Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ak- ureyrin, Goðafoss og Víðir koma í dag. Sel- foss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinnu- stofa kl. 13, söngstund á morgun kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl.13– 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 mynd- list. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánu- dagur kl. 16 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, og mynd- list, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10, leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, handavinna kl. 9–16.30, félagsvist kl. 14, kl. 9–14 hár- greiðsla. Félag eldri borgara Garðabæ. Æfing hjá Garðakórnum, kór eldri borgara Garða- bæ, mánudaga kl 17.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Söngfólk er hvatt til að koma og taka þátt í starfi með kórnum. Stjórnandi kórsins er Kristín Pjet- ursdóttir. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt kl. 10 billjard og kóræf- ingar kl. 10.30 tré- skurður kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13 Línudanskennsla kl. 18. Danskennsla í samkvæmisdönsum framh. kl. 19 og byrj- endur kl. 20.30. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun vinnustofur opnar kl. 9–16.30 m.a. gler- skurður kl. 13 boccia. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl. 10.50, leikfimi, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 postulíns- málun og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl. 14.15 spænska. fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga, kl. 9–15 fóta- aðgerð, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13–16.45 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálun. kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 dans- kennsla, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað, kl. 15.30 jóga. Gullsmárabrids. Brids að Gullsmára. Skrán- ing kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánudag- kvöld kl. 20. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19 brids. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Í dag er mánudagur 14. apríl, 104. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum. (Lúk. 11, 36.)     Baldvin Þór Bergssonfjallaði um sigur bandamanna á Írökum í pistli á Deiglunni á föstu- daginn. Hann segir að þótt fagna megi endalok- um harðstjórans Sadd- ams Husseins hafi nú tekið við mikið óvissu- tímabil í Írak. Uppbygg- ing landsins sé margra ára verkefni.     Baldvin Þór segir:„Þjóðir sem ekki tóku ábyrgð á eigin ákvörðunum í Örygg- isráði sameinuðu þjóð- anna hafa síðustu daga keppst um að fagna sigri Bandamanna á Saddam. Jafnframt hafa margir boðist til að taka þátt í uppbyggingunni undir fána Sameinuðu þjóð- anna. Þótt nauðsynlegt sé að sem flestir taki þátt í starfi næstu mánaða hlýtur sú spurning að vakna hvort Frakkar og Rússar séu ekki bara að tryggja olíuhagsmuni sína í Flóanum?“     Ennfremur segir hann:„Stríðinu er þó alls ekki lokið. Heimabær Saddams er næsta verk- efni en jafnvel er talið að um 80.000 hermenn verji bæinn. Auk þess má bú- ast við því að fámennir skæruliðahópar muni næstu árin ráðast gegn alþjóðlegu herliði sem og nýrri stjórn Íraks. Með markvissum aðgerðum og uppbyggingarstarfi er þó hægt að lágmarka slíkar árásir.     Hvað tekur við í Íraker óljóst á þessari stundu. Ógnaröld ríkir í landinu en lögregla hef- ur ekki verið starfhæf síðustu vikur. Reynsla bresku hersveitanna af löggæslu frá Norður- Írlandi getur komið sér vel enda nauðsynlegt að tryggja það að friður komist á sem fyrst og að nauðsynleg hjálpargögn berist fólkinu.     