Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 1

Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 1 . A P R Í L 2 0 0 3 B L A Ð B  3 TVÍBURAMÆÐUR OG 6 UPPRENNANDI BOLTADÍSIR/2  MYNDAR- LEG KLÆÐI/2  HÚS MEÐ STÓRT HJARTA/4  KROSSFERÐ GEGN SMEKKLEYSU/6  AÐ SAUMA PÁSKAEGG/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  K ONUR í hvítum kjólum hafa vakið athygli vegfarenda á göngum Landspítalans að und- anförnu. Þær sjást helst á hátíðisdögum, hinum svo- nefndu rauðum dögum, og ekki er ofmælt að þær sinni þá störfum sín- um af meiri reisn en endranær. Þarna eru á ferðinni hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar á gæsludeild A2 og göngudeild háls-, nef og eyrna, en þær vilja með kjólunum gera sér dagamun á hátíð- isdögum og gleðja um leið samstarfsmenn, sjúklinga og gesti. „Þetta eru í raun hjúkkukjólar, svipað og í gamla daga, en bara miklu fallegri,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, hjúkrunarfræðingur á A2. „Þeir eru aðsniðnir með klauf og mjög sætir – þeir vöktu að minnsta kosti gífurlega athygli þegar við mættum í þeim um jólin.“ Þorgerður segir hjúkrunarkon- urnar á A2 hafa fengið hugmynd- ina frá starfssystrum sínum á fyrr- nefndri göngudeild háls- nef og eyrna. „Þær byrjuðu á þessu en að vísu vinna þær ekki á stórhátíðum – göngudeildin er aðeins opin á virk- um dögum. En þær klæddust kjól- unum meðal annars á föstudögum í desember og vöktu lukku.“ Starfsfólkið á A2 fer meira um og út af deild sinni en starfsfólk göngudeildarinnar og hafa því kjól- ar þeirra að sögn vakið víðtækari athygli. „Sjúklingunum finnst þetta huggulegt og aðstandendurnir hafa einnig tekið þessu mjög vel,“ segir Þorgerður. Kjólarnir eru pantaðir eftir lista frá heildversluninni Hexa í Kópavogi og greiddu konurnar fyrir þá úr eigin vasa – enda spari- kjólar hjúkrunarfræðinga ekki á fjárlögum! „Það eru eingöngu konur í þessum hópi. Að vísu er ungur maður hjá okkur á deildinni núna, sjúkraliði, hann var ekki byrjaður um jólin og slapp því fyrir horn,“ segir Þor- gerður og hlær. Hún segir kjólana næst verða tekna fram um páska í því skyni að laða fram hátíðleika innan veggja sjúkrahússins. Ef gustar um gangana klæðast kon- urnar að auki látlausum, einlitum flíspeysum sem fara fallega við kjólana. „Þetta lífgar óneitanlega upp á. Venjulega erum við í hefðbundnum buxum og jakka. Örfáar okkar hafa tekið í notkun nýju litina, bleika og græna, og svo er slysadeildin í bláum búningum. En þorri starfs- fólksins er í þessum vanabundnu, hvítu göllum. Þeir eru kannski ekki beint smart og það var í raun kveikjan að þessu með kjólana. Okkur fannst við ekki nógu flott- ar,“ segir Þorgerður sem sjálf var á vakt á jóladag í nýja kjólnum. Hún bætir við brosandi að hátíðarklæðin kalli vissulega á hátíðlegri vinnu- brögð, en þegar nauðsyn krefji komi búningarnir að sjálfsögðu ekki í veg fyrir skyldur starfsins gagnvart sjúklingum og samstarfs- fólki. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þrjár af stelpunum á deild A2 í sparikjólunum: Elín Bára Birkisdóttir sjúkraliði, Sólveig Traustadóttir Wiium sjúkraliði og Þorgerður Þráins- dóttir hjúkrunarfræðingur. Sparikjólar ekki á fjárlögum Hvítir kjólar á rauðum dögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.