Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 2
AUKINN HAGVÖXTUR Þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins gerir ráð fyrir 2,75% hagvexti á árinu. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra segir að „það sem er til skiptanna í þjóðfélaginu“ muni aukast um 15–20 milljarða ef spárn- ar gangi eftir. Milljón lóur á landinu Lóur verða líklega orðnar ein milljón talsins hér á landi í haust og spóar 750 þúsund, samkvæmt nið- urstöðum umfangsmikillar rann- sóknar Náttúrufræðistofnunar Ís- lands. Sendir efni til A-Evrópu Sjónvarpið er að taka saman efni sem sent verður til Eystrasaltsland- anna og Balkanskaga gegn vægu gjaldi. Um er að ræða fjórtán stuttar barnamyndir og fjóra lengri þætti og myndir. Ný heilsustöð í Laugardal Áætlað er að ný heilsumiðstöð verði opnuð í Laugardal 2. janúar 2004 en búið er að ganga frá fjár- mögnun hennar. Kostnaður er áætl- aður 2,5 milljarðar. Afmæli lögreglunnar Í gær voru liðin 200 ár síðan hin einkennisklædda lögregla var sett á fót hér á landi. Af því tilefni opnaði dómsmálaráðherra sérstaka sögu- sýningu í húsakynnum ríkislög- reglustjóra á Skúlagötu. Hún verður opin almenningi til 22. júní. FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is Gleðilega páska Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra páska.  ELSA RALLARI  JEPPAHORNIÐ  KVARTMÍLAN GRAND VITARA  ÁLFELGUR  DÍSILBÍLAR  RANGE ROVER REYNSLUEKIÐ aflmikill borgarjeppi Yf ir l i t FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 21.00 í kvöld Í dag Sigmund 8 Umræðan 30/31 Viðskipti 12 Minningar 38/41 Erlent 16/21 Staksteinar 52 Höfuðborgin 24 Bréf 50 Akureyri 24/25 Kirkjustarf 49 Suðurnes 26 Dagbók 52/53 Landið 27 Fólk 56/61 Listir 28/29 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 36 Veður 63 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „Vor/sumar 2003“ frá ecco. Blaðinu er dreift um Suðvest- urland og á Akureyri. ÁFENGISSALA hér á landi jókst um 6,6% á milli áranna 2001 og 2002 eða úr 17,5 milljónum lítra í 18,6 milljónir lítra, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Ef miðað er við hreinan vínanda var salan 1.445 þús. lítra árið 2002 og var 3,4% meiri en árið áður. Þannig nam salan á hvern íbúa landsins 15 ára og eldri 6,53 alkó- hóllítrum og jókst um 3,3% frá árinu áður. Mest söluaukning á blönd- uðum drykkjum og léttvíni Sala á sterku áfengi dróst sam- an um 5,4% milli áranna 2001 og 2002 en sala á bjór jókst um 6,4%. Sala á léttvíni jókst þó enn meira eða um 11,8%. Sala á rauðvíni jókst um 14% og er hlutur víns frá Frakklandi og Chile þar stærstur eða tæplega 25% frá hvoru landi um sig. Einnig jókst sala á hvít- víni, um 7,5%, og var franskt vín þar söluhæst með 27% en ítalskt vín og ástralskt kom þar næst á eftir. Þá jókst sala blandaðra drykkja um 37% en stór hluti þeirra er til- búnar blöndur, seldar á svipuðum flöskum og gosdrykkir. Í þessum tölum er ekki meðtalið það áfengi sem ferðamenn eða áhafnir skipa og flugvéla flytja með sér inn í landið. Sala á áfengi á Íslandi árið 2002 Hver íbúi keypti 6,5 lítra af vínanda ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á stjórn- málafundi í Borgarnesi í gærkvöld það blasa við að 95% allra hjóna greiddu hærri tekjuskatt en árið 1995. Hinir lægstlaunuðu væru allt í einu farnir að greiða skatt, þann- ig væru aldraðir og öryrkjar að greiða einn milljarð króna í tekju- skatt. „Ef þeir sviku þessi loforð, hvers vegna ættum við að telja að þeir ætli að efna loforðin núna?