Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 15
Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 B 15  Það getur verið erfitt að komast að á bestu veit- ingahúsum Parísar. Biðraðir eru eftir borðum á þriggja Michelin-stjörnu stöðunum og vilji menn tryggja sér borð er æskilegt að panta það með góð- um fyrirvara. Nú virðist hins vegar vera lag fyrir þá sem ekki sýna slíka fyrirhyggju. Stríðið í Írak hefur gert að verkum að mun færri bandarískir ferðamenn leggja leið sína til Parísar en venja er, en auðugir Bandaríkjamenn eru einmitt fyrirferðarmiklir í við- skiptavinahópi Michelin-staðanna. Þá hefur einnig dregið úr straumi ferðamanna frá Asíuríkjunum vegna lungnabólgufaraldursins sem þar geisar. Þetta ásamt því að blikur eru á lofti í efnahagsmálum heimsins gerir að verkum að mun auðveldara er en oft áður að panta borð á bestu stöðum Parísar. Franska fréttastofan AFP segir að svo mikið hafi dregið úr pöntunum að nú sé oft hægt að fá borð samdægurs á frægum veitingahúsum á borð við L’Arpége. Jules Verne og Le Grand Vefour. Haft er eftir Claude Terrail, eiganda Tour d’Argent, eins þekktasta veitingahúss Frakklands, að bandarískum viðskiptavinum hafi fækkað um allt að 10% frá því stríðið hófst. Hann skýrir það að hluta með þeim deil- um sem verið hafa milli Bandaríkjanna og Frakklands vegna stríðsins. „En Bandaríkjamennirnir munu koma aftur. Þetta er einungis skapofsakast, fjöl- skyldurifrildi. Við erum vinir þeirra,“ sagði Terrail, sem er 85 ára gamall. Hann barðist við hlið banda- manna í heimsstyrjöldinni síðari og hefur verið gest- gjafi manna á borð við Winston Churchill og Banda- ríkjaforsetanna John F. Kennedy, Dwight Eisenhower og Bill Clinton. Jean-Claude Vrinat, sem á og rekur veitingastað- inn Taillevent segist einungis hafa fengið eitt skamm- arbréf frá Bandaríkjunum þó gestum hafi fækkað. Nú sé hægt að ganga að borði vísu í kvöldmat með viku fyrirvara í stað þriggja vikna áður. Pantanir í hádeg- inu segir hann vera „upp og niður“. Hann man ekki eftir öðru eins ástandi frá því í stúdentaóeirðunum vorið 1968. „Þetta er ekki einungis stríðið heldur ekki síður efnahagskreppan,“ segir Vrinat. Nú er lag að panta borð í París matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is. um taumana og innan skamms fá Íslendingar að kynnast því frá fyrstu hendi hvað liggur að baki vinsældum The Sugar Club því Selex verð- ur gestakokkur á Grillinu í lok mánaðarins. Vikan sem hann verður í eldhúsinu hefst þriðju- daginn 29. apríl. Selex er Ástrali og hófst ferill hans í Mel- bourne. Hann byrjaði ungur að vinna á ítölskum veitingastað og segir grunnþjálfun sína hafa ver- ið í vandaðri ítalskri eldamennsku, handgerðu pasta og öðru í þeim dúr. „Flestir ástralskir kokkar þrá það að komast til Evrópu,“ segir Sel- ex þegar við hittumst í The Sugar Club. „Grunn- ur hágæða eldamennsku byggist á hráefnum sem erfitt er að nálgast í Ástralíu, s.s. kónga- sveppum, trufflum og myrkilsveppum. Þessar vörur eru aldrei fáanlegar ferskar en hins vegar höfum við greiðan aðgang að öllu asísku hráefni. Það var því draumurinn að komast til Evrópu og spreyta sig á hinu evrópska eldhúsi.