Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 C 13 ÚTBOÐ Tækni- og umhverfissvið, Framkvæmdadeild, fyrir hönd Akureyrarbæjar og Norðurorku óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir vegna 1. áfanga Síðubrautar, annars vegar frá Hörgárbraut að Vestursíðu og hins vegar frá Hlíðarfjallsvegi að Lögmannshlíðarvegi. Jafnframt er um að ræða tengingu Austursíðu og Vestursíðu við Síðubraut. Tilboðið nær til nýbyggingar um 1.000 lengdarmetra af götum ásamt tilheyrandi holræsa-, vatnslögnum og götulýsingu. Helstu magntölur: Uppúrtekt úr götu um 14.000 m³ Fylling í götu um 13.000 m³ Lagnaskurðir fráveitu- og vatnslagna um 1.300 m Lengd stofnlagna fráveitu um 950 m Lengd stofnlagna vatnsveitu um 500 m Uppsetning ljósastaura ásamt lögnum 30 stk. Skiladagur verksins er 1. október 2003. Útboðsgögnin verða seld í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 15. apríl nk. kl. 13:00 á kr. 5.000. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en föstu- daginn 2. maí kl. 11:00 og verða þau þá opnuð í fundarsal á fyrstu hæð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Tilboð óskast í iðnaðarhúsnæði á Smiðshöfða 8, Reykjavík 13138 Smiðshöfði 8, Reykjavík. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði (innréttað sem íbúðarherbergi) á 2. hæð í steinsteyptu húsi, byggt árið 1978. Stærð húsnæðisins er 201,9 fermetrar. Brunabótamat húsnæðisins er kr. 16.180.000 og fasteignamat er kr. 12.006.000. Húseignin er til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Til- boðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðu- blaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 hinn 23. apríl 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska. Tilboð óskast í jörðina Fyrirbarð í Skagafirði Sala 13292 Fyrirbarð í Skagafirði (áður Fljótahreppi). Um er að ræða jörðina Fyrirbarð í Skagafirði (áður Fljótahreppi). Á jörðinni er einbýlishús 124,8 m², byggt úr steinsteypu árið 1955, (ástand hússins er lélegt). Fjárhús með áburðarkjallara, steinsteypt, stærð 185,5 m², er frá 1977. Hlaða m/súgþurrkun, steinsteypt, stærð 80,0 m², er frá 1979. Flatgryfja, steinsteypt, 32,0 m², er frá 1979. Hesthús (bogaskemma) er 102,9 m², byggt úr stáli 1960. Ræktað land er 27,3 ha. Þessi jörð er við þjóðveginn skömmu áður en kemur að gatnamótum upp í Stíflu annars vegar og út á Siglufjörð hins vegar. Jörðin er grösug og stend- ur í aflíðandi halla og sést vel yfir Haganesvík og Miklavatn. Með jörðinni fylgir 102,3 ærgilda réttur. Jörðin og húsakosturinn eru til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, í síma 530 1400. Tilboðin liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á til- boðseyðublaði. Tilboð skulu berast á þar til gerðum tilboðseyðu- blöðum fyrir kl. 11.00 þann 13. maí 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Verkefnisstjórnar um uppbyggingu í Norðlingaholti, Landsíma Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur óskar eftir til- boðum í eftirfarandi verk: Norðlinga- holt áfangi 1a, gatnagerð og lagnir Helstu magntölur eru: Lengd 8,0 m gatna 300 m Lengd 7,5 m gatna 250 m Lengd 7,0 m gatna 170 m Lengd 6,0 m gatna 105 m Hringtorg 1 stk Gerð ljósagatnamóta 1 stk Holræsalagnir Ø600 - Ø1000 1000 m Holræsalagnir Ø250 - Ø500 1000 m Holræsalagnir Ø150 - Ø200 400 m Verkinu skal lokið fyrir 15. október 2003. Útboðsgögn verða seld á 10.000 kr á skrif- stofu Innkaupastofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, frá