Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIN að klæða sig erflóknari en svo að þaðdugi að smeygja sér hugs-unarlaust í buxur og peysu á morgnana áður en haldið er til móts við verkefni dagsins, að minnsta kosti ef mark er takandi á bresku stílistunum Trinny Woodall og Susannah Constantine. Þær stöll- ur hafa undanfarna mánuði staðið að krossferð gegn klæðaburði breskra kvenna með þá hugsjón að leiðarljósi að allir, burtséð frá hæð, þyngd eða vaxtarlagi, eigi að geta fundið fatnað sem klæði þá þannig að sjálfstraust- ið aukist. Galdurinn, segja þær Trinny og Susannah, felst fyrst og fremst í að þekkja eigið vaxtarlag, bæði kosti þess og galla. Krossferðinni hafa Bretar tekið opnum örmum. En þessir sjálfskip- uðu stílverðir stjórna þætti á BBC – What not to wear eða Hverju á ekki að klæðast – þar sem farið er vand- lega ofan í saumana á klæðaburði fórnarlambs þáttarins hverju sinni. Um fjórar milljónir horfa á þáttinn í viku hverri og fyrir síðustu jól seld- ist samnefnd bók, sem gefin var út í kjölfar þáttanna, í yfir hálfri milljón eintaka. Til frekara marks um áhrif þeirra Trinny og Susannah má svo nefna að fyrir skemmstu var bókin valin sem besta bókin, í flokki bóka tengdum sjónvarpsefni, af dóm- nefnd bresku bókmenntaverð- launanna. Aðhlátursefni fyrir alþjóð Vinsældum stílvarðanna virðast enda engin takmörk sett og ekki annað að sjá en að konur séu tilbún- ar að sætta sig við ýmiss konar nið- urlægingu og að vera gerðar að að- hlátursefni fyrir alþjóð í von um breyttan og bættan fatastíl. Forskrift þáttanna er einföld. Gestur hvers þáttar er tilnefndur sér allsendis óafvitandi af ættingj- um, vinum eða kunningum og beðið um aðstoð honum til handa. Hann er svo myndaður með falinni myndavél til að gefa áhorfendum rétta mynd af stílleysinu. Um leið og þær Trinny og Susannah fara svo vandlega ofan í saumana á klæðaburði fórnarlambs- ins velta þær sér upp úr smekkleys- inu áður en fórnarlambinu er loks boðin aðstoð. Viðkomandi verður þá að sætta sig við óþægilega hrein- skilni og jafnvel niðurlægjandi at- hugasemdir um eigin fatastíl og vaxtarlag, enda segja þær Trinny og Susannah að blákalt mat á eigin kostum og göllum sé algjör frumfor- senda þess að vera vel klæddur. „Að hafa stíl felst jafnmikið í því að vita hverju maður á ekki að klæð- ast og að vita hvað klæðir mann. Það snýst um að vera hreinskilinn og sætta sig við að sumir líkamshlutar manns eru ekkert sérlega góðir og að viss fatnaður beinir athyglinni að þessum vandamálasvæðum. Mörg okkar fara í gegnum lífið án þess að njóta okkar til fulls því okkur skortir sjálfsöryggi og erum sannfærð um að föt breyti þar engu um,“ segir í bókinni What not to wear, sem reyn- ist búa yfir ýmsum hagnýtum ráð- leggingum. Bókin er enda áhugaverður kost- ur fyrir þá sem ekki eru tilbúnir að sæta niðurlægingu fyrir fram fjórar milljónir áhorfenda, en hafa samt áhuga á að taka fataval sitt í gegn. Séu lesendur síðan hreinskilnir við sjálfan sig geta þeir lært að lengja stuttan háls með því að klæðast flík- um með v-hálsmáli, að stór rass virk- ar minni í buxum sem hvíla á mjöðm- um í stað mittis, að flegnir bolir og v-hálsmál minnka brjósta ummál, að þykkum ökklum hentar vel að klæð- ast háhæluðum stígvélum og að síð- ar buxur í stað hálfsíðra henta betur þeim sem hafa stutta leggi. Fjöl- mörgum öðrum hagnýtum ráðlegg- ingum er þá lýst bæði í máli og myndum, en auk þeirra geymir bók- in lista yfir verslanir þar sem finna má föt sem henta hverjum „líkams- galla“. Þannig þykja t.d. buxur frá Zöru og French Connection henta vel þeim sem eru mjaðma- og læra- miklar, bolir frá TopShop þeim sem hafa mikinn maga, sem og buxur frá Zöru, Gap og Mango, en peysur frá Oasis henta vel hinum brjóstgóðu svo nokkur dæmi séu tekin. Snýst ekki um tískuna „Að hafa stíl snýst ekki um að elta tískuna, grennast, vera ríkur eða leggjast undir hnífinn [hjá lýtalækn- inum]. Það snýst um að klæðast þannig að maður sýni þá hluti lík- amans sem maður er ánægður með og feli þá sem maður er síður sáttur við. Þegar maður hefur loks skilið hverju maður á ekki að klæðast verður leiðin að glæsileika jafnauð- veld og að drekka vatn,“ segja Trinny og Susannah í aðgangsorðum bókar sinnar og afneita þeirri mýtu að stíll sé meðfæddur. Það er ef til vill ekki hvað síst sú fullyrðingTrinny og Susannah að all- ir hafi sína galla, jafnt hávaxin, grindhoruð módel sem þeir semMikill magi og breiðar mjaðmir krefjast mismunandi klæðnaðar. Reuters Þó grannir ökklar Britney Spears þoli vel bandaskó ýkja reimar upp að hnjám upp stærð kálfanna. Fellingar í rykktum shiffontopp Gwyneth Paltrow bæta við aukakílóum sem ekki eru til staðar. Víður og efnis- mikill kjóll bætir viðbótarkílóum á hina íturvöxnu Jennifer Lopez. Krossferð gegn smekkleysu Stuttur háls, breiðir ökklar og mittisleysi eru aðeins nokkrir þeirra „líkamsgalla“ sem nú- tímakonan þarf að beita sjónrænum blekk- ingum við að hylja svo hún falli sem best að ríkjandi fegurðarstöðlum. Anna Sigríður Einarsdóttir las sér til um breska stílverði, sem segja löndum sínum að galdurinn felist í fatastílnum en ekki duttlungum tískunnar.                                                                                                                                                                        !   "                                                                                                                                                                              #                                $            %    %         $       &   $            '   $     )  '         ( ZERO PLUS ww w. for va l.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.