Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 11 „ÞETTA eru vitaskuld ánægjuleg tíð- indi, enda hafa útvegsmenn tekið á sig verulegar skerðingar til að efla þorskstofninn,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegs- manna. Friðrik seg- ist hafa átt von á því að þorskkvótinn yrði aukinn á næsta fiskveiðiári, enda hafi verið reiknað með því í síðustu ástandsskýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar. „Við stefnum að sjálfsögðu á að halda áfram að efla þorskstofninn. Í því sambandi er það grundvallaratriði að við förum að nýta hvalastofnana hér við land á eðlilegan hátt. Hafrann- sóknastofnunin telur að auka megi af- rakstursgetu þorskstofnsins um 10– 20% á ári með því að halda hvalastofn- unum í skefjum. Það er því mikilvægt að hvalveiðar hefjist strax í sumar enda eru allar forsendur til þess,“ segir Friðrik. Friðrik J. Arngrímsson Mikilvægt að hefja hvalveiðar GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir það fagnaðarefni ef hægt yrði að auka veiðiheimild- ir, en sé tilefni til þess sé best að gera það fyrr en seinna. „Ég er reyndar á þeirri skoðun að það eigi að reyna að taka þennan afla með krókum allt í kringum landið frekar en að úthluta honum beint inn í afla- markskerfið,“ segir Guðjón Arnar. „Það á að gefa línufrelsi til að veiða þetta, því þá er ekki lagt meira á hrygningarstofninn heldur veitt meira úr blönduðum afla.“ Guðjón Arnar vill auka kvótann strax, en segist gera sér grein fyr- ir því að 1. september virðist vera einhver heilagur dagur hjá sumum, að það sé allt í lagi að gera eitt- hvað eftir fjóra mánuði en ekki núna. „Ég held að menn séu í tals- verðum vandræðum við að halda úti veiðum frá hinum ýmsu byggð- um landsins um allt land og því ætti að reyna að efla krókaveið- arnar frekar og spila þannig með þeirri náttúrusveiflu að það sé frekar lítið af hinum stóra fiski,“ segir Guðjón. Guðjón A. Kristjánsson Tækifæri til að efla króka- veiðarnar KRISTINN H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, segir ánægjulegt að heyra að stofninn sé að vaxa en hann velti því fyrir sér hvers vegna þorsk- kvótinn hafi ekki verið aukinn strax eins og gert hafi verið við aðrar fisk- tegundir fyrir ára- mót og reyndar einnig á miðju síð- asta fiskveiðiári. Átta sinnum hafi kvóti verið aukinn á miðju fiskveiði- tímabili, stundum í andstöðu við vís- indamenn og stundum ekki, og með það í huga mætti alveg auka þorsk- kvótann strax. „Ég undirstrika að þetta er fyrst og fremst pólitísk ákvörðun,“ segir Kristinn. „Vísindamenn hafa auðvit- að sína þekkingu en það er ljóst að hún er mjög takmörkuð. Við höfum farið að fullu eftir tillögum þeirra í rúman áratug varðandi þorskinn og erum komin á sama lága staðinn og við vorum þegar við lögðum af stað í þann leiðangur að byggja upp þorsk- stofninn.“ Kristinn segist telja að hætta eigi þessum árlegu sveiflum en taka ákvarðanir til nokkurra ára í senn, t.d. fimm ára, og nota svonefndar jafnstöðuaflareglur. „Ég vil bakka út úr þessum árlegu hreyfingum,“ segir hann og telur að jafnstöðuafli í þorski gæti verið 230 til 250 þúsund tonn á ári. Kristinn H. Gunnarsson Jafnstöðuafla- reglur heppi- legastar ÁRNI Steinar Jóhannsson, þing- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að tal um aukningu þorsk- kvóta komi ekki á óvart miðað við mælingar og tal sjómanna um allt land. „En málið er að svona hluti á ekki að vinna í að- draganda kosninga eins og Davíð Oddsson gerir.