Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra fagnar sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings og telur að til verði öflugt fyrirtæki sem muni starfa á alþjóðamarkaði. Grund- vallaratriði sé að sameiningin valdi ekki fákeppni í starfsemi viðskipta- banka hér á landi og sér hún tormerki á frekari samruna en orðið er. „Þetta er að mörgu leyti eðlileg þróun eftir endurskipulagningu á fjármálamarkaði sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Einnig er þetta í samræmi við það sem er að gerast erlendis, þar sem fjármálafyr- irtæki eru að sameinast. Grundvall- aratriði er að þessi sameining valdi ekki fákeppni á markaði en miðað við að þarna er um frekar óskylda starfsemi fyrir- tækjanna að ræða þá tel ég að svo gerist ekki. Það er hins vegar sam- keppnisyfirvalda að kveða upp úr með það,“ segir Valgerður. Spurð um við- brögð við því hve fljótt sameiningin á sér stað eftir að ríkið selur allan sinn hlut í Búnaðarbankanum segir Val- gerður hlutina „óneitanlega hafa gerst ótrúlega hratt“ en hún hafi í raun ekkert með það að gera hvað gerist á markaði að lokinni sölu. Hvort innlendur fjármálamarkað- ur þolir frekari sameiningar minnir Valgerður á að fyrir þremur árum hafi hún fundið fyrir miklum þrýst- ingi frá bönkunum um að fá að sam- einast. „Þar sem ég óttaðist að það gæti valdið fákeppni fór málið til sam- keppnisyfirvalda sem úrskurðuðu að sameining Landsbanka og Búnaðar- banka gæti ekki átt sér stað. Miðað við þá niðurstöðu sýnist mér það tor- sótt að sameina stóru viðskiptabank- ana. Það gæti leitt af sér fákeppni,“ segir Valgerður en bendir á mögu- leika á því að erlendir bankar hefji hér starfsemi í ríkari mæli. Ráðherra fagnar sameiningu Búnaðarbanka og Kaupþings Verður öflugt fyrirtæki á alþjóðamarkaði Valgerður Sverrisdóttir BJARNI Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segist ekki eiga von á að sameining Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings hafi neikvæð áhrif á sam- keppnisstöðu Íslandsbanka. „Mikil samkeppni hefur ríkt á þessum mark- aði á undanförnum árum og ljóst að hún fer ekki minnkandi heldur eykst við samrunann ef eitthvað er, en hann hvetur alla á markaðnum til að leita allra tiltækra leiða til að draga úr kostnaði.“ Bjarni á ekki von á því að nýr banki fái lánsfé erlendis á betri kjörum en Íslandsbanki. Íslandsbanki hafi betra lánshæfismat en bæði Landsbanki og Búnaðarbanki svo nokkru muni en þar sé ekki endilega horft til stærð- arinnar heldur gæða eigna, hag- kvæmni í rekstri og árangurs í rekstri á undanförnum árum. Spurður hvort samruninn leiði til viðræðna um sameiningu Íslands- banka og Landsbanka segist Bjarni ekki eiga von á að samruninn geri það sérstaklega. Hins vegar hafi verið ágætt samkomulag á milli bankanna um útfærslu einstakra rekstrarþátta eins og t.d. í fasteignamálum. „Sam- starf á milli banka er ein leið til að ná fram rekstrarhag- ræði og kostnað- arlækkun,“ segir hann. „Það hafa ekki átt sér stað viðræður á milli forstöðumanna bankanna um samruna en við ræðum reglulega saman um kostn- að og mögulegar hagræðingaraðgerðir í fjármálakerf- inu. Íslandsbanki mun hér eftir sem hingað til leita allra leiða til þess að skila áframhaldandi arðsömum rekstri. Hagræðing í bankakerfinu hefur verið okkar keppikefli og við munum að sjálfsögðu nýta öll tæki- færi sem stuðlað geta að hagkvæmari fjármálamarkaði á Íslandi.“ Íslandsbanki hefur keypt hlutabréf í Búnaðarbankanum að undanförnu. Bjarna segir að ástæðan sé sú að bankinn sé áhugaverður fjárfesting- arkostur. Hann segir að Íslandsbanki ætli ekki að reyna að koma í veg fyrir fyrirhugaða sameiningu. Hann vill ekkert segja um hvort bankinn ætli að eiga áfram hlut í nýja bankanum. Bjarni Ármannsson, Íslandsbanka Öll tækifæri til hag- ræðingar verða nýtt Bjarni Ármannsson HALLDÓR J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Íslands, segir að samruni Búnaðarbankans og Kaup- þings sé sá bankasamruni á Íslandi sem hafi minnst áhrif almennt séð og engin sérstök áhrif á stöðu Lands- bankans nema þá jákvæð. „Þarna verður til stærri eining sem getur verið sterkari eining til áframhaldandi útrásar, það er já- kvætt fyrir þróun á fjármálamarkaði og fagna ber þeim samrunum sem hér verða,“ segir Halldór og bætir við einingar í fjármálaþjónustu þurfi að vera mjög stórar til þess að ná fram stærðarhagkvæmni, en það komi neytendum fyrst og fremst til góða. Hann segir að Landsbankinn hafi notið mjög góðra kjara erlendis og nýr banki fái ekki betri kjör. „Það verður engin breyting á samkeppn- isstöðunni á milli bankanna í al- mennu viðskiptabankastarfseminni út af þessu.