Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 9
Sebastian Alexandersson, Fram, 4 (þar af 2 til mótherja), 2 (1) lína, 2 (1) hraðaupphlaup. Magnús Gunnar Erlendsson, Fram, 4 (1), 1 (1) langskot, 1 (1) horn, 1 lína, 1 hraðaupphlaup. Bjarni Frostason, Haukum, 10 (þar af 4 til mótherja), 3 (2) lang- skot, 4 (1) horn, 2 (1) lína, 1 víti. Birkir Í. Guðmundsson, Haukum, 5 (2), 1 langskot, 1 (1) horn, 1 hraða- upphlaup, 1 (1) gegnumbrot, 1 víti. Þannig vörðu þeir HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 B 9 „ÞAÐ gekk nákvæmlega upp það sem við ætluðum okkur að gera. Framliggjandi vörnin var frábær og okkur tókst að koma í veg fyrir að Framararnir gætu hangið á boltanum og fengið aukaköst í tíma og ótíma. Þessi öfluga vörn braut Framarana algjörlega niður og ég tók líka eftir því að þeir virkuðu miklu þreyttari en mínir menn. Við ræddum um það fyrir leikinn að reyna að brjóta þá nið- ur strax í byrjun og það gekk eft- ir,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálf- ari Hauka. Viggó segir að stígandin sé góð í Haukaliðinu og hann hefur fulla trú á sínum mönnum í leikjunum við KA í undanúrslitunum. „Það verður gaman að fá að mæta Íslandsmeisturunum og við lítum þannig á dæmið að ef við vinnum okkar heimaleiki þá stönd- um við uppi sem Íslandsmeistarar í vor. Við fengum áminningu þegar við töpuðum á móti Fram hér á Ás- völlum og ég trúi því ekki að menn brenni sig á því aftur. KA-liðið er sýnd veiði en ekki gefin. Þetta er frískt og skemmtilegt lið og við- ureignir liðanna eru ávallt jafnar og spennandi. Við eigum KA- mönnum harma að hefna og menn eru ekki búnir að gleyma síðasta tímabili þegar við duttum út fyrir þeim í undanúrslitunum. Það er verst að þurfa að bíða svona lang- an tíma eftir þeim leikjum og ég verð að segja að öll framkvæmd á úrslitakeppninni hefur verið mjög döpur og tímasetningar á leikj- unum fáránlegar,“ sagði Viggó. Tapið góð áminning HEIMIR Ríkharðsson, þjálfari Framara, var eins og gefur að skilja daufur í dálkinn þeg- ar Morgunblaðið kom að máli við hann eftir að hans menn höfðu verið teknir í karp- húsið af leikmönnum Hauka. „Ég á bara enga skýringu á þessum ósköpum. Strákarnir virtust bara hreinlega ekki tilbúnir í leikinn þegar á hólminn kom og við hefðum alveg eins getað setið heima og horft á leikinn í sjónvarp- inu. Við hefðum líklega grætt meira á því heldur en að elta Haukana allan leikinn. Leik- menn mínir mættu ekki til leiksins og þeir voru áhorf- endur og létu Haukunum eft- ir að leika listir sínar. Upp- gjöfin var algjör og það var sárt að sjá að menn voru ekki tilbúnir að girða sig í brók þótt illa gengi. Við sýndum það í fyrstu tveimur leikj- unum að við eigum í fullu tré við Haukana þegar menn eru með hugann við verkefnið en því miður voru þeir það ekki hér í dag og skelfilegt að enda annars ágætan vetur með þessari jarðaför,“ sagði Heimir við Morgunblaðið. Hefðum betur setið heima „VIÐ mættum til leiks eins og Haukar eiga að vera. Við vorum ákveðnir og staðráðnir í að kom- ast áfram og það má segja að við höfum náð að brjóta þá niður snemma leiks. Við náðum feiki- lega góðri vörn og þeir áttu engin svör við henni og komust ekkert áleiðis,“ sagði Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, sem átti mjög góðan leik og skoraði 11 mörk. „Ég tel að við séum með besta liðið þegar við náum okkur á strik og vonandi er þetta það sem koma skal. Við eigum harma að hefna á móti KA-mönnum og ég get lofað því að við mætum grimmari til leiks á móti þeim heldur en í þessum leikjum á móti Fram. Við erum komnir á siglingu og ætlum okkur alla leið.