Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Háskólakennari Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri auglýsir stöðu háskólakennara lausa til umsóknar. Til greina kemur að ráða í hutastarf.  Auglýst er til umsóknar staða háskólakenn- ara með sérmenntun á sviði landgræðlu, skógræktar eða með hliðstæða menntun (dósent/lektor). Laun og önnur starfskjör samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og aðlögunarsamningum Land- búnaðarháskólans við viðkomandi stéttar- félaga. Menntunar og hæfniskröfur: Háskólamenntun með meistaragráðu eða doktorsgáðu í viðkomandi fræðigrein. Frumkvæðishæfileikar við uppbyggingu nýrrar þekkingar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í kennslu á háskólastigi.  Umsækjendur láti fylgja umsókn sinni ítar- lega skýrslu um námsferil, kennslu- og fræðastörf svo og önnur störf. Með umsókn skulu fylgja eintök af þeim fræðilegu gögn- um sem þeir óska að tekið sé tillit til. Nauð- synlegt er að í umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform þeirra ef til ráðningar kemur.  Ætlast er til að umsækjendur láti fylgja nöfn a.m.k. tveggja aðila sem leita má til um með- mæli. Nánari upplýsingar veita Magnús B. Jónsson rektor (magnusb@hvanneyri.is) eða Auður Sveinsdóttir (audurs@hvanneyri.is) í síma 437 0000. Umsóknir skulu sendar til Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri fyrir 27. maí 2003. Á Hvanneyri er ört vaxandi fræðaumhverfi landgræðslu og skógræktar í tengslum við nýjar námsbrautir Landbúnaðarháskólans í landnýtingu og umhverfisskipulagi og með staðsetningu miðstöðvar Vesturlands- skóga á Hvanneyri svo og héraðssetri Landgræðslu ríkisins á Vesturlandi og ráðunautaþjónustu Skógræktar ríkisins á Vesturlandi. Tónlistarkennarar athugið Jákvæður og hugmyndaríkur tónlistarkennari óskast til starfa við Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar frá 1. ágúst nk. Aðalkennslugrein: Píanó. Um er að ræða 100% starf. Við tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar starfa tréblásturs-, fiðlu-, gítar- og söngkennarar sem sjá samtals um kennslu 120 nemenda. Skólalífið er mjög fjölbreytilegt. Kennararnir vinna einnig með kóra, hljómsveitir, kammerhópa o.fl. Gott samstarf er við aðra skóla og tónlistarmenn á svæðinu. Laun samkvæmt kjarasamningi tónlistarkennara og launanefndar sveitarfélaga. Flutningsstyrkur og hagstæð húsaleiga í boði. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 474-1298 og 474-1375. Sjá nánar um Fjarðabyggð á www.fjardabyggd.is Lausar stöður við grunnskóla og leikskóla á Hornafirði Nesjaskóli, 1.— 3. bekkur. Laus staða íþróttakennara. Skólastjóri — 478 1445/478 1939/ thorvaldurj@nesjaskoli.is . Hafnarskóli, 4.— 7. bekkur. Lausar stöður umsjónarkennara og heimilis- fræðikennara. Skólastjóri — 478 1004/478 1817/863 4379/ dadda@hafnarskoli.is . Heppuskóli, 8.—10. bekkur. Lausar stöður umsjónarkennara. Kennslugreinar íslenska og enska. Skólastjóri — 478 1348/478 1321/ gudmundur@heppuskoli.is . Hrollaugsstaðaskóli, 1.— 7. bekkur, sam- kennsluskóli. Laus staða umsjónarkennara. Skólastjóri — 478 1057/478 1073/ tharn@eldhorn.is . Leikskólinn Lönguhólar Laus staða leikskólakennara. Leikskólastjóri — 478 1315/478 2088/ longuholar@eldhorn.is . Leikskólinn Krakkakot Laus staða leikskólakennara. Leikskólastjóri — 478 2280/478 2119/ rakkakot@eldhorn.is . Sjá nánar á http://www.hornafjordur.is/ks Umsóknarfrestur er til 3. maí. Skólaskrifstofa Hornafjarðar. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Skólastjóri Lækjarskóla Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Baldursson, fræðslustjóri, í síma 585 5800, netfang magnusb@hafnar- fjordur.is en fræðslustjóri er næsti yfirmaður skólastjóra. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Umsókn þarf að innihalda yfirlit um menntun og reynslu ásamt ítarlegri greinargerð um fyrirhugaðar áherslur í skóla- starfi. Umsókn skal skilað á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strand- götu 31, 220 Hafnarfirði, eigi síðar en 2. maí 2003. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Staða skólastjóra við Lækjarskóla í Hafnarfirði er laus til um- sóknar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í júní. Meginhlutverk skólastjóra er að stýra og bera ábyrgð á dag- legri starfsemi og rekstri skólans en einnig að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Umsækjandi þarf að hafa til að bera eftirtalda þætti:  Kennaramenntun  Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræði og reynslu af stjórnun  Lipurð í mannlegum samskiptum  Metnað og áhuga fyrir nýjungum Lækjarskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli með 450 nemendur. Skólinn mun næsta haust flytja alla starfsemi sína í glæsilegt nýtt húsnæði á Hörðuvallasvæðinu. Í skólanum er móttökudeild fyrir nýbúa og sérdeild tekur til starfa næsta haust. Í Hafnarfirði eru íbúar um 21.000 og ríkjandi er jákvætt og metnaðarfullt viðhorf til skólamála. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustumiðstöð í þágu menntunar í bæjarfélaginu og þar starfa sérhæfðir starfs- menn sem veita faglega ráðgjöf og þjónustu sem hæfir hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.