Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MICHAEL Jordan lýkur glæsilegum körfubolta- ferli sínum aðfaranótt fimmtudags. Það varð end- anlega ljóst um helgina þegar lið hans, Wash- ington Wizards, missti af síðasta möguleikanum á að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildar- innar. Washington lagði reyndar Miami að velli aðfaranótt laugardagsins, 91:87, en önnur úrslit gerðu vonir liðsins um að ná áttunda sætinu í Austurdeildinni að engu. Jordan, sem varð fer- tugur í febrúar, leikur síðasta heimaleik sinn gegn New York Knicks í nótt og kveður síðan endanlega með útileik gegn Philadelphia 76ers. „Ég vona að okkar menn taki á öllu sínu og vinni þennan síðasta heimaleik, ég vil svo gjarn- an að við sigrum í kveðjuleik Jordans á þessum velli,“ sagði Doug Collins, þjálfari Washington Wizards. Ferli Jordans lýkur í vikunni Michael Jordan Það ríkir mikill keppnisandi á æf-ingunum hjá okkur. Þrátt fyrir að aldursmunurinn sé allt að því 20 ár á þeim elsta og yngsta á æfingunum eru allir að stefna að sama marki. Að auki má ekki gleyma því að öllum finnst mjög gaman að mæta á æfing- ar og takast á við þau verkefni sem þar standa fyrir dyrum,“ segir Sig- urður Þorbjörn Ingimundarson, þjálfari körfuknattleiksliðs Keflvík- inga, sem fagnaði sigri á öllum þrem- ur vígstöðvum íþróttarinnar á nýaf- stöðnu keppnistímabili. Þrátt fyrir að vera aðeins 36 ára gamall er þetta í annað sinn sem Sigurði tekst að ná í alla þá titla sem í boði eru á hverju tímabili en það gerði hann keppnis- tímabilið 1996–1997. Sigðurður er menntaður sem kenn- ari og hefur starfað sem slíkur í ein þrettán ár en í vetur tók hann við starfi sem aðstoðarskólastjóri í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Þjálfarinn sigursæli sagði að hann myndi ekki leiða hugann að körfu- knattleik næstu vikurnar, einhverj- um tíma yrði varið til þess að njóta augnabliksins eftir glæsilegan vetur en síðan yrði að sinna „aðalmannin- um“ á heimili hans og Halldísar Jóns- dóttur sem eiga tveggja ára gamlan dreng Nóa að nafni sem á eina systur, Arndísi, sem er fimmtán ára gömul. Sigurður er fæddur 14. júní 1966 í Reykjavík en þar hefur hann aldrei búið, ólst að hluta til upp á Stokkseyri og flutti ellefu ára til Keflavíkur Sig- urður lék með liði Keflvíkinga sjálfur áður en hann tók við sem þjálfari af Jóni Kr. Gíslasyni en þeir hafa landað þeim titlum sem félagið hefur unnið að undanskildum fyrsta Íslands- meistaratitli félagsins árið 1989. „Allir leggja mikið á sig“ Spurður um gengi liðsins í vetur svaraði hann því til að mikill kraftur hefði einkennt leik liðsins auk þess sem gríðarleg samkeppni væri um stöðurnar. „Það eru mjög góðir leik- menn sem komast ekki í leikmanna- hóp liðsins og mér þykir vænt um það hve hart menn leggja á sig til þess að verða betri. Að auki hafa þeir sem ekki hafa fengið mörg tækifæri verið þolinmóðir og ekki farið í önnur lið.“ Sigurður bætti því við að mjög gaman væri á æfingum liðsins þar sem eng- inn vildi ganga af velli án þess að vera í sigurliði og skipti þá engu í hverju væri keppt. „Það stefna allir að sama marki og það er að standa uppi sem sigurvegari. Magnús Gunnarsson er gott dæmi um hvernig ungir leik- menn hafa tileinkað sér það hugarfar sem hefur einkennt okkar lið í gegn- um tíðina. Magnús var sá sem sá um vatnið þegar ég var að leika með lið- inu sjálfur og í dag leikur hann lyk- ilhlutverk ásamt mörgum af þeim leikmönnum sem skipuðu liðið á með- an hann var smápjakkur á bekknum með okkur.