Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 B 3 CARLOS Marchena, varnarmaður spænsku meistaranna í knatt- spyrnu, Valencia, fékk að líta rautt spjald strax á fyrstu mín- útunni þegar lið hans fékk Osas- una í heimsókn í 1. deildinni þar í landi í gærkvöld. Marchena skellti John Aloisi, ástralska sókn- armanninum hjá Osasuna, sem var sloppinn einn inn fyrir vörn heimaliðsins í fyrstu sókn leiks- ins. En þrátt fyrir að vera manni færri í rúmlega 89 mínútur náði Valencia að knýja fram sigur því Miguel Mista skoraði, 1:0, strax á 7. mínútu leiksins og þar við sat. Rautt spjald á fyrstu mínútu an að lauma ráðleggingum að leik- mönnum, hvað megi bæta og að auki hver þeirra styrkur sé.“ Þjálfarinn leggur áherslu á að körfuknattleikur sé í eðli sínu einföld íþrótt og best sé að flækja hlutina ekki of mikið. Keflvíkingar fóru ýmsar leiðir í undirbúningi sínum fyrir átökin sl. sumar og stunduðu m.a. hnefaleika eða réttara sagt æfðu líkt og hnefa- leikarar. „Það er nauðsynlegt að dreifa álaginu og gera eitthvað nýtt og spennandi af og til. Það kom mér reyndar á óvart hve góð alhliða æfing það er að æfa hnefaleika,“ sagði Sig- urður en hann tók þátt í þeim æfing- um af krafti. „Ég reyni að halda mér í æfingu sjálfur en það sem skortir er meiri tími eins og hjá mörgum öðr- um.“ Að auki hafa margir leikmenn liðsins æft undir handleiðslu einka- þjálfara undanfarin misseri og segir Sigurður að þeir leikmenn hafi bætt sig mikið og þá sérstaklega líkams- styrk sinn. „Gætum gert góða hluti í Evrópukeppni“ Yfirburðir Keflvíkinga í úrslita- keppni Íslandsmótsins voru töluverð- ir þar sem liðið nýtti sér styrkleika sína á afar skynsamlegan hátt. Ed- mund Saunders og Damon Johnson herjuðu grimmt undir körfu and- stæðinga liðsins – og voru yfirburðir þeirra allmiklir. Árið 1999 tók sam- eiginlegt lið Keflvíkinga og Njarðvík- inga þátt í Evrópukeppni félagsliða og tókst það verkefni vel en var gríð- arlega kostnaðarsamt. Sigurður er ekki í vafa um að Keflvíkurliðið í dag myndi standa sig vel á erlendum vett- fangi en afar ólíklegt væri að farið yrði af stað í annað slíkt verkefni næsta haust. „Það er vart verjandi að tefla rekstri deildarinnar í tvísýnu með því að leika í Evrópukeppni en Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, hefur ekki veitt nægan fjár- hagslegan stuðning til liða sem taka þátt í fyrstu umferðum Evrópu- keppninnar.“ Vill fækka liðum í efstu deild Sigurður er sammála þeim sem hafa viðrað hugmyndir þess efnis að breyta þurfi keppnisfyrirkomulaginu í úrvalsdeild karla. „Ég er á því að eitthvað þurfi að gera á næstunni og þá fyrst að fækka liðunum í úrvals- deild. Að mínu mati mættu þau alveg vera átta alls en það er kannski of mikið stökk. Allavega þarf að fækka liðunum og ég tel að 1. deildin yrði sterkari með slíkri breytingu. Það eru lið í 1. deild í dag sem þurfa ekki að hafa mikið fyrir því að vera í hópi bestu liða. Ég vill sjá meiri kraft og elju í 1. deildinni þar sem baráttan um að komast í hóp átta bestu liða lands- ins væri hörð.“ Sigurður var ekki tilbúin að gefa úrslitakeppnina upp á bátinn að svo stöddu. „Úrslitakeppn- in er skemmtileg og ég vil ekki gefa hana uppá bátinn að svo stöddu. Fækkun liða væri ágætt skref í fyrstu en ég er hrifinn af þeirri hugmynd að stofna átta liða deild þar sem miklar kröfur yrðu gerðar til liðanna hvað varðar allt starf þeirra. Umgjörð leikja, yngri flokka starfið og fjármál- in þyrftu að vera í lagi til þess að fá að vera með í slíkri deild.“ „Landsliðið er í lægð“ Valur Ingimundarson, bróðir Sig- urðar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í vetur að banna ætti erlenda leik- menn í íslenskum körfuknattleik til þess að efla fjárhag liðanna og að auki að gefa íslenskum leikmönnum rými til þess að blómstra. Sigurður sagðist vera sammála bróður sínum að mörgu leyti. „Það er gríðarlegur kostnaður sem fylgir því að fá erlenda leikmenn til landsins og það er vissu- lega erfitt að reka deildirnar í dag sem áður. Hinsvegar þarf ekki annað en að skoða íslenska landsliðið sem að mínu mati hefur verið í lægð undan- farin misseri. Ég veit ekki hvaða leið er best til þess að efla íslenska leik- menn – að banna þá erlendu til þess að gefa þeim tækifæri til þess að vera aðalhlutverkum, eða að leyfa erlenda leikmenn til þess að íslenskir leik- menn fái aukna samkeppni og þurfi að leggja meira á sig til þess að verða betri. Það er ekki auðvelt að finna rétta svarið en ég tel að áhorfendur komi ekki á leiki til þess eins að fylgj- ast með tilþrifum erlendu leikmanna deildarinnar.