Morgunblaðið - 16.04.2003, Side 1

Morgunblaðið - 16.04.2003, Side 1
Stríð í Írak: Sharon segir Sýrlandsforseta hættulegan  Uday haldinn fýsn í konur, áfengi og nautnalíf 16/18 STOFNAÐ 1913 104. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ECCOES OF THE WORLD ® VO R / S U M A R 2 0 0 3 ECCOblaðið fylgir Morgunblaðinu í dag UM áttatíu fulltrúar hinna ýmsu fylkinga í Írak – súnní-múslima, shía-múslima, Kúrda og stjórnar- andstæðinga sem verið hafa í út- legð – hétu í gær að vinna að því að koma á lýðræði í landinu. Vilja þeir að Írak verði lýðræðislegt sam- bandsríki. Þá lögðu þeir áherslu á að Írakar yrðu sjálfir að kjósa eigin leiðtoga. Bandaríkjamenn boðuðu til fundar leiðtoganna. Fulltrúar á fundinum, sem hald- inn var í Ur í Suður-Írak, urðu sam- mála um að hittast á ný eftir tíu daga. Þeir sendu frá sér yfirlýsingu í þrettán liðum en þar er því heitið að lýðræðisskipan verði komið á í Írak og að í framtíðinni skipist menn ekki í stjórn eftir því hvaða trúdeild þeir tilheyra. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að Írak verði sambandsríki og að lög og regla skuli gilda þar. Enn- fremur lýstu fundarmenn þeirri skoðun að leysa þyrfti upp Baath- flokk Saddams Husseins, sem farið hefur með völdin um áratugaskeið. Zalmay Khalilzad, sendimaður Bandaríkjastjórnar, stýrði fundin- um. Sagði hann fundarmönnum að Bandaríkin hefðu „alls ekki í hyggju að stjórna Írak“ nú þegar Saddam hefur verið steypt af stóli. „Við viljum að þið mótið ykkar eigin lýðræðisskipan er byggist á hefð- um og gildum Íraka,“ sagði hann. Enginn fulltrúi var á fundinum frá Sameinuðu þjóðunum. Er enn óljóst hvaða hlutverk Bandaríkja- stjórn ætlar SÞ – ef eitthvert – við uppbyggingarstarf í Írak. Þá sótti Ahmed Chalabi, leiðtogi Íraska þjóðarráðsins, ekki fundinn en hann hefur nú lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til póli- tískra starfa í Írak. Íraska þjóðar- ráðið eru stærstu samtök útlægra stjórnarandstæðinga og hafði þótt líklegt að Chalabi yrði næsti leið- togi Íraks. Hafna banda- rískum afskiptum Stærstu samtök shía-múslima, Íslamska byltingarráðið í Írak, sendu ekki fulltrúa á fundinn í gær og fóru forvígismenn þeirra hörð- um orðum um afskipti Bandaríkja- stjórnar. Eru þeir ósáttir við áform stjórnvalda í Washington að skipa hershöfðingjann fyrrverandi, Jay Garner, yfir borgaralega bráða- birgðastjórn í Bagdad. „Írak þarfnast íraskrar bráða- birgðastjórnar. Allt annað er átroðningur á rétti írasks almenn- ings og markar afturhvarf til ný- lendutímanna,“ sagði Abdul Aziz Hakim, fulltrúi samtakanna en að- albækistöðvar þeirra hafa verið í Íran. Um tuttugu þúsund shía-músl- imar héldu mótmælafund í Nasir- iya, sem er skammt frá Ur, vegna þess sem þeir álíta tilraunir Banda- ríkjamanna til að hafa áhrif á myndun nýrrar stjórnar í Írak. „Við viljum ekki Bandaríkin, við viljum ekki Saddam,“ hrópuðu þeir en shía-múslimar, sem eru í meiri- hluta í Írak, áttu undir högg að sækja í stjórnartíð Saddams, sem er súnní-múslimi. Lýstu mótmælendur því m.a. yf- ir að þeir kærðu sig ekki um að Chalabi fengi leiðtogahlutverk, en