Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 10
10 C SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Afgreiðslu- og þjónustustarf Súfistinn Hafnarfirði og Reykjavík óskar eftir að ráða aðila til afgreiðslu- og þjónustustarfa. Um fullt starf er að ræða, þar sem unnið er í vaktavinnu á 12 klst. vöktum. Æskilegur aldur 20 ára og eldri. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Súfistanum Hafnarfirði, Strandgötu 9, og einnig í Súfistan- um Reykjavík, Laugavegi 18. Upplýsingar um störfin veitir Ingibjörg í Súfist- anum Reykjavík og Elín í Súfistanum Hafnar- firði milli kl. 10 og 16 dagana 14. til 16 apríl. Umsóknarfrestur er til 17. apríl. Kennarastaða Okkur í Grunnskólanum á Borðeyri við Hrúta- fjörð vantar góðan kennara í 50% almenna stöðu skólaárið 2003—2004. Umsóknarfrestur er til 28. apríl. Upplýsingar veita Kristín Árnadóttir, skóla- stjóri, hs. 451 1104, vs. 451 1142 og/eða Ingi- björg Rósa Auðunsdóttir, formaður skóla- nefndar, sími 451 0011. Hug- og vélbúnaður Óskum eftir starfsmanni sem langar að til að takast á við margs konar verkefni með okkur í tengslum við innleiðingu á hugbúnaði og vél- búnaði hjá viðskiptavinum okkar. Leitum að liprum og þjónustulunduðum einstaklingi með tölvu- og/eða viðskiptamenntun. Áhugasamir sendi okkur umsókn fyrir 22.04.03 til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „V - 13556“ eða í box@mbl.is Vallaskóli Selfossi Staða aðstoðarskólastjóra við skólann er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs vegna námsleyfis. Kennara vantar til starfa næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru: Sérkennsla, tónmennt, íþróttir, smíðar, myndmennt, dans, náttúrufræði í eldri deildum auk almennrar kennslu. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 16. apríl. Upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skóla- stjóri, í síma 899 7037. Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið eyjolfur@arborg.is . Viðamiklar upplýsingar um skólann má finna á vefsíðu hans; www.vallaskoli.is . Arkitektar — byggingafræðingar Getum bætt við okkur reyndum arkitektum og byggingafræðingum. Góð kunnátta í tölvu- væddu hönnunarumhverfi er skilyrði. Boðið er upp á starf með fjölhæfum og sam- hentum hópi. Upplýsingar veita Ásgeir, Bjarni eða Ivon í síma 553 8750. Tónlistakennarar Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa kennara í eftirtaldar greinar: Tónfræðagreinar, píanó, forskóla, blokk- flautu (afleysing), þverflautu, klarínettu og slagverk. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Uppl. fást í tónlistarskólanum, sími 482 1717. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2003. Senda má fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti til tonar@sudurland.is . Tónlistarskóli Árnesinga var stofnaður 1955 og starfar á 12 kennslustöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er 680 og starfa 30 kennarar við skólann. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.