bandaríkjunum og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Gunnar hefur breiða reynslu af ýmiss konar lögfræði-, ráðgjafar- og stjórnunarverkefnum. Gunnar var m.a. einn af stofnendum og síðar stjórnarformaður Intrum á Íslandi, stjórn- arformaður Dreifingarmiðstöðvarinnar og einn stofnenda Fjárstoðar. Nýr framkvæmda- stjóri Hamla hf. Höfðabakki - til leigu mjög hagstæð leiga Atvinnuhúsnæði Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Mögulegt er að skipta ofangreindum stærðum í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir höfuðstöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s. iðnað, heildsölu, skrifstofustarfsemi o.fl. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. 1. hæð 266 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m 312 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m 780 fm Innkeyrslud./lofth. 7,6 m 2. hæð 1.040 fm - Skrifst. o.fl. 266 fm - Skrifst. o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.