Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög fulltrúi fyrir Vesturland. Hann dust- aði rykið af sautján ára gamalli hugmynd sinni og sendi inn sem svar við auglýsingunni. „Í desember 1997 var ég og konan mín, Steinunn Hansdóttur, kölluð til viðtals og okk- ur tjáð að hugmyndinni yrði tekið, ef við fengjumst til að reka hana sjálf. Það varð úr að við fluttum til Reyk- holts fyrir sex árum og höfum haft nóg að gera. Óli Jón, sem á 43 ára reynslu að baki í ferðageiranum, segist margoft hafa reynt að hætta í ferðabransan- um og reyndar hafi hann verið að ganga í gegnum eitt slíkt tímabil þegar Reykholts-tilboðið hafi komið til sögunnar. Hann verður sjötugur á árinu og segir að þótt þau hafi haft í mörg horn að líta við enduruppbygg- ingu skólahúsnæðisins milli þess Þ EGAR ákveðið var að leggja Héraðsskólann í Reykholti niður vorið 1997, var auglýst eftir hugmyndum um framtíð- armöguleika hins myndarlega skóla- húsnæðis, sem þar stendur, eftir að það hafði þjónað hlutverki sínu sem menntastofnun í 66 ár. Yfir tuttugu hugmyndir bárust. Ein þeirra var frá Óla Jóni Ólasyni, sem á árum áð- ur starfaði m.a. sem ferðamála- sem þau taki á móti gestum, hafi þau nú ráðið rekstrarstjóra að hótelinu. „Þegar maður er einu sinni kominn í ferðabransann, er eins og maður þurfi alltaf að taka þráðinn upp aftur og aftur. Ferðaþjónustan er mjög lif- andi enda er maður sífellt að fást við ný viðfangsefni og nýtt fólk. Algjört brjálæði Skólahúsnæðið í Reykholti, sem telur rúma fjögur þúsund fermetra, tóku þau hjónin fyrst á kaupleigu, en eftir þriggja ára veru á þessu höf- uðbóli, ákváðu þau að stíga skrefið til fulls og ganga til samninga um kaup á því. „Þetta var auðvitað algjört brjálæði fyrir mann á mínum aldri, en áhuginn var fyrir hendi.“ Þar með er ekki öll sagan sögð því nú hefur Óli Jón í samvinnu við son sinn og alnafna tekið að sér tvö hótel til viðbótar, Hótel Stykkishólm og Hótel Ólafsvík. Óli Jón yngri, sem er kokkur að mennt og hafði verið hót- elstjóri í Harðangursfirði í Noregi í tíu ár, var tilbúinn að flytja heim og sér nú alfarið um hótelreksturinn í Stykkishólmi, sem þeir fegðar hafa á leigu. Hótel Höfða í Ólafsvík, sem var að mestu orðið í eigu Byggða- stofnunar, hafa þeir svo tekið á kaupleigu. Aðsurður hvort frekari landvinn- ingar séu á döfinni, svarar Óli Jón því til að ekkert slíkt sé inni í mynd- inni enda hafi þetta allt verið tómar tilviljanir, sem gengið hafi upp. „Það er náttúrulega allt til sölu ef rétt verð fæst fyrir og menn sjá eitthvert vit í rekstrinum.“ Hvert þessara þriggja hótela verður rekið á heils- árs gundvelli sem sjálfstæðar eining- ar þótt óneitanlega verði hægt að hafa ákveðna samvinnu í innkaupum, bókhaldi, starfsmannahaldi og markaðsmálum. „Yfir sumartímann eru það fyrst og fremst hinir al- mennu ferðamenn, íslenskir sem er- lendir, sem hótelhaldarar eru að sækjast eftir. Fólk, sem er á eigin vegum, er okkar skemmtilegustu kúnnar. Hóparnir fara sífellt minnk- andi, en þegar ég byrjaði í brans- anum fyrir ríflega 40 árum var ekki óalgengt að saman væru á ferð 40 manna hópar, en nú er algengt að fjöldinn sé í kringum 25 í hverjum hópi. Á veturna stílum við svo mest inn á fundi og námskeið og kvörtum alls ekki yfir verkefnaskorti. Á það ber að líta að við erum með mun færra starfsfólk á veturna og þurfum því ekki eins marga gesti og á sumr- in.