“ Hann hélt til Bretlands árið 1984 og hóf störf hjá Rowley Legh á Kensington Place og fór skömmu síðar að starfa með Roux-bræðrunum sem ráku þekkt veitingahús í London. „Þeir höfðu gífurlega þekkingu á frönsku eldhúsi og þetta var mjög góður inngangur í þann heim,“ segir Selex. Þaðan lá leiðin til Jean-George Vongerichten og New York. Næsta stopp var veitingastaðurinn Nobu þar sem Selex fékk að fást við leyndardóma japanska eldhússins, jafnt hvað varðar hráefni sem aðferðir. Fyrir fimm ár- um hóf hann hins vegar störf á The Sugar Club og starfaði í ár með Peter Gordon. Þegar Gordon ákvað að skipta um starf var Selex gerður að yf- irmatreiðslumeistara Sugar Club. „Þetta var erfitt fyrstu árin enda vænting- arnar sem voru gerðar til mín miklar,“ segir Sel- ex. Spurður um hvað hafi breyst þegar hann tók við segir hann að margi fastir réttir hafi fengið að halda sér á matseðlinum. Aftur á móti hafi mat- reiðslan líklega orðið fínlegri. „Ég elda alltaf með hjartanu en ekki höfðinu og matreiðslan er í stöð- ugri þróun. Það sem ég legg áherslu á er bragðið og að unnið sé með hágæða hráefni. Ég reyni að gera matinn bragðgóðan og legg áherslu á að hann sé neytendavænn. Ég er ekki mikið fyrir ofskreytingar þannig að maturinn verði listaverk til að horfa á en ekki borða.“ Selex segist leggja mikla áherslu á liðsanda í eldhúsinu og að allir fái að njóta sín. Hann líti ekki á sig sem alvitran og það sé heldur ekki hans stíll að stjórna eldhúsinu sem harðstjóri. Starfsfólkið komi frá öllum heimshornum og komi með reynslu og áhrif sem endurspeglist í matreiðslunni. Hann hefur meira að segja verið með Íslending í eldhúsinu, kokk frá Grillinu, og var það kveikjan að heimsókn hans til Íslands. Matseðillinn sem verður á boðstólum á Grill- inu á meðan Selex verður í heimsókn segir hann að verði undir miklum suðaustur-asískum áhrifum og nefnir sem dæmi anda-curry þar sem grunnurinn verður úr kókoshnetum, fersk- um grænum pipar, lychée-ávöxtum, jarð- hnetum og taílenskum basil. Þá verður í boði stökkur grísamagi með nam-prik og hörpu- fiskur með sítrónu miso. Samhliða Sugar Club-dögunum verður í gangi vínseðill með áströlskum vínum frá fram- leiðandanum Peter Lehmann, sem er með þekktustu víngerðarmönnum Barossa-dalsins í Suður-Ástralíu. Tengill www.thesugarclub.co.uk Sugar Club-dagar á Grillinu Eldað með hjartanu annar góður framleiðandi er Jean Leon. Hann er fæddur á Spáni en fluttist ungur til Bandaríkjanna. Þar hóf hann veitingarekstur og átti lengi einn vinsælasta veit- ingastað Hollywood, La Scala, þar sem ríka og fræga fólkið var fastagestir. Hann kynntist hins vegar einnig þekktum vínfræ- ðiprófessor frá Davis-háskóla og þar vaknaði hugmyndin að því að hefja vínrækt. Í sumarfríi í heimalandinu rakst hann á vín- ekru í Pénedes til sölu og ákvað að slá til. Fyrsta uppskeran var árið 1969 og vín hans hafa fyrir löngu skipað sér sess meðal betri vína Spánar. Í reynslusölu er nú Jean Leon Merlot 1996. Þungt, dökkt í nefi með keim af berjaböku og sætum plómum. Eikin smýgur í gegn og vanillan er nokkuð áberandi. Í munni hefur vínið frábæra upp- byggingu, tignarlegt með öfl- ugum tannínum og mikilli eik. Þykkur og djúpur ávöxturinn heldur hins vegar vel á móti. Klassa matarvín, t.d. með grill- uðu nautakjöti. Kostar 2.590 krónur. 