Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 5
FÓLK KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 B 5 LÁRUS Orri Sigurðsson hélt táningnum Wayne Rooney al- gjörlega niðri í viðureign WBA og Everton á The Hawthorns á laugardaginn. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að Everton vann leikinn, 2:1, og minnkaði þar með veikar vonir Lárusar Orra og samherja á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Rooney hefur leikið margan varnarmanninn grátt á leiktíðinni þrátt fyrir ungan aldur en í Lárusi Orra fann hann fyrir ofjarl sinn með þeim afleiðingum að Rooney sást vart í leiknum, að sögn enskra fjölmiðla sem hældu Lárusi mjög fyrir frammistöðu sína að þessu sinni. Náði Rooney aðeins einu sinni að ógna marki WBA svo einhverju nam. Lárus Orri fékk gult spjald á 38. mínútu. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn sem komust yfir með marki Igors Balis úr vítaspyrnu. David Weir jafnaði metin fimm mínútum síðar og á síðustu mínútu skoraði markahrókurinn Kev- in Campbell markið sem reyndist skilja liðin að þegar upp var staðið. Með sigrinum heldur Everton sig í hópi efstu liða deild- arinnar. Lárus Orri hélt Rooney niðri Morgunblaðið/Kristinn Lárus Orri Sigurðsson í landsleik gegn Skotum.  PATRICK Vieira, fyrirliði Arsen- al, haltraði meiddur af velli er lið hans sigraði Sheffield United í bik- arkeppninni í gær. Aðeins eru tald- ar helmings líkur á því að hann geti verið með í toppslagnum gegn Man- chester United á miðvikudags- kvöldið.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, tilkynnti eftir bik- arleikinn í gær að David Seaman yrði áfram í röðum félagsins næsta vetur. Samningur Seamans rennur út í sumar og Wenger sagði að ekki væri ljóst hvort hann héldi áfram að spila, en hinsvegar væri frágengið að hann yrði markvarðaþjálfari hjá félaginu.  NEIL Warnock, knattspyrnu- stjóri Sheffield United, sendi Gra- ham Poll dómara kaldar kveðjur eftir leikinn gegn Arsenal í gær. Warnock taldi að lið sitt hefði átt að fá aukaspyrnu hinum megin á vell- inum rétt áður en Freddie Ljung- berg skoraði sigurmark Arsenal, auk þess sem Poll flæktist fyrir Michael Tonge, leikmanni Shef- field United, sem var á góðri leið með að bægja hættunni frá. „Svo brosa þessir menn endalaust, sama hvaða vitleysur þeir gera,“ sagði Warnock sem hefur almennt afar lítið álit á dómurum í ensku knatt- spyrnunni.  MARCUS Ällback, leikmaður Aston Villa, gæti verið á leið aftur til Hollands. Hann er a.m.k. efstur á óskalista Ronald Koeman, þjálfara Ajax. Ällback kom til liðs við Aston Villa sl. sumar frá Heerenveen í Hollandi en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit á knattspyrnuvöll- um Englands.  DAVID Moyes, knattspyrnustjóri Everton, á yfir höfði sér sekt í fram- haldi af því að hann var rekinn upp í áhorfendastúku á 38. mínútu leiks WBA og Everton á laugardaginn. Moyes varð alveg öskureiður þegar vítaspyrna var dæmd á hans menn á 18. mínútu. Sendi hann dómara og aðstoðarmönnum tóninn.  NOKKRU síðar kom upp atvik í leiknum þar sem Moyes þótti halla á sína menn helti hann á ný úr skálum reiði sinnar með þeim afleiðingum að hann varð að fylgjast með því sem eftir var af leiknum úr áhorf- endastúkunni.  