“ Hótel á þremur stöðum „Við söknum þess sveitamennirn- ir, sem erum að koma til höfuðborg- arinnar okkar, að hvergi er að finna skilti við borgarmörkin sem býður okkur velkomna,“ segir Óli Jón þeg- ar við ökum út úr borginni ásamt starfsfólki ferðaskrifstofa og stefnum á Snæfellsnesið. Við keyr- um fyrir jökul, sem nú er að verða snjólaus jökull, fáum að heyra nokkra vel valda brandara úr munni fararstjórans Gísla Einarssonar, rit- stjóra Skessuhorns í Borgarnesi, og komum til Ólafsvíkur upp úr hádegi þar sem tekið er á móti okkur með tómatsúpu og skötusel að hætti Hót- el Ólafsvíkur. Meðal afþreyinga- möguleika í Ólafsvík, sem nú tilheyr- ir Snæfellsbæ, má nefna hvalaskoðun, snjósleðaferðir, golf og sund. Þá hafa Ólsarar uppi hug- myndir um að koma sér upp lifandi fiskasafni og fleiru tengdu sjávarút- vegi, sem er aðalatvinna heima- manna á þessum slóðum. Næsti viðkomustaður, Stykkis- hólmur, varð snemma á öldum mið- stöð þjónustu við Breiðafjörð. Gömul hús setja svip á miðbæinn og í því elsta, Norska húsinu, er Byggðasafn Snæfellinga og ýmsar sérsýningar. Hvalaskoðun og sigling um Breiða- fjarðareyjar er ævintýri út af fyrir sig. Nýleg sundlaug með heitum pottum og rennibraut er nálæg hót- elinu og geta gestir spilað endur- gjaldslaust á 9 holu golfvelli. Tveir veitingastaðir, Narfeyrar- stofa og Fimm fiskar, eru reknir í miðbænum auk þess sem Hólmarar eru duglegir við að efna til tónleika í nýju kirkjunni sinni. Eftir sundsprett í nýju sundlaug- inni og afslöppun í heitu pottunum, tekur við þriggja rétta kóngafæði á Hótel Stykkishólmi, þar sem gist er um nóttina. Boðið er upp á hörpuskel með koníaksjurtasósu í forrétt, blá- berjalamb í aðalrétt og súkku- laðiköku með austurlenskum ávöxt- um í eftirrétt. Reykholt er í röð merkustu sögu- staða á Íslandi og þar lendum við í hefðbundnum hádegismat, súpu og ofnbakaðri ýsu, að hætti Óla Jóns eldri sem er ekki bara hótelhaldari heldur mjög liðtækur kokkur. Í Reykholti voru Heimskringla og Snorra-Edda ritaðar af Snorra Sturlusyni og nokkur undanfarin ár hefur staðið þar yfir fornleifaupp- gröftur, sem sér nú fyrir endann á. Tvær kirkjur eru í Reykholti og þjónar sú nýrri einnig sem tónlistar- hús. Snorrastofa, sem er rannsókn- arstofnun í miðaldafræðum, er sam- byggð kirkjunni. Í nágrenni Reykholts eru margir sögufrægir staðir sem áhugavert er að skoða. Má þar m.a. nefna Deildartugnu- hver, fossana Barnafoss og Hraun- fossa, Húsafell, hellana Surtshelli og Víðgelmi og jöklana Langjökul og Eiríksjökul. Þokast í rétta átt Þeir feðgar líta björtum augum til framtíðar og segja að bókanir fyrir komandi háannatíma lofi góðu. „Þetta virðist ætla að ganga upp og við höfum verið tilbúnir í þessi verk- efni vegna þess að við sjáum að það þokast í rétta átt.“ Fjölskylda sem rekur þrjú hótel á Vesturlandi Tómar tilviljanir Nýir rekstraraðilar hafa tekið við hótelunum í Reykholti, Stykkishólmi og Ólafsvík. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í ferð um Vesturland með þeim feðgum Óla Jóni og Óla Jóni Ólasonum. Hótel Reykholt. Hótel Ólafsvík. Hótel Stykkishólmur.  Hótel Reykholt Sími: 435-1260 Netfang: hotelreykholt@sim- net.is Hótel Stykkishólmur Sími: 430-2100 Netfang: hotelstykkisholm- ur@simnet.is Hótel Ólafsvík Sími: 436-1650 Netfang: hotelo@simnet.is join@mbl.is Steinunn Hansdóttir Óli Jón ÓlasonÓli Jón Ólason Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is PLUS PLUS ww w. for va l.is GISTING Í LONDON Íbúð með öllu fyrir allt að 6 manns í einu aðalverslunarhverfi Lundúna. Verð á sólahring 120 GPB. Nánari upplýsingar veitir Alda í síma 00447967186623 og gisting@hotmail.com http://www.london-rent.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.