Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nudd og aðhalds sokkabuxur Apótek, lyfjaverslanir og fríhöfnin P ÚLSINN er lista- og menningarmiðstöð sem opnuð var fyrir tveimur mánuðum af hugsjóna- hjónunum Mörtu Eiríks- dóttur og Friðriki Þór Friðrikssyni. Að baki liggur sú grunnhugmynd að allir eigi að hafa möguleika á listrænni útrás og þroska undir handleiðslu fag- manna, hvar sem þeir annars búa og starfa. „Fólk á ekki að þurfa að búa í höfuðborg til þess að rækta sál og lík- ama. Í Sandgerði búa 1400 manns og þeir gera fleira en fara úr og í vinnu og horfa á sjónvarp,“ segir Marta, sem er menntuð í leiklist og söng frá Dan- mörku og starfar sem leiklistarkenn- ari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún flutti til Sandgerðis fyrir tveim- ur árum og fékk fljótlega þá hugmynd að efla mannrækt og leiklist í bænum, í samvinnu við eiginmanninn Friðrik Þór. „Okkur langaði einfaldlega að bjóða upp á það sem okkur þótti vanta hér en engum öðrum hafði dottið í hug að bjóða uppá,“ segja þau blátt áfram, en Púlsinn þjónar Sandgerðingum, öðrum Suðurnesjabúum og jafnvel landinu öllu ef því er að skipta. „Já, við erum með helgarnámskeið sem henta fólki hvaðanæva, enda er þá upplagt að gista í sumarhúsunum á Þóroddsstöð- um sem eru hér skammt frá.“ Púlsinn er sem sé miðstöð ýmiss konar námskeiða, allt frá afródansi til leikspuna, frá kórsöng til kraftjóga. Stundaskráin hefur bólgnað í höndum hjónanna en upphafleg áætlun laut að- allega að leiklist. Svið, salur og búningsherbergi „Leiklistin var kveikjan að þessu öllu – það var þar sem eldurinn brann í fyrstu,“ segir Marta hátíðlega og hefur gönguferð um húsnæðið, sem sannar- lega leynir á sér. Þar var áður til húsa Kaupfélag Sandgerðis en er því sem næst óþekkjanlegt eftir andlitslyft- inguna. „Þegar við áttuðum okkur á stærð hússins fóru margar fleiri hug- myndir að mótast. Við teiknuðum upp tvo rúmgóða sali og fannst liggja beint við að bjóða upp á jóga í öðrum þeirra, til móts við útrásina í hinum,“ segir Marta og opnar inn í stílhreinan sal með bláum mottum og mjúkri lýsingu. „Hér er algjör friður, tilvalið umhverfi fyrir innri vinnu – hver í sínum vöðva, sínum líkama. Í morgunsárið er hér svo leikfimi, en þótt ætlunin hafi ekki verið að opna líkamsræktarstöð, þá ákváðum við að svara óskum bæjarbúa sem komu til okkar og báðu um morg- unleikfimi. Svo er ætlunin innan tíðar að fara af stað með jóga fyrir aldraða,“ upplýsir Marta og lokar bláa sal var- lega. Í gula salnum við hliðina er að jafn- aði meiri hraði, þar hópast fólk í orku- dans, línudans og söng í hljóðnema, að ógleymdri leiklistarkennslu. Nú eru þar einmitt stödd yngstu börnin í söng, sögum og spuna og hlátrasköll berast frá salnum. Svo taka bjartar raddir til við að syngja: „Góðan daginn, góðan daginn, vel- komin í Púlsinn...“ Starf barnanna leið- ir Ína Dóra Hjálmarsdóttir, sem er einn af fimm föstum kennurum við húsið. „Svo fáum við til okkar gesta- kennara, flesta frá Danmörku, en þar bjó ég um árabil og sótti mína mennt- un,“ segir Marta, sem sjálf sér um leik- listarkennslu Púlsins. Og til þess er aldeilis aðstaðan, en í kjallara hússins hefur verið komið upp búningsher- bergi eins og í alvöru leikhúsi. „Spegl- arnir eru úr kæliklefum kaupfélagsins og undir þeim er gamalt vinnuborð starfsfólksins,“ segir Marta brosandi og fer ekki í grafgötur með hversu stolt hún er af kjallaranum. „Hér er hjartað í húsinu,“ segir hún og bendir einnig á veglegt búningasafnið sem hún hefur sjálf komið sér upp af út- sjónarsemi í gegnum árin. „Þegar ég hef verið að kenna leiklist í skólum, hefur alltaf eitthvað vantað til þess að fullkomna aðstöðuna. Nú er þetta allt á einum stað, búningsherbergi, salur og svið, sem skapar æðislega möguleika fyrir hvers kyns leiklistarstarfsemi. Þetta var draumurinn og nú hefur hann ræst. Svo er bara bónus ef ein- hver vill koma hingað líka í leikfimi og dans.