“ Á hliðarlínunni sem þjálfari tekur Sigurður þátt af lífi og sál – rökræður við dómara taka oftar en ekki sinn tíma auk þess sem gefa þarf leik- mönnum liðsins góð ráð. Sigurður segir að hann noti ýmislegt frá þeim þjálfurum sem hafi þjálfað hann í gegnum tíðina og noti það enn í dag. Mikill tími hafi farið í þróunarvinnu hjá honum sem þjálfara en nú hafi hann mjög heilsteyptar skoðanir á því hvernig hans lið eigi að spila körfu- knattleik. „Ég hef setið yfir ófáum myndböndum, lesið afar mikið og spjallað við marga aðila á undanförn- um árum. Ég er smátt og smátt að finna þá leið sem ég vil fara og hef nú mjög ákveðnar hugmyndir um hvað gagnist mér og liðinu best. Áhersla á grundvallaratriði Grundavallaratriði íþróttarinnar sagði Sigurður að væru mikilvægasti þátturinn auk þess sem hann legði áherslu á að leikskilningur leikmanna væri góður. „Þessa þætti legg ég áherslu á að allir kunni vel. Ef allir eru á sömu blaðsíðunni þá er auðveld- ara að keyra upp hraðann – taka lang- skot og gera þá hluti sem okkur þykir skemmtilegast að gera. Ég reyni síð- Keflvíkingurinn Sigurður Þorbjörn Ingimund „Mikil keppni á æfingum“ „Titlar eru það eina sem skiptir máli,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari körfuknattleiksliðs Keflvíkinga, er lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratit- ilinn í Grindavík sl. fimmtudagskvöld en undir hans stjórn landaði liðið öllum þeim titlum sem í boði voru á þessu keppnis- tímabili. Sigurður Elvar Þórólfsson sló á þráðinn og gerði heiðarlega tilraun til þess að fá „uppskriftina“ hjá nafna sínum að sigurgöngu Keflvíkinga í vetur. Þetta er í fyrsta skipti sem Ís-lendingur tekur sæti í stjórn EAA, en Jónas hefur á undanförn- um árum starfað í ýms- um nefndum á vegum EAA auk þess að hafa verið formaður FRÍ undanfarin sex ár. Hann er einn þriggja nýliða í stjórninni. Jónas segir að hann hafi unnið að framboði sínu um nokkurt skeið en ákvörðun um að stíga skrefið og gefa kost á sér hafi hann tekið á þingi frjálsíþróttasam- bands Norðurlandanna fyrir rúmu ári. „Þetta hefur verið erfitt en nú þegar þetta er að baki mikill léttir,“ segir Jón- as sem hlaut 28 atkvæði í kjörinu af 44 mögu- legum. Skaut hann m.a. Valery Borzov, fyrrverandi ólymp- íumeistara í spretthlaupum, aftur fyrir sig í kjörinu, en Borzov var einn sjö manna sem þurftu að bíta í það súra epli að ná ekki kjöri. Á þinginu var ákveðið að flytja höfuðstöðvar EAA til Sviss frá Þýskalandi. Er það gert til þess að lækka skattgreiðslur EAA sem hafa verið miklar í Þýskalandi, en EAA veltir um einum milljaðri króna á ári hverju. Þá var samþykkt á þinginu að veita stjórn EAA heimild til þess að skoða kosti þess og galla að Evrópumeistaramótin utanhúss verði haldin annað hvert ár í stað þess að þau hafa verið haldin á fjög- urra ára fresti til þessa. „Það fylgja því bæði kostir að galla að hafa Evr- ópumeistaramótin á fjögurra ára fresti. Kosturinn er sá meðal annars að það myndi auk tekjur EAA tals- vert en á móti kemur til dæmis að þá er ekki hjá því komist að mótin rekist á við Ól- ympíuleika. Þetta verður skoðað ofan í kjölinn á næstu miss- erum,“ segir Jónas. Einnig var ákveðið á þinginu að Evrópu- meistaramótin í maraþonhlaupi verði í framtíðinni skilin frá Evrópumótinu sjálfu. „Þessi sam- þykkt gefur okkur Ís- lendingum tækifæri á að halda Evrópu- meistaramótið í maraþonhlaupi, til dæmis í tengslum við Reykjavíkurmara- þonið,“ segir Jónas og bætir því við að einnig komi til álita að einhver hluti riðlakeppni