“ Halldór segir að sameiningin komi fyrst og fremst til með að hafa áhrif á eignastýringu og verðbréfaviðskipti, en þar hafi þjónustuframboð bank- anna verið með nokkuð líkum hætti. Hins vegar efli sameiningin nýj- an banka til al- þjóðavæðingar. Landsbankinn komi til með að bregðast við með því að efla þjón- ustu sína innan- lands. Hann seg- ist ekki geta tjáð sig um hvort sam- runinn leiði til viðræðna um samein- ingu Landsbankans og Íslands- banka. Að sögn Halldórs hefur Lands- bankinn horft á kosti til að stækka og efla starfsemina í London, en við- skiptin í Heritable-bankanum munu aukast um 30 til 50% á þessu ári. „Við erum að leita leiða til að kaupa frekari eignir og vaxa erlendis en nú eru mjög góð tækifæri til þess,“ seg- ir hann. „Markaðshlutdeild Lands- bankans á innlendum fjármálamark- aði er mjög sterk og meiri í almennri viðskiptabankastarfsemi en sameig- inleg markaðshlutdeild Búnaðar- bankans og Kaupþings.“ Halldór J. Kristjánsson, Landsbanka Góð tækifæri til að eflast erlendis Halldór J. Kristjánsson                                                                                                           SKATTAMÁL eru efst í huga þeirra sem ætla að kjósa stjórnarflokkana í næstu þingkosningum, Sjálfstæðis- flokk og Framsóknarflokk, á meðan velferðarmál eru efst á blaði hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Sjávarútvegsmál og kvótakerfið er efst í huga kjósenda Frjálslynda flokksins þannig að áhersla fólks er mismunandi eftir því hvaða flokka það ætlar að kjósa. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr skoðanakönnun sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 6. til 11. apríl sl. á fylgi flokkanna. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til allra lands- manna á aldrinum 18–80 ára. Nettó- svörun var 66,5%, 20% neituðu að taka þátt í könnuninni og ekki náðist í 13,5% úrtaksins. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir þátttakendur í könnuninni: Hvaða málefni mun ráða mestu um hvaða flokk eða lista þú munt kjósa í næstu Alþingiskosningum? Nefndu rúm 80% eitthvert málefni, 10,5% voru óákveðin, 4,3% nefndu ekkert málefni, 3,2% neituðu að svara spurningunni og 1,3% ætluðu að skila auðu eða kjósa ekki hinn 10. maí næstkomandi. Flestir þeirra sem afstöðu tóku, eða 30,8%, nefndu skattamálin sem myndu ráða mestu um hvaða flokka þeir kysu. Næst koma málefni sem snerta félagslega velferð en 27,7% svarenda nefndu mál sem falla undir þann flokk, t.d. húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál, velferð- arkerfið, málefni öryrkja, aldraðra og ungs fólks. Þessi málefni skáru sig nokkuð úr því næst á þessum lista koma sjávarútvegsmál og kvótakerfið, sem 8,5% þeirra nefndu sem afstöðu tóku. Efnahagsmál nefndu 7,6% og atvinnumál 3,5%. At- hygli vekur að einungis 1,9% nefndu utanríkismál og 1,8% Evrópumál sem málefni er skiptu mestu. Félagsvísindastofnun skoðaði sér- staklega þau þrjú málefni sem flestir nefndu og greindi svörin eftir því hvað fólk ætlaði að kjósa, þ.e. hvern- ig skiptingin var innan flokkanna annars vegar og innan hvers málefn- is um sig hins vegar. Þá kom í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins nefndu hlutfallslega flestir skattamál, eða 40,6% sjálfstæðismanna og 26,9% framsóknarmanna. Aðeins 3,9% framsóknarmanna og 4,1% sjálf- stæðismanna sögðu sjávarútvegsmál og kvótakerfið ráða mestu um val þeirra á meðan rúm 57% kjósenda Frjálslynda flokksins nefndu þann málaflokk. Félagslega velferð nefndu 14,3% Frjálslyndra og rúm 4% skattamálin. Félagsleg velferð er efst í huga kjósenda Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, VG. Af þeim er sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna nefndu 42,1% málefni er tengjast félagslegri velferð, 33,8% þeirra nefndu skatta- mál, 4,1% sjávarútvegsmálin og 20% önnur málefni. Enginn kjósenda VG nefndi sjávarútvegsmál á nafn en efst í huga þeirra var félagsleg vel- ferð, eða 41,3% þeirra, og 10,9% nefndu skattamálin. Sjávarútvegsmál langoftast nefnd meðal Frjálslyndra Séu svörin skoðuð innan hvers málefnis ætluðu tæp 60% þeirra er nefndu félagslega velferð að kjósa Samfylkinguna, 15,3% þeirra ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 13,9% Vinstrigræna, 5,8% Framsóknar- flokkinn og 5,1% Frjálslynda flokk- inn. Í þeim hópi er nefndi skattamál- in ætluðu 44,2% að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, 42,3% Samfylking- una, 9% Framsóknarflokkinn, 3,2% Vinstri græna og 1,3% Frjálslynda flokkinn. Síðastnefndi flokkurinn, þ.e. Frjálslyndir, á langmestu fylgi að fagna meðal þeirra er telja sjáv- arútvegsmál og kvótakerfið mestu skipta, eða 62,2%. Þau nærri 18% er nefndu það málefni ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 15,6% Sjálfstæðis- flokkinn og 4,4% Framsóknarflokk- inn. Könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið Áhersla á málefni misjöfn eftir flokkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.