“ Árni Steinar segir að skoða verði þessa hluti í samráði við alla hags- munaaðila, þ.m.t. sjómenn og vís- indamenn. Ekki standi upp úr hvort veiða megi meira eða ekki á næst- unni heldur snúist umræðan um óréttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er aðalmálið og menn mega ekki skjóta sér undan því að ræða um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu með gleðitíðindum um að það geti farið svo að við veiðum 30.000 tonnum meira af þorski. Og eru þetta þó engin ósköp því miðað við síðustu ár erum við að spýta í um 20.000 tonn og þeim verður útdeilt miðað við núverandi kerfi og breytir engu í stöðunni gagnvart lands- byggðinni og sjávarplássunum.“ Hvernig staðið skuli að endur- skoðun á stjórn fiskveiða er kosn- ingamál, að sögn Árna Steinars, og aðalatriðið sé að stuðla að réttlátari leikreglum varðandi úthlutun. Auk- inn þorskkvóti stuðli auðvitað að bættum hag þjóðarbúsins, en „hann leysir á engan hátt þá óánægju sem er varðandi núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi og um það er tekist á. Það er mergurinn málsins.“ Árni Steinar Jóhannsson Tekist á um kerfið ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að miðað við fyrir- liggjandi gögn sé mjög líklegt að þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verði aukinn um 30 þús- und tonn. „Við höf- um síðustu 18 mánuði fengið nánast eingöngu góðar fréttir af ástandi fiskistofn- anna. Í síðustu ástandsskýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar var það mat stofnunar- innar að það yrði 30 þúsund tonna aukning á leyfilegum heildarafla í þorski á milli þessa fiskveiðiárs og þess næsta. Síðan höfum við fengið jákvæðar fréttir, nú síðast í togara- rallinu, og því bendir allt til þess að mat stofnunarinnar standist. Það sýnir að aðgerðir síðustu ára eru að skila sér og þorskstofninn að stækka annað árið í röð. Ýsustofninn er sömuleiðis í mikilli sókn og miðað við mælingar á ýsu í togararallinu á ég ekki von á öðru en að mat Haf- rannsóknastofnunarinnar á ýsu- stofninum frá því í fyrra standist einnig.“ Árni segir að ummæli forsætis- ráðherra séu byggð á upplýsingum sem hafi komið fram á undanförnum mánuðum og vísar því á bug að þau hafi verið sett fram sem kosninga- áróður. „Það er eðlilegt að umræðan sé byggð á þeim upplýsingum sem liggja fyrir og menn reyni að spá í spilin út frá þeim, fremur en að setja fram fullyrðingar um að fiskveiði- stjórnunin hafi brugðist án þess að styðja það með rökum,“ segir Árni. Árni M. Mathiesen Aðgerðir að skila árangri ÁSTÞÓR Magnússon, sem ákærður er fyrir að hafa dreift tilhæfulausri viðvörun um sprengjutilræði gegn íslenskri flugvél í október á síðasta ári, hótaði að mæta ekki framar fyrir dóm ef krafa hans um að verja sig sjálfur fyrir dómi yrði ekki tekin til greina. Mál ríkislögreglustjóra gegn Ástþóri var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og skipaði dómari honum verjanda. Ástþór mótmælti þeirri ákvörðun kröftuglega, og rauk á dyr um það leyti sem Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari sleit þinghaldi, með þeim orðum að hann kæmi ekki þangað aftur. Dómarinn taldi hagsmunum Ástþórs hins vegar best borgið með því að hann fengi verjanda, enda