Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 12
 JÓHANN Þórhallsson skoraði þrennu fyrir Þór þegar liðið vann stórsigur á Stjörnunni, 7:3, í deildabikarkeppni KSÍ í Boganum á Akureyri á laugardaginn. Stjarnan hafði unnið KA, 3:0, á sama stað kvöldið áður.  MAGNÚS Karl Pétursson, markvörður Stjörnunnar, var rek- inn af velli strax á 14. mínútu en þá var staðan þegar orðin 2:0 fyrir Þór. Stjarnan var ekki með vara- markvörð og Rúnar Páll Sig- mundsson, sem leysti Magnús af hólmi í markinu, þurfti að sækja boltann fimm sinnum í netið.  OLGA Færseth skoraði fyrir ÍBV gegn sínum gömlu félögum í KR þegar Eyjakonur lögðu Ís- lands- og bikarmeistarana, 2:1, í deildabikar kvenna í Reykjanes- höll í gær. Olga fékk tækifæri til að skora annað mark en Anna Rún Sveinsdóttir, markvörður KR, varði frá henni vítaspyrnu.  VÍTASPYRNAN var dæmd á Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur, fyrirliða KR, sem um leið fékk sitt fyrsta rauða spjald á löngum knattspyrnuferli.  ATLI Sveinn Þórarinsson lék síðustu 5 mínúturnar með Örgryte þegar lið hans tapaði, 3:1, fyrir Elfsborg í annarri umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Örgryte hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni og situr á botninum en liðinu var spáð góðu gengi á þessu tímabili.  GUÐMUNDUR Viðar Mete lék allan leikinn með Norrköping sem tapaði óvænt á heimavelli fyrir Gefle, 2:3, í sænsku 1. deildinni í gær.  SVEINN Margeirsson, lang- hlaupari úr Skagafirði, bætti sinn fyrri árangur í 10.000 m hlaupi verulega þegar hann tók þátt í áskorendamóti Evrópu í Aþenu á laugardaginn. Sveinn hljóp á 30.37,78 mínútum og hafnaði í 29. sæti af 30 hlaupurum sem komust í mark. Áður hafði Sveinn hlaupið vegalengdina best á 30.47,06. Hann er þó enn nokkuð frá 27 ára gömlu Íslandsmeti Sigfúsar Jón- assonar, ÍR, 30.10,00.  PAULA Radcliffe, hlaupakona frá Bretlandi, kom fyrst kvenna í mark í Lundúna-maraþoninu í gær. Hún hljóp á 2.15.25 klst. sem er besti tími sem kona hefur náð í maraþonhlaupi. Hún átti gamla metið, það var 2:17:18 sett í Chicago í fyrra. FÓLK Þetta er í fyrsta skipti sem Flens-borg vinnur til verðlauna í þýska handknattleiknum þótt liðið hafi um nokkurra ára skeið verið í hópi bestu handknattleiksliða lands- ins og oft verið nærri sigri. Patrekur viðurkenndi að tapið væri sárt því þar með hefði síðasta tækifæri hans á að vinna til verð- launa með Essen runnið út í sandinn en Patrekur gengur til liðs við Bid- asoa á Spáni í sumar. „Möguleikinn var svo sannarlega fyrir hendi undir lokin en þetta átti bara ekki fyrir okkur að liggja að þessu sinni,“ sagði Patrekur og var ekki sáttur við dóm- ara leiksins. „margir dómar þeirra voru óskiljanlegur, einkum orkuðu nokkrir ruðningsdómar þeirra tví- mælis.“ Guðjón Valur var í byrjunarliði Essen og lék lengst af í fyrri hálfleik en náði sér lítt á strik og lék ekkert í síðari hálfleik. Patrekur var einnig í byrjunarliðinu. Hann fékk þungt högg á andlitið eftir um 20 mínútna leik og kom ekkert aftur við sögu fyrr en rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Hann lék meira og minna í vörn sem sókn eftir það. Hvorki Guðjóni né Patreki tókst að skora í leiknum. Patrekur sagði í samtali við Morgun- blaðið hann hefði ekki meiðst alvarlega við höggið og því getað snúið sér að leiknum á nýjan leik eftir að hafa notið aðhlynningar. Flensburg tók frum- kvæðið strax í byrjun leiks og hafði forystu allan leikinn, 16:12, í hálfleik. Síðari hálfleik- ur hófst líkt og sá síðari endaði með því að Flensburg hafði töglin og hagldirnar. En sjálfstraust leikmanna Essen jókst smátt og smátt, ekki síst eftir að Patrekur kom inn í liðið á nýjan leik. Þegar hálf sjöunda mínúta var eftir tókst Essen, að jafna metin í fyrsta sinn, 24:24. Eftir það var leikurinn í járnum og að loknum venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 27:27, en rúmri mínútu fyrir leikslok fengu leikmenn Essen mögu- leika á að taka forystu í fyrsta sinn í leiknum. Það tókst ekki. Taugar leikmann voru þandar til hins ýtrasta í fram- lengingunni og mátti engu muna að sigurinn gengi Flensborg úr greipum. Þá gekk lukk- an í lið með þeim í síð- ustu sókn Essen, ein misheppnuð sending og Christiansen nýtti sér það til að skora sigur- markið við mikinn fögnuð nokkuð þúsund stuðningsmanna sem lengi hafa beðið eftir sigri liðsins á einhverjum mótanna á heimavígstöðvum. Þetta var jafn- framt síðasta tækifæri þjálfara liðs- ins Erik Veje Rasmussen til þess að vinna til verðlauna með liðið en hann hættir með það í sumar og flytur heim til Danmerkur. Loks kom röðin að Flensborgarliðinu FLENSBORG vann Essen, lið Patreks Jóhannessonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar, 31:30, í framlengdum úrslitaleik í þýsku bik- arkeppninni í handknattleik í Hamborg að viðstöddum tæplega 12.000 áhorfendum. Daninn Lars Christiansen skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok úr hraðaupphlaupi eftir að leik- menn Essen misstu boltann í sókn. „Það er alltaf sárgrætilegt að tapa úrslitaleikjum en við þessu er ekkert að gera, við lögðum okk- ur fram í leikinn en því miður þá nægði það ekki að þessu sinni,“ sagði Patrekur, fyrirliði Essen, í samtali við Morgunblaðið í leikslok. Patrekur Jóhannesson Erla skoraði tvö mörk ERLA Hendriksdóttir skoraði tvö mörk þegar lið hennar, FV Köbenhavn, burstaði B 1921 í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 9:0, um helgina. Erla hefur þá gert þrjú mörk í tveimur fyrstu leikjum liðsins í deildinni eft- ir vetrarfríið. FV Köbenhavn er í fimmta sæti af átta liðum í deildinni, með 22 stig eftir 14 leiki, sjö stigum á eftir OB sem er í öðru sæti en sextán stigum á undan næstu liðum sem eru Vejle og B 1921. Guðlaug Jónsdóttir, sem einnig er á mála hjá FV Köb- enhavn, er í barneignafríi og leikur ekkert með liðinu það sem eftir er tímabilsins. MIKE Weir varð í gærkvöld fyrsti Kanadamaðurinn í sögunni til að sigra á Mastersmótinu í golfi. Weir og Bandaríkjamaðurinn Len Matt- iace urðu efstir og jafnir að lokn- um fjórða og síðasta hringnum, á 7 höggum undir pari vallarins í Aug- usta, og þurftu því að heyja bráða- bana um sigurinn, þann fyrsta á mótinu í 13 ár. Weir, sem lék loka- hringinn á 68 höggum og sýndi stáltaugar á síðustu holunum eftir að Mattiace hafði lokið keppni, sigraði á fyrstu holu bráðabanans og tryggði sér þar með efsta sætið. Hann er fyrsti örvhenti kylfing- urinn í 40 ár sem vinnur mótið. Þetta er fyrsti stóri titillinn sem Weir vinnur á ferlinum en hann hefur unnið sex sinnum á PGA- mótaröðinni – þrisvar á þessu ári. „Þetta tók á taugarnar, ég hef ekki verið svona óstyrkur síðan ég sá Kanada vinna Ólympíugullið í íshokkí í Salt Lake City. Ég reyndi að taka mig saman í andlitinu fyrir hvert einasta pútt, enda eru þau öll mjög erfið á þessum velli,“ sagði Weir við verðlaunaafhend- inguna. Tiger Woods, meistari tveggja síðustu ára sem samkvæmt hefð klæddi Weir í græna jakkann, sig- urtáknið, að leikslokum, náði aldr- ei að blanda sér í baráttuna um efstu sætin. Honum gekk illa fram- an af og slapp naumlega í gegnum niðurskurðinn eftir annan hring. Hann lék glæsilega á þriðja hring og nálgaðist þá efstu menn óð- fluga en náði ekki að fylgja því eft- ir í gær og hafnaði í 15.–20. sæti, tveimur höggum yfir pari. Weir fyrsti kanadíski meistarinn Reuters Tiger Woods, sigurvegari tveggja síðustu ára á bandaríska Mastersmótinu í golfi, klæðir Mike Weir, meistarann í ár, í græna jakkann, sigurtákn mótsins. Weir sigraði Len Mattiace í bráðabana í gærkvöld en þeir urðu efstir og jafnir á mótinu að fjórum hringjum loknum.■ Úrslit/B11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.