KEVIN Keegan missti þolinmæð- ina gagnvart Robbie Fowler og Nicolas Anelka eftir rúmlega klukkustundarleik gegn Middles- brough á laugardaginn, en Keegan eyddi nærri 2,5 milljörðum króna í að kaupa til félagsins. Þeir félagar höfðu aðeins átt eitt skot á mark Middlesbrough á 64 mínútum og því var þeim báðum skipt út af á einu bretti og Jon Macken og Shaun Goater sendir til leiks. Það skipti engu máli en heldur voru þeir Macken og Goater líklegri til að skora en félagar þeirra. Fredrik Ljungberg skoraði einamark leiksins á 34. mínútu en það var Seaman sem að allra mati var hetja Arsenal. Sjálfur sagðist hann hafa haldið að boltinn hefði ver- ið kominn yfir marklínuna. „Ég hélt að þetta vær mark. Ég teygði út höndina og einhvern veginn tókst mér að komast í veg fyrir boltann og hindra að hann færi lengra,“ sagði Seaman, sem hreinlega mokaði bolt- anum af línunni. Tilþrif hans voru sögð þau mögnuðustu síðan Gordon Banks framkvæmdi „bestu mark- vörslu allra tíma,“ þegar hann varði skalla frá Pelé hinum brasilíska í lokakeppni HM árið 1970. Peter Schmeichel, jafnaldri Sea- mans og markvörður Manchester City, sagði í þætti BBC eftir leikinn að þetta væri besta markvarsla sem hann hefði séð á ævinni. „Oftast sláum við markverðirnir boltann í markið í þessari stöðu. Þetta var ótrúlegt. Seaman var ekki í jafnvægi, þurfti að kasta sér aftur á bak til að ná til boltans. Hann hlýtur að vera með skóflur í stað handa! Ég er afar ánægður fyrir hans hönd. Hann hef- ur mátt þola margs konar gagnrýni og var að snúa aftur eftir meiðsli, og svo gerir hann þetta í sínum þúsund- asta leik,“ sagði Schmeichel. Southampton í vandræðum með Watford Heiðar Helguson og félagar töp- uðu naumlega fyrir Southampton, 2:1, á Villa Park og misstu þar með af úrslitaleiknum og Evrópusæti, sem fellur Southampton í skaut. Heiðar lék allan leikinn með Watford og var nálægt því að skora strax á 5. mínútu þegar Paul Jones varði skalla hans með naumindum. Southampton er þar með komið í bikarúrslitin í fyrsta skipti frá 1976, þegar félagið lék í næstefstu deild, og lagði þá Man- chester United að velli í úrslitaleikn- um. Áður lék Southampton til úrslita árin 1900 og 1902 og tapaði í bæði skiptin, fyrir Bury og Sheff. United. Brett Ormerod kom Southampton yfir rétt fyrir hlé og átti drjúgan þátt í sjálfsmarki Watford-manna seint í leiknum. Marcus Gayle minnkaði muninn fyrir Watford, sem átti síst minna í leiknum. „Þetta er stærsti dagur lífs míns. Ég var búinn að bíða eftir marki frá því í október og þegar það loksins kom, var það í sigurleik í undanúr- slitum í bikarnum. En þetta var tæpt hjá okkur, við þurftum virkilega að hafa fyrir þessum sigri og eflaust telja leikmenn Watford að þeir séu óheppnir með þessi úrslit,“ sagði Ormerod, sem kom til Southampton frá Blackpool í fyrra. Reuters Heiðar Helguson, sem var í fremstu víglínu hjá Watford, rennir sér á boltann í baráttu við Matt Oakley, varnarmann Southampton, í bikarleiknum í gær. Markvörslu Seamans líkt við Gordon Banks MARKVARSLA hins 39 ára gamla Davids Seamans skyggði á allt annað í naumum sigri Englands- og bikarmeistara Arsenal á Sheffield United, 1:0, í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Sex mínútum fyrir leikslok varði Seaman á ótrúlegan hátt þegar Paul Peschisolido skallaði að marki Arsenal úr dauðafæri á markteig og kom í veg fyrir að 1. deildar liðið næði að jafna og knýja fram framlengingu. Það sem meira var, Seaman lék í gær sinn 1.000. leik á ferlinum sem atvinnumaður og hélt upp á það á einstæðan hátt. Hann sá til þess að það er Arsenal sem leikur gegn