væri erfitt fyrir dóm- ara að leiðbeina ákærða í réttarhöld- unum á fullnægjandi hátt. Ástþór mætti fyrir dóminn í gær útataður í tómatsósu og vildi með því mótmæla blóðsúthellingum sem fylgt hafa í stríðinu í Írak. Máli hans var frestað til 13. maí og er óvíst hvort hann mætir við næsta þinghald í ljósi yfirlýsinga hans. Skipaður verjandi hans er Hilmar Ingimundarson hrl. Ástþór hótar að mæta ekki framar fyrir dóm ÞJÓÐHAGSSPÁ fjármálaráðu- neytisins fyrir 2003 og 2004 gerir ráð fyrir meiri hagvexti árið 2003 en fyrri spá ráðuneytisins. Spáð er 2¾% hagvexti á árinu, 1% meiri en í síðustu spá. Í skýrslunni er geng- ið út frá þeirri forsendu að auk byggingar álvers á Reyðarfirði verði ráðist í stækkun álverksmiðju Norðuráls. Í tilkynningu frá ráðu- neytinu segir: „Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Gert er ráð fyrir að hagvöxtur taki verulega við sér á árinu 2003 og verði um 2¾%, 1% meiri en í síðustu spá. Spáð er enn meiri hag- vexti á næsta ári eða um 3¾%. Gangi þessi spá eftir markar það upphafið á nýju hagvaxtartímabili þar sem virkjunar- og álversfram- kvæmdir verða fyrirferðarmiklar allt fram til ársins 2010. Þjóðarútgjöld aukast á nýjan leik eftir samdrátt undanfarin tvö ár og er gert ráð fyrir 3½% vexti árið 2003 og 4¾% árið 2004. Hér munar mestu um meira en 11% vöxt í fjár- festingu hvort ár. Auk þess er reiknað með að einkaneysla taki við sér og aukist um 1¼% árið 2003 og 3¼% árið 2004, eða samanlagt um 4½%. Samneysla er talin vaxa um svipað hlutfall.“ Lítill viðskiptahalli Þá kemur fram að samhliða auknum þjóðarútgjöldum sé reikn- að með að viðskiptajöfnuður verði neikvæður á ný. Viðskiptahalli verður þó lítill, eða sem nemur 1¼% af landsframleiðslu árið 2003 og 2% árið 2004. Þjóðhagslegur sparnaður muni hins vegar halda áfram að aukast og nema 19½% af landsframleiðslu árið 2003 og 20% árið 2004. Reiknað er með að at- vinnuleysi verði að jafnaði um 3% árið 2003, en fari lækkandi þegar líða taki á árið, enda muni þá í vax- andi mæli gæta áhrifa aukinna framkvæmda. Árið 2004 megi búast við að það fari niður í 2%. Í spánni er gert ráð fyrir að neysluverðsvísitala hækki um 2% að meðaltali milli áranna 2002 og 2003 og að hækkunin innan ársins 2003 verði svipuð. Spáð er heldur meiri verðbólgu árið 2004, eða um 2½%. „Gert er ráð fyrir að laun hækki að meðaltali um 5% árið 2003 og 6% árið 2004 bæði vegna samnings- bundinna launahækkana og launa- skriðs. Samkvæmt þessum spám mun kaupmáttur launa halda áfram að aukast, um 3% árið 2003 og 3½% árið 2004. Gangi þessar spár eftir yrði árið 2004 tíunda árið í röð sem kaupmáttur launa eykst. Það er einsdæmi í íslenskri hagsögu.“ Tveggja milljarða halli hjá hinu opinbera 2002 Samkvæmt áætlun fjármálaráðu- neytisins er talið að liðlega tveggja milljarða króna halli hafi verið á búskap hins opinbera í fyrra. Af- koma ríkissjóðs er talin hafa verið í járnum en nokkur halli varð á rekstri sveitarfélaga. Árið 2003 er gert ráð fyrir heldur batnandi af- komu en þó áfram lítils háttar halla. Nokkur afgangur er talinn verða á ríkissjóði en áfram halli á rekstri sveitarfélaga. Árið 2004 er hins vegar spáð allt að 3 milljarða afgangi í opinberum rekstri, fyrst og fremst vegna betri afkomu rík- issjóðs. Í þessum tölum er ekki tekið tillit til áhrifa eignasölu á af- komuna. „Endurskoðað mat á