Matur, vatn og raf-magn ætti því að vera forgangsverkefni næstu vikna ásamt því að koma í veg fyrir frekari þjófnaði. Það krefst þess hins vegar að stór hluti heraflans fari í önnur verkefni en eiginlega framrás og beinan hern- að.     Þótt mannfall í stríði séávallt óæskilegt verður varla hjá því kom- ist. Óvíst er hversu margir hefðu horfið í Írak ef ógnarstjórn Saddams hefði fengið að halda áfram óáreitt eins og margir vildu.     Við hljótum þó að fagnaþví í sameiningu að búa í landi þar sem fólk er frjálst til að vera á móti aðgerðum stjórn- valda. Þetta frelsi er dýr- mætara en við áttum okkur á, frelsi sem allir ættu að hafa, frelsi sem íraska þjóðin mun öðlast innan skamms.“ STAKSTEINAR Nú tekur við uppbygg- ing í Írak Víkverji skrifar... isútvarpsins í gær: „Dimitering, það er þegar stúdentsefni gera sér glað- an dag í síðasta sinn fyrir prófa- lestur, fór úr böndunum í Mennta- skólanum við Sund í gær þegar hluti nemenda lét dólgslega í miðbæ Reykjavíkur og þrír skólapiltar handteknir fyrir líkamsárás.“ Víkverji dimitteraði sjálfur á sín- um tíma, en hann man ekki betur en sú hátíð hafi verið kölluð dimissjón. Íslenzk orðabók segir að dimissjón eða dimmissjón sé „gleðihátíð þeirra sem dimittera“ en getur hvergi um dimitteringu. Til fróðleiks má geta þess að þeir, sem dimittera, eru sam- kvæmt orðabókinni kallaðir dimitt- endar, dimittentar eða dimittantar. MS-ingarnir, sem lentu í steininum, voru með öðrum orðum bæði dimitt- entar og delinkventar. x x x VARLA verða haldnar nema þess-ar einu kosningar, þar sem Reykjavíkurkjördæmi er skipt í tvennt. Nú hefur verið ákveðið að Grafarholtshverfið, sem er sunnan þeirra viðmiðunarmarka, sem rætt var um að nota við afmörkun suður- og norðurkjördæmis, verði engu að síður í norðurkjördæminu til að íbúa- fjöldi sé sem jafnastur í kjördæm- unum tveimur. Ef það fjölgar meira á næstu fjórum árum í nýju hverf- unum í Grafarvogi en í Grafarholt- inu, er því líklegt að Grafarholtið færist í suðurkjördæmið. Víkverji veltir því fyrir sér hvað verði þá orð- ið um sjónarmið um lýðræðislega ábyrgð. Grafarholtsbúar munu ekki geta sagt skoðun sína á þingmönnum sínum með því að kjósa þá eða fella, af því að þeir verða komnir í annað kjördæmi. Þar geta þeir kosið eitt- hvert annað fólk, en geta ekki dæmt fólkið, sem hefur starfað fyrir þá í fjögur ár, af verkum þess. ENN fækkar bönkunum með sam-einingu Kaupþings og Bún- aðarbankans. Nú velta menn því að sjálfsögðu fyrir sér hvað nýi bankinn verði látinn heita. Nafn Bún- aðarbankans á sér langa sögu og nýtur væntanlega enn nokkurs trausts, en þykir kannski svolítið hallærislegt í hinum alþjóðlegu bankakreðsum. Kaupþing er nafn, sem hæfir verðbréfafyrirtæki, en passar ekki á viðskiptabanka. Kannski verður bankinn kallaður Búnaðarbankinn-Kaupþing, a.m.k. fyrst um sinn, en væntanlega kæm- ust menn fyrr en síðar að þeirri nið- urstöðu að slík nafngift væri harla óþjál – skemmst er að minnast þess er FBA var aftur skorið aftan af nafni Íslandsbanka, sjálfsagt með til- heyrandi kostnaði við að breyta skiltum, bréfsefnum o.s.frv. Hvaða bankanafn væri nú stutt, þjált og laggott? Einhver stakk upp á því í eyru Víkverja að nýi bankinn yrði bara kallaður Búnaðarþing. x x x VÍKVERJA kemur spánskt fyrirsjónir þegar menn tala um „dim- itteringu“. Þannig sagði á vef Rík- Morgunblaðið/Ómar Þessir dimittentar eru til fyrir- myndar. MIG langar til að vekja at- hygli á ferðaþjónustustað á landsbyggðinni sem heitir Langamýri í Skagafirði. Ég gisti þar fyrir stuttu ásamt fleira fólki. Staðsetn- ingin er mjög falleg og hús- næði og umhverfi