“ „Golfið er næst- besta íþróttin“ Eins og áður segir hafði þjálfarinn hug á því að halda sig frá körfuknatt- leiknum á næstu dögum eða vikum og golfið myndi taka völdin í sumar. „Ég hafði ekki mikla trú á golfinu sem íþrótt fyrr en ég prófaði fyrir alvöru fyrir tveimur árum. Í dag myndi ég segja að golfið væri næstbesta íþrótt- in á eftir körfuknattleiknum.“ Sigurð- ur leikur á golfvelli GS í Leirunni og sagði að framfarirnar hjá sér væru merkjanlegar en hann taldi sig vera með um 20 í forgjöf. „Ég fylgist einn- ig með NBA-deildinni þar sem mitt lið er Boston Celtic en uppskeran hef- ur verið rýr hjá mínum mönnum frá því að Larry Bird hætti að leika. Að mínu mati lék Boston besta körfu- knattleik sem ég hef séð þegar Bird var uppá sitt besta. Liðsheildin var frábær og einstaklingarnir fengu að njóta sín.“ Aðstoðarskólastjórinn á einnig uppáhaldslið í ensku knatt- spyrnunni en hann sagði áhuga sinn ekki vera í líkingu við margra Íslend- inga – sem væri gríðarlegur. „Ég held með Liverpool og hef gert það í mörg ár en ég sit ekki yfir öllum leikjum enda fáum við að sjá fleiri leiki hér á landi en á Englandi!“ sagði Sigurður Ingimundarson. arson hefur verið afar sigursæll þjálfari og fagnað mörgum meistaratitlum ’ Ég er á því að eitt-hvað þurfi að gera á næstunni og þá fyrst að fækka liðunum í úrvalsdeild. Að mínu mati mættu þau al- veg vera átta alls en það er kannski of mikið stökk. Alla- vega þarf að fækka liðunum og ég tel að 1. deildin yrði sterk- ari með slíkri breyt- ingu. ‘ ’ Það eru mjög góð-ir leikmenn sem komast ekki í leik- mannahóp liðsins og mér þykir vænt um það hve hart menn leggja á sig til þess að verða betri. Að auki hafa þeir sem ekki hafa fengið mörg tækifæri verið þolinmóðir og ekki farið í önnur lið. ‘ Morgunblaðið/Kristinn. Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflavíkurliðsins, og Sigurður Ingimundarson fagna Íslandsmeistara- titlinum sem þeir tryggðu sér með sigrinum í Grindavík á dögunum. seth@mbl.is SIGURÐUR Ingimundarson hefur tíu sinnum fagnað Ís- landsmeistaratitli – þrívegis sem leikmaður og sjö sinnum sem þjálfari liða Keflavíkur í karla- og kvennaflokki. Sigurður var leikmaður með Keflavík sem vann Ís- landsmótið í fyrsta sinn árið 1989 og Sigurður var einnig í liðinu 1992 og 1993 er vann mótið á ný. Undir stjórn Sigurðar varð kvennaliðið fjórum sinnum að Íslandsmeisturum 1992, 1993, 1994 og 1996. Tíu Íslands- meistaratitlar ÍSLANDSMEISTARAMÓTINU í taekwondo sem haldið var í íþróttahúsinu í Austurbergi á laugardaginn var frestað um hálfan mánuð, þegar komið var að úrslitaviðureignunum. Ástæðan var sú að einn keppandinn féll með höfuðið í gólfið, eftir að hann missti jafnvægið í framhaldi af höggi sem hann hlaut. Þó að þetta hafi litið illa út, eru meiðsli hans ekki eins alvar- legt og leit út fyrir í fyrstu, og hefur viðkomandi náð sér nú þegar, eftir því sem greint er frá á taekwondo.is. Íslandsmótið í Poomse og Kyokpa verður haldið 26. apríl eins og ákveðið var, en úrslitabardagar, sem frestað var á laugardag- inn, í kyorugi, bardaga, verða haldnir 27. apríl. Íslandsmóti frestað vegna meiðsla ÍSLENSKU milliríkjadómararnir íhandknattleik, þeir Stefán Arn- aldsson og Gunnar Viðarsson, Ólaf- ur Haraldsson og Guðjón L. Sig- urðsson, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson hafa staðið sig með sóma í vetur á erlendri grundu og fengið mörg verkefni. Evrópska handknattleikssambandið, EHF- ,var að senda frá sér niðurstöður eftirlitsdómara frá því í september 2002 til loka febrúar 2003. Þeir Stefán og Gunnar dæmdu fimm leiki á þessu tímabili og er meðaleinkunn þeirra 85,2. Þá dæmdu þeir sem kunnugt er á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í októ- ber og í heimsmeistarakeppninni í Portúgal í janúar þar sem þeir fé- lagar urðu í efsta sæti sameig- inlega meðal dómara. Ólafur og Guðjón dæmdu einnig fimm leiki á umræddu tímabili og var með- aleinkunn þeirra 81,8. Þeir Anton og Hlynur hafa staðið í ströngu og dæmt 11 leiki og var meðaltal þeirra er 77,36. Meðaltal íslensku dómaranna er því 80,29 sem telst mjög gott en til gamans má geta þess að þegar 658 leikir höfðu verið leiknir á vegum EHF var meðaleinkunn dómara 78,87. Íslensku dómarapörin eru vel yfir meðaltalseinkunnum. Íslenskir dómarar fá góðan vitnisburð Gunnar Viðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.