“ Samhliða uppbyggingu Púlsins hef- ur Marta haldið áfram kennslu sinni við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Friðrik Þór hefur hvergi slegið af í rekstri rafmagnsverkstæðisins sem hann á við annan mann í Sandgerði. Þau játa því að þetta sé tvöföld vinna, en þá hljóta þau í það minnsta að hafa fengið iðnaðarmenn til þess að gera upp húsið fyrir sig? „Nei, nei, allt var unnið af eigin mætti, en að vísu með dyggri hjálp vina og ættingja,“ svara þau hlæjandi. Fram er dregið myndaalbúmið sem sýnir framvindu verksins, en gamla kaupfélagshúsið hafði staðið autt í rúmt ár þegar hjónin festu á því kaup í fyrrasumar. Og úr hráu rými, vanræktum kjallara og leku lofti tókst þeim á sex mánuðum að galdra fram hlýlegt húsnæði sem svar- ar þörfum bæði barna og fullorðinna. Húsið innréttaði sig sjálft „Við reyndum að gera þetta þannig úr garði að umhverfið væri örvandi og upplífgandi. Litirnir eru valdir með það í huga, en við hugleiddum vand- lega hvaða tónar pössuðu hverju rými. Gulur er litur gleðinnar og sólarinnar og hann passar vel í stóra aksjónsal- inn. Þar eru líka fiðrildi á veggjum, þau eru frelsið. Blái liturinn er LISTRÆN MANNRÆKT Grænt og myndskreytt hús vekur athygli flestra sem leið eiga um Sand- gerði enda ljómar húsið af orku. Sigurbjörg Þrastardóttir og Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari litu inn í ævintýrahúsið Púlsinn þar sem sköp- unargleðin blómstrar. Hús hjarta með stórt SKÆRI eru snjöll uppfinningenda eru þau ómissandi verk-færi í dagsins önn. Elstu minjar um skæri eru frá því um 1500 fyrir Krist, en við fornleifa- rannsóknir á ævafornum húsarúst- um í Egyptalandi komu í ljós klipp- ur, sem voru að vísu nokkuð frá- brugðnar þeim skærum sem nútímamenn eiga að venjast, en geta þó talist eins konar fyrirrenn- ari skæranna. Í Egyptalandi hafa einnig fundist eins konar klippur úr bronsi með listrænum útskurði, sem taldar eru frá því á þriðju öld fyrir Krist. Skreytingin á klippunum er dæmi- gerð fyrir Nílar-menninguna svo- nefndu, þó með áberandi grískum menningaráhrifum, en þessi hlutur er þó fremur sérstætt listaverk en hagnýtt verkfæri. Fundist hafa minjar um skæri með nútímasniði í Róm frá því um árið 100 eftir Krist, en talið er að ekki hafi verið farið að nota skæri almennt í Evrópu fyrr en á sextándu öld, og þá fyrst og fremst af klæðskerum og til að klippa hár manna. Um eðlisfræði skæra segir meðal annars á Vísindavef Háskóla Ís- lands: „Skærin eru auðvitað sam- sett úr tveimur hnífum eins og við þekkjum. Með því að beita þeim hvorum gegn öðrum komumst við hjá því að halda sérstaklega í hlut- inn sem á að skera eða klippa. Að öðru leyti er meginhugmyndin bak við skærin hin sama og bak við vogarstangir eins og járnkarla, penna og þess háttar. Við getum sem sé litið á skærin sem tvær vogarstangir sem eru tengdar saman á tiltekinn hátt. Vogarstangir eru ævagömul uppfinn- ing og ekki síður snjöll en skærin. Þær eru notaðar til að breyta krafti (átaki; Skærin og vogarstangalögmálið SAGA HLUTANNA Söngur, sögur og spuni – Frá námskeiði yngstu barnanna, sem Ína Dóra Hjálmarsdóttir leiðir. „Sum börnin eru feim- in í fyrstu – eins og lokuð blóm – en í spunanum eykst öryggið. Það er dásamlegt að sjá þau springa út,“ segir Marta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.