jafnan er talið að hann njóti ein- dregins stuðnings bandaríska varn- armálaráðuneytisins til slíkra starfa. AP Shía-múslimar mótmæla íhlutun Bandaríkjamanna í írösk stjórnmál á fundi í Nasiriya í gær. Um 20 þúsund manns tóku þátt í mótmælunum. Írak verði lýðræðis- legt sambandsríki Leiðtogar fylkinga í Írak áttu fund – hittast aftur að tíu dögum liðnum Ur, Nasiriya. AFP, AP. AÐ minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið og um sextíu til við- bótar særst þegar bandarískir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hafði komið saman í borginni Mosul í norðurhluta Íraks í gær. Atburðurinn átti sér stað þar sem Mashaan al-Juburi, sem Bandaríkjamenn hafa skipað héraðsstjóra í Mosul, var að ávarpa hóp fólks. Gerðist fólkið smám sam- an fjandsamlegt í garð al-Juburis en hann er hlynntur veru Bandaríkjahers í Írak. Talsmaður Bandaríkjahers sagði að skotið hefði verið á hermennina, þeir hefðu ekki skotið á mannssöfnuðinn. Tólf falla í Mosul Mosul. AFP. ABU Abbas, palestínskur hryðjuverkaleið- togi sem skipulagði rán á farþegaskipi á Miðjarðarhafi árið 1985, hefur verið hand- tekinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Háttsettur banda- rískur embættismaður greindi frá þessu í gær- kvöldi og kvað Abbas, sem heitir réttu nafni Mohammad Abbas, í vörslu bandaríska her- liðsins í borginni. Fjórir vopnaðir menn rændu ítalska farþega- skipinu Achille Lauro er það var á siglingu á Miðjarðarhafi í októ- bermánuði árið 1985. Hryðjuverkamennirnir höfðu skipið á valdi sínu í tvo daga. Þeir myrtu einn far- þeganna, 69 ára gamlan Bandaríkjamann sem bundinn var við hjólastól, og vörpuðu líkinu fyrir borð. Loks féllust þeir á að halda frá borði gegn því að fá að fara frjáls- ir ferða sinna. Bandaríkjamenn neyddu þotu sem átti að flytja mennina frá Egypta- landi til Túnis til að lenda á Ítalíu. Þar voru mennirnir dæmdir. Abu Abbas var dæmd- ur að honum fjarstöddum og fékk fimm- faldan lífstíðardóm. Abu Abbas handtekinn Washington. AFP. Abu Abbas COLIN Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær að ráðamenn vestra hefðu ekki uppi áform um frekari hernað gegn ríkjum í Mið-Austurlöndum. Powell sagði á blaðamannafundi að Bandaríkin vildu tryggja að lýðræði fengi að blómstra í Mið-Austurlöndum. Það væri hins vegar hverrar þjóðar að velja sér leið að þessu markmiði. Enginn „listi“ væri til í Bandaríkjunum yfir þau ríki sem réttlæt- anlegt þætti að fara með hernaði gegn. Vís- aði ráðherrann á þennan veg til Sýrlend- inga sem Bandaríkjamenn saka um að hafa aðstoðað hátt setta menn að flýja frá Írak og að ráða yfir gereyðingarvopnum. Í arabaríkjum og víðar óttast margir að Bandaríkjamenn hyggi á hernað gegn Sýr- lendingum og jafnvel Írönum. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að með falli Íraksstjórnar hefðu „hryðjuverkaöflin misst bandamann“. Bush lýsti ekki yfir sigri í stríðinu og kvað mikið verk óunnið. Byggja þyrfti samfélag- ið upp og skapa grundvöll fyrir því að íraska þjóðin gæti sjálf ráðið framtíð sinni. . Áforma ekki frekari hernað ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.