“ spurði Össur. Össur sagði eitt mál hafa komið upp í umræðunni sem sýndi í hnot- skurn hver „örvænting“ ríkis- stjórnarinnar væri, þ.e. orð Davíðs Oddssonar um að hægt sé að auka þorskkvótann um 30 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Röskur mánuð- ur væri þar til að Hafrannsókna- stofnun ætti, reglum og hefðum samkvæmt, að gefa út yfirlýsingu um kvóta næsta árs. „Bakgrunn- urinn er sá að fyrir þremur vikum sagði forstjóri Hafrannsóknastofn- unar að það væri stílbrot að leggja til kvótaaukningu. Það sagði hann á grundvelli sömu gagna og for- sætisráðherra hefur nú. Af hverju gerði hann þetta? Jú, hann er að tapa kosningum. Þetta köllum við pólitískar atkvæðaveiðar. Þetta grefur ekki aðeins undan stjórn- málunum heldur einnig stjórnkerf- inu sjálfu. Með hvaða hætti eigum við að taka yfirlýsingum og ráð- leggingum Hafró þegar þær koma?“ spurði Össur og sagði for- stjóra Hafró hægt og bítandi hafa dregið í land. „Vesalings“ dreng- urinn hefði fengið „leiftursnögga skipun með bláu hendinni“. Þetta væri enn eitt dæmið um þann stíl og vald sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði lýst í Borgarnesi fyrir tveimur mánuðum. Það vald sem þá hefði verði lýst væri illa komið í þeim höndum sem það væri núna. Össur sagði það sérkennilegt að Davíð Oddsson væri farinn að mynda nýja ríkisstjórn í opinber- um sjónvarpsumræðum. Það sýndi að Davíð væri farinn að skynja lyktina í loftinu um að ríkisstjórnin væri að hverfa frá völdum. Hann sagði hverja könnunina á fætur annarri sýna ríkisstjórninni „inn í myrkrið“ og stjórnarflokkarnir fyndu að þeir væru að tapa völdum sínum. Össur sagði Davíð vera allt ann- an mann nú en er hann starfaði með honum í ríkisstjórn 1991 til 1995. Þá hefði hann ávítað aðra flokka fyrir að gefa loforð sem ekki væri hægt að standa við. Hann hefði talað um „loforðaskvaldur“ og það væri gamaldags að efna til pólitískra uppboða. Efaðist Össur um að Davíð gæti staðið við gefin loforð um skattalækkanir án þess að skerða útgjöld ríkisins. „Við spyrjum forsætisráðherra: Hvar ætlar hann að skera niður? Forsætisráðherra sem talar svona verður að standa þjóðinni skil á því hvernig loforðin verða efnd. Ætlar hann að slá lán eða skera niður? Hvar á að skera niður? Í mennta- málum eða heilbrigðismálum?“ „Efndirnar engar“ Össur sagði að í ályktunum landsfundar sjálfstæðismanna væri að sjá „nakta einkavæðingu“. Þetta væru vísir og lykill að stéttskiptu samfélagi. Hingað til hefðu allir flokkar verið einhuga um að ekkert mætti gera í íslensku samfélagi sem gæti leitt til þess að stétt- leysið og jafnréttið yrði rofið. „Davíð Oddsson og Sjálfstæðis- flokkurinn eru að rjúfa þjóðarsam- stöðu um stéttlaust samfélag. Það eru alvarleg tíðindi,“ sagði Össur. Hann tók dæmi um þrjú loforð sem hann minntist að ríkisstjórnin hefði gefið 1995, þ.e. að hækka barnabætur, lækka tekjuskatt og hverfa frá tekjutengingu lífeyris- greiðslna. Efndirnar væru engar og á grundvelli talna frá Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefði rík- isstjórnin skert barnabætur um 8 milljarða króna. „Ríkisstjórnin hef- ur plokkað af ykkur og íslenskum almenningi sem svarar tvennum jarðgöngum á landsbyggðinni.