Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 14. APRÍL BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VIÐTAL VIÐ SIGURÐ INGIMUNDARSON /B2, B3 Morgunblaðið/Kristján Björgvin Björgvinsson frá Dalvík hafði ástæðu til að fagna árangri sínum á Skíðamóti Íslands. Hann var sigurvegari í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppninni. Sjá umsögn um mótið á B6, B7. Fyrir leikinn var búist við knatt-spyrnuveislu af hálfu Lokeren þar sem lið Lommel er gjaldþrota og aðeins tveir atvinnu- menn eru eftir í röð- um félagsins. Leik- urinn líktist því meira æfingaleik en deildaleik. Rúnar skoraði strax á 3. mínútu og rétt á eftir var Marel felldur og dæmd vítaspyrna en Davidts mark- vörður varði frá Arnari Grétarssyni. Marel var aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark Lokeren fyrir Rúnar, 2:0. Rétt fyrir leikhlé skoraði Marel þriðja markið með fallegum skalla. Arnar Þór Viðarsson fékk fyrsta færi síðari hálfleiks þegar hann átti hörkuskalla í þverslá. Rúnar innsigl- aði þrennuna þegar hann var felldur utan vítateigs, tók aukaspyrnuna sjálfur og skaut yfir varnarvegginn og í bláhornið, 4:0. Tólfta mark Rún- ars í deildinni í vetur. Það var síðan Arnar Grétarsson sem átti lokaorðið, gerði fimmta markið eftir skemmti- legan samleik við Rúnar, og það var jafnframt 16. mark Arnars í deildinni. „Íslendingarnir fjórir voru lang- bestir í þessum leik,“ sagði Paul Put, þjálfari Lokeren, á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ekki ánægð- ur með aðra leikmenn liðsins og taldi að þeir hefðu ekkert viljað beita sér í leiknum. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að öll fimm mörk erlends at- vinnuliðs hafi verið íslensk. Þá var það reyndar einn og sami maðurinn sem gerði þau öll; Atli Eðvaldsson, núverandi landsliðsþjálfari, sem skoraði 5 mörk þegar Düsseldorf vann Frankfurt, 5:0, í þýsku 1. deild- inni fyrir 20 árum. Rúnar með þrennu fyrir Lokeren RÚNAR Kristinsson skoraði sína fyrstu þrennu sem atvinnumaður þegar Lokeren vann stórsigur á Lommel, 5:0, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Íslendingar skoruðu öll mörkin í leiknum því Arnar Grétarsson og Marel Baldvinsson sáu um hin tvö. Þau hefðu getað orðið fleiri því Arnar Grétarsson nýtti ekki víta- spyrnu snemma leiks – markvörður Lommel varði frá honum. Kristján Bernburg skrifar frá Belgíu Gísli til liðs við Gróttu/KR GÍSLI Guðmundsson, hand- knattleiksmarkvörður sem lék með Selfossi í vetur og var jafnframt þjálfari liðs- ins, hefur ákveðið að ganga til liðs við Gróttu/KR á næstu leiktíð en hann tók ákvörðun um það fyrir nokkru að flytja á höf- uðborgarsvæðið frá Sel- fossi. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR staðfesti þetta í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Gísli er góður markvörður með mikinn metnað auk þess að vera heilsteyptur persónu- leiki. Hann fellur því vel inn í okkar leikmannahóp,“ sagði Ágúst. Hlynur Morth- ens hefur varið mark Gróttu/KR undanfarin ár og heldur því áfram á næstu leiktíð að sögn Ágústs. „Koma Gísla verður bara til að auka breiddina í okkar leikmannahóp,“ sagði Ágúst og bætti því við að vel kæmi til greina að fá að minnsta kosti einn leikmann til viðbótar fyrir næstu leik- tíð. „Við erum að skoða okkar mál í rólegheitum, en það gæti alveg eins verið að fleiri handknattleiksmenn bætist í okkar hóp.“ Auk þess að leika með Selfossi var Gísli um nokk- urt skeið á milli stanganna í marki ÍBV. BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.