Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 18
STRÍÐ Í ÍRAK 18 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐARÁÐ Rauða krossins skoraði í gær á Bandaríkjaher að gera fleiri ráðstafanir til þess að vernda sjúkrahús í Írak og gera hjálparstofnunum kleift að sjá þeim fyrir lyfjum, lækningaáhöldum, vatni og matvælum. Hjálpargögn voru flutt í gær frá Tyrklandi um yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Írak en dreifingin tafðist í öðrum landshlutum vegna hættu á árásum, ránum og gripdeildum. Alþjóðaráð Rauða krossins kvaðst hafa kannað ástandið á tíu sjúkra- húsum í Bagdad og sagði að aðeins þrjú þeirra gætu veitt viðunandi læknisþjónustu. Ráðið áréttaði að innrásarliðinu bæri skylda til að tryggja að íbúarnir fengju matvæli, vatn og læknisaðstoð. Ástandið væri enn slæmt í Bagdad en hefði batnað í Basra, stærstu borg Suður-Íraks, þar sem breskir hermenn hefðu „tryggt öryggi mikilvægra bygg- inga“. „Hörmulegt ástand“ Yfirmenn eins af sjúkrahúsunum í Bagdad, al-Kindi, vonuðust í gær til að geta tekið á móti sjúklingum að nýju – ef nógu margir starfs- menn geta mætt til vinnu, ef sjúkra- húsið verður ekki uppiskroppa með lyf, ef öryggi þess verður tryggt, ef það fær hreint vatn og eldsneyti fyrir rafalana. „Hverjar eru brýnustu þarfirnar? Eldsneyti og öryggi,“ sagði Tara Barki, augnlæknir sjúkrahússins. „Okkur veitir ekki heldur af svolítilli heppni.“ Barki sagði að tæpur fjórðungur starfsliðsins hefði mætt til vinnu á mánudag og vonast væri til þess að um 60% starfsmannanna kæmust til vinnu í dag. Reynt hefur verið eftir bestu getu að sinna neyðartilvikum síðustu daga, hlú að fólki sem særð- ist í loftárásunum á borgina og þeim sem slasast í bílslysum. Flest herbergjanna eru tóm þar sem sjúklingarnir vildu fara heim til sín vegna loftárásanna. „Þeir vildu ekki vera hér um kyrrt, þótt við segðum þeim að þeir þyrftu að vera á sjúkrahúsi,“ sagði Mohammed Maazen, 25 ára hjúkrunarfræðing- ur. Þrír olíubílar voru á leiðinni til sjúkrahússins frá Norður-Írak á vegum ítalskra mannúðarsamtaka sem sérhæfa sig í því að aðstoða sjúkrahús á átakasvæðum. „Við vonum að þeir komi hingað í dag,“ sagði Carlo Guce, sem annast að- drætti fyrir sjúkrahúsið. Hann bætti við að ástandið á sjúkrahúsinu væri „hörmulegt“. Ræningjar létu greipar sópa um mörg sjúkrahús í Írak eftir fall stjórnar Saddams Husseins en þeir létu al-Kindi-sjúkrahúsið í friði. Prédikarar í moskunum hafa hvatt ræningjana til að skila ránsfengnum og al-Kindi hefur fengið lyfjakassa sem stolið var á öðrum sjúkrahús- um. Mohammad Fulaih, aðstoðarlyf- læknir á sjúkrahúsinu, sagði að mik- ill skortur væri þar „á öllu, meðal annars lyfjum og lækningaáhöld- um“. Hópur sjálfboðaliða hefur tekið að sér að vernda sjúkrahúsið með samþykki Bandaríkjahers sem setti það skilyrði að sjálfboðaliðarnir bæru aðeins þrjá Kalashníkov-riffla, færu ekki með þá af sjúkrahússlóð- inni og klæddust læknasloppum. Bandarískir hermenn vernda nú annað sjúkrahús, sem kennt hefur verið við Saddam Hussein. Her- mennirnir eru þar með skriðdreka og leita á öllum sem fara inn í sjúkrahúsið. Herinn veiti sjúkrahúsum meiri vernd Aðeins þrjú sjúkrahús af tíu í Bagdad geta veitt viðunandi þjónustu Bagdad, Genf. AFP. AP Írösk fjölskylda bíður eftir læknisaðstoð fyrir utan sjúkrahús í Bagdad. Í DÝRAGARÐI Udays, elsta sonar Saddams Husseins, eru ljón, bletta- tígrar og skógarbjörn. Í vöru- geymslu hans er heróín og eðalvín að andvirði um 80 milljóna króna. Í einbýlishúsinu hans eru vindlar frá Kúbu, kampavínsflöskur og myndir af vændiskonum. Á sama tíma og flestir Írakar þurftu að herða sultarólarnar vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóð- anna snerist líf Udays um hrað- skreiða bíla, eðalvín og lauslátar konur. Að þessu komust blaðamenn sem fengu að skoða hús hans í Bagdad á mánudag. Hýbýli Udays eru í húsaþyrpingu við forsetahöll Saddams Husseins, þorpi inni í írösku höfuðborginni með sex akreina breiðstræti, um- ferðarljós og sjúkrahús. Bandarísk- ir hermenn, sem hafa lagt húsa- þyrpinguna undir sig, segja að Uday hafi þar átt einbýlishús, vöru- geymslu, íþróttahús, kvennabúr og dýragarð. Á veggjum íþróttahússins voru myndir af konum sem prentaðar voru af Netinu. „Þetta er mesta safn mynda af nöktum konum sem ég hef nokkru sinni séð,“ sagði bandaríski höfuðsmaðurinn Ed Ballanco. „Þetta var eins og höfð- ingjasetur glaumgosa.