“ Morgunblaðið/Sverrir Jóhann Ársælsson ávarpaði fund Samfylkingarinnar í gærkvöld en aðal- ræðumenn voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson. Össur Skarphéðinsson á fundi Samfylkingarinnar í Borgarnesi Segir 95% hjóna greiða hærri tekjuskatt núna en árið 1995 HLUTABRÉF í bresku verslunar- keðjunni Somerfield hækkuðu um meira en 20% þegar forsvarsmenn fyrirtækisins staðfestu í gær að áhugi hefði verið sýndur á að yf- irtaka félagið. Í breskum netmiðl- um var sagt að Baugur væri lík- legur til að gera tilboð en talsmaður Baugs segir að fyrir- tækið hafi ekki verið í sambandi við breska félagið. Somerfield er með bækistöðvar í Bristol og rekur 588 Somerfield- verslanir og 686 Kwik Save-búðir. Gengi hlutabréfa félagsins fór nið- ur í 44 pens á hlut í október sl., en hækkaði um 16 pens í gær og fór í 90 pens. Haft er eftir breskum verðbréfasala að fyrirtækið sé metið á um 540 milljónir punda eða 100 til 110 pens á hlut, en Somerfield er sjötta stærsta versl- unarkeðja Bretlands með um 56.000 starfsmenn. Í yfirlýsingu frá Somerfield seg- ir jafnframt að hugsanleg yfirtaka sé háð mörgum þáttum og óvíst að tilboð verði gert. „Við höfum ekki verið í sambandi við félagið að undanförnu. Við erum hins vegar eigendur að þremur prósentum í félaginu og fylgjumst þess vegna vel með því sem gerist hjá því, eðli málsins samkvæmt,“ segir Jón Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Baugs ID. Segja Baug hafa áhuga á Somerfield SAMKOMULAG hefur tekist milli Grímsnes- og Grafningshrepps, lög- reglunnar í Árnessýslu, sem auk löggæslu annast einnig sjúkraflutn- inga í sýslunni, Brunavarna Árnes- sýslu, RARIK og byggingarfulltrú- ans í sýslunni um að sett verði upp lyklakerfi að öllum hliðum í sumar- húsahverfum í hreppnum. Guðmundur Rúnar Svavarsson sveitarstjóri segir að þetta feli í sér mikla breytingu. Í dag séu 34 læst hlið inn í sumarhúsahverfi sveitarfé- lagsins. Þessum hliðum fari fjölg- andi og auki það á vanda þeirra sem veita þessum hverfum þjónustu, þ.e. lögreglu, sjúkraflutningamanna, slökkviliðs, RARIK og bygging- arfulltrúans. Lyklakerfið verður í eigu og þjón- ustu sveitarfélagsins. Það er byggt þannig upp að ofantaldir aðilar hafi hver um sig einn lykil (masterlykil), sem gengur að öllum hliðum, en hver sumarhúseigandi hefur sinn eigin lykil, þ.e. lykil að hliði á sínu svæði er veitir ekki aðgang að öðr- um svæðum. Í sumar verður öllum lásum skipt út og nýir lyklar verða afhentir húseigendum. Guðmundur sagði stjórnendur sveitarfélagsins vona að þetta mæltist vel fyrir. Einn lykill í 34 hlið við sumarhús Oddviti Grímsnes- og Grafnings- hrepps, Gunnar Þorgeirsson (t.h.), afhenti Ólafi Helga Kjartanssyni sýslumanni lykilinn sem gengur að öllum 34 hliðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.