efnahags- legum áhrifum stóriðjufram- kvæmdanna gefur að mörgu leyti hagfelldari niðurstöðu nú en fyrri útreikningar. Þannig hafa gengis- forsendur gjörbreyst, dreifing fjár- festingarútgjalda er orðin jafnari en áður og loks mælist nú fram- leiðsluslaki í efnahagslífinu í stað framleiðsluspennu. Öll þessi atriði draga úr áhrifum framkvæmdanna á innlenda eftirspurn. Engu að síð- ur er mikilvægt að fylgja aðhalds- samri stefnu í peninga- og ríkis- fjármálum þegar framkvæmdirnar eru í hámarki og að sama skapi slaka á til að hamla gegn niður- sveiflu þegar framkvæmdunum lýkur.“ Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins Nýtt hagvaxtar- tímabil að hefj- ast á þessu ári Morgunblaðið/Arnaldur Forsætisráðherra sagði á fundi í fyrrakvöld að hægt yrði að auka þorskaflann á Íslandsmiðum um 30.000 tonn við næstu kvóta- ákvörðun í vor. Morgunblaðið leitaði viðbragða við ummælunum. JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að tillögur stofnunarinnar um afla- mark fyrir næsta fiskveiðiár liggi ekki fyrir enda sé árlegri úttekt á þorskstofninum ekki lokið. Hann segir engu að síður eðlilegt að menn líti yfir þróun síðustu ára og minnir á að í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinn- ar frá síðasta ári megi sjá aukningu í veiðistofni þorsks undanfarin þrjú ár og hafi þar verið spáð um 30 þúsund tonna hækkun aflamarks í þorski á næsta fiskveiðiári. „Það er jafnframt ljóst að togararallið, sem við kynnt- um fyrir skömmu, gefur ekki tilefni til annars en að ætla að áætlanir okk- ar í fyrra gætu gengið eftir, sem vissulega væri jákvætt. Við höfum hins vegar alltaf lagt áherslu á mik- ilvægi þess að vernda ungfisk og nú undanfarið að einnig sé brýnt að huga sérstaklega að stærsta hrygn- ingarfiskinum. Við höfum alla þessa þætti í huga í ráðgjöf okkar í vor.“ Jóhann Sigurjónsson Í samræmi við spár JÓHANN Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að tillög- ur Hafrannsóknastofnunar liggi ekki fyrir og hingað til hafi verið tekið tillit til þeirra. Því sé for- sætisráðherra full- bráðlátur. „Það er svolítil lykt af þessu, svona eins og verið sé að gefa í soðið,“ segir hann. „Þetta er svolítið kosningaútspil.“ Hann segist samt fagna auknum þorskkvóta ef af verði. „Það er mjög gleðilegt ef við getum aukið veiðina og mér finnst þá sjálfsagt að henni verði útdeilt með jafnræðissjónarmið í huga,“ segir Jóhann. „Það væri þá hægt að byrja á fyrningarleiðinni.“ Jóhann segir að aukinn þorskkvóti auðveldi breytingu á kerfinu og það sé mikilvægt að geta aukið veiðirétt- inn um leið og fyrning hefjist. For- sætisráðherra tali um að fyrningar- leiðin muni leggja byggðirnar í rúst en eignarhaldskerfið sem Íslendingar hafi búið við undanfarin ár hafi ein- mitt gert það. „Við leggjum til fyr- irkomulag þar sem sjávarbyggðirnar njóti aftur nálægðar við miðin og standi þá jafnfætis gagnvart því að keppa um þennan veiðirétt. Tillögur Samfylkingar þýða m.a. að grunnfjár- festing í útgerð snarlækkar með breytingu í leigukerfi og gæti orðið sjötti hluti af því sem nú er. Tal um að allt fari til fjandans með þessu fyr- irkomulagi er út í bláinn. Þetta eru heimsendaspár sem forsætisráð- herrann stundar í þessu sambandi og þær eiga ekki við rök að styðjast.“ Jóhann Ársælsson Byrja á fyrn- ingarleiðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.