Southampton í úrslitum bikarkeppninnar í Cardiff hinn 17. maí. GUÐMUNDUR Steinarsson, knattspyrnumaður frá Kefla- vík, skoraði í gær sitt þriðja mark í fjórum fyrstu leikjum sínum með Brönshöj í dönsku 1. deildinni. Hann kom liðinu yfir gegn Frem en það dugði þó ekki því Frem, sem er í öðru sæti deildarinnar, vann að lokum, 2:1. Brönshöj er í 9. sæti af 16 liðum í deildinni, er með 22 stig eftir 19 umferðir. Guð- mundur skorar enn ÍTÖLSKU meistararnir í Juv- entus juku forskot sitt úr fimm stigum í sex í gærkvöld þegar þeir gerðu jafntefli, 2.2, við Bologna á útivelli. Lengst af stefndi í tap hjá toppliðinu því Julio Cruz og Tomas Loc- atelli komu heimaliðinu tveim- ur mörkum yfir. Undir lok leiksins náði Alessio Tacch- inardi að laga stöðuna fyrir Juventus og á síðustu sekúnd- unum tókst Mauro German Camoranesi að jafna metin. Filippo Inzaghi tryggði AC Milan sigur á grönnum sínum í Inter, 1:0, í Mílanóslag á laugardaginn. Þar með komst AC Milan uppfyrir Inter á hagstæðari markatölu og í annað sætið, en grannliðin tvö eru bæði sex stigum á eftir Juventus. Inter hefur ekki náð sigri í síðustu þremur leikjum sínum og möguleikar liðsins á fyrsta meistaratitli sínum í 14 ár fara þverrandi. Inzaghi skoraði markið á 62. mínútu og rétt á eftir var Ivan Cord- oba, kólumbíski varnarmað- urinn hjá Inter, rekinn af velli fyrir að brjóta gróflega á Serginho, brasilíska kant- manninum hjá AC Milan. Tvö mörk Juventus í blálokin BAYERN München hefur ákveðið að greiða til baka 3 milljónir evra, um 250 millj. króna, af þeim tekjum sem félagið fékk af leynisamningi sem það gerði við fyrirtækið sem á útsendingarréttinn frá þýsku knattspyrnunni. Samninginn gerði Bayern án þess að félög í 1. deild hefðu hugmynd um og tryggði félaginu hærri tekjur en hinn opinberi samningur kvað á um. Þegar málið komst í há- mæli snemma á árinu varð uppi fótur og fit meðal annarra liða í þýsku 1. deildinni enda var þar hermt að Bayern hefði fengið í sinn hlut sjöfalda þá upphæð sem félagið hefur nú ákveðið að greiða til baka. Meginhluti þess fjár sem Bayern greiðir nú til baka rennur til félags 1. deildarliða í Þýska- landi en um hálf milljón evra, rúmar 40 millj. króna, rennur í sjóð samtaka knattspyrnumanna. Bayern borgar til baka úr „leynisjóðnum“ STJÖRNURNAR í Real Madr- id eru mannlegar eftir allt saman. Það sást í gær þegar stórveldið frá Madrid fékk á sig fjögur mörk á fyrstu 34 mínútunum í toppslag gegn Real Sociedad og beið lægri hlut fyrir Böskunum, 4:2. Þar með er enn spenna í baráttunni um spænska meistaratitilinn því Real Sociedad og Deport- ivo La Coruna eru bæði þrem- ur stigum á eftir Real Madrid. Það var Darko Kovacevic sem lék Madrídinga verst en hann skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og staðan var 3:0 áður en Ronaldo kom Real Madrid á blað. Barcelona beið sinn fyrsta ósigur á heimavelli frá því Radomir Antic tók við liðinu í febrúar, 2:4 gegn Deportivo La Coruna á laugardags- kvöldið. Barcelona komst þó tvisvar yfir í fyrri hálfleik en varnarmenn liðsins réðu ekki við hollenska markaskorarann Roy Makaay sem skoraði tví- vegis fyrir Deportivo. Javier Saviola, sem gerði fyrra mark Barcelona, var rekinn af velli um miðjan síðari hálfleik, rétt eftir að Romero í liði Deport- ivo hafði fengið rauða spjaldið fyrir brot á honum. Baskarnir léku stjörn- ur Real Madrid grátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.