18/20 Tormaresca er rauðvín frá Púglía syðst á Ítalíu úr smiðju mark- greifans Antinoris. Það er unnið úr hinni staðbundnu þrúgu Negroamaro. Því miður verður að segjast eins og er að þetta vín er að verða „alþjóðlegra“ með ár- unum. Það ber minna keim af Negroamaro en fyrri árgangar og meira af nútíma víngerð og eikartunnum. Alls ekki slæmt vín, raunar tæknilega mjög gott, en farið að verða svo líkt öllum hinum vínum frá Chile, Ástralíu og svo framvegis í stað þess að endurspegla Púglíu og Negroam- aro þótt vissulega sitji leður og sultaðar plómur eftir í lokin. Þetta kann að vera það sem markaðurinn vill en mér finnst það miður. Kostar 1.360 krónur. 15/20 Vín vikunnar M orgunblaðið/Jim S m art Montes Fumé Blanc 2002 er Chile- vín úr þrúgunni Sauvignon Blanc sem komist hefur ögn í snertingu við eik. Henni er hins vegar beitt í hófi þannig að hún dýpkar vínin og færir því nýja vídd í stað þess að kæfa það. Þetta vín heillaði mig upp úr skónum er ég smakk- aði það fyrst í Chile fyrir tveimur árum og nú er það komið í reynslusölu hjá ÁTVR. Þarna má greina steinefni, eldspýtustokk, en einnig grösugan ilm, brenni- netlur og ferskar jurtir auk þess sem kattarilmurinn sem svo oft setur mark sitt á vín úr Sauvig- non Blanc er ekki langt undan. Mjög ferskt og hefur jafnframt fína fyllingu, eikin strýkur góm- inn og í lokin situr grænn Opal- brjóstsykur eftir í bragðlauk- unum. Frábært vín fyrir ótrúlega lítinn pening. Kostar 1.090 krón- ur. 19/20 Frá Suður-Afríku, nánar til- tekið Western Cape-svæðinu, kemur rauðvínið Roberts Rock Cab- ernet Sauvignon-Merlot 2001. Í nefi nokkuð þykk jarðarberja- og hindberjasulta, sæt og þægileg. Í munni jörð, heitt og svolítið brennt, milliþungt. Kostar 990 krónur og ágæt kaup á því verði. 15/20 Ef einhver þrúga er dæmigerð fyrir Kaliforníu þá er það Zinfan- del, stíll Zinfandel-vínanna er hins vegar eins ólíkur og þau eru mörg. Pepperwood Grove Zinfandel 1999 er mjög þurrt vín, ávöxt- urinn bakaður og þurrkaður, það er skarpt í munni og áfengt. Í munni létt, ögn kryddað en á heildina litið fremur látlaust. Kostar1.600 krónur. 14/20 Pénedes-héraðið suður af Spáni er þekktast fyrir að þar hefur þekktasti víngerðarmaður Spánar fyrr og síðar, Miguel Tor- res, aðsetur. Vín hans eru hins vegar ekki þau einu á svæðinu og Vín Matur S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Svokölluð „fusion“-eldamennska þar semblandað er saman hráefnum og áhrifumhéðan og þaðan úr heiminum hefur ver-ið mikið í tísku og milli tannanna á fólki (í bókstaflegri merkingu) síðastliðinn áratug eða svo. Ef velja ætti einhvern einn veit- ingastað sem væri hlutgervingur þessarar stefnu myndi The Sugar Club líklega lenda of- arlega á blaði. Sykurklúbburinn var upprunalega opnaður í Wellington á Nýja-Sjálandi árið 1986 af þeim Vivienne Hayman og Ashley Sumner. Bak- grunnur þeirra var ekki úr veitingageiranum heldur annars vegar leikhúslífinu og hins vegar háskólalífinu. Það breytti því hins vegar ekki að The Sugar Club sló rækilega í gegn og varð á skömmum tíma einn vinsælasti veitingastaður Nýja-Sjálands undir stjórn kokksins Peter Gordon, sem fram til þessa hafði starfað í Melbourne í Ástralíu. Nokkrum árum síðar opnaði The Sugar Club útibú í London þar sem Peter Gordon stjórnaði eldhúsinu. Staðurinn þótti framsækinn og ný- stárlegur og rétt eins og á Nýja-Sjálandi létu vinsældirnar ekki á sér standa. Þessi djarfa blanda af asísku og evrópsku eldhúsi féll í kramið hjá Bretum og staðurinn er meðal þeirra vinsælustu í borginni. Nú er það hins vegar David Selex sem heldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.