“ Á veggjunum voru einnig ljós- myndir af 21 árs tvíburadætrum George W. Bush Bandaríkjaforseta. „Þær voru í glæsilegum kvöld- kjólum,“ sagði Ballanco og bætti við að hermennirnir hefðu tekið mynd- irnar niður „til að vernda forset- ann“. Enginn vafi leikur á því að Uday bjó í einbýlishúsinu. Innan um brak eftir sprengju, sem varpað var á húsið og sprakk í neðanjarðarbyrgi undir því, liggur bréfsefni merkt Uday með gylltu letri, myndir af honum og tugir eintaka af dokt- orsritgerð hans, „Heimurinn eftir kalda stríðið“. Í húsinu er margt sem staðfestir það sem íraskir andófsmenn hafa lengi haldið fram: að Uday hafi ver- ið haldinn óseðjandi fýsn í áfengi, nautnalyf og konur. Þar eru meðal annars flöskur af Cuervo 1800-tekíla, dönsku brenni- víni og Delamein-koníaki, og ýmsar bjórtegundir, svo sem Chimay, Cor- ona og Miller Genuine Draft. Þarna voru einnig pokar og kassar sem innihéldu ýmsar töflur og lyf, svo sem þunglyndislyfið Prozak og töfl- ur sem eiga að auka kynhvötina. Á skrifstofu Udays var kassi með búnaði fyrir alnæmispróf. Í tölvupósti frá 22. desember 2000 ráðlagði læknir Uday að gang- ast undir rafmeðferð vegna meiðsla á hnjám og synda eða stunda út- reiðar á hverjum degi. Uday hefur þurft að ganga með staf frá því að hann fékk byssukúlu í hrygginn í skotárás á Porsche-bíl hans árið 1996. Lyfjakassar frá UNICEF Í húsi hans voru kassar fullir af skammbyssum og staflar af tímarit- um um byssur og spænsku bíla- blaði. Bandarísku hermennirnir segjast hafa séð kvittanir fyrir sportbílum. Neðanjarðarbíla- geymsla og innisundlaug eyðilögð- ust í sprengjuárásinni á húsið. Ballanco sagði að í vörugeymsl- unni væru nokkur herbergi full af áfengi, tóbaki og byssum. Ballanco áætlaði að þar væri áfengi að and- virði 80 milljóna króna. „Við sáum Dom Perignon, 30–40 ára gamalt franskt gæðavín, mikið af mjög góðu koníaki og viskíi,“ sagði Ball- anco. „Þarna voru vindlakassar frá Kúbu, merktir „Uday Saddam Hussein“, hundruð kassa. Her- mennirnir okkar reyktu vindlana.“ Höfuðsmaðurinn bætti við að einnig hefðu fundist sex pokar af heróíni. „Þarna voru lyfjakassar frá UNICEF [Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna], ætlaðir börnum í Írak, en þessir þorparar fluttu þá í hús Udays,“ sagði bandaríski majórinn Kent Rideout. Hús fyrir frillurnar Hvarvetna blöstu við vísbend- ingar um að Uday hafi verið með konur og kynlíf á heilanum. Húsið var skreytt með málverkum af nöktum konum og þar voru einnig fjölmargar klámmyndir af Netinu, aðallega af vændiskonum og hver þeirra hafði fengið einkunn sem skráð var á myndirnar. Í lítilli svartri minnisbók voru hundruð nafna og símanúmera kvenna og hermennirnir fundu prentaðan tölvupóst frá evrópskri konu sem kvartaði yfir því hún ætti í mestu erfiðleikum með að finna karlmann sem ekki væri hommi. Í húsinu voru einnig veggspjöld með myndum af brautskráðum há- skólanemum og virtust þær renna stoðum undir ásakanir um að Uday hefði haft auga með háskólastúd- ínum, látið ræna þeim sem honum leist best á og tekið þær frillutaki. Einbýlishúsið virtist ekki nægja fyrir konur Udays. Við hlið þess var margra herbergja hús sem talið er að hafi verið kvennabúr. Í því voru styttur af pörum í ástarleik og margir legubekkir með dúnmjúkum koddum. Í húsinu var einnig önnur sundlaug og bar. „Bleiki liturinn og húsbúnaðurinn bendir til þess að húsið hafi verið fyrir frillurnar,“ sagði Ballanco. Í garði á bak við húsið voru tveir blettatígrar, fimm ljónshvolpar og ungur skógarbjörn. Hermennirnir hafa tekið að sér þrjá stórvaxna varðhunda Udays og alið villtu dýr- in á sauðfé sem fannst í stíu í garð- inum. Haldinn fýsn í konur, áfengi og nautnalyf Skyggnst inn í kvennabúr, dýra- garð og lastabæli Udays Sadd- amssonar AP Bandarískur hermaður í svefnherbergi Udays, elsta sonar Saddams Husseins, í höll hans í Bagdad. Bagdad. AP. ’ Líf Udays sneristum hraðskreiða bíla, áfengi og lauslátar konur. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.