Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 32
UM HELGINA voru staddir á landinu liðs- menn úr Kjánaprika- hópnum sem stendur að sjónvarpsþátt- unum „Jackass“ og sýndir eru á SkjáEin- um. Engar ýkjur eru að segja að nokkuð hafi farið fyrir þeim Steve-O, Bam Marg- era og Ryan Dunne á stuttri dvöl þeirra, en auk þess að halda þrjár sýningar í Há- skólabíói komu þeir fram í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni, tóku upp efni fyrir þátt sinn í klungrum og fossum úti á landi og blönduðu geði við inn- fædda. Ísleifur Þórhallsson stóð að komu sprelligosanna til landsins: „Þetta gekk allt vel fyrir sig, og engin stórslys urðu – ótrúlegt en satt. Áhorfendur í Háskólabíói skemmtu sér konunglega og stemningin var gríðarlega góð í salnum.“ Ekki gekk þeim félögum þó að heilla stúlkurnar í Djúpu lauginni, enda segir Ísleifur að þeir hafi nú varla verið að reyna að falla í kram- ið. Þeir fengu þó tækifæri til að bæta ráð sitt og fóru út að borða með þremur stúlkum úr þættinum um helgina, en sýnt verður frá því stefnumóti í næsta Djúpulaug- arþætti. Einnig fúlsuðu þeir við sviðakjömmum og hákarli, – en eru þó þekktir fyrir annað en að vera matvandir. Þeir láta þó vel af dvöl- inni og skemmtu sér konunglega, að sögn Ísleifs. Hann segir jafnramt að þeir hafi átt nokkurri kvenhylli að fagna í för sinni og að það hafi eflaust ekki skemmt fyrir. Sýning þeirra gekk fyrir fullu húsi og augljóslega mikill áhugi fyrir að sjá þessa menn munda slökkvitæki, álstiga og heftibyssur á ótrúlegasta máta. „Þetta er sjón- arspil sem maður hefur aldrei séð áður,“ segir Ísleifur. „Og hálf- merkilegt fyrirbæri að búið sé að gera lifandi sýningu úr þessu.“ Öruggt má telja að myndskeið úr Íslandsförinni birtist í þáttunum frægu á næstu mánuðum. Ísleifur segir annars hafa gengið vel að hýsa kjánaprikin þrjú. „Ótrúlegt en satt þá var hótelherbergið óskemmt eftir þá þó það hafi ekki verið tandurhreint. Það var gaman að þeim og þeir voru til friðs þó að það hafi ekki beinlínis verið auðvelt að hafa stjórn á þeim – hefði helst þurft að hafa þá í bandi.“ Kjánaprikin kveðja Pétur Jóhann Sigfússon, kenndur við útvarpsþáttinn Dingdong, skemmti gestum með gamanmálum. Ekki gera þetta heima: Steve-O, kjánaprik, lék sér að því að halda álstiga í jafnvægi á höku sinni. L i ð s m e n n J a c k a s s s k e m m t u l a n d s m ö n n u m m e ð á h æ t t u b r ö g ð u m s í n u m u m h e l g i n a Popp og marblettir: Þau Friðrik Jónsson og Sunna Arnarsdóttir höfðu gaman af öllum bjánalátunum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson 32 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6 og 10.kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30.Sýnd kl. 6 og 8.kl.10.05. B.i 14.  HÖJ Kvikmyndir.com  SV MBL Sýnd kl. 9. B.i 12. ALMENNT MIÐAVERÐ 750 KR. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Spennandi og áhrifarík rómantísk stórmynd með Cate Blanchett (“Elizabeth”, “The Gift”) og Billy Crudup (“Almost Famous”) Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Kvikmyndir.is HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI sv mbl Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Tilboð 500 kr. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI setning sé óljós koma þeir eflaust aftur einhverntíma í nálægri framtíð. „Þeir vissu ekki við hverju átti að búast, en elska land- ið enda varð vistin framar öllum vonum.“ Ásgeir segir hópinn meðal ann- ars hafa farið í Bláa lónið og í vél- sleðaferð á Mýrdalsjökul þar sem hann hreppti fádæma gott veður. Með í för voru blaðamenn og ljós- myndarar frá blaðinu Bravo, og er von á myndasyrpu um Íslandsför- ina í því blaði. Ásgeir segir Scooter-liðum hafa líkað mjög vel vistin: „Þeir hafa verið starfandi í bransanum í 9 ár. Ef Ísland er ekki skemmtilegasti staður sem þeir hafa komið á, er það með þeim skemmtilegri. Eins og þeir orðuðu það sjálfir, eru þeir oft fegnir þegar svona tónleika- helgum lýkur og langar að drífa sig heim, en hefðu þeir fengið ein- hverju ráðið núna hefðu þeir bætt nokkrum dögum við dvöl sína.“ Ásgeir segir næsta víst að þeir komi aftur. Þó að nákvæm tíma- ÞAKIÐ ætlaði af Laugardalshöll á föstudag þegar Scooter-þríeykið hélt þar tónleika fyrir dansþyrsta. „Það var hrikaleg stemning,“ sagði Ásgeir Kolbeinsson þegar blaðamaður spurði hvernig til tókst, en Ásgeir flutti bandið inn: „Þetta var heilmikið sjónarspil og ég hef heyrt á fólki að það hafi varla komist í meiri stemmningu.“ Uppselt var á tónleikana, svo ætla má að um 5.500 manns hafi fylgst með þeim H.P. Baxxter, Jay og Rick, og dönsurunum þeirra. Ásgeir segir gólfið hafa verið pakkað fólki, og jafnvel stúkan líka: „Þeir sem vildu sjá sjón- arspilið keyptu sér kannski miða þangað, en þegar leið á tónleikana voru allir staðnir úr stólunum og farnir að dansa með.“ D a n s t ó n l i s t i n d u n a ð i h j á S c o o t e r á t ó n l e i k u m á f ö s t u d a g Tryllt tónlist Morgunblaðið/Árni Sæberg H.P. Baxxter lyftir hendi, til marks um að nú muni fjörið hefjast. Svona á þetta að vera: Ólmir aðdáendurnir lifðu sig augljóslega inn í tón- listina. „Þegar leið á tónleikana voru allir staðnir úr stólunum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.