“ Erum með besta liðið Framarar, sem voru hársbreiddfrá því að að slá Haukana út í öðrum leiknum í Framhúsinu á fimmtudaginn, voru eins og börn í hönd- unum á Haukunum langtímum saman og yfirburðir deild- armeistaranna voru algjörir og ótrúlegir miðað við viðureignirnar tvær á undan. Frábær vörn Hau- kaliðsins var sá múr sem leik- mönnum Fram tókst ekki að klífa í fyrri hálfleik og á meðan hver sóknin rann út í sandinn hjá Frömurum sölluðu Haukarnir inn mörkum í öll regnbogans litum. Haukar gripu til þess ráðs að spila 5:1 vörn þar sem Aron Kristjáns- son var í hlutverki „indíánans“. Það er skemmst frá því að segja að Framarar áttu ekkert svar við þessu útspili Haukanna og á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik má segja að úrslitin hafi ráðist. Sókn- arleikur Framliðsins sigldi í strand og Haukarnir refsuðu þeim grimmilega og skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupp- hlaupum. Svifaseinir liðsmenn Fram voru nánast eins og statistar og Haukarnir náðu á örskömmum tíma að gera út um viðureignina. Framarar voru yfir 3:2 eftir fimm mínútna leik en þá sögu Haukarnir hingað og ekki lengra og þegar staðan var orðin 15:5 og enn um sex mínútur til leikhlés var aðeins formatriði að ljúka leiknum. Síðari hálfleikurinn þróaðist út skotkeppni og markasúpu því áður en yfir lauk höfðu liðin skorað 45 mörk. Framarar skoruðu 20 þeirra en til að undirstrika yfirburði Haukanna skiluðu þau mörk litlu fyrir Fram því Haukarnir skoruðu 25 mörk í hálfleiknum og sigruðu með 16 marka mun. Haukaliðið verður varla dæmd af þessum leik enda mótspyrna Framara engin og uppgjöf þeirra bláklæddu var með ólíkindum. Það verður samt ekki tekið af Hauk- unum að þeir sýndu á köflum frá- bær tilþrif og þegar Hafnarfjarð- arliðið kemst í þennan ham er það illviðráðanlegt. Frábær varnarleik- ur Hauka í fyrri hálfleik var það sem gerði útslagið. Framarar komust hvorki lönd né strönd gegn afar hreyfanlegri vörn heima- manna og til marks um ráðaleysi Framara var tvívegis í fyrri hálf- leik dæmd töf á þá og þó svo Haukar hafi um tíma verið tveim- ur leikmönnum færri skoruðu þeir tvö mörk á móti einu. Aron Krist- jánsson var fremstur á meðal jafn- inga í liði Hauka. Aron stjórnaði spili sinna manna af festu, skoraði 9 mörk og nánast að vild og var sérlega lunkinn í varnarleiknum. Halldór Ingólfsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson áttu einnig mjög góðan leik en segja má að hvergi hafi verið veikan hlekk að finna í liði deildarmeistaranna sem verða að teljast líklegir til afreka haldi þeir áfram á þessari braut. Framliðið var sorglega lélegt og nánast óþekkjanlegt frá leikjunum tveimur á undan gegn Haukunum. Ekki stóð steinn yfir steini í leik Framara og ráðaleysið og vonleys- ið algjört í þeirra herbúðum. Framarar virtust hreinlega búnir á sál og voru ekki í stakk búnir til að mæta liði sem líkja mátti við sært dýr. Hann var því ansi dapur endirinn á tímabili Framara sem komu svo á óvart með því að leggja Hauka á Ásvöllum í fyrsta leiknum og voru nálægt því að gera það aftur og senda þar með Haukanna í sumarfrí í öðrum leiknum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, kominn í opið færi og á leiðinni að skora eitt ellefu marka sinna í leiknum við Fram á Ásvöllum í gær úr jafnmörgum skottilraunum. Haukar kaf- sigldu Framara HAUKAR sýndu Frömurum litla gestrisni þegar liðin áttust við á Ás- völlum í oddaleik í 8 liða úrslitum á Íslandsmóti karla í handknatt- leik í gær. Haukar voru betri á öllum sviðum íþróttarinnar og gjör- sigruðu Safamýrarliðið, 43:27, og líkt og á síðustu leiktíð mæta Haukarnir Íslandsmeisturum KA í undanúrslitum og þar eiga þeir rauðklæddu harma að hefna.                               ! "! #                      Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.