Evrópukeppni landsliða verði haldinn hér á landi á næsta ári. Mótaþing EAA hér á landi Jónas segir verulegar líkur á því að árlegt mótaþing EAA verði hér á landi eftir hálft annað ár þar sem ákveðin verður mótskrá næstu ára þar á eftir verður ákveðin. „Þetta eru fjögur til fimm hundruð manna þing og því talsverður viðburður í íslensku íþróttalífi ef af verður sem góðar líkur eru á,“ sagði Jónas Eg- ilsson, formaður FRÍ og stjórnar- maður EAA. Jónas Egilsson, formaður FRÍ, kjörinn í stjórn Frjálsíþróttasambands Evrópu fyrstur Íslendinga Sigur frjáls- íþrótta á Íslandi „ÉG lít á þetta kjör mitt sem sigur fyrir frjálsíþróttir á Íslandi og sýnir að eftir því hefur verið tekið sem við höfum verið að gera á undanförnum árum,“ sagði Jónas Egilsson, formaður Frjáls- íþróttasambands Íslands, FRÍ, eftir að hann var á laugardaginn kjörinn í stjórn Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, til næstu fjögurra ára, á þingi þess í Aþenu í Grikklandi. Jónas var á meðal 20 karla og kvenna sem sóttust eftir 13 sætum í stjórn EAA og hlaut Jónas kosningu strax í fyrstu umferð kjörsins. Hann er eini Norðurlandabúinn í stjórninni en Dani sóttist eftir kjöri að þessu sinni en hlaut ekki brautargengi. Jónas Egilsson, formaður FRÍ, Frjálsíþróttasam- bands Íslands.  7 Íslandsmeistaratitlar sem þjálfari hjá Keflavík.  Kvennalið: 1992, 1993, 1994 og 1996.  Karlalið: 1997, 1999 og 2003.  6 Bikarmeistaratitlar.  Kvennalið: 1993, 1994, 1995 og 1996.  Karlalið: 1997 og 2003.  7 Deildarmeistaratitlar  Kvennalið: 1993, 1994, 1995 og 1996  Karlalið: 1997, 1999 og 2002.  4 Deildabikarmeistaratitlar  Karlalið: 1997, 1998, 1999 og 2003.  Meistarar meistaranna, karlalið árið 1998. 25 titlar þjálfarans UNDIR stjórn Sigurðar hefur Keflavíkurliðið verið í stöðugri framför frá því að liðið landaði Íslandsmeistaratitlinum síðast undir hans stjórn eða vorið 1999.  1998–1999 Íslandsmeistarar  1999–2000, féllu úr leik í átta liða úrslitum gegn Grindavík, 2:1.  2000–2001, féllu úr leik í und- anúrslitum gegn Tindastól, 2:3.  2001–2002, töpuðu í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn gegn Njarðvík, 0:3.  2002–2003 Íslandsmeistarar með því að leggja Grindavík að velli, 3:0, í úrslitum. Upp og nið- ur frá 1999 REYNIR Þór Reynisson handknatt- leiksmarkvörður hefur ákveðið að snúa heim til Víkings. Reynir hefur sl. þrjú ár verið í herbúðum Aftur- eldingar en þar áður lék hann með KA og Fram eftir að hann yfirgaf Víking fyrir sjö árum. „Ég hlakka til þess að leika með Víkingi. Þar er kominn til starfa nýr og öflugur þjálfari, Gunnar Magnússon, sem minnir mig um margt á Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara. Gunnar virðist hafa sama eldmóð- inn,“ sagði Reynir Þór, sem sagðist hafa sterkar taugar til Víkings eftir að hafa alist upp hjá félaginu og leikið með því upp í gegnum alla yngri flokkana. „Mér líst vel á það sem framundan er hjá Víkingi. Fé- lagið hefur yfir að ráða góðum kjarna af efnilegum handknatt- leiksmönnum sem hafa mikinn metnað. Vonandi get ég lagt mitt lóð á vogarskálina þannig að í framtíðinni getum við verið með í baráttunni um titla,“ sagði Reynir Þór sem stendur á þrítugu og á að baki allnokkra landsleiki. „Mér skilst að það standi fyrir dyrum að styrkja liðið eitthvað fyr- ir næstu leiktíð en það verður gert með því að stóla á brottfluttra Vík- inga, vonandi tekst okkur að fá þá sem flesta til baka aftur.“ Reynir Þór heldur „heim“ til Víkings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.