og með 15. apríl. Opnun tilboða 25. apríl 2003, kl 9:00 á sama stað. GAT45/3 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Verkefnisstjórnar um uppbyggingu í Norðlingaholti, Landsíma Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Norðlinga- holt áfangi 1b, gatnagerð og lagnir. Helstu magntölur eru: Lengd 8,0 m gatna: 350 m Lengd 7,5 m gatna: 450 m Lengd 7,0 m gatna: 170 m Lengd 6,0 m gatna: 105 m Hringtorg: 1 stk Holræsalagnir Ø600 - Ø1000: 780 m Holræsalagnir Ø250 - Ø500: 1.000 m Holræsalagnir Ø150 - Ø200: 850 m Reiðstígur: 500 m Verkinu skal lokið fyrir 15. október 2003. Útboðsgögn verða seld á 10.000 kr á skrif- stofu Innkaupastofnunar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, frá og með 15. apríl. Opnun tilboða 25. apríl 2003, kl 14:00 á sama stað. GAT 46/3 ÚU T B O Ð Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Kennslu- og rannsóknarfjós Útboð nr. 12223 Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri, óskar eftir tilboðum í að byggja fjós á Hvanneyri í Borgarfirði. Fjósið verður framtíðarkennslu- og rannsóknarað- staða í nautgriparækt við Landbúnaðarháskól- ann. Stærð hússins er: grunnflötur: 1645,0 m2; rúmmál: 8424,0 m3. Í öðrum enda hússins er aðstaða fyrir kennslu, skrifstofa, búningsher- bergi og snyrtingar fyrir starfsfólk og nemend- ur, aðstaða fyrir móttöku gesta, mjólkurhús og tæknirými. Síðan tekur sjálft fjósið við með 58 legubásum fyrir mjólkurkýr, mjaltabás og uppeldisaðstöðu fyrir kálfa og geldneyti í stíum og á legubásum. Í hinum enda hússins er að- staða fyrir fóðurtiltekt. Vélfær fóðurgangur er eftir húisnu endilöngu. Þetta útboð tekur til smíði á steyptum undirstöðum, dælubrunni, flórum, gólfum og smíði og uppsetningu húss. Miðað er við að burðarvirki hússins, útveggir, allir innveggir, milligólf og loft, hurðir og gluggar verði fullfrágengnir að utan og innan. Búið er að skipta um jarðveg í grunni hússins og í lóð. Í því verki sem hér er boðið út þarf að grafa í fyllinguna fyrir sökkulveggjum og flór- um en fylla undir plötur. Helstu magntölur eru: Mótafletir 1.200 m2 Steinsteypa 360 m3 Þakflötur 1.680 m2 Veggeiningar 555 m2 Lampar 120 stk. Vettvangsskoðun verður haldin 30. apríl 2003 kl. 14.00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. mars 2004. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6000 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 19. maí 2003 kl. 11.00 að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboð óskast í vinnuskúr án lóðarréttinda til brottflutnings og notað mótatimbur, staðsett á lóð Náttúru- fræðihúss Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, Reykjavík 13304 Um er að ræða vinnuskúr sem er fram- leiddur árið 1973 úr áli og tré, stærð 50 fermetr- ar, 3 skrifstofur auk kaffistofu og snyrtingar og er hann hannaður til að vera settur saman og komast á vörubílspall, notað mótatimbur annars vegar 12"x6" 15.864 metrar (60 m³) og hins vegar 2"x4" 3.866 metrar (20 m³) Vinnuskúrinn selst í því ástandi sem hann er í og þar sem hann er staðsettur núna og skal flutt- ur af lóðinni fyrir 1. júní nk. Timbrið skal flutt af lóðinni við greiðslu kaup- verðs. Vinnuskúrinn og timbrið er til sýnis í sam- ráði við Sigurð Hermannsson, sími 898 9013. Eyðublöð liggja frammi á sama stað og hjá Ríkis- kaupum. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 15.00 hinn 30. apríl 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.