Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 B 11 Þ að er margt fólk í versl-uninni Kjötborg við Ásvalla-götu þrátt fyrir að klukkan sé ekki nema tíu að morgni. Tveir unglingsstrákar bíða við örbylgju- ofninn þar sem samlokurnar þeirra hitna á mettíma. Íþróttamaður úr Íþróttafélagi fatlaðra stendur á spjalli við Kristján kaupmann og maður á fertugsaldri með unga stelpu í fanginu ræðir við Gunnar kaupmann sem raðar mjólk- urvörum í kælinn. Bræðurnir Kristján og Gunnar Jónassynir hafa rekið verslunina Kjötborg frá 1981, fyrst með föður sínum og svo einir. Þeir eru fæddir inn í kaupmennskuna, faðir þeirra rak verslun í Búðargerði frá 1956 og síðan hér á Ásvallagötu. Þeir kynntust verslunarrekstri strax á barnsaldri þegar þeir hjálpuðu föð- ur sínum við reksturinn. „Það er ákveðin klikkun að standa í verslunarrekstri af þessu tagi en þetta er sennilega eitthvað úr uppeldinu, við bræðurnir fædd- umst inn í þetta. Númer eitt, tvö og þrjú er að hafa gaman af fólki. Það er nauðsynlegt til þess að geta ver- ið í þessu starfi,“ segir Gunnar um kaupmannsstarfið og í sama mund kemur eldri maður með staf og hatt inn í verslunina. Hann er með grá- an plastpoka í annarri hendinni og lyftir honum upp og segir: „Jæja, strákar, ég er kominn með hann!“ „Ertu búinn með hann, Danni minn?“ spyrja bræðurnir í kór og Kristján segir: „Leyfðu okkur að sjá.“ Danni dregur upp úr pokanum rauðan og svartan púða sem búið er að sauma út í af mikilli natni nafnið Víkingur. Bræðurnir fagna vel, þakka honum og greiða honum nokkra seðla fyrir. „Þetta gerir hann fyrir okkur jafnvel þótt hann sé harður Framari sjálfur,“ segir Kristján við búðargesti sem allir hafa fylgst af áhuga með uppi- standinu. Gestirnir hlæja við og við tekur kunnugleg umræða um íþrótta- félög. Einhver spyr hvernig þeir bræður geti verið harðir stuðnings- menn Víkings í miðju KR-hverfi. „Við reynum bara að tala ekki mik- ið um það,“ segir Gunnar og allir hlæja. Langir vinnudagar Dagarnir hjá þeim bræðrum í Kjötborg eru langir, þeir eru í búð- inni á meðan hún er opin alla daga frá klukkan níu að morgni til klukk- an átta síðdegis. Að því loknu tekur við vinna til miðnættis við að fylla á, hringja í viðskiptavini sem skulda og sinna öðrum erindum. Auk kaupmannsstarfsins er Kristján á kafi í borðtennis. Hann er fyrrver- andi Íslandsmeistari í greininni en þjálfar nú m.a. hjá Íþróttafélagi fatlaðra. Mikil viðvera þeirra bræðra í versluninni hefur orðið til þess að viðskiptavinir þeirra eru handvissir um að þeir séu ekki fjöl- skyldumenn. En það er ekki rétt. Gunnar er kvæntur og á tvö börn og Kristján er í sambúð og á eina fósturdóttur. Kjötborg er sérstök verslun fyrir margra hluta sakir og eins ólík stórmörkuðum og hægt er. Þeir bræður eru öllum stundum í versl- uninni og félagslyndi þeirra og al- mennilegheit laða bæði viðskipta- vini og góða gesti í verslunina. Þeir bjóða upp á sérstaka þjónustu sem felst í því að ef það sem kúnnann vantar er ekki til, þá verður það til á morgun. Á hverjum degi fara þeir í skottúra um bæinn og redda hlut- unum sem viðskiptavininn vantar, sem getur verið allt frá parmes- anosti upp í svarthvítar filmur eða niðursoðnar ansjósur. „Þessi þjón- usta borgar sig fyrir okkur vegna þess að ef við reddum því sem fólk vantar þá kaupir það restina hjá okkur,“ segir Gunnar. Sendiferðir ofan í bæ Ekki er nóg með að þeir reddi öllu sem vantar, heldur aðstoða þeir þá sem eiga erfitt með að snat- tast um bæinn við ýmsa hluti. Þennan morgun var Kristján ný- kominn neðan úr bæ, hvert hann fór með eldri konu sem þurfti að greiða víxil í banka á réttum tíma. Og það er fleira: Danni, sem