sérlega skemmtilegt, heitur pottur og verði mjög í hóf stillt. En það eru þó ekki aðal- lega þessir hlutir sem eru mér minnisstæðir, þó svo að þeir væru mjög góðir. Það var ekki síst það hlýja og góða viðmót sem mætti okk- ur af hálfu starfsfólksins og mjög góður og vel útilátinn matur. Starfsfólkið lét sér mjög annt um okkur og lét það mjög greinilega í ljós að það skipti það miklu máli að okkur liði sem allra best. Ég gleymdi nokkrum smáhlutum þegar ég fór heim og hringdi ég í stað- arhaldarann og bað hann um að senda mér það og myndi ég að sjálfsögðu greiða sendingarkostnað- inn. Hann tók því mjög vel og sagði að það skipti ekki máli með sendingarkostnað- inn, ég fékk þessa hluti strax daginn eftir, mjög vandlega pakkaða inn í góð- an kassa og fallega kveðju með, og búið að greiða send- ingarkostnaðinn. Ég vil því þakka þessu frábæra fólki kærlega fyrir mig. Ingibjörg. Til að bæta kjör almennings NÚ þegar líða fer að kosn- ingum keppast forystumenn flokkanna við að lofa bætt- um kjörum til almennings sem er gott, það er kominn tími til að hinir almennu borgarar þessa lands fái að njóta þess góðæris sem sí- fellt er verið að tala um. Mig furðar hins vegar á að allir leiðtogar flokkanna tala einungis um skatta- lækkun og nefna það ekki að afnema verðtryggingu lána sem er hið eina raunveru- lega vandamál almennings. Allir vita að sú kjarabót sem komið hefur í hægri vasa al- mennings hefur verið tekin úr þeim vinstri með ein- hverjum hætti, t.d. með hækkun vaxta vegna auk- innar þenslu eða á einhvern annan hátt. Það sem mér býr í brjósti er: hefur enginn stjórnmálaflokkur það á sinni stefnuskrá að afnema verðbætur á lánum? Það er alveg sama hvað verður gert til að bæta kjör almennings ef þetta hróplega óréttlæti fær viðgengist. Við Íslendingar erum eina þjóðin í Evrópu ef ekki í öllum heiminum sem lætur slíka kúgun ganga yfir þegna sína. Við berjumst fyrir launahækkunum, skattalækkunum o.fl. en það er alveg ljóst að um leið og einhver árangur næst í að bæta kjör almennings í landinu þá er það tekið af okkur með okurvöxtum og verðtryggingu lána. Ég velti því fyrir mér hverjir stjórna landinu. Eru það stjórnmálamenn eða auðvaldið? Ég skora á for- ystumenn flokkanna að koma með alvöru loforð um bætt kjör landsmanna og af- nema verðtryggingu lána. Ég er alveg sáttur við að borga þá skatta sem ég hef gert, en hef fengið nóg af verðbótum og okurvöxtum. Kristinn Ingi Jónsson. Dýrahald Kasper er týndur KASPER er 8 ára fress, svartur og hvítur, með svarta leðuról. Hann er mjög mikil mannafæla og gæti verið í felum. Hann týndist í lok febrúar frá Álf- heimum þar sem hann var í pössun og gæti því verið hvar sem er.Þeir sem hafa orðið hans varir eða vita um afdrif hans hafi samband í síma 554 6730. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Langamýri í Skagafirði Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 allhvassan vind, 8 óskertar, 9 blossar, 10 slæm, 11 heimskingjann, 13 líkamshlutann, 15 troðningur, 18 metta, 21 sár, 22 eftirskrift, 23 gyðja, 24 óáleitnar. LÓÐRÉTT 2 álíta, 3 lági tanginn, 4 sívalningur, 5 endist til, 6 skipa niður, 7 hugsvala, 12 eyktamark, 14 fugl, 15 þjark, 16 býður byrginn, 17 opið, 18 sýkja, 19 látna, LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hagur, 4 gauða, 7 lítri, 8 rabba, 9 táp, 11 aðal, 13 æðin, 14 áferð, 15 bjór, 17 agða, 20 agg, 22 útlæg, 23 umráð, 24 auður, 25 túrar. Lóðrétt: 1 halda, 2 gutla, 3 reit, 4 garp, 5 umboð, 6 akarn, 10 ágeng, 12 lár, 13 æða, 15 bjúga, 16 óglöð, 18 gárar, 19 arður, 20 agar, 21 gust. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.