er reglulegur gestur í versluninni og býr á elliheimilinu Grund tekur af sér úrið og réttir Kristjáni það skömmu eftir að hann er búinn að afhenda honum púð- ann. „Það er eitthvað að því, kannski þarf ný batterí,“ segir Danni og Kristján ætlar að fara með það til úrsmiðsins. Kjötborg er ekki bara mat- vöruverslun heldur líka þjónustu- miðstöð og félagsheimili. „Við erum ekkert að telja það eftir okkur að gera svona hluti fyrir fólk. Við höf- um aðstöðu til þess vegna þess að við erum tveir og getum skroppið frá. Það er mikið af gömlu fólki í ná- grenninu, elliheimilið Grund er hér á næsta horni svo það eru margir sem komast ekki ferða sinna og vantar aðstoð við hitt og þetta,“ segir Gunnar. Þeir bræður eru líka með heimsendingarþjónustu fyrir þá sem ekki komast út í búð eins og margir aðrir smákaupmenn sem Morgunblaðið ræddi við. Tryggir viðskiptavinir Gunnar segir að þeir bræður séu mjög heppnir með viðskiptavini, sem eru mjög trygglyndir: „Þessi búð hefur sérstöðu af Reykjavík- urbúðunum að vera því bræðurnir sem voru á undan okkur, Haraldur og Pétur Kristjánssynir versluðu hér í 50 ár – frá 1928 til 1980. Það sem skóp þeim bræðrum svo mikla tryggð hér í hverfinu var að í kreppunni bjuggu verkamenn hér í verkamannabústöðunum. Þetta var fátækt fólk og bræðurnir lánuðu því þegar erfiðleikar steðjuðu að. Heiðarleikinn var svo ríkur í þessu fólki að þótt það kæmu stærri og flottari búðir þá hætti það aldrei að versla við bræðurna. Margar búðir hafa því aldrei náð fótfestu í þessu hverfi vegna þess hvað staða þeirra var sterk,“ segir Gunnar. Núverandi bræður í Kjötborg hafa haldið áfram að skapa tryggð við viðskiptavinina. Þeir segjast vera með mjög marga í reikningi. „Þótt því fylgi ákveðnir erfiðleikar þá fylgir því líka binding á kúnnum. Þótt sumir mánuðir séu steindauðir hjá öðrum þá er alltaf jafnmikið að gera hér, bara vegna þess að fólk getur fengið skrifað,“ segir Gunnar og segir yfirhöfuð ganga vel að inn- heimta:. „En auðvitað eru alltaf ein- hverjir sem valda manni von- brigðum. Við innheimtum aldrei í búðinni heldur notum við kvöldin til að hringja í viðskiptavini og athuga hvernig stendur á hjá þeim. Ef fólk er í vandræðum þarf það kannski að útskýra stöðu sína og við reyn- um að sýna skilning á aðstæðum þess. Við lokum ekki á fólk en sjáum hvort það sé ekki að vinna í málinu. Auðvitað getum við tapað á því en okkur hefur reynst best að ræða við fólk og sjá hvort við getum ekki liðkað til.“ Engin forstjóralaun í bransanum Gunnar segir aðspurður að ómögulegt sé að verða ríkur á rekstri af þessu tagi. „Launin eru mjög lág miðað við tímann sem maður leggur í þetta. Það er eins og ég segi ákveðin klikkun að standa í þessu en hjá okkur er það í blóðinu. Við lendum í alls konar aðstæðum sem oft og tíðum eru ófyrirsjáan- legar. Í mörgum tilfellum leitar fólk til okkar með vandamál sem við reynum að leysa. Kaupmað- urinn á horninu er líka nokkurs konar ráðgjafi og til að endast í starfinu verður maður að hafa gam- an af mannlegum samskiptum,“ segir Gunnar. Nú er að hægjast um í versl- uninni, Danni kveður og þakkar fyrir viðskiptin. Gunnar og Krist- ján kveðja og Gunnar tautar: „Já, þeir eru skemmtilegir þessir Grundarstrákar,“ og á þar við Danna og félaga sem búa á elli- heimilinu Grund. Slagæð hverfisins „Það er ákveðin klikkun að standa í verslunarrekstri af þessu tagi en þetta er sennilega eitthvað úr uppeldinu, við bræðurnir fæddumst inn í þetta. Númer eitt, tvö og þrjú er að hafa gaman af fólki. Það er nauðsynlegt til þess að geta verið í þessu starfi.“ Kristján og Gunnar, Kjötborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.